Dagur - 25.07.1983, Síða 11
Iðnþróunarfélag stofnað fyrir
frumkvæði sýslunefndar
- Aðalfundur sýslunefndar Austur-Húnavatnssýslu
Sýslufundur Austur-Húnavatns-
sýslu var haldinn dagana 2. og 3.
maí og fram haldið 14. júní. Sú
venja hefur skapast að fundurinn
er í tvennu lagi á hverju vori,
venjulega um mánaðamótin apríl
- maí, og svo framhaldsfundur í
byrjun júní. Svo er haldinn fund-
ur sýslunefndar í nóvember eða
desember. Á milli funda fer
sýsluráð með sýslumanni með
málefni sýslunnar.
Að venju komu allmörg mál
fram á fundinum og ályktanir
gerðar.
Niðurjafnað sýslusjóðsgjald
nemur kr. 2.730.000 og stærsti út-
gjaldaliðurinn er til heilbrigðis-
mála, eða kr. 1.790.000. Til vega-
mála er varið kr. 1.400.000.
Á undanförnum árum hefur
sýslusjóður byggt íbúðir fyrir
aldraða á Skagaströnd og
Blönduósi. Væntanlega hefjast
framkvæmdir við byggingu dval-
arheimilis aldraðra á Skaga-
strönd nú í sumar. Þá hefur verið
steyptur sökkull undir viðbygg-
ingu við sjúkrahúsið á Blönduósi.
Þar er ætlunin að verði heilsu-
gæslustöð og ný sjúkradeild.
Að frumkvæði sýslunefndar
var stofnað iðnþróunarfélag hér
í héraðinu nú í vor og vænta
menn þess að það verði að gagni
við uppbyggingu atvinnutæki-
færa. Lítt hefur verið hugað að
ferðamannaiðnaði hér í héraði,
fram að þessu, en nú hefur sýslu-
nefnd kosið 3 menn í nefnd til
þess að mynda kjarnann í ferða-
málaráði sýslunnar sem væntan-
lega verður hvatning að aukinni
uppbyggingu ferðamannaað-
stöðu og væntanlega fjölgun
þeirra manna sem vilja dvelja hér
um lengri eða skemmri tíma.
Ríkissjóður hefur ekkert
greitt í sýsluhúsinu
- segir í frétt frá sýslunefnd Vestur-Húnavatnssýslu
Aðalfundur sýslunefndar Vestur-
Húnavatnssýslu var haldinn dag-
ana 16. og 17. maí og framhalds-
fundur 20. júní sl. Sú venja hefur
skapast að fundirnir eru haldnir í
tvennu lagi að vorinu og svo
aukafundur í nóvember - des-
ember. Á milli funda fer svo
sýsluráð með málefni sýslunnar
ásast með sýslumanni.
Niðurjafnað sýslusjóðsgjald var
kr. 1.218.000. Helstu útgjaldalið-
ir eru til heilbrigðismála tæpl. kr.
300.000, til atvinnumála liðlega
kr. 300.000 og til byggingar sýslu-
húss um kr. 250.000. Auk þess
styrkir sýslusjóður ýmiskonar
menningarstarfsemi í héraðinu.
Til vegamála er varið liðlega
1.400.000.
Helstu framkvæmdir á vegum
sýslunnar er bygging heilsugæslu-
stöðvar. Var byggingin fokheld
á sl. ári. Ætlunin er að ljúka
verkinu á þessu og næsta ári.
Verkið hefur þegar verið boðið
út.
Þá er verið að ganga frá sýslu-
húsi en sýslusjóður á lU hluta í
600 m2 3 hæða húsi sem byggt
hefur verið á Hvammstanga sem
verslunarhús, iðnaðarhús og
skrifstofuhúsnæði. í þessu húsi
eru skrifstofur lögreglunnar á
Hvammstanga og þarna er til
húsa héraðsskjalasafnið í mjög
góðu plassi og einnig héraðs-
bókasafnið. Þá eru þarna skrif-
stofur Búnaðarsambands og
Ræktunarsambands, svo og bók-
halds og endurskoðunarskrifstofa
og til bráðabirgða tannlækna-
stofa, eða þar til heilsugæslustöð
tekur til starfa. Rétt er að taka
fram að ríkissjóður hefur ekkert
greitt í þessu svokallaða sýslu-
húsi.
Bifreiðastjórar:
Hafið bílbænina i bílnum og orð
hennar hugföst, þegar þið akið.
Driittmn Guð. veit mér
vi.rnd og lát nuri
minnast ébyrgðar minnar
*..*r ég i k þessari bifreið
i J e s ii n a f n i A m e n
Fæst í kirkjuhúsinu
Reykjavík og
Hljómveri, Akureyri.
Til styrktar Orði dagsins
Á mölinni mætumst með
bros á vör — ef bensíngjöfin
er tempruð.
Umboðsmenn Dags
Siglufjörður: Matthías Jóhannsson, Aðalgötu 5, sími 71489.
Blönduós: Guðrún Jóhannsdóttir, Garðabyggð 6, sími 4443.
Sauðárkrókur: Gunnar Pétursson, Dalatúni 6, sími 5638.
Ólafsfjörður: Helga Jónsdóttir, Hrannarbyggð 8, sími 62308.
Hrísey: Heimir Áslaugsson, Norðurvegi 10, sími 61747.
Dalvík: Gerður Jónsdóttir, Miðtúni, sími 61247.
Grenivík: Kjartan H. Pálmarsson, sími 33112.
Húsavík: Hafliði Jósteinsson, Garðarsbraut 53, sími41765.
Mývatnssveit: Þuríður Snæbjörnsdóttir, sími 44173.
Kópasker: SólveigTryggvadóttir, Akurgerði 5, sími 52145.
Raufarhöfn: Friðniundur H. Guðmundsson, sími 51225.
Bændur athugið
Notaðar vélar á söluskrá:
Zetor 6945 árg. 1980.
Zetor 5718 árg. 1973.
Úrsus 65 ha. árgerðir 1976 - 78 - 79.
Ford 2000 árg. 1974.
Ferguson 135 árg. 1973.
Tveir Taarup sláttutætarar,
vinnslubreidd 110 árg. 1975.
Kverelands gnýblásari.
Carboni heyhleðsluvagn, 26 rúmmetra
Fhar heyþyrla 4ra stjörnu, 6 arma, árg. 1981.
Claas heyþyrla 4ra stjörnu, 6 arma, árg. 1979
f||u>|f| j qI Fjölnisgötu 2a, Akureyri,
Umyi Oln sími 96-22466.
f I
A SOLUSKRA:
Tveggja herbergja íbúðir:
Sunnuhlíð: önnur hæð. Laus 15. september.
Tjarnarlundur: Önnur hæð, einstaklingsíbúð.
Strandgata: Efri hæð. Ibúðin er öll endurnýjuð.
Eiðsvallagata: Neðri hæð í tvíbýli.
Þriggja herbergja íbúðir:
Seljahlíð: Raðhúsaíbúð.
Hrísalundur: Fjórða hæð.
Tjarnarlundur: Þriðja hæð í skiptum fyrir 2ja herb.
Oddeyrargata: Ibúð í parhúsi.
Furulundur: Ibúð á efri hæð í tveggja hæða raðhúsi.
Stórholt: Neðri hæð, bílskúrsréttur.
Smárahlíð: Önnur hæð.
Skarðshlíð: Önnur hæð í blokk með svalainngangi. Laus
Fjögurra herbergja íbúðir: strax
Furulundur: Endaíbuð í raðhúsi.
Akurgerði: Raðhúsaíbúð með bílskúr, laus strax.
Hrísalundur: Fjórða hæð, endaíbúð.
Steinahlíð: Raðhúsaíbúð á tveim hæðum.
Tjarnarlundur: Þriðja hæð.
Grenivellir: Ibúð í 5 íbúða húsi í skiptum fyrir 2jaherbíbúð
Langamýri: Efri hæð í tvíbýli. Bílskúr fylgir.
Arnarsíða: Raðhúsaíbúð. Á jarðhæð er fjögurra herb.
íbúð en að auki er óinnréttað 45 fm ris.
Keilusíða: Önnur hæð, afhending samkomulag.
Seljahlíð: Endaíbúð í raðhúsi, skipti á ódýrara.
Fimm herbergja íbúðir:
Miðholt: Einbýlishús á tveim hæðum, skipti á 4ra herb.
raðhúsi í Glerárhverfi.
Norðurgata: Hæð og ris, afh. strax.
Birkilundur: Einbýlishús. Laust strax.
Bæjarsíða: Einbýlishús á einni hæð, steyptir sökklar
fyrir bílskúr.
Lerkilundur: Einbýlishús með uppsteyptum bílskúr.
Sólvellir: (búð á tveimur hæðum í parhúsi.
Hraungerði: Einbýlishús með bílskúr.
Vanabyggð: Efri hæð í tvíbýlishúsi.
Norðurgata: Steinsteypt einbýlishús á tveimur hæðum,
skipti möguleg á ódýrara.
Akurgerði: Endaíbúð í raðhúsi.
Vanabyggð: 146 fm endaíbúð í raðhúsi.
Mikligarðir á Hjalteyri: 230 fm íbúð í parhúsi.
Símsvari tekur við skilaboðum
allan sólarhringinn.
Fasteignasalan hf opið frá
Gránufélagsgötu 4, .. _ _ .
efri hæð, sími 21878 e.h.
Hreinn Pálsson, lögfræðingur
Guðmundur Jóhannsson, viðskiptafræðingur
Hermann R. Jónsson, sölumaður
Smáauglýsinga-
móttaka frá kl. 9-17
alla virka daga.
25. júlí 1983 - DAGUR - 11