Dagur - 17.12.1982, Side 16
FRÉTTAANNÁLL FRÉTTAANNÁLL FRÉTTAANNÁLL FRÉTTAANNÁLL FRÉTTAANNÁLL
Frá fyrsta fundi nýkjörinnar bæjarstjómar Akureyrar á árinu.
Bfl var stolið frá versluninni Hljómver og var honum ekið í höfnina á Akureyri.
Tæring kom upp í kerfi Hitaveitu Akureyrar á árinu, og nokkrir ofnar tærðust í sundur.
Frá flugdegi a Akureyn.
bjarga út, en einn grís varð eldinum
að bráð..
22. . . Ijúníkomíljóstæringíofn-
um húsa í Glerárhverfi á Akureyri
og lá ofnkerfi margra húsa í hverfinu
undir skemmdum af þeim sökum.
Um fá mál hefur verið eins mikið
fjallað á árinu og þetta og enn eru
ekki öll kurl komin til grafar eða ljóst
hversu umfangsmikið það er.
22. . . Óttar Proppé var ráðinn
bæjarstjóri á Siglufirði, en þar í bæ
mynduðu Framsóknarflokkur, Al-
þýðuflokkur og Alþýðubandalag
bæjarstjórnarmeirihluta að bæjar-
stjórnarkosningum loknum.
24. . . Tveir eldhressir minkaban-
ar, Haraldur Skjóldal og Hilmar
Stefánsson, drápu 27 minka í ná-
grenni Krossaness og í Hrafnagils-
óhöpp og þótti öll framkvæmd mót-
sins takast sérstaklega vel.
13. . . Hinn nýi togari Útgerðar-
félags N-Þingeyinga, Stakfell, kom
til landsins. í fyrstu veiðiferð skips-
ins kom upp vanstilling í spilútbún-
aði skipsins. Var hún lagfærð og hef-
ur togarinn aflað vel síðan.
15. . . Stefán Jón Bjarnason frá
Húsavík var ráðinn bæjarstjóri á
Dalvík, og bæjarritari var ráðinn
Snorri Finnlaugsson.
20. . . Útibú KEA á Grenivík
flutti í nýtt og glæsilegt húsnæði. Var
öllum íbúum Grenivíkur og ná-
grennis boðið að skoða þessa stór-
bættu verslunarmiðstöð.
22. . . Nú er lokið við að malbika
allar götur á Blönduósi og er það mál
manna að bæjarfélagið hafi tekið al-
gjörum stakkaskiptum. Ekki er út í
hött að tala um að Blönduós sé
snyrtilegasta bæjarfélag á landinu.
22. . . í skýrslu Fiskifélags íslands
kom fram að fyrstu 6 mánuði ársins
kom fram að heildaraflinn frá ára-
mótum var 57.645 tonn en var á sama
tíma 1981 84.402 tonn. Afli á
Norðurlandi hafði minnkað um
32%.
27. . . „Ástandið er vægast sagt
hroðalegt og ég veit ekki hvað þetta
getur druslast svona lengi,“ sagði
Bjami Jóhannesson útgerðarstjóri
hjá KEA í Hrísey. „Útgerðin.væri
löngu stopp ef við hefðum ekki þann
bakhjarl sem KEA er. Við höfum
ekki fengið neina fyrirgreiðslu frá
t.d. byggðasjóði þó margoft hafi ver-
ið fram á slíkt þótt við vitum að aðrir
aðilar hafi fengið þar mikla fyrir-
greiðslu,“ sagði Bjami.
29. . . „Lánsfjáráætlun og fjárlög
gera ráð fyrir 60 milljónum til fram-
kvæmda vegna Blönduvirkjunar á
þessu ári og sú upphæð skiptist
á ýmsa verkþætti," sagði Sigurður
Eymundsson rafveitustjóri á Blönd-
uósi um framkvæmdir við Blönd-
uvirkjun á árinu sem senn kveður.
29. . . „Ég hef ekki verið dellum-
aður í laxveiðinni til þessa,“ sagði
Örn Gústafsson á Akureyri, en hann
krækti í 27 punda lax í Laxá í Aðal-
árinu var gamli Drangur seldur og nýr keyptur í hans stað.
hér um að ræða íbúðir í fjölbýlis-,
raðhúsum og einbýlishúsum. Á
fundi bæjarráðs 22. júlí var sam-
þykkt að fela stjórn verkamanna-
bústaða að leita heimildar hjá Hús-
næðisstofnun ríkissins til að hefja
smíði allt að 40 nýrra íbúða á árinu
1983 auk þeirra íbúða sem eftir
kunna að verða vegna heimilda á
yfirstandandi ári.
12. . . Vindmyllahefurveriðreistí
Grímsey og er henni ætlað að fram-
leiða hita með svokallaðri vatns-
bremsu og getur hún í 7 vindstigum
framleitt >/2 tonn af 70° heitu vatni á
klukkustund.
17. . . Sl. laugardag hófst föst
starfsemi Ríkisútvarpsins -
RÚVAK - tók formlega til starfa
með föstu starfsliði. Var flutt sérstök
dagskrá af þessu tilefni og tóku um
20 manns þátt í henni. Starfsemi
RÚVAK er fyrst um sinn til húsa í
gamla hljóðhúsinu við Norðurgötu.
24. . . Breyting var gerð á lána-
kerfi til skipasmíða innanlands og
nýtur skipasmíðaiðnaðurinn því
sömu lánafyrirgreiðslu og ullar- og
skinnaiðnaðurinn fékk á sl. ári.
Gunnar Ragnars sagði að þessi
breyting ylli því að hægt væri að
smíða skip á um 20% lægra verði en
áður.
31. . . „Það sem mér fannst mark-
verðast koma fram á þessu þingi var
sú samstaða sem náðist um nauðsyn
þess að jafnframt breytingum á hlut-
föllum á Alþingi með fyrirhugðum
breytingum á kosningalögum komi
aukið valdajafnvægi á öðrum sviðum
og meiri dreifing opinberrar þjón-
ustu um landið," sagði Áskell Ein-
arsson, framkvæmdastjóri Fjórð-
ungssambands Norðurlands, að
loknu þingi sambandsins á Sauðár-
króki.
31. . . „Það virðist heldur hafa sig-
ið á ógæfuhliðina undanfarið. Vart
Frá Landsmóti hestamanna á Vindheimamelum.
aðskotahlutur í höfðinu á mér.“
Þetta sagði Eyjólfur Ágústsson, ung-
ur Akureyringur sem gekk með 10
cm langan loftnetsbút f höfðinu f
þrjá mánuði eftir að hafa velt vél-
sleða sínum á nýársdag.
Maí
4. . . Mjögmikilölvun vará Akur-
eyri fyrstu helgi mánaðarins. í Al-
þýðuhúsinu réðst gestur á dyravörð
og veitti honum mikla áverka. Var
dyravörðurinn fluttur á sjúkrahús en
gesturinn fékk að kynnast innrétt-
ingum fangageymslu lögreglunnar
um nóttina.
4. . . „Það er nánast bjartsýni að
gera ráð fyrir að nýja íþróttahúsið
verði að einhverju leiti tekið í notk-
un í haust,“ sagði Hermann Sig-
tryggsson, íþróttafulltrúi Akureyr-
ar, í samtali við Dag. - Hafi Her-
mann verið bjartsýnn á að það myndi
takast var sú bjartsýni á rökum reist,
því húsið var tekið f notkun fyrsta
sunnudag í desembermánuði.
6. . . „Að sjálfsögðu erum við
ánægðir með þessar niðurstöður,"
sagði Hjörtur Eiríksson, fram-
kvæmdastjóri Iðnaðardeildar SÍS.
Ástæðan fyrir ánægju Hjartar var sú
að í skýrslu um launagreiðslur til
Iðjufélaga voru þær hæstar á landinu
hjá Iðnaðardeildinni.
11. . . Aðalfundur Kaupfélags
Eyfirðinga var haldinn 7. og 8. maí. í
ræðu Vals Arnþórssonar, kaupfé-
lagsstjóra, kom fram að árið 1981
hafi verið gott fyrir Kaupfélag Ey-
firðinga. Efnahagur væri traustur,
reksturinn hefði farið batnandi, og í
starfsemi þess hefði þróast öflugur
vaxtarbroddur til eflingar eyfirskum
byggðum, íslensku samvinnustarfi
og íslensku efnahagslífi.
13. . . Malbikaðar götur hafa
lengst um 90% á því kjörtímabili
sem nú er að ljúka og verða yfir 50
km á lengd á þessu sumri. Allt kjör-
tímabilið hefur verið unnið að gatna-
gerð og nú er lokið endurbyggingu
Júní
3. . . Fyrsti fundur nýkjörinnar
bæj arstj órnar Akureyrar var haldinn
1. júní. Á fundinum var Helgi M.
Bergs endurráðinn bæjarstjóri til
næstu 4 ára og Valgerður Bjarna-
dóttir kjörinn forseti bæjarstjórnar.
í upphafi fundarins gerði Sigurður
Óli Brynjólfsson grein fyrir nýju
meirihlutasamstarfi Framsóknar-
flokks, Alþýðubandalags og
Kvennaframboðs.
8. . . Ríkisútvarpið hefur keypt
hús Pan h.f. við Fjölnisgötu á Akur-
eyri og verður stofnunin þar til húsa
í framtíðinni.
„Þetta hús verður bæði notað
af útvarpi og sj ónvarpi. Þama verður
gott talstúdío og stór upptökusalur
fyrir útvarp og sjónvarp,“ sagði
Hörður Vilhjálmsson fjármálastjóri
Ríkisútvarpsins við þetta tækifæri.
8. . . „Menn eru þegar farnir að
panta en ég get ekkert sagt um hvaða
bátur fer fyrstur í sleðann,“ sagði
Þórður Haraldsson, skipasmiður á
Húsavík. Dráttarbrautin var svo tek-
in í notkun í síðasta mánuði.
8. . . „Það er allt að verða
brjálað," sagði einn starfsmanna
KÉA í Hrísalundi. Geysileg verslun
var víða um bæinn vegna yfirvofandi
allsherjarverkfalls, en ekkertvarð úr
verkfallinu því samningar tókust
áður en það kom til framkvæmda.
15. . . Það er sennilega rólegt að
vera starfsmaður í slökkviliði
Blönduóss. Frá 7. desember 1980 til
6. mars 1982 var ekkert útkall hjá lið-
inu og sagði Þorleifur Arason
slökkviliðsstj óri að brunavarnir á
svæði Brunavarna Austur-Húna-
f vatnssýslu væru mjög góðar.
15. . . Slökkviliðsmenn á Akur-
eyri lentu hinsvegar í óvenjulegum
vandræðum. „Fullorðnu svínin sner-
ust gegn okkur þegar við vorum að
reyna að bjarga þeim út.“ sagði
slökkviliðsmaður á Akureyri. 20
svínum og 200 grísum tókst að
hafa mikil áhrif á framleiðslumögu-
leika okkar á kindakjöti. „Við verð-
um e.t.v. að fækka sauðfé og þá er
það mín skoðun að slíkt verði að ger-
ast á þeim svæðum þar sem menn
geta tekið upp aðra atvinnustarfsemi
í staðinn. Ég hef trú á því að eitt það
helsta sem menn geti tekið upp sé
refaræktin,“ sagði Ingi Tryggvason.
18. . . Samvinnumenn minntust
þess þann 20. febrúar að þann dag
voru liðin 100 ár frá stofnun fyrsta
samvinnufélags hér á landi, Kaupfé-
lags Þingeyinga, og 80 ár frá því að
kaupfélögin íslensku stofnuðu sín
samtök, Samband íslenskra sam-
vinnufélaga. Var þessara merku
tímamóta minnst með ýmsu móti en
hápunktur hátíðahaldanna var aðal-
fundur Sambandsins sem haldinn var
á Húsavík dagana 18. og 19. júní og
sérstakur hátíðafundur að Laugum í
Reykjadal 20. júní.
Mars
2. . . Rannsóknarlögreglan á Ak-
ureyri hafði hendur í hári ungs Akur-
eyrings sem hafði falsað 17 ávísanir
og verslað fyrir andvirði þeirra á
veitingastöðum bæjarins. Hafði fals-
arinn þannig komist yfir 8.300
krónur.
4. . . Fjárhagsáætlun Akureyrar-
bæjar fyrir yfirstandandi ár var sam-
þykkt í bæjarstjórn. Hver einasti lið-
ur áætlunarinnar var samþykktur
með 11 samhljóða atkvæðum og var
það í annað skipti í sögu Akureyrar
sem slíkt gerðist.
4. . . Ákveðið var að halda lista-
hátíð á Akureyri og hlaut hún nafnið
„Vorvaka ‘82“. Mikill fjöldi lista-
manna lagði hönd á plóginn, bæði
innlendir og erlendir og þótti þessi
listahátíð takast með miklum ágæt- •
um, en hún fór fram í júní.
16. . . Ólöglegur innflutningur á
skjaldbökum til landsins leiddi til
þess að upp kom taugaveikibróðir
meðal fólks, en skjaldbökur þessar
fluttu með sér salmonellusýkil.
Nokkur tilfelli af taugaveikibróðir
komu upp í Reykjavík, en ekkert á
Akureyri þótt þar hafi fundist skjald-
bökur sem voru með samonellusýkil-
inn.
16. . . Þann 15. mars voru undirrit-
aðir samningar milli Rafmagns-
veitna ríkisins og fimm hreppsnefnda
varðandi Blönduvirkjun og var for-
senda samningsins sú m.a. að
Blönduvirkjun yrði næsta meirihátt-
ar vatnsaflsvirkjun í landskerfinu.
Lauslegt mat á upphæð bótakrafna
nam 47-50 milljónum króna. Hrepþ-
arnir sem undirrituðu samninginn
voru Blönduóshreppur, Torfalækj-
arhreppur, Svínavatnshreppur vest-
an Blöndu, og Lýtingsstaða- og
Seyluhreppur austan Blöndu.
Hreppsnefnd Bólstaðahlíðarhrepps
hafði ekki fallist á samning þennan.
18. . . Stofnað var Iðnþróunarfé-
lag Eyjafjarðarbyggða, en tilgangur
þess er að stuðla að iðnþróun á Eyja-
fjarðarsvæðinu á sviði iðnaðar og
hafa frumkvæði að stofnun slíkra
fyrirtækja í samvinnu við aðra.
18... „Ég hef lagt mikla áherslu á
að lífga upp á Sæluvikuna," sagði
Ólafur Jónsson, framkvæmdastjóri
Sæluviku Skagfirðinga, sem hófst 20.
mars. Mikið var um dýrðir á Sauð-
árkróki þá daga sem Sæluvikan stóð
yfir og fór hún vel fram í alla staði.
23. . . „Fýlanúrsögunni“.-Í þess-
ari fyrirsögn var átt við ólyktina sem
borist hefur yfir Akureyrarbæ frá
Krossanesverksmiðjunni. Sett voru
upp mjög dýr hreinsitæki í verk-
smiðjunni „og í framtíðinni mun Ak-
ureyringum engin óþægindi stafa af
mengun frá verksmiðjunni," sagði í
frétt Dags.
30. . . „Við þökkum kærlega fyrir
að þetta er hægt,“ sagði Pétur Éin-
arsson, aðstoðarflugmálastjóri, er
Dagur spurði hann hvort það hefði
komið til tals að Akureyrarbær lán-
aði ríkinu malbik á lengingu flug-
brautarinnar. Sú varð og raunin að
það var gert, og lauk malbikunflug-
brautarinnar í októbermánuði.
þessara ummæla var að Félag ungra
sjálfstæðismanna á Akureyri gaf út
og lét dreifa í bænum símaskrá fyrir
Akureyri.
September
2. . . „Framkvæmdir eru hafnar
við að breyta Hafnarstræti á Akur-
eyri í göngugötu," sagði í frétt Dags.
- Unnið var að jarðvegsskiptum og
lagningu malbiks í götuna og verður
framkvæmdum framhaldið á næsta
ári.
2. . . Taliðeraðhérálandifarium
ein milljón vinnustunda árlega í það
að plokka hringorma úr fiskiflökum
sem fara til útflutnings. Gera má ráð
fyrir að hver stund kosti um 50 krón-
ur með launatengdum gjöldum,
þannig að þessi kostnaður nemur því
sem næst 50 milljónum króna á ári.
7. . . Að afloknu veiðitímabili í
Laxá í Aðaldal kom í ljós að um 150
færri fiskar komu þar á land í sumar
en árið áður. Sá fiskur sem veiddist í
sumar var hinsvegar yfir höfuð
vænni, og virðist því sem smærri
fiskinn hafi vantað ána, hvað sem
olli.
7. . . „Þetta hefur verið dauft hjá
okkur í sumar,“ sagði Jón Jónsson
framkvæmdastjóri Rækjuvinnslunn-
ar á Skagaströnd. „Það eru fáir bátar
sem stunda þessar veiðar, og einnig
er slæmur rekstrargrundvöllur fyrir
vinnslustöðvarnar að vinna sumar-
rækjuna.“
9. . . Upp úr hádegi í gær fór
Drangur frá Akureyri og var áfanga-
staður frekar óvenjulegur því
Drangur var á leið til Flateyjar á
Skjálfanda.
Flutningur Drangs til Flateyjar var
bor frá Orkustofnun og ýmiss annar
búnaður, en þar eru nú að hefjast
setlagarannsóknir sem sumir ætla að
geti orðið upphaf olíuævintýris, en
flestir telja þó að muni ekki verða.
En líf mun færast í Flatey á næst-
unni, hver svo sem niðurstaða set-
lagarannsóknanna verður.
9. . . Vörubifreiðastjórar á Akur-
eyri kvörtuðu sáran undan atvinnu-
leysi. „Ætli það megi ekki segja að
bílarnir hafi haft verkefni þriðja
hvern dag,“ sagði Stefán Árnason
hjá Bifreiðastöðinni Stefni í samtali
við Dag. „Horfurnar eru bágbornar
og menn eru þegar farnir að huga að
því að selja bílana. Við erum mjög
óánægðir með skiptingu opinbers
fjár til vegaframkvæmda, næg
atvinna er fyrir vörubifreiðastjóra
bæði fyrir vestan okkur og austan en
hér er ekkert að gerast.“
9. . . Miklir erfiðleikar hafa verið í
hitaveitumálum í Hrísey. Þó hefur
rofað til og í upphafi mánaðarins var
lokið við að bora 1070 metra djúpa
holu sem gefur 15 lítra á sekúndu af
69-70 stiga heitu vatni. Ekki er þó
talið að Hríseyingar séu lausir við þá
hættu að leir og drulla komist í hol-
Apríl
1. . . „1. apríl-frétt“ Dags að þessu
sinni var um nýja kvikmynd, „Fynd-
ið fólk á Akureyri“, sem frumsýna
átti í Lundarskóla þá um kvöldið.
Átti þessi mynd að sögn Dags að
sýna fólk á Akureyri við ýmsa iðju og
hafði hún verið tekin með falinni
myndavél. Fjöldi fólks mætti í Lund-
arskóla til að skemmta sér yfir mynd-
inni þetta kvöld, en því miður . . .
15. . . „Þegar ég sagði lækninum
að það hefðu komið örlitlir vírar út
úr nefinu á mér lét hann mig fara í
myndatöku og þá kom í ljós einhver
gatna og holræsa sem gerðar voru
fyrir 1960. Ný malbikunarstöð var
keypt. Þetta eru helstu framkvæmdir
sem unnið hefur verið að á því kjör-
tímabili sem nú er að ljúka.
25. . . Kvennaframboðslistinn í
bæjarstjórnarkorningunum á Akur-
eyri vann mikinn sigur í kosningun-
um 22. maí. Fékk kvennalistinn 2
fulltrúa. Framsóknarflokkurinn stóð
í stað, um fylgisaukningu var að
ræða hjá sjálfstæðismönnum en A-
flokkarnir töpuðu miklu fylgi.
27. . . Vanskapað lamb leit dags-
ins ljós á bænum Garðshorni á Þela-
mörk. Var lambið með 6 fætur. Var
lambið eðlilegt framan við miðju en
klofnaði þá í tvennt svo afturpart-
arnir urðu tveir og afturfæturnir
fjórir.
Jarðborinn Narfi hefur undanfama mánuði verið í Ólafsfirði. Á leið á borstaðinn festist borinn í ÓlafsQarðará og
síðar í borholunni sjálfri.
dal og var það sennilega stærsti lax
sumarsins hérlendis.
S
Agúst
5. . . Jarðborinn Narfi kom til Ól-
afsfjarðar. Á leið á borstaðinn festist
borinn í Ólafsfjarðará en náðist upp
og síðan var boruð um 1500 metra
djúp hola. Þegar taka átti borinn upp
festist hann í holunni og þegar þetta
er skrifað situr hann enn fastur þar.
Er óhætt að segja að Narfi hafi farið
hálfgerða „festuferð" til Ólafsfjarð-
ar að þessu sinni.
12. . . Stjórn verkamannabústaða
á Akureyri hefur á árinu afhent 16
íbúðir til einstaklinga af 40 íbúðum
sem afhentar verða á þessu ári. Er
17. . . Kaupfélag Svalbarðsreyrar
hóf útflutning á dilkakjöti í heilum
skrokkum, einn skrokkur í kassa og
er sumt kjötið nýtt en hitt reykt.
Fékk tilraunasending af þessu tagi til
Danmerkur mjög góðar viðtökur.
19. . . Aurskriður féllu á Siglu-
fjarðarbæ úr Strengjagili í Hafnar-
fjalli fyrir ofan bæinn. Flæddi aurinn
yfir nokkrar götur bæjarins og lóðir
íbúðahúsa og var eitthvað um það að
fók flýði hús sín af þessum sökum.
24. . . „Það var alveg komið að því
að stjórnin spryngi á laugardag, því
er ekki að leyna,“ sagði Ingvar
Gíslason, menntamálaráðherra. En
svo fór ekki, og þennan sama laugar-
dag náðist samkomulag innan stjórn-
arinnar um bráðabirgðalög til bjarg-
ar efnahagsvandanum og jafnframt
var samþykkt yfirlýsing vegna að-
gerða í efnahagsmálum.
var við aukin vanskil strax upp úr
áramótum," sagði Gestur Jónsson,
fulltrúi í Búnaðarbanka íslands á
Akureyri.“
31... „Samkeppni við innflutning
hefur aukist gífurlega á síðasta ári og
það sem af er þessu ári. Samkeppnis-
staða innanlands hefur versnað stór-
lega gagnvart innflutningi vegna þess
að allur tilkostnaður innanlands hef-
ur hækkað mun meira en verð á er-
lendum gjaldeyri," sagði Gunnar
Kjartansson hjá Iðnaðardeild Sam-
bandsins er rætt var við hann um
dökkar horfur í fataiðnaði.
31... „Ég hef skrifað bæjarfógeta
bréf þar sem ég óska eftir því að fram
fari rannsókn á því hvort þarna sé
um brot á fjarskiptalögum að ræða,
sem þetta er að okkar áliti,“ sagði
Ársæll Magnússon, umdæmisstjóri
Pósts og Síma á Akureyri. Tilefni
hreppi á tveimur dögum. „Þetta er
ekki búið enn, við eigum eftir að fara
í hólmana í Eyjafjarðará og þá bætist
örugglega eitthvað við,“ sögðu þeir
félagar í samtali við Dag.
24. . . í gær hóft framleiðsla á mal-
biki eftir stutt hlé í malbikunarstöð
Akureyrarbæjar, en þá hafði verið
tengt svartolfukerfi í stöðinni. Er
gert ráð fyrir að sparnaður við það
nemi 200-300 þúsund krónum á ári.
Júlí
6. . . „Égfannfjársjóð,“sagðiung
stúlka frá Akureyri við mömmu
sína, er sú litla hafði fundið lítinn
pappakassa undir brú í Reiðgili á
Öxnadalsheiði. Verið var að fylgja
hestamönnum á Landsmót hesta-
manna á Vindheimamelum er
pappakassinn fannst, og reyndist
hann innihalda ávísanir sem stolið
hafði verið úr innbrotinu hjá Höldi
sf. á Þorláksmessu 1981.
6. . . Brotist var inn í verslunina
Hljómver við Glerárgötu. Stálu
þjófarnir nokkrum sambyggðum
seglubands- og útvarpstækjum og að
auki hirtu þeir bifreið verslunarinnar
sem stóð innandyra. Fannst bifreiðin
þremur dögum síðar í sjónum við
Oddeyri.
8. . . Haukur Halldórsson, for-
maður Sambands»slenskra loðdýra-
ræktenda, upplýsti að félagið hefði
lagt til við stjórnvöld að minkastofn-
inn yrði skorinn niður og uppbygging
nýs stofns hafin. „Það er ekki hægt
að byggja minkarækt í framtíðinni á
þeim sjúka stofni sem hér er fyrir
hendi á þremur minkabúum af
fjórum,“ sagði Haukur.
8. . . Þórður Þórðarson frá Kópa-
vogi var ráðinn bæjarstjóri á Sauð-
árkróki en alls sóttu 8 um stöðuna.
Þórður starfaði áður sem dómari hjá
fíkniefnadómstólunum.
13. . . Talið er'að um 10 þúsund
manns hafi sótt Landsmót hesta-
manna sem fram fór á Vindheima-
melum í Skagafirði. Þrátt fyrir þenn-
an mikla fjölda urðu engin stór-
16 - DAGUR -17. desember 1982
17. desember 1982 - DAGUR -17