Dagur - 17.12.1982, Qupperneq 13
það hrykki skammt til byggingar
nýrrar kirkju. Þrátt fyrir fátækt
safnaðarins komst málið strax á
skrið. Áhugi almennings var
mikill og margir buðust til að
leggja fram fé. Kosin var kirkju-
byggingarnefnd sem vinna átti
með sóknarnefnd að framgangi
málsins. í nefndinni áttu sæti:
Stefán Guðjohnsen, Aðalsteinn
Kristjánsson, Steingrímur
Jónsson, sýslumaður, Jakob
Hálfdánarson og Gísli Péturs-
son, læknir.
Eftir nauðsynleg leyfi frá yfir-
völdum leitaði nefndin til Rögn-
valdar Ólafssonar, húsameistara
ríkisins, um tillögur að nýrri
kirkju. í maí 1905 sendi hann
svo tvær tillögur. Var önnur
þeirra um langkirkju en hin um
krosskirkju og áttu þær að kosta
hvor um sig samkvæmt lauslegri
kostnaðaráætlun 11-12 þúsund
krónur. Þessar teikningar eru
varðveittar á Þjóðskjalasafninu.
Eftir miklar athuganir og vanga-
veltur nefndarinnar varð kross-
kirkjan fyrir valinu. Þó fannst
mönnum kirkjan of lítil og þeir
sendu arkiteknum teikninguna
til baka og báðu hann að stækka
hana.
Páll kaupmaður Kristjánsson
var ráðinn yfirsmiður og honum
falið að ráða sér aðstoðarmenn.
Skriflegur samningur var gerður
við Pál og fjóra aðra smiði, þá
Jón Eyjólfsson frá Uppsölum,
Björn St. Björnsson frá Melum,
Aðalstein Jóhannsson frá Harð-
angri og Júlíus Sigfússon frá
Skógargerði. Þeir Halldór Sig-
urjónsson frá Traðargerði og
Páll Jónsson frá Haga unnu
einnig mest allan tímann við
bygginguna.
Ágreiningur kom upp um
staðsetningu hinnar nýju kirkju.
Vildu sumir hafa hana á hinum
forna grunni uppi í Húsavfk en
aðrir töldu að hún ætti að vera
niðri í þorpinu. Þeir síðarnefndu
töldu gamla staðinn óheppileg-
an þar sem þá hefði þurft að um-
turna grafreitnum all verulega
og að erfitt yrði að komast þang-
að uppeftir í vondu veðri og
ófærð. Meirihluti var fyrir því að
velja kirkjunni nýjan stað en
ekki varð samkomulag um þann
stað. Málalok urðu þau að
Rögnvaldur Ólafsson var feng-
inn norður til að velja kirkjunni
stað.
Nýja kirkjan rís
Stærstu timburinnflytjendur á
Akureyri á þessum tíma voru
þeir Sigtryggur Jóhannesson og
Jónas Gunnarsson. Páll yfir-
smiður fór á þeirra fund í janúar
1906 og gerði við þá samning um
timburkaup. Haustið áður var
tekið upp grjót til kirkjusmíð-
innar, var það að mestu tekið
suður við Stórhól. Um veturinn
var það svo dregið á sleðum sem
grind eða kassi voru fest á. Hest-
ar voru fáir í þorpinu, því var
tekið það ráð að láta menn draga
sleðana. Þungir voru þeir og
þurfti sex menn á hvern sleða.
Um vorið var byrjað að hlaða
grunninn. Yfirmaður við þær
framkvæmdir var Jón Ármann
Árnason frá Fossi. í byrjun
sumars kom svo fyrsti timbur-
farmurinn frá Noregi með þrí-
mastraðri skonnortu. Timbrinu
var skipað upp við lausa bryggju
beint framundan kirkjunni.
Þaðan var það svo borið eða
dregið upp á bakkann, inn á
kirkjulóðina þar sem grindin var
höggvin saman. Timbrið átti að
koma tilhoggið eftir málum
húsameistara. Eitthvað mun þó
hafa skort á skilninginn hjá
frændum vorum Norðmönnum
því timbrið var ýmist of eða van
höggvið. En yfirsmiðurinn leysti
þann vanda eins og svo.margan
við þessa smíði. Trésmiðjan
Fjalar aðstoðaði við heflun og
sögun timbursins en gluggana
alla og hurðir, nema útidyra-
hurð við aðaldyr, gerðu kirkju-
smiðirnir.
Kirkjan kostaði
fullgerð kr. 18.795
Hurðina miklu við aðaldyrnar
gáfu Guðjohnsensfeðgar, Þórð-
ur og Stefán. byggingunni var að
fullu lokið í apríl 1907. Kirkjan
kostaði fullgerð kr. 18.795.
Kostnaðurinn var greiddur úr
kirkjusjóði með gjöfum til kirkj-
unnar og með lánum. Smíðin
lofar verk Páls Kristjánssonar og
samstarfsmanna hans. Sagt er að
með þessari byggingu sjáum við
vöggu nýs íslensks byggingar-
stíls. Til eru tvær aðrar kirkjur
eftir Rögnvald Ólafsson með
sama stíl, að Hjarðarholti í Döl-
um og að Breiðabólstað í
Fljótshlíð. Þær eru mikið minni
og njóta sín vart vegna smæðar
sinnar.
Húsavíkurkirkja er kross-
kirkja, 24,5 alin frá austri til
vesturs, en 24 álnir frá norðri til
suðurs. Vegghæðin er 10 álnir en
hæðin upp í turn kross er 40
álnir. Einn turn er á kirkjunni og
er hann í útnorður horni, milli
vesturarms og norðurarms.
Neðsti hluti hans er forkirkja.
Þar er gengið inn, en ekki eftir
miðju, eins og algengt er í ís-
lenskum kirkjum. Þrjú loft eru
uppi, eitt fyrir kór og organista,
hin tvö fyrir aðra kirkjugesti.
Árið 1923-1924 málaði Fey-
móður Jóhannsson, listmálari,
kirkjuna að innan. Hann var lát-
inn ráða málningunni og fórst
honum það einkar vel úr hendi.
Sama er að segja um skreytingar
þær sem hann og gerði.
Altaristaflan er mikil að
vöxtum. Hana málaði Sveinn
Þórarinsson frá Kílakoti í
Kelduhverfi fyrir rúmum 50
árum. Málverkið sýnir upprisu
Lasarusar. Þingeyskt landslager
notað og jafnvel þykjast sumir
þekkja andlit persónanna sem
nágranna listamannsins. í dag
held ég að öllum þyki málverkið
fallegt, en þegar þaö var hengt
upp var það að allmiklu deilu-
máli á Húsavík. Menn deildu
aðallega um listrænt gildi mynd-
arinnar. Svo harðar voru deil-
urnar að til voru þeir sem neit-
uðu að koma inn í kirkjuna eftir
að altaristaflen var hengd upp.
Húsavíkurkirkja var vígð 2.
júní árið 1907. Hallgrímur
Sveinsson, biskup, gat ekki
komið til vígslunnar sökum elli.
Árni Jónsson, prófastur ■ á
Skútustöðum, sem átti að fram-
kvæma vígsiuná með sóknar-
presti forfallaðist og Benedikt
Kristjánsson, prestur á Grenj-
aðarstað, vígði kirkjuna. Við
vígsluathöfnina söng 30 manna
kór, ræður voru fluttar og fjöl-
menni var þrátt fyrir leiðinda-
veður.
Prestar
Fyrsti þjónandi prestur hinnar
nýju kirkju var sr. Jón Arason,
Jochumsonar frá Skógum í
Þorskafirði. Hann var einnig
síðasti prestur gömlu kirkjunn-
ar. Hann þjónaði til ársins 1928.
Þá var í embætti um fjögurra ára
skeið, sr. Knútur Arngrímsson
frá Torfunesi. Eitt ár af þessum
fjórum hafði sr. Þorgrímur Sig-
urðsson, prestur að Grenjaðar-
stað, aukaþjónustu í kirkjunni.
Árið 1933 tók sr. Friðrik A.
Friðriksson við brauðinu og
þjónaði allt til ársins 1962, utan
árs leyfis er hann dvaldi í
Vesturheimi. Þá var sr. Lárus
Halldórsson settur í hans stað.
Sr. Friðrik var jafnframt pró-
fastur í Suður-Þingeyjarpró-
fastsdæmi frá 1930-1962. Arið
1962 fóru fram prestkosningar
við Húsavíkurkirkju. Tveir
prestar sóttu um. Sr. Ingimar
Ingimarsson hlaut kosningu, en
hann tók þá óvæntu ákvörðun
að koma ekki. Þá var sr. Ingólf-
ur Guðmundsson settur í em-
bættið fram að næstu kosning-
um. Prestkosningar fóru fram 7.
júlí 1963 og 15. sept. sama ár var
sr. Björn H. Jónsson settur inn í
embættið og hefur þjónað því
síðan.
Kirkjan lagfærð
Um langt skeið hefur lítið verið
gert fyrir kirkjuna. Tímans önn
hefur leikið tréverkið grátt og
mikill fúi var kominn í timbur-
verk hennar. Safnaðarstjórn sá
að við svo búið mátti ekki
standa. Taldi hún að besta gjöf
til kirkjunnar á 75 ára afmælinu
væri sú að gera við og lagfæra
það sem illa væri farið að fúa.
Hafist var handa í maímánuði í
fyrra og gert var ráð fyrir að við-
gerð lyki síðar á því ári. í ljós
kom að kirkjan var mun verr far-
in en í fyrstu var álitið, þannig að
þegar vinnan lagðist niður í lok
september var enn mikið verk
óunnið.
Framkvæmdir hófust aftur í
vor og lauk þeim nú í haust. í
viðtali við Víkurblaðið þann 24.
ágúst sl. segir Guðmundur Sal-
ómonsson, sem var yfirsmiður
við þessa miklu framkvæmd:
„Menn gera sér litla grein fyrir
því hvað þetta var mikil vinna.
Við þurftum að fara nákvæm-
lega eftir frumsmíðinni og því
má segja að þetta sé vasahnífs-
vinna. Þegar við byrjuðum fyrst
þá mátti segja að við hefðum oft
verið komnir skemmra að kvöldi
en þegar við byrjuðum um
morguninn, þar sem við fundum
alltaf fleiri og fleiri fúaspýtur."
í samtaii við Þormóð Jónsson,
gjaldkera sóknarnefndar, kom
fram að kostnaðurinn við við-
gerð kirkjunnar næmi um 1200
þúsund krónur. Hann sagði að
lagt hefði verið 2,5% á útsvar
Húsvíkinga og sú fjarlægð runn-
ið í endurbæturnar. Hinsvegar
dygði þessi upphæð ekki nema
fyrir helmingi af kostnaðinum,
þannig að leggja verður aftur á
útsvör bæjarbúa á þessu ári.
Þormóður sagði að Húsvíking-
um væri hlýtt til kirkjunnar sinn-
ar og engan hefði hann hitt sem
andmælt hefði þessum skatti.
Þ.B
17. desember 1982 - DAGUR -13
i.tuil WÖillÖíW . t ( - - hUMftVi — Ki