Dagur - 17.12.1982, Blaðsíða 11

Dagur - 17.12.1982, Blaðsíða 11
ana. Skólann þurfti ég að greiða úr eigin vasa, sem að vísu var gal- tómur, eftir að hafa unnið í fjög- ur ár á kaupi sem nam einni krónu á tímann. Búnaðarfélag íslands hafði lof- að mér 800 kr. styrk. Sá styrkur er að vísu ekki kominn enn, og þrátt fyrir að ég hafi alla tíð verið held- ur bjartsýnn maður, geri ég nú ekki ráð fyrir að hann komi úr þessu. „Þegar kötturinn drukknaði í rjómakerinu“ - Oft hefur þú sagt mér margar skemmtilegar sögur frá námsár- unum í Danmörku. Hvernig væri að fá eina til tvær þeirra nú? Haraldur hlær við. Jú, bless- aður vertu, það var alltaf eitthvað skemmtilegt að gerast. Lífið er fullt af skemmtilegheitum, ef maður nennir bara að veita því at- hygli. Pað er svo allt annað mál hvort maður á að setja siíkt á prent. En tvær litlar sögur get ég auðvitað sagt þér, ég held þær skaði engann. I öðru mjólkurbú- anna sem ég vann á, háttaði þann- ig til, að rétt innan við gluggann í einu herberginu var stórt opið álkar, þar sem rjómi var geymdur í yfir nóttina. Morguninn eftir var hann svo strokkaður. Þegar ég kom til vinnu einn morguninn og ætlaði að fara að dæla rjómanum yfir í strokkinn, tók ég eftir því að einhver tor- kennilegur hlutur marar í hálfu kafi í 2000 lítra rjómakarinu. Þeg- ar betur var að gáð kom í ljós að þarna var steindauður köttur. Hafði hann þá stokkið inn um gluggann sem gleymst hafði að loka kvöldið áður. Hann hefur ætlað að gæða sér ögn á rjóman- um en runnið til á hálum álkapp- anum og hreinlega drukknað í rjömanum. Nú, þar sem ég hafði aldrei staðið frammi fyrir slíkum vanda, eins og drukknuðum ketti í rjóma, skundaði ég á fund mjólkurbússtjórans og spurði hann hvað ég ætti að gera. Hvort ég ætti að framleiða smjör fyrir enska gæðamarkaðinn, hvort ég ætti að láta danskan almúga éta hið væntanlega smjör, eða hvern sjálfan fjandann ég ætti að gera við rjómann. Samtalið fór fram á ganginum fyrir utan íbúð karlsins. Hann stóð þarna í náttserk niður á tær, með nátthúfuna langt niður á eyru, klóraði sér í skallanum gegnum húfuna og sagði um leið og hann lokaði hurðinni: „Strokk- aði rjómann drengur. Hann hlýt- ur að verða að brúklegu smjöri fyrir heimamarkað. Við sendum svo smjörið til Esbjerg á morgun. Taktu samt köttinn upp úr fyrst.“ Bretinn fékk nú samt að éta smjörið“ Álkarið fyrrnefnda með rjóman- um í var ekki í sama herbergi og strokkurinn. Þurfti því að dæla rjómanum yfir í strokkherbergið. Einn morguninn var ég óvenju illa fyrir kallaður og hafði sofið lítið um nóttina. Ég byrjaði á því að dæla rjómanum yfir. Þegar mest- allur rjóminn var búinn úr karinu heyri ég allt í einu skaðræðis ösk- ur og hroðalegar formælingar. Það leyndi ség ekkert úr hvaða mannsbarka óhljóðin komu. Ég skundaði inn í strokkher- bergið viti mínu fjær af hræðslu. Jú, það stóð heima. Á gólfinu, í niðurfallinu, sat sá gamli umflot- inn rjóma og baðandi út öllum skönkum. Ég áttaði mig strax á því að ég hafði gleymt að loka Myndir og texti: Þorkell Björnsson. botnkrananum á strokknum, og fyrir vikið hafði allur rjóminn runnið ofan á gólfið. Brátt dreif þarna að fleiri menn og allir stóð- um við og gláptum í forundan á bústjórann í þessum ankanarlegu stellingum. Hann sendi yfir okkur væna gusu af formælingum og sagði okkur að snauta fram og ná í eitthvað til þess að ná upp rjóm- anum með. Við skömmuðumst fram í eldhús og sóttum djúpa diska og með þeim jusum við rjómanum upp í brúsa. Allan tímann sat sá gamli eins og tappi í niðurfallinu nog okkur tókst að ná mestöllu upp. Þar sem Danir framleiða smjör úr sýrðum rjóma, var ekki um neitt annað að gera en að strokka hann, því ekki er hægt að gerilsneyða hann aftur. Þessi rjómi varð nú að smjöri og það var sent á breska gæðamark- aðinn, að vísu sá einhver til þess að það komst þangað ódæmt. Samt sem áður hef ég ekki heyrt um neinn mannskaða í Bretlandi sem hægt er að heimfæra upp á þetta smjör. sex mánuði. Það virtust allir hafa nóg að gera. Verksmiðjur allar í fullum gangi og vopnafram- leiðslan í algleymingi. Launin voru lág, en þó virtist fólk hafa í sig og á. Skömmtun var á matvæl- um, nema grænmeti og kartöfl- um, nóg var til af þeim. Sem starfsfélaga hef ég ekkert nema gott um Þjóðverjana að segja, þeir voru vinnusamir og duglegir og það var gaman að skemmta sér með þeim. Það var erfitt fyrir ís- lending að átta sig á pólitíkinni þeirra. yjg unga fólkið var ekki hægt að ræða með nokkrum rökum. Hitlersdýrkun þess var gríðarleg. Eldra fólkið fannst mér allt öðruvísi. Mér fannst það áberandi að fólk virtist flemtri slegið þegar það áttaði sig á því að Þýskaland væri komið út í stríð. Það voru spæjarar í borgaralega klæddir og fólk mátti passa sig að tala ekki óvarlega um þá sem réðu ríkjum. Mjólkurbústjórinn, sem ekki var Nasisti, varaði mig við og sagði mér að vera ekki að tala við fólk sem ég þekkti ekki. Aldrei sá undi Brynjólfssyni, þar sem hann segir að mér standi til boða mjög gott starf ef ég komi heim hið fyrsta og ekki síðar en fyrir jóla- hátíðina 1939. Þetta bréf var síð- an sent til Berlínar, þar sem her- stjórnin fór yfir það, og sam- þykkti hún brottfararleyfi fyrir mig til íslands. Heim kom ég svo í byrjun desember með síðustu ferð Gullfoss. Aftur í Mjólkurbú Flóamanna í byrjun janúar 1940 hóf ég aftur störf í MBF. Þá var ráðinn nýr bústjóri, Stefán Björnsson, og ég ráðinn verkstjóri. Kjör mjólkur- fræðinga á þessum árum voru mjög bágborin. Ekkert eiginlegt stéttarfélag var til fyrir þá, enda ekki búið að viðurkenna mjólk- urfræði sem iðngrein á íslandi. Kaupið var um 200 kr. á mánuði, auk fæðis og húsnæðis. Herbergin voru lítil, en samt sem áður var troðið í hvert þeirra tveimur til fjórum mönnum. að fara norður og hugsaði ekkert um þessa stöðu. En svo gerðist það að ýmsir ágætir menn hvöttu mig óspart til þess að sækja um þetta starf. Að lokum lét ég til- leiðast, sótti um og var ráðinn til eins árs. Sannarlega var ég ákveð- inn í því að vera ekki deginum lengur á Húsavík. En margt fer öðruvísi en ætlað er. Ég kunni strax vel við mig á Húsavík og það var skemmtileg tilbreyting fyrir mig að vera þátt- takandi í því að byggja upp nýtt mjólkursamlag frá grunni. Ánnað var það líka sem átti drjúgan þátt í því að ég stóð ekki við það loforð sem ég hafði gefið sjálfum mér, sem sagt að fara héðan eftir þetta eina ár. Ég varð fyrir því mikla láni að kynnast stúlku sem vann á hótelinu, en þar var ég í fæði. í ágúst 1948 varð þessi stúlka svo konan mín, og er það enn. Hún heitir Valgerður Sigfúsdóttir, frá Vogum í Mývatnssveit, og eigum við sex syni. Pegar ég horfi til baka og renni huganum yfir árin mín hér á Haraldur Gíslason, mjólkursamlags- stjóri, við vinnu sína. Til Þýskalands Vorið 1939 útskrifaðist ég sem mjólkurfræðingur. Ég var löngu búinn að ákveða að fara ekki heim strax að námi loknu. Atvinnuástand í Danmörku var slæmt og lítið að gera fyrir mjólk- urfræðinga. Aftur á móti var nóg að gera fyrir þá í Þýskalandi og skólanum bárust atvinnutilboð fyrir 100 mjólkurfræðinga og margir tóku þessu tilboði fegins hendi og fóru til Þýskalands. Ég var einn þeirra og í maí 1939 byrj- aði ég að vinna í þýsku mjólkur- búi. - Hvernig kom Þýskaland þér fyrir sjónir í byrjun styrjaldarinn- ar? Það er nú kannski erfitt að svara þessu, ég var þarna aðeins í ég þá taka neinn mann, en ég vissi um fólk sem hvarf skyndilega og það var erfitt að fá upplýsingar um hvað að því varð. Ég ætlaði aldrei að vera lengi í Þýskalandi. Á þessu búi var skólabróðir minn einn, danskur, og vorum við búnir að ráða okkur á mjólkurbú í Rúmeníu, sem fað- ir eins vinnufélaga míns stjórnaði. Daninn strauk heim um leið og stríðið skall á og mér var sagt að ekki væri hægt að fá vegabréfs- áritun um sinn. Þeir sögðu mér að stríðinu yrði lokið eftir 6 mán- muði og buðu mér hærri laun ef ég vildi verða um kyrrt. Hinsvegar frétti ég það einhversstaðar að möguleiki væri fyrir mig að kom- ast heim, ef einhver hærra settur maður heima skrifaði þeim þýsku bréf, þar sem fram kæmi að mín byði góð staða á íslandi. Ég skrif- aði því heim og sagði frá þessu. Skömmu seinna barst mér svo bréf frá íslandi undirritað af Jör- Varla er hægt að segja að nokk- ur þróun hafi orðið í íslenskum mjólkuriðnaði öll stríðsárin. Að stríðinu loknu, þegar samgöngur til annarra landa komust í eðlilegt horf, varð hinsvegar mikil breyt- ing á. Þá voru stofnsett allmörg mjólkurbú víðsvegar um landið, og þá fyrst varð kúabúskapurinn einhver þáttur í tekjuöflun bænda. Ég fór til Svíþjóðar í ágúst 1945, til þess að kynna mér þróun þessara mála þar. Mestallan tím- ann vann ég á stóru vinnslubúi í Nyköbing, í sex mánuði alls. Einnig kom ég við í Danmörku og var þar í tvo mánuði. Heim kom ég svo í apríl 1946 og tók þá við rannsóknarstofu MBF. „Ætlaði að vera eitt ár á Húsavík“ Á Húsavík var verið að byggja mjólkurbú og auglýst var eftir bústjóra. Ég hafði engan áhuga á Húsavík, sem bráðum eru orðin 36, get ég ekki verið annað en ánægður, jafnvel töluvert stoltur. Ég held að Mjólkursamlag KÞ sé gott fyrirtæki. Þingeyskir bændur hafa staðið vel að uppbyggingu þess. Þeir hafa alltaf haft skilning á þörfum fyrirtækisins til þess að aðlagast breyttum tímum ognýrri tækni. Samlagið er í dag vel búið tækjum og húsnæðið er nú orðið gott. Þáttur starfsfólksins í upp- byggingu samlagsins er mjög mikill. Hérhefur alltaf verið mjög gott starfsfólk og samstarfið við það verið farsælt. íslenskur mjólkuriðnaður á glæsta framtíð, til þess hefurhann öllskilyrði, s.s. vel menntað starfsfólk og tækni og vélakost eins og hann gerist bestur. Ég hef bjargfasta trú á þessum iðnaði og ég veit að hann á eftir að dafna og þróast enn meir, þótt ýmsir Svarthöfðar og allskyns sótraftar haldi því gagn- stæða fram. Xl^jctesfembebt982-4mGHflR-4)1T

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.