Dagur - 17.12.1982, Síða 8
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS
SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI
RITSTJÓRNARSlMAR: 24166 OG 24167
SlMI AUGLÝSINGADEILDAR OG AFGREIÐSLU: 24222
RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARM.: HERMANN SVEINBJÖRNSSON
BLAÐAMENN: ÁSKELL ÞÓRISSON, GYLFI KRISTJÁNSSON OG
ÞORKELL BJÖRNSSON
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON
ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: JÓHANNES MIKAELSSON
FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON
PRENTUN: DAGSPRENT HF.
Friðar-jól
Boðun friðar hefur ávallt verið einn megin-
tilgangur kirkjunnar. Þessa hefur ekki síst
gætt á jólum, þessari stórhátíð kristinna
manna um allan heim, þegar minnst er fæð-
ingar frelsarans og friðarboðans.
Á síðustu tímum hefur meira borið á
þessum friðarboðskap og ekki að ástæðu-
lausu. Viðsjár í heiminum hafa sjaldan verið
meiri en einmitt núna. Þrátt fyrir margra ára
og jafnvel áratuga tal um afvopnun fara sí-
fellt meiri fjármunir í smíði gereyðingar-
vopna til að viðhalda jafnvægi óttans. Þetta
streitujafnvægi getur brostið hvenær sem
er.
Nú kreppir að í öllum hinum vestræna
heimi. Meðal kreppueinkenna er minnk-
andi umburðarlyndi og aukin árásargirni.
Mennirnir bregðast til varnar lífskjörum
sínum og hagsmunum og því meir sem að
kreppir þeim mun harðari verða viðbrögðin.
Sjaldan eða aldrei hefur friðarboðskapurinn
átt meira erindi til mannanna en einmitt
núna.
Kirkja Krists um allan heim hefur nú sam-
einast um boðun friðar á aðventu og jólum.
Hér er um að ræða sameiginlega dagskrá
kirkjudeilda um víða veröld. Krafa um frið er
mikilvægasta krafa samtímans. Þess vegna
hafa kirkjunnar menn um allan heim tekið
höndum saman um að gera „Frið á jörðu“
að kjörorði jólanna sem nú fara í hönd.
íslendingár munu minnast friðar- og líkn-
arboðskapar Krists eins og oft áður með
stuðningi sínum við Hjálparstofnun kirkj-
unnar. Þeir ættu líka alhr sem einn að taka
þátt í ákallinu um frið á jörðu með því að
tendra friðarljósið á aðfangadagskvöld og
láta það bera birtu til náungans, sem tákn
vonar og vináttu allra manna nær og fjær.
Gleðilegjól!
Gleðileg jól,
farsælt komandi ár
Þökkum viöskiptin
á árinu sem er að líða
Nýja bíó,
Strandgötu
Ofnasmiðja Norðurlands hf.
ÓlafurB. Ámason,
lögfrœðistofa ogfasteignasala
Olíufélagið Skeljungur hf.
Olíuverslun íslands hf
Plasteinangmn hf.
Plastiðjan Bjarg
Bugðusíðu 1
Péturog Valdimar
Draupnisgötu 6
Prentverk Odds Bjömssonar hf.
Samvinnubankinn Húsavík
Sana hf.
Norðurgötu 57
Sandblástur og málmhúðun sf.
við Hjalteyrargötu
Sindrafell hf.
Draupnisgötu 1, sími 25700
.... ...........................-....