Dagur - 17.12.1982, Síða 3

Dagur - 17.12.1982, Síða 3
 FRIÐARJOL „ . . . Fríður á foldu fagna þú maður, frelsarí heimsins fæddur er“ (M. Joch.) í þessum fáu meitluðu orðum er mikið sagt, raunar allt sem segja þarf þegar heilög jól ganga í garð. Fríður hið ytra sem innra er einkenni jólanna. Þá slíðra menn sverðin, deilur og missætti verða að þoka. Enginn þolir myrk- ursins öflum að komast að. - Og gleðin, fögnuðurínn, fylgir á eftir, þessi einlæga, sanna gleði sem allirþrá innstinni ogflestir hafa einhvern tíma kennt á helgri hátíð. - En ástæðan er líka : nefnd og hún er aðeins ein - þessi: „Frelsarí heimsins fæddur er. “ Þannig eru jólin. Þau koma inn í líf okkar eins og árviss gestur og þá breytist allt. Við höldum hátíð, „fögnum komu í frelsarans“ í þennan heim og á ólíklegustu stöðum sjáum við frið verða að staðreynd, þar sem áður var ófriður, sátt þar sem áður var sunduríyndi. Við sjáum eftirvæntingu á hverri brá og ósjaldan gleðibros, þarsem áður varskuggi kvíða, sársauka eða þjáningar. Hvers vegna? Hver er leyndardómur jólanna? Hvers vegna helst þetta þrennt ætíð íhendur: Frelsarinn, fríðurinn og fögnuðurínn? Hún hlýtur að vera áleitin sú spurning, ekki síðurfyrir okkar samtíð en áður var, nema e. t. v. öllu fremur. Við lifum tíma vax- andi uggs og ótta vegna vígbúnaðar sem fá takmörk virðist unnt að setja. Eyðingarmáttur þeirrar tækni sem mannlegt hugvit hefur fætt afsérhvílir eins og farg á eldri sem yngri, rænirmenn lífsgleði oglífsvon. Æfleiri treysta ekki lengurþeim „friði“sem vígbúnaðaræðið á að tryggja, friði í skjóli óttans, óttans við gjöreyðingu. Sú hugsun sækir á í vaxandi mæli: Er ekki dómur- inn endanlega fallinn yfir viðleitni mannanna til að skapa frið og tryggja lífhérá jörð, dómur fallinn yfirþeim semhafa tekiðráð Guðs í sínar hendur? Víða hefur ófriðarbál verið kynt á þessu ári og enginn veit hvar upp úr sýður næst né til hvaða vopna verður grípið. Á sama tíma blasir önnur staðreynd við. Talið er að hinar ríkari þjóðir verji árlega tuttugu sinnum hærri upphæð til víg- búnaðar en þróunarhjálpar. Aldrei hefur verið eins langt í land • að bæta úr svelti milljónanna og lina þrautir öreiganna íhinum fátækari löndum. Fregnir berast afauknum brotum á mannrétt- indum og stunið er undan miskunnarleysi ægivalds og harð- stjórnar í öllum heimsálfum um leið og boðuð er efnahags- kreppa og samdráttur á flestum sviðum, sem einatt hefur aukið spennu, skapað hættu á deilum og ófriði. -★- | Hún er dökk þessi mynd. En inn íþetta myrkur skín ljós jól- anna. Inn íþennan heim koma jólin með förunauta sína þrjá; Frelsarann, friðinn og fögnuðinn. Sá veruleiki blasir hvarvetna við á helgri hátíð og hann er tjáður enn sem fyrr með orðum | engilsins á Betlehemvöllum: „ Veríð óhræddir, þvísjá, ég boða | yður mikinn fögnuð, sem veitast mun öllum lýðnum: Yður er í dag frelsari fæddur, sem er Kristur Drottinn íborg Davíðs. “ Það fer ekki mikið fyrirþessari kveðju hinna fyrstu jóla og til marks um sannindi þessa leyndardóms var aðeins þetta sagt við fjárhirðana: „Þér munuð finna ungbarn, reifað og lagt íjötu. “ En á bak við þessar einföldu umbúðir leynist veruleiki annar ogmeiri efdýpra er skyggnst. Þar hljómar rödd sem segir: Þú átt lifandi Guð sem er nálægur þér, kominn til þín að fyrra bragði með allt sem þú þarft þér til heilla og blessunar um tíma og ei- lífð. Hann vakir yfir þér og er fær um að losa þig undan þeim fjötrum sem myrkva sál þína. Þess vegna er hann nefndur „frelsari“. Hann leysirfjötra oggefur fögnuð ogfrið íhuga. Þetta er erindi jólanna til þessa heims, heims vígbúnaðar og spennu, heims ótta og vaxandi efnahagskreppu. Þetta er tilboð þeirra um frið, frið á jörðu. Þetta er áminningþeirra um að við sköpum ekki og tryggjum ekki frið afeigin rammleik. Hann er 1 ekki afþessum heimi. Hann er gjöf Guðs. Hann verður aðeins þeginn, þeginn sem förunautur frelsarans, þegar orð hans og andi fá að ráða eins og á jólum, fá að snerta hugina, hræra helg- ustu strengi í brjósti hvers manns. Eðli hans er „innri“ friður, sem er sátt við Guð og menn, jafnvægi í sál mannsins sem er frjáls undan oki hins illa, undan fjötrum myrkurs og ótta, fjötr- um tortryggni og haturs. Hann erfriður, von og hjálpræði sem hlotnast þeim sem viðurkenna sig íþörf fyrir frelsara og þiggja komu FRELSARANS inn í lífsitt. -★- Þessi vitund kristins manns um hinn eina sanna frið dregur þó ekki úr ábyrgð hans og skyldu að vinna að friði hvar sem hann máþví viðkoma. Fyrir honum er lífið heilagt ogsérhvergriðrof við lífið andstæð Guðs vilja. Hann skynjar dýpt orðanna sem höfð voru um jólabarnið: „íþví var líf, og lífið var ljós mann- anna. “ Hann finnur sigknúinn til að leggja sitt af mörkum til að lina þraut ogneyð, til að auka réttlæti, til að jafna efnaleggæði, til að draga úr tortryggni milli einstaklinga og þjóða. Jafnvel spámenn Gamla testamentisins töldu inntak friðarins vera jafnvægið, forsendu hans réttlæti og jöfnun lífskjara. Jólin taka undirþann skilning. Þau flytjaþann boðskap að „við erum systkin orðin hans“sem fæddisthina fyrstu jólanótt, systkin sem eigum að deila kjörum í blíðu og stríðu, búa saman í friði og kæríeika í stað þess að berast á banaspjótum. íraun flytja því jólin alvarlega áminningu þvímannkyni sem enn hefur ekki séð og viðurkennt að framtíðarheill og hamingja verða ekki tryggð með mætti valdsins, heldur þeim verðmætum sem barnið í jötunni, maðurinn á krossinum, lifði og dó fyrir. Þau flytja fagnaðarerindi „sem veitast mun öllum lýðnum“ ef við aðeins fáum séð að lífið á þessari jörð á ekki að vera ótta og myrkri vígt heldur honum sem er „ljós íheiminn komið. “ -★- Fyrir nokkrum vikum skrifaði framkvæmdastjóri Alkirkju- ráðsins: „Við eigum tvo valkosti: Kærleika til valdsins sem veldur og viðheldur aðskilnaði manna og vald kærleikans sem brúar bilin og skapar einingu allra manna um víða veröld. “ Jólin staðfesta þessi orð. Þau sýna mátt kæríeikans. í nafni þeirra skulum við því festa orðin í huga: Frelsarí, fríður, fögn- uður. Við skulum bera þau fram í einlægri, auðmjúkri bæn um að við fáum að sjá þau rætast í eigin lífi, í daglegu umhverfi, í hjónabandinu, í fjölskyldunni og á heimilinu. Við skulum sam- einast kristnum mönnum um allan heim sem í anda krjúpa við jötuna í Betlehem og biðja um frið í heimi, varanleg friðarjól. Gjörumstþátttakenduríþeirri breiðu fylkingu. Hún boðarnýja tíma, nýja von, því að „barn er oss fætt, sonur er oss gefinn. Á hans herðum skal höfðingjadómurinn hvila. “ Þá mun ljósið hans lýsa inn í myrkur þessarar veraldar. Þá mun „friður Guðs sem er æðri öllum skilningi varðveita hjörtu yðar og hugsaniryðar í samfélaginu við Krist Jesú. “ - Guð gefi þau GLEÐILEGU JÓL. Þórhallur Höskuldsson. 17. desember 1982 - DAGUR - 3

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.