Dagur - 17.12.1982, Page 27

Dagur - 17.12.1982, Page 27
GLA.IY1UK Þórhallur bóndi á l’órhallsstoðum í Forsaludal hefur í þingför einni rekist á þrælinn Glám og ráðið hann til sín sauðamann. Kemur hann að veturnóttum og ferst vel tjárgeymslan, en er þó öllum hvimleiður. Nú leið svo þar til cr kemur að- fangadagur jóla; þá stöð Glámur snemma upp og kallar til matar síns. Húsfreyjan svarar: „Ekki er það liáttur kristinna manna að matast þennan dag, því að á morgun er jóladagur liinn fyrsti." segir hún, „og er því fy rst skylt að fasta í dag. “ Hann svarar: „Marga hindur- vitni hafið þér, þá er ég sé til einskis koma. Vcit égeigi, að mönnumfari nú bctur að heldur en þá, er menn fóru ekki mcð slíkt. Þótti mér þá betri siður, er menn voru heiðnir kallaðir, og vil ég mat minn, en engarrefjar.“ Húsl'reyjan mælti: „Víst vcit ég, að þér mun illa farast í dag, ef þú tekur þetta illbrigði til.“ Glámur bað hana taka matinn í stað, - kvað henni annaö skyldu vera verra. Hún þorði eigi annað en að gera sem hann vildi. Og er hann var mettur, gekk hann út og var heldur gustillur. Veðri var svo farið, að myrkt var um að litast, og flögraði úr drífa, og gnýmikið, og versnaði mjög sem á leið daginn. Heyrðu menn til sauðamanns önd- verðan daginn, en miður cr á lcið. Tók þá að fjúka, og gerði á hríð um kveldið. Komu menn til tíða og leið svo fram að dagsetri. Eigi kom Glámur heim. Var þá um talað, hvort hans skyldi eigi leita, en fyrir því, að hríð var á og niðamyrkur, þá varð ekki af leitinni. Kom hann eigi heim jólanóttina, - biðu menn svo fram um tíðir. Að ærnum degi fóru menn í leitina og fundu féð víða í fönnum, lamið af ofviðri eða hlaupiö á fjöll upp. Því næst komu þeir á traðk mikinn ofarlega í dalnum: þótti þeim því líkt sem þar hefði glfmt verið heldur sterklega, því að grjótið var víða upp leyst og svo jörðin. Þeir hugðu að vandlega og sáu, hvar Glámur lá skammt á brott frá þeim. Hann var dauður og blár sem hel, en digur sem naut. Þeim bauð af honum óþekkt mikla, og hraus þeim mjög hugur við honum. En þó leituðu þeir við að færa hann til kirkju og gátu ekki komið honum nema á einn gils- þröm þar skammt ofan frá sér og fóru heim við svo búið og sögðu bónda þennan atburð. Hann spurði, hvað Glámi mundi hafa að bana orðið. Þeir kváðust rakið hafa spor svo stór, sem ker- aldsbotni væri niður skellt þaðan frá, sem traðkurinn var, og upp undir björg þau, cr þar voru ofar- iega í dalnum, og fylgdu þar með blóðdrefjar miklar. Það drógu menn saman, að sú meinvættur, er áður hafði þar verið, mundi hafa deytt Glám,en hann muni fengið hafa henni nokkurn áverka, hann er tekið hafi til fulls, því að við þá meinvætti hefur aldrei vart orðið síðan. Annan jóladag var enn til farið að færa Glám til kirkju: voru eykir fyrir beittir og gátu þeir hvergi fært hann, þegar sléttlendið var og^eigi var forbrekkis að fara; gengu n ú frá við svo búið. Hinn þriðja dag fór prestur með þeim, og leituðu allan daginn, og fannst Glámur eigi. Eigi vildi prest- ur oftar til fara, en sauðamaður fannst, þegar prestur vareigi í ferð. Létu þeir þá fyrir vinnast að færa hann til kirkju, og dysjuðu hann þar, sem var hann kominn. Litlu síðar urðu menn varir við það, að Glámur lá eigi kyrr. Varð mönnum að því mikið mein, svo að margir féllu í óvit, ef sáu hann, en sumir héldu eigi vitinu. Þegar eftir jólin þóttust menn sjá hann heima þar á bænum. Urðu menn ákaflega hræddir, - stukku þá margir menn í brott. Því næst tók Glámur að rfða húsum á nætur, svo að lá við brotum; gekk hann þá nálega næt- ur og daga. Varla þorðu menn að fara upp í dalinn, þó að ættu nóg er- indi. Þótti mönnum þar í héraðinu ntikið mein að þessu. Grettis saga. Hátíð er til heilla best Ólafur konungur Tryggvason hefur boðið siðaskipti í Noregi og lagt farbann lyrir skip þeirra ísiendinga, er eigi vildu taka kristni. Meðal þeirra er Hallfreður vandræðaskáld. Síðar bætast í hópinn þeir Laxdælir: Kjartan Ólafsson frá Hjarð- arholti og Bolli Þorleifsson, föstbróðir hans. Konungur lætur margt nytsamt vinna þann vetur; lætur hann kirkju gera og auka mjög kauþstaðinn; sú kirkja var ger að jólum. Þá mælti Kjartan, að þeir myndu ganga svo nær kirkju, að þeir mættu sjá atferði siðar þess, er kristnir menn höfðu; tóku margir undir og sögðu þar vera mundu mikla skemmtan. Gengur Kjartan nú með sína sveit og Bolli; þar er og Hallfreður í för og margt manna af íslending- um. Konungur talaði trú fyrir mönnum, bæði langt erindi og snjallt, og gerðu kristnir menn góðan róm að hans máli. En er þeir Kjartan voru gengnir í herbergi sín, tekst um- ræða miki!, hvernig þeim hafi á litist konunginn nú, er kristn- ir menn kalla næst hinni mestu hátíð, - „því að konungur sagði, svo að vér máttum heyra, að sá höfðingi hafi í nótt borinn verið, er vér skulum nú á trúa, ef gerum eftir því, sem konungur býður oss.“ Kjartan segir: „Svo leist mér vel á konung hið fyrsta sinn, er ég sá hann, að ég fékk það þegar skilið, að hann var hinn mesti ágætismaður, og það hefur haldist jafnan sfðan, er ég hef hann á mannfundum séð. En miklu best leist mér þó í dag á hann, og öll ætla ég oss þar við liggja vor málskipti, að vér trúum þann vera sannan guð, sem konungur býður, og fyrir engan mun má konungi nú tíðara til vera, að ég taki við trúnni, en mér er að láta skfrast, og það eina dvelur, er ég geng nú eigi þegar á konungs fund, erframorðið erdags, því að nú mun konungur yfir boröum vera, en sá dagur mun dveljast, er vér sveitungar látum allir skírast.“ Bolli tók vel undir þetta og bað Kjartan einn ráða þeirra máli. Viðræðu þeirra Kjartans hafði konungur fyrri spurt en borðin væru í brottu, því að hann átti trúnað í hvers þeirra herbergi hinna heiðnu manna. Konungurinn verður allglaður við þetta og mælti: „Sann- að hefur Kjartan orðskviðinn, að hátíðir eru til heilla bestar.'1 Og þcgar um morguninn snemma, er konungur gekk til kirkju, mætti Kjartan honum á strætinu með mikilli sveit manna. Kjartan kvaddi konung með mikilli blíðu og kvaðst eiga skyld erindi við hann. Konungur tók vel kveðju hans og kvaðst hafa spurt af hið Ijósasta um hans erindi, - „og mun þér þetta mál auð-sótt.“ Kjartan bað þá ekki dvaia við að leita að vatninu, og kvað þó mikils mundu við þurfa. Konungur svarar og bosti við: „Já, Kjartan," segir hann, „eigi myndi okkur hér um harðfæri skilja, þótt þú værir nokkru kaupdýrri." Síðan voru þeir Kjartan og Bolli skírðir og öll skipshöfn þeirra og fjöldi annarra manna. Þetta var annan dag jóla fyrir tíðir. Síðan bauð konungur Kjartani f jólaboð sitt og svo Bolla, frænda hans. Það er sögn flcstra manna, að Kjart- an hafi þann dag gerst handgenginn Ólafi konungi, er hunn var færður úr hvítavoðum, og þeir Bolli báðir. Hallfreður var eigi skírður þann dag, því að hann skildi það til, að kon- ungur sjálfur skyldi halda honum undir skírn; konungur lagði það til annan dag eftir. Kjartan og Bolli voru með konungi, það er eftir var vetrar- ins. Konungur mat Kjartan umfram alla menn fyrir sakir ætt- ar sinnar og atgervi, og er það alsagt, að Kjartan væri þar svo vinsæll, að hann átti sér engan öfundarmann innan hirðar; var það og allra manna mál, að enginn hefði slíkur maður komið af lslandi sem Kjartan. Bolli var og hinn vaskasti maður og metinn vel af góðum mönnum. Líður nú vetur sá; og er vorar, búast menn ferða sinna, svo hver sem ætlaði. Laxdxla saga. Egiil Skallagrímsson á Borg gcrðist mikill vinur Arinbjarnar hersis í Friðafyiki, Hróaldssonar, Þóris- sonar jarls, og orti til hans Arin- bjarnarkviðu, sem fræg er orðin. Egill spurði þau tíðindi austan um haf, að Eiríkur blóðöx hefði fallið í vesturvíking, en Gunnhild- ur og synir þeirra voru farin til Danmerkur suður, og brottu var af Englandi þaðliðallt, er þeim Eiríki hafði þangað fytgt. Arinbjörn var þá kominn til Noregs; hafði hann fengið veislur sínar og eignir þær. er hann hafði átt, og var kominn í kærleika mikla við konung; þótti Agli þá enn fýsiiegt gerast að fara til Noregs. Það fylgdi og tíðinda- sögu, að Aðalsteinn konungur var andaður; réð þá fyrir Englandi bróðir hans Játmundur. Egill bjó þá skip sitt og réð há- seta til. Önundur sjóni réðst þar til, sonur Ána frá Ánabrekku; Önund- ur var mikill og þeirra manna sterk- astur, er þá voru þar í sveit; eigi var um það einmælt, að hann væri eigi hamramntur. Önundur hafði oft verið í förum landa í milli; hann var nokkru eldri en Egill; með þeim hafði lengi verið vingott. Og er Egill var búinn, lét hann í haf, og greiddist þeirra ferð vel, - komu að miðjum Noregi. Og er þeir sáu land, stefndu þeir inn í Fjörðu; og er þeir fengu tíðindi af landi, var þeim sagt, að Arinbjörn var heima að búum sínum; heldur Egill þang- ,að skipi sínu í höfn sem næst bæ ■ Arinbjarnar. Síðan fór Egill að finna Arinbjöm, og varð þar fagna- fundur mikill með þeim; bauð Arinbjörn Agli þangað til vistar og föruneyti hans, því er hann vildi, að þangað færi. Egill þekktist það og lét ráða skipi sínu til hlunns, en hásetar vistuðust; EgiII fór til Arin- bjarnar og þeir tólf saman. Egill hafði látið gera langskipssegl mjög vandað; segl það gaf hann Arin- birni og enn fleiri gjafir, þær er sendilegar voru; var Egill þar urn veturinn í góðu yfirlæti. Egill fór um veturinn suður í Sogn að landskyldum stnum; dvaldist þar mjög lengi; síðan fór hann norður í Fjörðu. Arinbjörn hafði jóiaboð mikið, bauð til sín vinum sínum og héraðsbóndum; var þar fjölmenni rnikið og veisla góð. Hann gaf Agli að jólagjöf slæður, gervar af silki og gullsaum- aðar mjög, settar fyrir allt gull- hnöppum í gegnum niður; Arin- björn hafði látið gera klæði það við vöxt Egils. Arinbjörn gaf Agli al- kæðnað, nýskorinn, að jólum; voru þar skorin í ensk klæði með mörg- um litum. Arinbjörn gaf margs- konar vingjafir um jólin þeim mönnum, cr hann höfðu heimsótt, því að Arinbjörn var allra manna örvastur og mestur skörungur. Þá orti Egill vísu: Sjálfráði lét slæður silki drengur offengið gullknappaðar greppi, get ég aldrei vin betri. Arinbjörn befurárnað eirarlaust eða meira. síð mun seggur of fæðast slíkur, oddviti ríki. Egils saga. 17. desember 1982 - DAGUR - 27

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.