Dagur - 03.06.1983, Page 3
> jeppinn . . .
. . . og upp kemst jeppinn og Halldór líka.
fyrirfram. Bergþór ók léttilega
upp en síðar kom í ljós að hann
hafði fellt hlið og missti því 15 stig
af þeim 300 sem hæst var gefið
fyrir hverja torfæru. Halldór ók
eins og sá sem valdið hefur og nú
komu þeir rauðu í hans hlut.
Torfæra 7: Fyrir tímabrautina
stóð Halldór best að vígi en
Bergþór kom skammt á eftir.
Berþór ók hringinn eins og hann
væri með „Halldór“ á hælunum
og náði besta tímanum og varð
þar með öðrum 3000 krónum
ríkari. Það dugði þó ekki til efsta
sætisins því að Halldór varð
annar og tapaði aðeins 20 stigum
til Bergþórs. Guðmundur Gunn-
arsson var einnig með í þessari
torfæru og ók greitt. Sérstaklega
gerði hann sér dælt við vatnstor-
færuna og um leið og hann hvarf
undir vatnsskorpuna sagði einn
áhorfenda „Þá stundi Dundi“ og
nærstaddur bætti við „á sundi".
Úrslit: Halldór Jóhannesson,
1815 stig, Bergþór Guðjónsson
1795 stig, en aðrir fengu mun
minna. Sigurður Vilhjálmsson
varð þriðji og fékk eins og þeir
Halldór og Bergþór, bikar fyrir
frammistöðuna. Þá fékk Bergþór
einnig fagran skjöld fyrir mestu
tilþrifin í keppninni.
Eftir þessa fyrstu torfæru-
keppni sumarsins, sem gefur stig
til íslandsmeistaratitils, er staðan
þannig að Halldór Jóhannesson
er með 4 stig, Bergþór Guðjóns-
son 3 stig, Sigurður Vilhjálmlsson
2 stig og Guðmundur Gunnars-
son er með 1 stig.
Næsta torfærukeppni verður í
nágrenni Hellu en þar ætti
Bergþór, sem er úr Fljótshlíð-
inni, að vera á nokkurs konar
heimavelli.
Halldór Jóhannesson fylgist með helsta keppinaut sínum í torfærunum og
áhyggjusvipurinn leynir sér ekki.
„Ég er mjög óhress vægast
sagt,“ sagði Björn Árnason
þjálfari Þórs eftir að lið hans
hafði gert jafntefli við ísafjörð
1:1 á Þórsvelli í fyrrakvöld, í 1.
deild íslandsmótsins í knatt-
spyrnu.
„Ég er aðallega óánægður með
að menn skuli ekki hafa kraft í
sér til þess að rífa sig upp í bar-
áttu. Ef við ætlum ekki að halda
áfram að veltast um í þessum
miðlungs „standard" þá verður
það að gerast. Það þýðir ekkert
að tala sífellt um það að við séum
að koma upp í 1. deild og annað
slíkt. Við vinnum enga leiki án
þess að berjast fyrir því.“
- Það var greinilega þungt í
Birni, enda eru lið eins og IBÍ,
lið sem þarf að sigra á heimavelli.
Stigin í innbyrðis viðureignum
þeirra liða sem álitin eru þau sem
koma til með að skipa neðri
helming deildarinnar er upp
verður staðið skipta að.sjálfsögðu
mjög mikli máli. Við spurðum
Björn um álit hans á ísafjarðar-
liðinu.
„Það er vont fyrir mig að dæma
það eftir þesum eina leik. Annars
voru þeir ósannfærandi og þungir
og komu hingað greinilega í þeim
tilgangi að sækja annað stigið og
það tókst hjá þeim, því miður.“
Þórsarar náðu aldrei upp þeirri
baráttu og spili sem þarf til þess
að vinna lið eins og IBÍ, lið sem
leikur með 10 menn í vörn og
einu sóknaraðgerðirnar eru
fólgnar í því að sparka löngum
sendingum fram á „hlaupatíkina“
Jón Oddsson. Á móti svona varn-
argarði þarf hreyfingu og að láta
Brotið var á Bjarna Sveinbjörns-
syni inn í vítateig og vítaspyrna
dæmd. Úr henni skoraði Guðjón
Guðmundsson af öryggi og hann
hefði átt að fá aðra vítaspyrnu er
einn fjölmargra varnarmanna
ÍBÍ handlék boltann inn í víta-
teig, en þá guggnaði Guðmundur
Haraldsson dómari. - Leikurinn
fór að langmestu leyti fram á vall-
arhelmingi ísfirðinga en uppskera
Þórsara var rýr gegn hinum fjöl-
menna varnarvegg enda lítið
hugmyndaflug í sóknaraðgerðum
liðsins.
Rétt fyrir leikslok var Einar
Arason, bakvörður Þórs, borinn
meðvitundarlaus af velli með
ljótt sár á höfðinu, en Einar hafði
verið besti maður Þórs í leiknum
og sýnt þá baráttu sem þarf. Um-
sögn um frammistöðu annarra
leikmanna myndi varla vekja
neinn fögnuð hjá þeim. gk -
„Svona, hafðu þetta vinur!“
myndinni“.
- Jónas Róbertsson með boltann á hnakkanum sparkar einum Isfirðingnum „upp úr
Mynd: KGA
boltann vinna vel, en Þórsarar
náðu sér aldrei upp úr meðal-
mennskunni.
ísfirðingar skoruðu fyrra mark
leiksins á 51. mínútu. Þeir fengu
aukaspyrnu á miðjum velli út
við hliðarlínu, sendu boltann inn
í vítateig og þar hafði Guðmund-
ur Jóhannsson næði til að athafna
sig og nikka boltanum með höfð-
inu aftur fyrir sig og í netið.
Þórsarar jöfnuðu rétt á eftir.
„Við vinnum enga leiki án
þess að berjast fyrir því“
Þá hefur þjúöin fengiö stariliæfa
meirihlutastjórn og alit bendir þvt' til
þess að við sleppum með skrekkinn
og Fyrsti Júní sé hættur við að taka
okkur. Þessu fagna auðvítað allir
þv( Fvrsti Júní var að verða verri en
versti óvinur okkar. Verðbólgan
vonda. Annað mál er þaö að gleðin
er ekki ein við völd. Sumum finnst
að þetta hljótí að vera vond stjórn og
aðgerðir hennar enn verri. en aðrir
blessa stjórnina og kyssa á vöndinn
undir kjörorðinu: „Eitthvað verður
að gera".
Vafalaust eru skoðanir á ríkis-
stjórninni jafn margar og mennirnir
eru margir en hvað 'sem því liður
snýst þetta allt saman orðið um eina
spurningu: Fara heimilin á hausinn
eða ekki? Það kemur væntanlega í
Ijós en varla er hægt að segja að
ríkisstjórnin fát „fijúgandi start" hjá
þjóðinni þegar ailt virðist sitja við
það satna og hækkanaholsketlan
kaffærir þessi 8% sem flestir laun-
þegar finna drukknuð í launa-
umslaginu stnu - margir ekki fyrr en
utn næstu mánaðamót. Venjulegu'
fólki finnst það líka skjóta skök.ku
við að það skuli æxlast þannig að það
lendi á einuni stærsta víninntlytj-
anda landsins. núverandi fjárroála-'
ráðherra. að hækka áfengi og tóbak
eftir aðeins nokkra daga í embætti.
Auðvitað á ekki að skipta ntáli hver
það er sem hækkar eða lækkar verð
á hlutunum en samt sem áður þarf
enginn að búast viö þvi að almenn-
ingur vandi heiidsölunum, stórgróss-
erunuttt og •kommissörunum kveðj-
urnat þegar seilast á í buddur þegn-
anna. Sú spurning hlytur að vaktta
hvort þessir menn séu yfirleitt dóm-
bærir á það hvað aimennir launam-
enn og venjuleg heimili þola? Von-
andi eru þeir það og vonandi verður
tekið á efnahagsmálunum nteð það
mikilli skynsemi að þjóöin geti stað-
ið einhuga að baki aðgerðanna.
Bregðist sú von þá er illt í efni og svo
cr víst búið að byggja á Jótlands-
heiðum og takmarka innflutning til
Ástralíu.
Fótbultinn
En það er fleira sem rúllar en ríkis-
stjórnin og pólitíkin. Knattspyrnu-
vertíðin er hafin og vonandi á bolt-
inn eftir aó þenja netmöskvana sem
oftast í suntar vitt og breitt um
landið. Fyrsti landsleikurinn er að
baki og þrátt fyrir að við sterka
knattspyrnuþjóð væri að etja finnst
mörgum sem landsliðið hafi fallið á
þessu prófi. Vissulega var landsliðs-
þjálfaranum vandi á höndum þegar
hann valdi landsliðið en að vandinn
væri svo mikill að það þvrfti að vclja
fjóra leikmenn úr annarri deild óraði
rnig ekki fyrir. M.a. voru tveir FH-
ingar í liðinu, þeir Janus Guðlaugs-
son og Viðar Halldórsson, en þeir
eru gott dæmi um leikmenn sent eru
á æviráðningarsamningi landsliösins.
(Það rná geta þess að sama kvöld og
þctta er ritað vann Vðlsungur FH á
útivelji og flest bendir til þess að FH
verði með miðlungslið í sumar). Til
allrar blessunar voru þeir Marteinn
Gcirsson og Trausti Haraldsson (lúl-
egustu leikmenn landsliðsins í fyrra)
ekki í leikhæfu ástandi nú. því ef svo
hefði verið þá hefði 2. deildar lið
Frarn átt þrjá af sex 2. deildarleik-
mönnum í landsliðshópnum.
Það má e.t.v. segja að þctta séu
nokkuð þung orð cn ástæðan fyrir
því að á þetta er minnst er sú að það
virðist sem svo að oftar sé erfiðara
að komast úr landsliðinu í knatt-
spvrnu en i það. Forn frægð virðist
fleyta mönnum ótrúlega langt - en
því miöur er árangurinn ekki í sam-
ræmi við það. Hér var minnst á Fram
sem dæmi en það lið er ekkert eins-
dæmi. Fallkandidatar Breiðabliks
sem nú eru víst íarnir að leika „kick
and ruir knattspyrnu áttu sex leik-
menn í þeim tveim landsiiðshópum
sem teflt var fram gegn Spánverjum
á dögunum. Er tiokkur furða að
manni blöskri? Og er ekki kominn
tími til að gefa fleiri efnilegum leik-
mónnum tækifæri og hvíla gömlu
brýnin?
Eiríkur St. Etríkxson.
blaðamaður.
3. júní 1983- DAGUR-3