Dagur - 04.07.1983, Blaðsíða 6

Dagur - 04.07.1983, Blaðsíða 6
 Einstefna á Skaganum Cf Þróttarar mættu til leiks upp á Akranes á laugardaginn, en ekki varð það mikil frægðarför. Skemmst er frá því að segja að Akurnesingar „jörðuðu" Þrótt- arana, skoruðu fimm mörk, en Þróttarar ekkert. Einstefnan að j marki Þróttar var algjör. Guð- björn Tryggvason, Sveinbjörn Hákonarson og Hörður Jó- Ihannesson skoruðu í fyrri háif- ieik og » þeim scinni skoraði Hörður enn á ný. Það var svo Sigþór Ómarsson sem batt endahnútinn á markasúpuna, skoraði 5. markið eftir að hafa einleikið frá miðju vallarins. Keflvíkingar hirtu tvö Á ísafirði fengu heimamenn Kefivíkinga í heimsókn og gest- irnir sýndu litla kurteisi og fóru með bæði stigin, sigruðu með tveim mörkum gegn einu. ís- firðingar voru reyndar fyrri til að skora og var þar að verki f Gunnar Pétursson á 16. mín- ? útu. Keflvíkingar mættu tvíefld- I ir til seinni hálfleiks og voru þá i:; mun betri aðilinn. Sigurður Björnsson jafnaði metin með góðu skoti beint úr aukaspyrnu af tuttugu metra færi. Það var Ragnar Margeirsson sem skor- aði sigurmarkið á 70. mínútu. Kátt er t' Keflavík. j Jafnt í Laugardal í? íslandsmeistarar Víkings áttu í höggi við Valsmenn á laugar- daginn og þegar flautað var til ieiksioka höfðu liðin sæst á jafn- tefli. hvort um sig skoraði eitt mark. í fyrri hálfleik gerðist fátt markvert og verður ekki tíund- að hér. Eitthvað hefur leik- mönnum leiðst þófið, því seinni hálfleikur var mun betri. Ekki voru liðnar af honum nema fimm mínútur þegar Óskar Tómasson skoraði fyrir Víking, eftir að Brynjar Valsmarkvörð- ur hafði varið skot en hélt ekki boltanum. Ingi Björn Alberts- son jafnaði sfðan metin fyrir Val á 77. mínútu eftir auka- spyrnu. Frestað Leik KR og ÍBV sem vera átti í gærkvöld heíur vcrið frestað. Versta veður var á Suðurlandi í gær og því ekki flugveður til eða frá Vestmannaeyjum. 2. deild: Fram heldur sínu striki Frammarar eru enn með í bar- áttu efstu liða í 2. deildinni. í gærkvöld vann liðið Njarðvík, eina af iíeppinautunum um 1. deildarsæíi með einu marki gegn engu. Frammarar eru því með níu stig og bættu stöðu sína í deildinni þar scm Völsungur tap- aði á Siglufirði og KA tapaði stigi á Vopnafirði. Guðmundur Torfason skoraði mark Fram. Völsungar sátu eftir með sárt ennið á Siglufirði að loknum leik þeirra við heimamenn. Það hefur eflaust verið hugur Völsunga að hefna ófaranna frá því KS sigraði þá á heima- velli, en KS-ingar áttu í fullu tré við Húsvíkingana og vel það, því þeir sigruðu með tveim mörkum gegn einu. Völsungar hófu leikinn af miklum krafti og sóttu stíft. Strax á fjórðu mínútu björguðu Sigl- firðingar naumlega á línu. KS sótti smám saman í sig veðrið, fóru að koma meira inn í leikinn og fyrra mark þeirra skoraði Haf- þór Kolbeinsson í samvinnu við einn Völsunginn, sem hugðist beina skoti Hafþórs framhjá marki, en tókst ekki betur til en svo, að innan stangar sigldi boltinn. Hafþór var aftur á ferðinni í seinni hálfleik, Iék með knöttinn gegnum húsvísku vörnina og þrumaði síðan í netið. Þá var staðan orðin tvö-núll og Siglfirð- ingar sprækir. Kristjáni Olgeirs- syni Húsvíkingi leiddist þófið og tók af skarið, þrumuskot hans að KS-markinu reyndist markverð- inum ofraun, hann hélt ekki knettinum sem fann sér leið í netið. En þótt mark þetta yrði Völsungum mikil lyftistöng og þeir hresstust við, náðu þeir ekki að jafna metin. Og Siglfirðingar sendu þá stiglausa heim aftur. SB/KGA. KA deildi stigum með Einherjja „Þetta var ekki sérlega skemmtilegur leikur á að horfa,“ sagði Pétur ísleifsson formaður knattspyrnudeildar Einherja á Vopnafírði, um leik þeirra heimamanna við KA. Viðureigninni lauk með markalausu jafntefli. Leikurinn var fremur þóf- kenndur, KA-menn voru meira með boltann í fyrri hálfleik, Ein- herji fékk vart nema eitt einasta færi og úr því skoruðu þeir reyndar. En markið var dæmt af sökum rangstöðu. í seinni hálfleik hresstust Ein- herjar við og komu meira inn í leikinn. Samt hélt þófið áfram á miðjunni, leikmenn sköpuðu sér engin teljandi færi, KA átti gott skot í þverslá Einherjamarksins undir lok leiksins. En í hvorugt netið vildi boltinn. Gunnar Gíslason lék ekki með KA sökum meiðsla, en til stóð að hann yrði í fremstu víglínu. KGA. Golf: Guðjón E. sigraði í öldungamótinu - Fjögur mót um helgina Ófáar hvítar kúlur voru slegn- ar á Jaðarsvelli nú um helgina, en alls voru þar fjögur mót. A laugardaginn var öldungamót, Jóhannesarbikarinn svo- nefndi, einnig var kvennamót með og án forgjafar og síðan var keppt um nýliðabikarinn. A sunnudaginn var svo fjöl- menn parakeppni. í öldungamótinu var keppt með forgjöf og urðu úrslit þessi: Vegna fréttar í blaðinu um úr- skurð héraðsdómstóls Akureyrar í lyftingamálinu svokaliaða, höfðu þeir bræður Gylfi og Garð- ar Gíslasynir samband við blaðið og sögðu það of sterkt til orða 1. Guðjón E. Jónsson á 71 höggi nettó; 2. Sigurður Stefánsson á 79 höggum nettó; 3. Frímann Gunnlaugsson á 80 höggum nettó. Úrslit í kvennamóti án forgjaf- ar: 1. Jónína Pálsdóttir á 90 höggum; 2. Inga Magnúsdóttir á 95 höggum. Og með forgjöf: 1. Erla Adolfsdóttir á 84 höggum nettó; 2. Rósa Pálsdóttir á 90 höggum nettó. tekið að þeir hefðu kallað stjórn- armenn í Lyftingasambandi íslands, fávita. Vissulega hefði stjórninni verið mislagðar hendur í þessu máli en þeir myndu ekki Keppnin um nýliðabikarinn var útsláttarkeppni og urðu efstu menn þessir: 1. Einar Pálmi Árnason, 96 högg; 2. Óskar Hjaltalín, 97 högg. í gær var svo parakeppni. Alls kepptu 18 pör og urðu þau í fyrsta sæti: Jón G. Aðalsteinsson og Auður Aðalsteinsdóttir á 63 höggum; í öðru sæti urðu Gísli Bragi Hjartarson og Aðalheiður Alfreðsdóttir. KGA. fávita erfa það, heldur báðu þeir blaðið fyrir bestu óskir til þeirra sem keppa fyrir íslands hönd á Heimsmeistaramóti unglinga í Egyptalandi. 2. deild: Óheppinn Fylkir Fylkismenn voru eigínlega betri aðilinn í leiknum við Víði, en auk þess voru þeir óheppni aðil- inn og töpuðu því með tveim mörkum gegn fjórum. Fylkir skoraði fyrsta markið, þar var að verki Jón Guðmundsson, þá skoruðu Víðismenn þrjú mörk: Baldvin Gunnarsson, Jónatan Ingimarsson og Guðmundur Knútsson eitt hver. Annað mark Fylkis skoraði Sighvatur Bjarnason á síðustu mínútu leiksins. Reynir steinlá Þeir voru vart burðugir, Reyn- ismenn, í leiknum gegn FH, eins og sést á markatölunum. FH sigraði með sex mörkum gegn einu og FH-ingar skoruðu meira að segja þetta eina mark Reynismanna fyrir þá. Pálmi Jónsson skoraði þrjú mörk FH og þeir Jón Erlingur Ragnars- son, Helgi Ragnarsson og Ingi G. Ingason eitt mark hver. Mark Reynis varð til þegar knötturinn steytti á Viðari Hall- dórssyni FH-ing, eftir auka- spyrnu Reynis og síðan í netið. Nefndu ekki 3. og 4. deild: 28 mörk í 4 lei Öruggt hjá Þrótti Þróttur frá Neskaupstað vann góðan sigur á Sindra frá Höfn í Hornafirði, skoruðu fimm mörk gegn einu. Fyrri hálfleikur var nokkuð jafn og framan af þeim seinni, þegar 10 mínútur voru af seinni hálfleik var staðan eitt mark gegn einu. En þá gáfust Sindramenn upp og Þróttur óð uppi með fjögur mörk í viðbót. Mörk Þróttar skoruðu þeir Sig- urður Friðjónsson 3, Guð- mundur Ingvarsson og Eysteinn Kristinsson eitt hvor. Mark Sindra skoraði Pétur Sigurðs- son. Sjálfsmark Austra HSÞ-b átti leik við Austra Eskifirði á laugardag. Leikur- inn var þófkenndur og jafn all- an tímann, en einn af leikmönn- um Austra tók upp á þeim skolla að senda boltann í eigið mark og færði Þingeyingum þar bæði stigin. Huginn lagði Magna Leikur Hugins og Magna frá Grenivík var jafn lengst af, vart mátti á milli sjá hvort liðanna var sterkara úti á vellinum. Það gerði hins vegar gæfumuninn að Huginsmenn voru duglegri við að skapa sér marktækifæri - nokkuð sem Magnamenn gerðu lítið af. Þar að auki misnotaði Magni vítaspyrnu. Lokatölur leiksins urðu tvö mörk gegn einu fyrir Hugin og það voru þeir Smári Guðjónsson og Sveinbjörn Jóhannsson sem skoruðu mörk Hugins en Jón Ingólfsson minnkaði muninn fyrir Magna. TindastóH í marki Vals Það er illmögulegt að vera lang- orður um lélega leiki þar sem ekki er einu sinni fyrir að fara marktækifærum - hvað þá að skorað sé. Það er einnig erfitt að segja margt um leiki sem eru slík einstefna að annað liðið bókstaflega situr í marki hins. Það var einmitt þetta síðar- nefnda sem gerðist á Sauðár- króki þegar Tindastóll fékk Val í heimsókn í B-riðli 3. deildar- innar. Valur átti sér ekki við- 6 - DÁGU.R - 4. júlí 1983

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.