Dagur - 03.06.1983, Side 5

Dagur - 03.06.1983, Side 5
Einar Njálsson, form. Bandalags ísl. leikfélaga. gert mikið að því að fara í leik- ferðir til Norðurlanda? „Já, þau hafa farið í margar slíkar leikferðir. í fyrra fóru t.d. tvö leikfélög utan, Saga á Akur- eyri og Litli leikklúbburinn á ísa- firði. Leikfélag Húsavíkur hefur fjórum sinnum farið og sótt heim Svíþjóð, Finnland og Danmörk og jafnoft fengið heimsóknir frá þessum löndum.“ - Er eitthvert sérstakt málefni sem mun einkenna þessa ráð- stefnu? „Á þessum ráðstefnum höfum við einbeitt okkur að einhverju ákveðnu máli hverju sinni. Núna , ætlum við að vekja athygli áhuga- leikara á því að í okkar norrænu goðafræði og samnorrænu menn- ingararfleifð er óþrjótandi upp- spretta fyrir leikhúsið eða eins og við segjum á skandinavisku: „Nordisk kultur som inspirations kilde til nutidens teater“. Prír menn flytja erindi á ráðstefnunni og leiðbeina: Danski leikritahöf- undurinn, leikstjórinn og mynd- listamaðurinn, Henning Nielsen, Böðvar Guðmundsson, skáld og leikritahöfundur og Hjálmar Árnason, kennari." - Að lokum Einar. Hafa við- fangsefni íslenskra áhugaleikfé- laga breyst eitthvað á undanförn- um árum? „Já, ég tel að veruleg þróun hafi orðið í átt til bætts verkefnavals á undanförnum árum. Það ber allt- af meira og meira á góðum við- fangsefnum, jafnvel nýstárlegum viðfangsefnum. Sem dæmi um slíka nýjung má nefna leikritið „Ur alda annál“ sem Böðvar Guðmundsson skrifaði fyrir Litla leikklúbbinn á ísafirði og sýnt var á Listahátíð í fyrra. En auðvitað er ekki því að neita að fjárhagur- inn sníður leikfélögunum æði þröngan stakk. Þess vegna grípa þau enn til þess ráðs að sýna létta gamanleiki til að geta fjármagnað alvarlegri viðfangsefni." -ÞB Kristján dansaði brúðarvalsinn við Dorriét í Smiðjunni um kvöldið. Svipmyndir frá brúðkaupi Kristjáns Jóhannssonar °g. Dorriét Kavanna ^ Sumarblóm Pottablóm Fjölær blóm og svalarkerin vinsælu. Einnig matjurtir, gúrku- og tómatplöntur. Sendum á alla staði utan Akureyrar. Opið er alla daga. Síminn er 31129. Garðyrkjustöðin Laugarbrekka. Vm. ——* Að gefnu tilefni skal tekið fram að óheimilt er að sleppa hrossum á afréttir í Saurbæjarhreppi fyrr en eftir 15. júní. Oddvitinn. Melgerðismelar Forskoðun hrossa vegna fjórð- ungsmótsins verður laugardag- inn 4. júní. Stóðhestar kl. 9.00. Afkvæmahryssur kl. 10.30. Hryssur 4ra vetra kl. 11.00. Hryssur 5 vetra kl. 13.00. Hryssur 6 vetra og eldri kl. 14.30. Búnaðarsamband Eyjafjarðar. Sumardvalarheimili að Skúlagarði Dagana 12.-25. júní verður starfrækt sumardvalar- heimili fyrir telpur á aldrinum 6-7 ára að Skúlagarði, Kelduhverfi. Þeir sem hafa áhuga hafi samband sem fyrst við Báru Snorradóttur, Skúlagarði, í síma 96- 41111, sem veitir nánari upplýsingar. Alþýðuflokksfólk Akureyri Fundur verður haldinn laugardaginn 4. júní kl. 14.00 að Strandgötu 9. Gestir fundarins ver&a: Árni Gunnarsson og Karl Steinar Guðnason. Stjórnirnar. 3; júní 1983 - DAGUR - 5

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.