Dagur - 29.06.1983, Síða 7
Rækjan handleikin
við undirleik
Bubba Morthens
Þann 16. júní sl. tók rækjuverksmiðja Fiskiðjusamlags Húsa-
víkur á móti fyrstu djúprækju sumarsins. Veiðitími djúp-
rækjunnar stendur í um það bii 3 mánuði, og eftir að veiðar
lögðust af í Öxarfirði, er starfsemi verksmiðjunnar einungis
bundin við þann tíma. Þrír bátar eru byrjaðir veiðar og sá
fjórði bætist við innan skamms. Aflabrögð hafa verið mjög
góð og rækjan er óvenju stór og falleg.
Gunna yfirfóstra og Guðmundur „yfirrækja".
Þegar blaðamaður heimsótti
rækjuvinnsluna sl. miðvikudags-
kvöld var allt í fullum gangi.
Guðmundur Aðalsteinsson,
rækjustjóri, þrammaði um salinn
og leit eftir vinnubrögðum. Við
færibandið var myndarlegur hóp-
ur unglinga að handleika rækjuna
eftir kúnstarinnar reglum. Segul-
bandið spilaði Fingraför Bubba
og aðdáunarviprur í andlitum
rækjufólksins leyndu sér ekki. En
það eru fleiri þarna á ferli.
Tryggvi Einarsson, forstjóri FH
gengur nú í salinn. Hann er kró-
aður af ásamt Guðmundi rækju-
meistara inni í glerhúsi einu og
þeir eru spurðir út í starfsemina.
„Þetta mun vera sjötta sumarið
sem við vinnum djúprækju,“ seg-
ir Tryggvi. „Rækjan er veidd
víða fyrir Norðurlandi og sú sem
er verið að vinna í kvöld er veidd
við Grímsey.“
- Hvað er rækjan gömul þegar
hún berst til vinnslu?
„Bátarnir eru fjóra daga í
veiðiferð, og hún er því unnin á
fimmta degi. Rækjan er óvenju
stór og aflabrögð með ágætum.“
„Við erum búnir að taka á móti
rúmum 30 tonnum síðan 16.
júní,“ segir Guðmundur. „Það er
unnið á vöktum frá 8 á morgnana
til 12 á miðnætti." „Flestir þeir
sem hér vinna eru unglingar,“
heldur Tryggvi áfram. „Þau
vinna um 5 klukkustundir í einu
og vinnslan stöðvast aldrei yfir
daginn.“
Nú gengur Guðrún Þorgríms-
dóttir verkstjóri inn í glerhúsið til
okkar. „Þama kemur nú Gunna
yfirfóstra, hún passar barna-
heimilið,“ segir Tryggvi og glottir
stórt. Síðan verður hann aftur
alvarlegur og segir: „Krakkarnir
sem vinna hér eru úr efstu aldurs-
hópum vinnuskóla bæjarins og
við skiptum vinnunni á milli
þeirra. Rækjuvinnslan stendur
yfir þann tíma sem frí er í skólan-
um, þannig að þessi vinnsla er
ákaflega mikils virði fyrir þau og
ér^stór liður í að leysa þann
vanda sem oft skapast á sumrin
þegar svo fjölmennur hópur bæt-
ist við á vinnumarkaðnum. Við
Úr vinnslusalnum hjá Fiskiðjusamlaginu. Á innfelldu myndinni er Tryggvi Finnsson, forstjóri Fiskiðjusamlagsins.
erum mjög ánægðir með þetta
fyrirkomulag, krakkarnir standa
sig með miklum ágætum og von-
andi verður framhald á þessu
næstu árin.“
Guðmundur tekur í sama
streng og segir að 21 unglingur á
aldrinum 14-15 ára vinni í rækj-
unni auk 10 fullorðinna. Þeir fé-
lagar segja að markaðurinn sé
góður fyrir rækjuna og verðið
sem fyrir hana fæst sé nokkuð
gott. Rækjan er flutt út, aðallega
til Evrópulanda, s.s. til Þýska-
lands, Englands, Svíþjóðar og
Danmerkur. Eftir að hafa þegið
kaffi hjá rækjufólki er blaða-
maður leystur út með stórum
poka af nýpilluðum rækjum. Það
er ástæðulaust að fara dult með
að þær smökkuðust ljúflega,
enda var farið að minnka hressi-
lega í pokanum þegar gengið var
til náða um kvöldið.
Heiðar Olgeirsson setnr rækjuna í gufupottinn.
Skinnin eru jafn dýr í framleiðslu, hvort sem gæðin eru mikil eða lítil, það er því ekki verra að geta bætt framleiðsluna með því að kunna handtökin. Islenskur
loðdýrabóndi fær leiðsögn hjá sænskum sérfræðingi.
__________Loðdýrarækt:____
Nauðsynlegt að
auka fjölbreytnina
Hér á landi eru nú staddir fjór-
ir sérfræðingar í skinnaflokk-
un, 3 danskir og einn sænskur,
á vegum Búnaðarfélags
íslands, Félags íslenskra loð-
dýraræktenda og danska pels-
dýraræktunarfélagsins. Sér-
fræðingar þessir starfa hjá
danska pelsdýraræktunarfélag-
inu og eru hér á landi í þeim
tilgangi að kenna íslenskum
loðdýrabændum flokkun
skinna og fleira sem að þessari
búgrein lýtur. Námskeið þessi
eru haldin víða um land og hér
á Akureyri voru það alls um 60
núverandi og verðandi loð-
dýrabændur sem sóttu nám-
skeiðið.
„Það er ákaflega veigamikið að
gera sér grein fyrir þeim mun sem
er á loðdýrarækt hér á landi og
öðrum búgreinum. í loðdýra-
ræktinni er keppt á alþjóðlegum
markaði, en aðrar búgreinar
framleiða fyrir mun takmarkaðri
markað," sagði Jón Ragnar
Björnsson framkvæmdastjóri
Félags íslenskra loðdýrarækt-
enda, en hann er í för með er-
lendu sérfræðingunum.
En hverníg skyldu íslensku
skinnin standa sig gegn þeim er-
lendu? Ef við lítum á verð á
skinnum af bláref, kemur í ljós
að íslensku skinnin eru verð-
minnst skinna frá Norðurlönd-
um. Þetta kom fram í fyrirlestri
sem Ivan Santine, starfsmaður
danska pelsdýraræktunarfélags-
ins, hélt á námskeiðinu. Norð-
menn fá hæst verð fyrir sín skinn,
eða 1.104 krónur en að meðaltali
fást 882 kr. fyrir íslensku skinnin.
En þessar tölur verður að taka
með fyrirvara. „Loðdýrarækt er
ung búgrein á íslandi og þau dýr
sem hafa bestu skinnin eru ekki
felduð, heidur notuð til að byggja
upp stofninn," sagði Jón Ragnar.
Og séu aðrar skinnategundir
teknar inn í þetta litla reiknings-
dæmi kemur í Ijós að einhæfni
háir loðdýraræktinni íslensku.
Norðmenn fá að meðaltali 1.449
krónur fyrir skinnið en þá eru
komiri með í reikninginn verð-
meiri skinn eins og t.d. af
„skugga“-ref og silfurref sem
ekki eru ræktaðir á íslandi. En ís-
lenskir sitja enn með sínar 882
kr. sökum einhæfni» samkvæmt
upplýsingum Ivans Santine.
Hann segir:
„Það er nauðsynlegt fyrir ís-
lenska loðdýrabændur að ná upp
meiri gæðum. Þeir þurfa að flytja
inn fleiri dýr og auka þannig fjöl-
breytnina og bæta stofninn."
Blárefur er langstærstur hluti
skinnaframleiðslunnar í heimin-
um, en auk þess má nefna silfur-
refinn en sökum þess hve frjó-
semi hans er lítil hefur fram-
leiðslan ekki annað eftirspurn-
inni og því er hann mun dýrari en
t.d. blárefurinn. Þá má nefna
„skugga“-refinn sem íslendingar
hafa örlítið fengist við, hann er
töluvert verðmeiri en blárefur-
inn. Og Norðmenn hafa gert
nokkuð af tilraunum í loðdýra-
rækt, m.a. blandað saman silfur-
ref og bláref og fengið út úr því
silfurbláref en af honum fæst ný
skinnategund sem svipað verð
fæst fyrir og silfurrefinn. „Við ís-
lendingar þurfum því að leggja
meiri áherslu á silfur- og
„skugga“-ref. Öll undirstaða ís-
lenska refastofnsins er komin frá
einu og sama búinu í Skotlandi,“
sagði Sigurjón Bláfeld, loðdýra-
ræktunarráðunautur.
En það er fleira sem kemur til.
Gæði skinnanna hafa að sjálf-
sögðu mikið að segja um verðið.
Það kom fram í fyrirlestri Ivans
Santine að íslensku skinnin gefa
útlendum lítið eftir hvað það
varðar, ef við miðum okkur við
Dani fara 6% þeirra skinna í
fyrsta úrvalsflokk, en 1% ís-
lensku skinnanna. í 2. úrvals-
flokk fara 56% skinna, bæði ís-
lensku og dönsku. Munurinn í 1.
úrvalsflokki liggur aðallega í því
sem fyrr var nefnt um uppbygg-
ingu íslenska stofnsins.
Ivan Santine segir: „í loðdýra-
rækt skiptir það miklu máli að
framleiðendur hittist og beri
saman bækur sínar, haldi fundi
og ráðstefnur, jafnvel dýrar sýn-
ingar. Af slíkum samanburði get-
um við séð hvað fer miður hjá
okkur og getum betur áttað okk-
ur hvernig við getum bætt fram-
leiðsluna."
Myndir og texti: KGA.
Ivan Santine, starfsmaður danska pelsræktendafélagsins, og Jón Ragnar
Bjömsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra loðdýraræktenda.
Er nokkuð hér sem betur mætti fara? Á myndinni má m.a. kenna Sigurjón
Bláfeld í miðjunni.
6 - DAGUR - 29. júní 1983
29. júní 1983 - DAGUR - 7