Dagur - 03.06.1983, Side 7
nenn með hendur í skauti
is óumflýjanlega. . .
u
Rætt við
V>
eí
X&?
Inga Pór Jóhannsson
eyru þjóta því við vitum betur, segir Ingi
Þór og hlær.
- En hvað greinir t.d. JC frá öðrum
félagssköpum eins og t.d. Lions og Kiw-
anis?
- JC hefur þá stefnu að ganga t.d. ekki
í hús og safna fé og eins hefur starfið
byggst upp á því að byggja félagsmenn
upp félagslega. JC-féögin gangast árlega
fyrir ótrúlegum fjölda námskeiða t.d. um
fundarsköp og ýmislegt annað sem kemur
fólki að góðu gagni í lífinu og JC er að
þessu leyti mikið líkara t.d. Stjórnunar-
félaginu en nokkurn tíma klúbbum eins
og þeim sem þú nefndir. Það er mín skoð-
un að flest af því sem JC hefur upp á að
bjóða eigi mikið erindi til fólks í daglega
lífinu og ég a.m.k. hef haft mjög gott af
því að starfa innan JC-hreyfingarinnar og
ég veit að svo er um fleiri.
- Þú hefur starfað að félagsmálum á
fleiri sviðum en bara í JC og meðal annars
ert þú meðhjálpari úti í Þorpi. Hvernig
víkur því við?
- Ég tók að mér í fyrra að vinna að
kjöri séra Pálma Matthíassonar í prests-
kosningunum í Lögmannshlíðarsókn. Ég
þekkti Pálma vel og foreldra hans líka og
svo var mótframbjóðandinn ágætur vinur
minn. Mér þótti því mjög vænt um að
kosningarnar voru tvísýnar og að litlu
munaði á umsækjendum þegar upp var
staðið. Séra Pálmi hlaut kosningu og ein-
hvern veginn æxlaðist það þannig að ég og
faðir minn tókum það að okkur að sinna
meðhjálparastarfinu. Eftir að við tókum
við þessu starfi held ég að ég geti jafn-
framt fullyrt að allir hafi tekið séra Pálma
vel og uni nú vel við úrslitin.
Að sögn Inga Þórs þá er aðalverkefni
sóknarbarnanna nú það að koma upp
kirkju. Sem einn byggingarnefndarmanna
fylgist Ingi Þór grannt með framgangi
þess máls en kirkjunni hefur verið valinn
staður við Bugðusíðu og nú er búið að
semja við arkitekt um að teikna kirkjuna.
Bæjarmálamaðurinn
Sem fyrr greinir hefur Ingi Þór Jóhanns-
son verið varabæjarfulltrúi í tvö kjörtíma-
bil og sem slíkur setið fundi bæjarstjórnar
í forföllum bæjarfulltrúa. Hann hefur auk
þess fylgst grannt með bæjarmálefnum
bæði úr fjarlægð og sem einn stjórnar-
manna bæjarstofnana og okkur lék því
forvitni á að vita hvað honum fyndist um
stjórnun bæjarins og framtíð.
- Ég verð að segja að ég hef dálitlar
áhyggjur af framtíð bæjarins eins og hún
blasir við í dag. Mér sýnist sem svo að for-
ráðamenn bæjarins hafi ekki verið nægi-
lega vakandi varðandi atvinnuuppbygg-
inguna og eins hafa alltaf verið hér uppi
raddir sem hafa dregið úr því að ráðist
hafi verið í uppbyggingu atvinnutækifæra.
Ég á þarna við uppbyggingu stóriðju við
Eyjafjörð en þessar þröngsýnu raddir
hafa kannski orðið til þess að við höfum
misst af þessu tækifæri um aldur og ævi.
Eina tækifærinu af mjög. fáum sem við
höfðum til að gera stórátak í uppbyggingu
atvinnulífsins á sama tíma og mörg fyrir-
tæki í bænum eru farin að draga saman
seglin. Það er staðreynd að við virðumst
hafa misst af lestinni og æ fleiri bæjarbúar
virðast vera farnir að hugsa sér tii hreyf-
ings og hyggjast flytja á brott þangað sem
atvinnu er að fá. Við þurfum ekki annað
en að líta í kringum okkur. Húsvíkingar
berjast með kjafti og klóm fyrir því að fá
trjákvoðuverksmiðju og Sauðkrækingar
fyrir sinni steinullarverksmiðju. Húnvetn-
ingar fá Blönduvirkjun en hér sitja menn
með hendur í skauti og bíða hins óumflýj-
anlega, segir Ingi Þór og það er greinilegt
að honum hefur hitnað í hamsi.
- Hverjar eru þessar þröngsýnu
raddir? Er þetta pólitísk þröngsýni?
- Þetta er ekki endilega pólitísk
þröngsýni og ég held að það séu til menn
í öllum flokkum sem eru áhugasamir um
að það rísi hér stóriðjufyrirtæki. Hins
vegar eru einnig margir í sumum flokk-
anna sem eru alfarið á móti stóriðju og í
þeim heyrist hæst. Það eru einnig menn
utan flokka sem kenna sig við náttúru-
vernd sem taka þátt í þessum söng og hafa
með því móti lagst gegn ýmsum þjóðþrifa-
málum og þannig kömið í veg fyrir þau
eða a.m.k. tafið framgang þeirra. í raun
held ég að það þurfi ekki að fjölyrða nán-
ar um þessa menn. Allir sem vilja vita það
vita hvað ég á við.
- Hvernig stóriðju vilt þú?
- Hún getur verið margvísleg og ég er
t.d. ekkert hræddur við álver svo framar-
lega sem það er byggt samkvæmt þeim
kröfum sem gerðar eru til slíkra fyrir-
tækja í dag. Við þurfum að skapa atvinnu
fyrir fleira fólk og ef álver er byggt að
undangengnum rannsóknum og farið er
að öllu með fyllstu aðgát þá hef ég ekkert
á móti álveri. Síður en svo.
- Hvað með atvinnuástandið hér á Ak-
ureyri. Hefur þú orðið var við mikinn
samdrátt?
- Það hafa allir heyrt af þessu og það
lítur út fyrir að ástandið verði erfitt þegar
í sumar, t.d. verði erfitt fyrir skólafólk að
fá sér vinnu, en hvað gerist svo í haust
þori ég engu að spá um. Ég er sannfærður
um að við höfum verið að dragast aftur úr
öðrum landshlutum í sambandi við upp-
byggingu atvinnutækifæra og fólk þarf
ekki annað en að líta á vegamálin til að
sjá hvað við höfum dregist langt aftur úr.
Það hefur verið slælega staðið að vega-
gerð hér og allir vita að við höfum dregist
aftur úr nágrannabyggðarlögunum.
Blaðstjórnarformað-
urinn
- Nú ert þú formaður blaðstjórnar ís-
lendings. Hverjir eiga blaðið?
- Það er hlutafélagið ísiendingur hf.
sem er að meirihluta til í eigu fulltrúaráðs
Sjálfstæðisfélaganna á Akureyri.
- Hvenær komst þú inn í blaðstjórn-
ina?
- Það er orðið nokkuð langt síðan ég
kom inn í blaðstjórnina sem varamaður
en formaður blaðstjórnar hef ég verið sl
tvö ár.
- Það hefur hallað undan fæti hjá ís-
lending undanfarin ár en nú skilst mér að
það eigi að gera átak í útgáfumálunum. í
hverju er það átak fólgið?
- Það er rétt að það hefur heldur hall-
að undan fæti en nú á að rífa blaðið upp
og við höfum í því sambandi ráðið nýjan
ritstjóra, Halldór Halidórsson sem verið
hefur fréttamaður á Útvarpinu, mjög vel
menntaðan mann sem við bindum miklar
vonir við. Þá höfum við einnig ráðið nýj-
an auglýsinga- og dreifingarstjóra, Gunn-
ar Blöndal og í kjölfar þessara breytinga
á mannskap höfum við ákveðið að gera
verulegar breytingar á blaðinu.
- í hverju eru þessar breytingar fólgnar
og hvaða markmið hafið þið sett ykkur
varðandi íslending?
- Það verða gerðar verulegar útlits-
breytingar á blaðinu og eins breytingar á
efni. Við höfum sett okkur það markmið
að íslendingur verði fyrst og fremst frétta-
blað þar sem fjallað verður um öll þau
mál sem efst eru á baugi hverju sinni, af
einstaklingum hvar sem er á landinu og að
íslendingur verði fréttablað á landsvísu.
- Verður farið að selja blaðið aftur í
lausasölu?
- Já, það er byrjað að selja blaðið aftur
í lausasölu og það er í ráði að gera stór-
átak í útbreiðslumálunum. Eftir að blað-
inu hefur verið umturnað á ég einnig von
á því að það verði farið að selja blaðið í
lausasölu í Reykjavík og víðar um landið.
Ritstjóri blaðsins hefur verið að athuga
þessi mál og fleiri að undanfömu en þetta
kemur allt betur í ljós um mánaðamótin.
- Fær ritstjórinn frjálsar hendur varð-
andi pólitísk skrif og annað?
- Hann mun fá frjálsar hendur að öðru
leyti en því að það er ekki ætlast til þess
að hann sjái um pólitísk skrif. Pólitísk
skrif verða skýrt afmörkuð í blaðinu og ég
á von á því að það verði fyrst og fremst al-
þingismenn og bæjarfulltrúar Sjálfstæðis-
flokksins sem sjá munu um þá hlið mála
svo og aðrir þeir sem áhuga hafa á. Þann-
ig er stefnt að því að blaðið verði öllum
opið og í raun óháð blað, segir Ingi Þór
Jóhannsson, formaður blaðstjórnar ís-
lendings.
3. júní 1983 — DAGUR - 7