Dagur - 07.01.1983, Page 11
HVAÐERAÐ GERAST?
Fj ölskyldu-
skemmtun
Fjölbreytt og skemmtileg
sýning í Klettagerði
Sýningu fjórtán lista-
manna í Klettagerði 6 á
Akureyri, sem staðið
hefur síðan fyrir jól,
lýkur nú um helgina.
Hún verður opin á laug-
ardag og sunnudag kl.
15-22 báða dagana.
Sýningin er ákaflega
fjölbreytt. Flestir sýnend-
ur eru frá Akureyri, en
auk þess sýnir Elías B.
Halldórsson frá Sauðár-
króki og einnig má segja
að Manúela Wiesler,
flautuleikari, taki þátt í
henni, en nýútkomnar
fjórar plötur hennar eru
sýndar og fást í Kletta-
gerði og ekki annars stað-
ar á Akureyri.
Aðrir þeir sem taka
þátt í sýningunni eru
Aðalsteinn Vestmann,
Alice Sigurðsson, Guð-
mundur Ármann, Guð-
mundur Oddur Magnús-
son, Guðbrandur Sig-
laugsson, Haraldur Ingi
Haraldsson, Óli G. Jó-
hannsson, Ólafur Torfa-
son, Páll Sólnes, Ragnar
Lár, Sigurður Aðalsteins-
son og Örn Ingi.
Á sýningunni eru olíu-
myndir, vatnslitamyndir
pastelmyndir og teikning-
ar, tréskúlptúr, grafík og
grafíkmöppur, kort og
eftirprentanir, bækur og
hljómplötur. Hjá mörg-
um þessara höfunda er
um nýjungar að ræða í
listsköpun.
Sýningin hefur hlotið
mjög lofsverða dóma
þeirra sem hana hafa séð
og er fólk hvatt til að fara
og létta sér upp í svartasta
skammdeginu með því að
sjá sýninguna.
Full starfsemi að hefj ast
Hlíðarfjall verður opið lyfturnar opnaðar J.vö j -<V>- y ^ /> • -g -g #
Hlíðarfjall verður opið
um helgina og senn má
fara að búast við því að
Akureyringar taki að
flykkjast í fjallið sér til
ánægju og heilsubótar.
Veitingasalan í hótelinu
verður opnuð í fyrsta
skipti á vetrinum um
helgina. Lyftur og
hótelið verður opið frá
klukkan 10-17.
Að sögn ívars Sig-
mundssonar, forstöðu-
manns Skíðastaða, er
skíðafæri ekki gott í
fjallinu í augnablikinu
(á fimmtudag) en strax
og einhver snjór kemur
má búast við að það
lagist. Á hótelinu er
hægt að kaupa kaffi,
kakó og brauðmeðlæti,
auk goss og sælgætis.
í næstu viku verða
lyfturnar opnaðar tvö
kvöld í viku, á þriðju
dögum og fimmtudög-
um. Verða þær opnar til
kl. 22 og þannig áfram
fram eftir vetri.
Skíðalyfturnar tvær
sem pantaðar voru fyrir
Hlíðarfjall liggja nú á
hafnarbakkanum á Ak-
ureyri og bíða þess að
verða leystar út en pen-
inga vantar til þess.
Lyfturnar kosta um 300
þúsund krónur, en ívar
sagðist ekki gera ráð
fyrir að kostnaður yrði
mikill við að setja þær
upp. Starfsmenn fjalls-
ins myndu annast það
og ætti það verk ekki að
taka nema 2-3 daga.
ívar sagði að lyfturnar
yrðu settar upp í Hóla-
braut, en lyftan sem þar
var hefur nú verið tekin
niður, enda forngripur
hinn mesti. Hugsanlegt
er að önnur nýja lyftan
verði færð upp í Hjalla-
braut þegar líður á vet-
urinn. Hvor lyftan um
sig flytur um 700 manns
á klukkustund.
KAí
íþrótta-
höllinni
KA-menn á Akureyri
fagna 55 ára afmæli fé-
lagsins, sem er á
morgun, með miklum
hátíðahöldum. Fjöl-
skylduskemmtun verð-
ur í íþróttahöllinni um
eftirmiðdaginn og um
kvöldið verður afmælis-
og árshátíð í Sjallanum.
Fjölskylduskemmtunin
í íþróttahöllinni hefst kl.
14 og þar eru ýmsar
íþróttir á dagskrá. Auk
þess verður brugðið á leik
og hið „heimsfræga“
stjörnulið Ómars Ragn-
arssonar, sem skipað er
landsþekktum köppum
og grínurum, leikur þar
gegn úrvalsliði.
Pá verður einnig bingó
og fleira og fleira og fleira
eins og segir f auglýsingu
KA um skemmtunina.
Þessi mynd er eftir Sigurð Aðalsteinsson og er gerð nyrst á Grænlandi.
/T'
7. járiúár 1983 - DAGUR -11