Dagur - 18.03.1983, Qupperneq 5
verður þess valdandi að þeir gef-
ast upp. Þetta getur verið hálfgert
meinlætalíf og aðalfæðan er yfir-
leitt fiskur og grænmeti. Mjólk-
urvörur ýmiss konar eru einnig
góðar og ætli við neytum ekki
u.þ.b. 3500 hitaeininga daglega.
Þetta er svipað og mælt er með
fyrir venjulegt fólk en við getum
þó stundum þurft að fara mikið
neðar eða allt niður í 1000 hitaein-
ingar yfir daginn en það er sér-
staklega fyrir mót sem slíkt gerist,
segir Sigurður.
Samkvæmt upplýsingum Sigurðar
og Gísla er mataræðið vikurnar
fyrir mót mjög mikilvægt. Allir
vaxtarræktarmenn stefna að því
að ná sem bestum „skurði“ þann-
ig að vöðvarnir verði greinilegri.
Það sem í raun gerist er að vatn og
fita milli vöðvanna hverfur úr lík-
amanum og skilin milli vöðvanna
verða skarpari.
- En hvernig er staða vaxtar-
ræktar á Akureyri í dag?
- Það er alveg ótrúlegur áhugi
á vaxtarrækt hér. Það urðum við
varir við strax og við fluttum í
íþróttahöllina. Við erum eigin-
lega að sprengj a allt utan af okkur
og það hefur komið fyrir að um
hundrað manns hafi komið á ein-
um degi til æfinga, segir Gísli og
bætir því við að brýna nauðsyn
beri til að bæta tækjabúnaðinn.
Mikið af tækjunum séu heima-
smíðuð og önnur orðin úr sér
gengin og því mikilvægt að endur-
nýja en það kostar jú peninga.
Tekjur af vaxtarræktinni í
íþróttahöllinni eru nokkrar og
eins hafa námskeið þau sem hald-
in hafa verið gefið nokkuð í aðra
hönd. En það hrekkur skammt.
Bæði er leigan í Höllinni nokkuð
dýr og eins kostaði þátttakan í ís-
landsmótinu sitt. Góð aðsókn að
mótinu á sunnudag er því nauð-
synleg en í raun sögðust þeir Gísli
og Sigurður ekki hafa miklar
áhyggjur af því að það dæmi gengi
ekki upp. Gamla bíó hefði verið
troðfullt á íslandsmótinu og þeir
tryðu því ekki að áhuginn væri
minni hér.
tali við Dag, en þeir hafa
ásamt félögum sínum í
vaxtarræktardeildinni
borið veg og vanda af
skipulagningu „Yaxtar-
rækt ’83“ en svo nefnist
mótið sem haldið verður
í Sjallanum á sunnudag.
Þeir Sigurður og Gísli verða báðir
í eldlínunni á sunnudag og báðir
voru meðal keppenda á íslands-
meistaramótinu. Þarvarð Sigurð-
ur íslandsmeistari í 70-80 kg.
flokki en Gísli hafnaði í öðru sæti
eftir geysilega harða keppni við
Flosa Jónsson, einnig frá Akur-
eyri.
- Ég byrjaði í vaxtarræktinni
fyrir þrem árum síðan en áður
hafði ég keppt á skíðum í ein tíu
ár, segir Sigurður. Að sögn þeirra
félaga er undirstaða árangurs í
þessari íþróttagrein, æfingar og
aftur æfingar og þeir sem ætla sér
að ná langt í greininni mega
hvergi slaka á.
- Við höfum æft gífurlega vel
frá því í sumar og nú síðustu átta
vikurnar fyrir Islandsmeistara-
mótið æfðum við tvisvar á dag sex
daga vikunnar, segir nú Gísli.
- Við munum að sjálfsögðu
hægja eitthvað á eftir þessi mót,
en við munum þó æfa fjóra til
fimm daga í viku og um frí er ekki
að ræða. Ef við förum eitthvað þá
verðum við að æfa þar. Við stefn-
um að áframhaldandi keppni og
auðvitað ætlum við beina leið á
toppinn, segja þeir félagarnir en
eru báðir sammála um að nauð-
synlegt sé að hafa mót reglulega
til þess að hafa eitthvað ákveðið
mark að stefna að.
Að sögn þeirra Sigurðar og
Gísla eru margir vaxtarræktar-
menn á toppinum 45 ára gamlir og
leiðin á toppinn kann því að verða
löng bæði í árum og erfiði talin.
En það eru ekki bara geysiharðar
æfingar sem liggja að baki góðs
árangurs - gæta þarf sérstakrar
aðgætni varðandi mataræði.
- Það er kannski mataræðið
sem er erfiðast fyrir marga og
Nokkrir félaganna úr vaxtarræktardeild LRA - fv. Einar Guðmann, Sigurður Pálsson, íslandsmeistari í flokki ung-
linga 75 kg. og þyngri, Sigmar Knútsson, Sigurður Gestsson, íslandsmeistari 170-80 kg. flokki og Gísli Rafnsson.
Mynd: ESE
Rættvið
Sigurð
Gestsson og
Gísla Rafhs-
sonhjá
mxtarrækt-
ardeild LRA
Þrir keppendanna í flokki 70 - 80 kg. á íslandsmótinu. Lengst til hægri er
Gísli Rafnsson frá Akureyri sem varð annar í flokknum og í miðjunni er Flosi
Jónsson frá Akureyri sem varð þriðji.
Flosi og Kári
settu sig að
sjálfsögðu í
vaxtarræktar
stellingar.
Mynd: ESE
km 1
Árangurinn í vaxtar-
ræktarkeppnhun kom
okkur á óvart“
— segja lyftingameunimir Flosi Jónsson
og Kári Etíson
Lyftingamenn hafa verið drjúgir við að taka þátt í þeim tveim íslands-
mótum sem haldin hafa verið í vaxtarrækt fram að þessu. Guðmundur
Sigurðsson, íslandsmeistari í vaxtarrækt, er t.d. margfaldur íslands-
meistari í lyftingum og svo mætti lengi telja. Tveir lyftingamenn frá Ak-
ureyri þeir Kári Elíson og Flósi Jónsson tóku þátt í Islandsmeistaramót-
inu og gerði Kári sér lítið fyrir og vann sinn flokk en Flosi varð þriðji í
sínum þyngdarflokki.
- Þetta kom mjög þægilega á
óvart, segir Kári og Flosi segist
aldrei hafa átt von á því að komast
á pall. Að sögn þeirra félaga
æfðu þeir ekkert sérstaklega
fyrir mótið ef síðasti hálfur
mánuðurinn er undanskilinn
enn þá tóku þeir líka vel á.
Það vill svo skemmtilega til að
þeir Flosi og Kári tóku þátt í
fyrsta meistaramótinu sem haldið
var í lyftingum á íslandi en þá
kepptu þeir í 56 kg og 52 kg
flokki.
- Við vorum sem sagt eins og
blessaðar dúfurnar sem kepptu á
vaxtarræktarmótinu, segja þeir -
ungir og léttir. Af þeim keppend-
um sem þátt tóku í þessu fyrsta
lyftingamóti eru þeir einir eftir
sem virkir keppnismenn og nú
stefna þeir báðir á Norðurlanda-
mótið í kraftlyftingum sem fram
fer á Álandseyjum í sumar.
En þeim Flosa og Kára er fleira
til lista lagt en lyftingar og vaxtar-
rækt. Kári, sem sett hefur um 140
íslandsmet í lyftingum, er vel lið-
tækur skákmaður og hefur m.a.
orðið Skákmeistari Akureyrar
oftar en einu sinni.
- Ég tefldi alltaf nokkuð sem
unglingur og á Akureyrarmóti ’79
fékk ég að vera með í efsta flokki
fy rir hreina tilvilj un af því að mót-
ið var svo illa skipað. Ég hafnaði
þarna í efsta sæti ásamt Gylfa Þór-
hallssyni en tapaði svo titlinum í
einvígi en ég bætti það bara upp
áriið eftir, segir Kári.
Flosi, sem er gullsmiður á Ak-
ureyri, er heldur ekki við eina fjö-
lina felldur þvf hann var á árum
aður virkur bíladellukarl og rak
þá meðal annars Tryllitækjabúð-
ina samhliða gullsmíðastofunni
Skart. Flosi á enn eitt íslandsmet í
bílaíþróttum en það er í sand-
spyrnu í standard jeppaflokki,
sett í fyrra sumar.
Þegar blaðamaður Dags ræddi
við þá Kára og Flosa var ekki ljóst
um þátttöku Kára á mótinu í
Sjailanum. Flosi ætlaði ekki að
vera með enda hefði það aidrei
staðið til að taka þátt í fleiri mót-
um en íslandsmeistaramótinu í
Reykjavík.
-:6Í 8.,roare 1983,-^PAQUR - 5