Dagur - 17.12.1982, Síða 23
Jólaefhi fyrir bömin
Á aðfangadaginn kallaði guð á
jólaengilinn.
„Hvað á ég að gera?“ spurði
engillinn.
„Þú átt að fara niður á jörðina,"
sagði guð, „og koma þar til allra
barna.“
„Og hvað á ég að segja þeim?“
spurði engillinn.
„Þú átt að haga því eftir ástæð-
um,“ svaraði guð. „Þar sem þú
sérð barn sem hefur verið að
gráta, áttu að þerra af því tárin.
Þar sem þú sérð barn sem er
svangt, áttu að hafa áhrif á ein-
hvern svo hann gefi því að borða
um jólin. Þar sem þú sérð barn
sem er illa til fara, áttu að láta ein-
hvern gefa því ný föt. Þar sem þú
sérð barn sem hefur verið óþægt,
átt þú að gera það gott og glatt um
jólin og láta það langa til að verða
skemmtilegt barn aftur. Hvar sem
þú sérð eitthvað að áttu að lag-
færa það.“
„Ég skal gera mitt besta,“ sagði
engillinn og fór af stað.
Svo kom hann niður á jörðina á
aðfangadaginn. Það var frost og
kuldi.
Engillinn flögraði að litlu húsi.
Fyrir utan það flögruðu litlir fugl-
ar til og frá, þeir voru að leita að
einhverju til að borða. Þeim var
auðsjáanlega kalt og þeir voru
svangir en þeir fundu ekkert æti.
„Guð minntist ekkert á fugl-
ana,“ hugsaði engillinn. „Hann
talaði bara um börnin.“ Og svo
sveif hann aftur á svipstundu upp
til guðs og spurði, hvort hann ætti
ekki líka að gleðja fuglana um
jólin.
„Allt sem lifir og finnur til, eru
mín börn,“ svaraði guð. Og eng-
illinn var samstundis horfinn til
jarðarinnar aftur. Hann stað-
næmdist hjá sama húsinu. Fugl-
arnir voru þar enn, kaldir og
svangir.
Engillinn leit inn um glugga.
Hann sá hvar lítil stúlka lék sér á
gólfinu að brúðu og öðrum leik-
föngum. Engillinn horfði á hana
dálitla stund með himneskum
áhrifum. Allt í einu stóð hún upp,
gekk til mömmu sinnar og sagði:
„Mamma, mér finnst endilega
eins og það séu fuglar úti sem ekk-
ert hafa að borða. Öllum má til að
líða vel á jólunum, fuglunum líka.
Ég ætla að fara út og vita hvað ég
sé.“
„Hvaða vitleysa barn,“ svaraði
mamma hennar. „Þú deyrð úr
kulda efþúferðút íþetta veður.“
Umsjón:
Heiðdís
Norðfjörð
„Ég ætla þá bara að fleygja út
um dyrnar svolitlu af korni handa
fuglunum," sagði stúlkan. „Ég er
viss um að það eru margir fuglar
úti þó að ég hvorki sjái þá né geti
heyrt til þeirra."
„Þú mátt það, Anna mín,“
svaraði móðir hennar.
Og svo fleygði Anna litla fuil-
um lúkum af korni út á snjóinn og
fuglarnir þyrptust þangað.
Nú fór engillinn að öðru húsi,
stóru og ríkmannlegu, og leit þar
inn um glugga. Prúðbúin börn
léku sér í einni stofunni að alls
konar dýrum gullum. Fullorðna
fólkið var glatt og kátt í annarri
stofu. Það var að útbúa fallegt
jólatré.
„Hér líður öllum vel,“ hugsaði
engillinn. „Hér er mín ekki þörf.“
Én svo varð honum litið inn um
glugga uppi á þakherbergi. Þar lá
gömul kona veik og hrum. Hún
var alein og myrkur í kringum
hana. Ekkert ljós hafði verið látið
loga hjá henni, enda hefði hún
engin not haft af því - hún var
steinblind.
Engillinn horfði lengi á gömlu
konuna, og hann sá, hvað hún var
að hugsa. Hún hugsaði um það,
þegar hún hafði verið lítil stúlka
og glatt sig við öll jólaljósin með
hinum börnunum. Nú voru þau
börn öll dáin, nema hún. Svo
hugsaði hún um það, þegar hún
var fullorðin kona og átti svolítinn
ljóshærðan dreng, sem henni
þótti miklu vænna um en sjálfa
sig. Hún hafði unnið fyrir honum
með höndunum, sem nú gátu ekk-
ert gert lengur. Hún hafði oft og
lengi vakað yfir honum þegar
hann var veikur. Við þær vöku-
nætur - ásamt öðru - höfðu augun
orðin þreytt, augun, sem sáu nú
ekkert ljós.
Nú var litli, ljóshærði drengur-
inn hennar orðinn stór og mynd-
arlegur - nú var hún orðin barnið.
Hann var húsráðandinn á þessu
heimili.
Og þessi gamla kona hugsaði
alveg eins og barn - allt gamalt
fólk hugsar eins og börn. Og eng-
illinn sá stór tár koma fram í
blindu augun. Og hann fór aftur
að glugganum, þar sem börnin
voru inni og létu sér. Hann horfði
á þau fast og lengi, og hugsun
hans var sterk eins og ljósgeislinn
og hrein eins og heiður himinn.
Allt í einu stóð upp lítil stúlka
sem Þóra hét - í höfuðið á gömlu
konunni blindu sem var amma
hennar.
„Ósköp er þetta skrítið," sagði
hún við börnin. „Mér heyrðist
alveg eins og einhver hvíslaði að
mér og sagði: „Mundu eftir henni
ömmu þinni!“ Og mér sýndist ég
sjá mynd af henni ömmu minni
um leið og ég heyrði þetta og mér
sýnist aumingja amma vera að
gráta. Ég ætla að fara upp til
hennar og vita hvernig henni líður
og hvort henni leiðist ekki.“
Og svo hljóp Þóra litla í hend-
ingskasti upp alla stigana og inn til
ömmu sinnar og öll hin börnin á
eftir henni.
„Hvað eigum við að gera þér til
skemmtunar á jólununt, amma
mín?“ spurði Þóra litla.
Gamla konan rétti fram hönd-
ina, þunna og magra og titrandi
og alla með bláum rákum. Hún
þreifaði á Þóru litlu og sagði:
„Ég veit það ekki, barnið mitt.
Ég held að mér þætti það
skemmtilegast ef þið væruð hérna
hjá mér svolitia stund, töluðuð
við mig og lékuð ykkur hérna
inni. Mér þykir svo gaman að
heyra blessuð börnin hlæja, leika
sér og vera glöð*.“ Og Þóra
gamla kyssti á handarbakið abitki
nöfnu sinni.
Og það var eins og einhver
hvíslaði því að öllum börnunum í
einu að þau skyldu fara þangað
upp með gullin sín. Eftir fáein
augnablik var herbergið hennar
ömmu gömlu orðið fullt af jóla-
gjöfum og barnagleði. Hún hafði
lengi ekki lifað svona skemmtileg
jól.
Svo fór jólaengillinn bæ frá bæ
og húsi frá húsi.
Baldursbrá - S. Júl. Jóh.
Jólasveinninn
Hér kemur saga sem Matthildur
B. Gunnarsdóttir sendi:
Þið vitið öll að um jólin, þegar
jólasveinarnir koma í bæinn, þá
setjum við skóinn út í glugga. Um
það fjallar þessi saga.
Stína hlakkar mikið til jólanna.
Og loks kom dagurinn sem Stína
lét skóinn út í glugga.
Eitt kvöldið þegar Stína svaf
vært, vaknaði hún allt í einu við
eitthvert þrusk. Hún opnaði aug-
un og hvað haldið þið að hún hafi
séð?
Ekkert annað en jólasvein, sem
læddist á tánum út að glugganum.
Stína lokaði augunum svo að jóla-
sveinninn sæi ekki að hún væri
vakandi. Og hann setti eitthvað í
skóinn. Um leið og jólasveinninn
var farinn stökk Stína upp og
gægðist út um gluggann og einnig
Valdís Vera Einarsdóttir sendi
þessa sögu:
Það var seint í nóvember að það
byrjaði allt í einu að snjóa.
Krakkarnir á Akureyri þutu út í
snjóinn. Þau voru svo glöð að þau
hrópuðu hvert í kapp við annað.
Nú var kominn 25. nóvember og
byrjað var að selja súkkulaðimán-
í skóinn. í skónum var bók og af
því að hún vissi hvað var í
skónum, fór hún bara að sofa
aftur.
aðardaga fyrir desember. í einu
húsinu vildi maðurinn ekki
kaupa, en krakkarnir hans sögðu:
„Gerðu það pabbi, okkur langar
svo í.“
Það endaði með því að hann
keypti einn. En einn krakkinn
hans kláraði úr mánaðardeginum
svo að pabbi hans skammaði
hann.
Fyrsti vetrarsnjórinn
Gamlar jólavísur
Það á að gefa
börnum brauð
Það á aðgefa börnum brauð
að bíta í á jólunum,
kertaljós ogklæðin rauð,
svo komist þau úr bólunum,
væna flís affeitum sauð,
er fjalla gekk á hólunum.
Nú er hún gamla Grýla dauð,
gafst hún upp á rólunum.
Grýla kallar á
börnin sín
Grýla kallar á börnin sín,
þegarhún fer að sjóða til jóla:
Komið hingað öll til mín,
ykkur vil ég bjóða.
Kleppur hann skal sjálfur sjóða,
sá þau verkin fullvel kann,
en hún Skjóða á að bjóða
öllum lýðum þjóða.
Nýpa, Típa,
Næja Tæja,
Nútur Pútur,
Nafar Tafar,
Láni, Gráni,
Leppur, Skreppur,
Loki, Poki,
Leppatuska, Langleggur
og Leiðindaskjóða.
Viðlag:
Æst allra eika,
eitt tréð ber skjól.
Þar vildi ég leika
þríhelg öll jól.
Gátur
1. Hvað er það sem lengist og
styttist í senn?
2. Hvers vegna getur aldrei
rignt tvær nætur samfleytt?
3. Hvað hefur þú meðferðis
sem sól getur aldrei skinið á?
4. Á ferð minni af fjalli
mætti ég karli.
Með honum voru sveinar sjö,
synir hans og börnin tvö.
En helmingi fleira en fólkið
var,
fóru á undan kindurnar.
hversu margir fætur
fóru heim af fjalli?
Reiknaðu nú, reiknings-
maðurinn snjalli.
5. Éghefþaðogþúskrifarþað.
Þú hefur það og ég nefni það.
Hvað er það?
6. Nafnið mitt er óbreytt hvort
sem það er lesið áfram eða
aftur á bak. En í nafni systur
minnar er einum staf meira.
Þó er mitt nafn í hennar
nafni. Hvað heitum við?
7. Hvað hefurðu á hægri hönd
þegar þú gengur á skíðum?
8. Hvaða ártal tuttugustu aldar-
innar er hægt að skrifa þann-
ig að einu gildir hvort það er
lesið rétt, eða stendur á
höfði?
9. Hvað er það sem stendur í
eldinuni án þess að brenna?
10. Hvað er líkast hálfu epli?
SVÖR:
'uuunSuiuiiaq uujh ’OI
'jnpp nuiQjo i jiujye}sr|og •£
1961 '8
'jnðuy s QBjjAQny 'L
'buuch ~ cuuy '9
'JK?|>|0 UIUJOSJ 'S
'JI3AJ SUI3QY 'f
•uuicj uueSSnris •£
'!||IUI B J3 UUJjnðBQ '1
*uiAæsuuBj\i 'j
Gátur
Jóhannes Sigurðsson sendi þessar
gátur:
1. Hvað er milli fjalls og fjöru?
2. Hvaðerþaðsemeittungabarn
getur haldið á en tveir krafta-
karlar ekki á stöng?
3. Hvað sagði Tarsan þegar hann
sá fílana koma yfir hæðina?
4 Hvaðsérðþúbjartaraenbrúnt
hross í haga?
5. Hvað er fullt hús matar, en
finnast engar dyr á?
6. Ég fór niður á bryggju í gær.
Þá sá ég mann með geitafjöður
í hattinum. Hvort er réttara að
segja: Geitafjöður á hattinum
eða geitafjöður í hattinum?
7. Þúertskipstjóriábátsemer40
tonn, 30 m á lengd og 10 m á
breidd. Kokkurinn er 40 ára,
hásetinn er 35 ára, vélstjórinn
er 49 ára og það eru 10 manns
um borð. Hvað er skipstjórinn
gamall?
8. Hvort er réttara að segja: Sjö
-Efjórir gera tólf eða sjö + fjór
ir eru tólf?
9. Hvað eyja var stærst áður en
Grænland fannst?
SVÖR VIÐ GÁTUM:
■fsjæp jBtgB jva unjj ‘uiSujj '5
njaiio jnppnJW PH3
íua Juofj + ofs 'fánjOAU -g
•rnj 80 hbuibS ujBf •/
■JUQBfjf^a
bjbii JBUjnpaS fAtj‘iSnjOAfj '9
•Q1883 g
•nrj
80 fjsfq ujBfjas QBq ‘fJOíHg -p
•JIUJBgJ BUIOlf BUJBtj ‘n/y •£■
•883 ‘z
80 I
17. desember 1982 - DAGUR - 23