Dagur - 04.07.1983, Blaðsíða 12

Dagur - 04.07.1983, Blaðsíða 12
ÞJÓNUSTA FYRIR HAÞRYSTISLONGUR OLÍUSLÖNGUR og BARKA PRESSUM TENGIN Á FULLKOMIN TÆKI VÖNDUÐ VINNA I 3 £ w Harmafregn úr Grímsey - Einn þríburinn lést af slysförum Þarf lögbann til að loka „Las Vegas“? - Hvers vegna hefur samþykktum um lokun „Las Vegas“ ekki verið framfylgt? spyr félagsmálaráð Konráð Gylfason, § ára, einn af Grímseyjarþríburun- um, lést af slysförum aðfara- nótt föstudagsins á sjúkra- húsi í Reykjavík. Konráö heitinn var aö leik á fimmtudagskvöldið ásamt bræðr- um sínum. Þeir ætluöu bara að- eins að skreppa út eftir kvöldmat. Líklegt er að þeir hafi verið að kíkja eftir fýlahreiðrum sem eru framan í sjávarbakkan- um nær beint fyrir framan heimili þeirra. Konráð féll fram af bakk- anum, 12-15 metra fall niður í grýtta fjöruna. Hann var meðvit- undarlaus þegar að honum var komið og með sjáanlegan höfuð- áverka. Einnig átti hann erfitt með öndun. Strax var kallað eftir sjúkraflugvél og lækni frá Akur- eyri en einnig var beðið um þyrlu frá varðskipi sem var á Eyjafirði þar sem þoka var að skella yfir og „Ég vil selja og hugsanlega verður fyrirtækið auglýst í næsta mánuði, en það er hugsanlegt að þetta verði tvískipt; ég selji verksmiðj- una en leigi húsnæðið, því það getur enginn keypt allt þetta bákn í einu lagi, ekki einu sinni Sambandið,“ sagði Eyþór Tómasson í súkkulaði verksmiðj unni Lindu, aðspurður um hvort verksmiðjan væri til sölu. „Ég er ákveðinn í að hætta. Ég er orðinn þreyttur á þessu. Mað- ur sem orðinn er 77 ára, hvað á hann að vera að djöflast svona? Mér dettur það bara ekki í hug,“ sagði Eyþór, þegar hann var spurður um ástæður þess að hann vill selja. Veður ykkur áfram fyrir norðan,“ sagði Þóranna Pálsdóttir veðurfræðingur í samtali í morgun. „Það verður sunnan og suðvestan átt og gott veður. Það gætu orðið skúrir í kvöld, en annars verður sól og blíða hjá ykkur,“ sagði Þóranna Pálsdóttir. flugskilyrði ótrygg. En sjúkra- flugvélin frá Akureyri komst til eyjarinnar og drengurinn var fluttur á Sjúkrahúsið á Akureyri. Eftir aðhlynninguna þar var hann fluttur til Reykjavíkur á Borgar- spítalann. Par lést Konráð um fjögurleytið um nóttina af völd- um heilablæðingar. „Menn eru hljóðir í dag í Grímsey,“ sagði Bjarni Magnús- son, hreppstjóri, í samtali við Dag á föstudaginn. hart er höggvið að fjölskyldu Konráðs en sárastur er missirinn fyrir bræður hans, Svavar og Bjarna, þar sem þeir þríburarnir máttu vart hver af öðrum sjá. Dagur sendir foreldrum Konráðs, Gylfa og Sigrúnu, systkinum hans og fjölskyldunni allri innilegustu samúðarkveðjur. Drottinn gefi dánum ró, en hinum líkn sem lifa. - Hvernig er rekstrargrund- völlur? „Það er náttúrulega illa búið að iðnaði hér í landi, það vita allir, en það er ekkert á hausnum hér hjá okkur, langt því frá. En ég er búinn að reka iðnað síðan 1929 og vil fara að hvíla mig. Heldurðu ekki að ég sé búinn að fá nóg af þessu?“ - Nú hefur þú sótt um leyfi til að byggja við hús Lindu? „Já, það er rétt, tveggja hæða 1000 fermetra hús hérna austan við, en það er óskylt þessu máli, eingöngu gert til að nýta lóðina. Ég ætla ekki að láta Pétur eða Pál fá hana.“ - Hvernig ætlar þú að nýta þá byggingu? „Það er ekkert ákveðið, en það verða engin vandræði, ef til vill verður hægt að nýta hana í tengslum við verksmiðjuna. Þú vilt ef til vill fá leigt?“ sagði Ey- þór Tómasson í lok samtalsins. Hagstofan hefur reiknað vísi- tölu byggingarkostnaðar eftir verðlagi í fyrrihluta júnímán- aðar. Reyndist hún vera 140,13 stig, nákvæmlega, sem lækkar í 140 stig. Vísitalan var sett 100 í desember síðastliðn- um. Hin nýútreiknaða vísitala gildir á tímabilinu júlí til sept- ember 1983. „Félagsmálaráð óskar eftir greinargerð um það hvers vegna samþykktum um lokun leiktækjasalarins „Las Vegas“ hefur ekki verið framfylgt,“ segir í bókun félagsmálaráðs Akureyrar frá 20. júní. Þessi bókun félagsmálaráðs var gerð í tengslum við umræður í ráðinu um fyrirspurn bæjar- stjórnar um hvaða skilyrði skuli vera til að veita leyfi fyrir leik- tækjasal. Óskar bæjarstjórn eftir tillögum ráðsins í þessu sam- bandi. En hvers vegna er Las Vegas ekki lokað? spyr félagsmálaráð. Þessi leiktækjasalur var opnaður skömmu fyrir áramót. Þá sóttu eigendur hans um leyfi til bæjar- stjórnar, sem ekki fékkst, en bæjarstjórn samþykkti að láta þessa starfsemi óátalda til 1. mars, enda ekki gert ráð fyrir leiktækjasölum í lögreglusam- þykkt bæjarins. Úr því hefur ver- ið bætt, þannig að leiktækjasalir þurfa leyfi bæjarstjórnar. Þá sóttu eigendur Las Vegas aftur um leyfi, en fengu synjun, eink- um vegna húsnæðisins, en leik- tækjasalurinn margumræddi er í gamla Eimskipshúsinu við höfn- ina. Þrátt fyrir neitun bæjar- stjórnar starfar Las Vegas enn af fullum krafti, enda munu ráða- menn bæjarins eiga erfitt um vik að loka staðnum. „Málið verður athugað þegar bæjarlögmaður kemur úr fríi,“ sagði Helgi M. Bergs, bæjarstjóri, aðspurður um málið. Samsvarandi vísitala miðuð við eldri grunn er 2076 stig og gildir einnig á tímabilinu, til viðmiðun- ar við vísitölur á eldra grunni (október 1975 = 100). Hækkun vísitölunnar úr 120 stigum miðað við markaðsverðlag í 140 stig miðað við júníverðlag er 16,7 af hundraði. Samkvæmt heimildum Dags þarf bæjarstjórn að leggja fram lögbannskröfu um lokun og síðan þarf að leggja fram tryggingu og höfða staðfestingarmál, sem alls ekki er borðleggjandi að vinnist. Bæjarsjóður gæti því orðið fyrir fjárútlátum. „Ég get ekkert um þetta sagt á þessu stigi, það verður metið ber- ist formleg beiðni frá bæjarstjórn um lokun staðarins," sagði Élías I. Elíasson, bæjarfógeti, að- spurður um þetta mál í samtali við Dag. Lögbannið og ef til vill fleiri ástæður m.a. vonir um að staður- inn lognist út af af sjálfu sér, hafa orðið til þess að ekki hefur verið gripið til harðari aðgerða. m # Ekki til siðs að svara Það virðist ekki til siðs hjá ráðamönnum Akureyrarbæj- ar að svara fyrirspurnum frá bæjarbúum. Ekki alls fyrir löngu skrifaði Ólafur Birgir Árnason opið bréf til stjórnar Hitaveitu Akureyrar. Því hef- ur ekki verið svarað. örn Gústafsson skrifaði opið bréf til Helga Guðmundssonar, formanns bygginganefndar. Því hefur heídur ekki verið svarað. Án þess að hér sé verið að dæma um efni þess- ara bréfa þá er það sjálfsögð kurteisi þeirra sem kosnir eru til ábyrgðarstarfa fyrir bæjar- félagiö að svara fyrirspurn- um sem til þeirra er beint. # Jákvæður einu sinni Það er stundum sagt að blöð- in séu neikvæð; það sé lögð of mikil áhersla á fréttir af því sem miður fer. Það má vera, en nú skulum við gera örlitla bragarbót. Sporthúsið hefur að undanförnu gengist fyrir uppákomum í göngugöt- unni með lúðrablæstri og söng. Það hefur verið vel til fundið og óneitanlega lífgað upp á mannlífið í götunni. Verslunareigendur mættu taka Sigbjörn í Sporthúsinu til fyrirmyndar þannig að slík- ar uppákomur verði nær daglegur viðburður í sumar. # Verslunar- menning Nýlega fór Hagkaup fram á heimild til að lengja opnun- artfma verslunar sinnar á Ak- ureyri, einkum fyrir stórhátíð- ir, en einnig var farið fram á tveggja klukkustunda leng- Ingu á opnunartfma f viku hverri og munu ráðamenn Hagkaups einkum hafa hug á fimmtudögum í þvf sam- bandi til að dreifa helgarinn- kaupunum. Þessi beiðní hef- ur enn ekkf fengið afgreiðslu hjá bæjarstjórn sem vildi kanna hug annarra hags- munaaðila áður en ákvörðun verður tekin, t.d. Kaupfélags- ins, Kaupmannasamtakanna og síðast en ekki síst stéttar- félags verslunarmanna. i framhaldi af þessu má búast við að reglur um verslunar- hætti í bænum verði endur- skoðaðar f heild. í þessum reglum er ákvæði þar sem stendur að aðeins skuli selja neysluvörur um söluop eöa „lúgur“ eftir ákveðinn tfma að deginum og um helgar. Þetta var virt lengi vel en sfðan fóru versl- unareigendur í auknum mæli að láta undan vilja viðskipta- vina sinna til að komast f húsaskjól á meðan þeir versl- uðu. Það stóð nefnilega ekk- ert f reglugerðinni um að „lúgan“ mætti ekki vera innan dyra. Þess vegna mun vera nóg að „lúgan“ sé við hliðína á peningakassanum, bara ef varan fer í gegn um hanall! „Ákveðinn í að hætta“ - segir Eyþór Tómasson í Lindu Byggingavísi- talan hækkar enn

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.