Dagur - 19.10.1983, Blaðsíða 6

Dagur - 19.10.1983, Blaðsíða 6
Auk þess verða gefin út sérstök skuldabréf, sem tengjast tiltekn- um verkefnum, eins og væntan- legt skuldabréfaútboð vegna húsnæðislána. Með þessum hætti og fleiri ráðstöfunum verður stuðlað að því að þau markmið náist, sem ríkisstjórnin hefur sett sér varðandi erlendar lántökur á næsta ári. Tilhögun innlendrar fjáröflunar verður skýrð nánar í fjárfestingar- og lánsfjáráætlun. í fjárlagafrumvarpi er stefnt að því að skattbyrði heimilanna af tekju- og eignarskatti verði að til- tölu ekki þyngri en á árinu 1983. Vegna hinnar erfiðu stöðu ríkis- sjóðs og til þess að draga úr við- skiptahalla, verður ekki hjá því komist, að umsvif hins opinbera á árinu 1984 dragist allmikið saman. Þannig er ráðgert að draga um 8-9 af hundraði úr op- inberum framkvæmdum. Fram- lög ríkissjóðs til fjárfestingar- lánasjóða eru ýmist alveg lögð niður eða þau takmörkuð. Bygg- ingaráformum á ýmsum sviðum er slegið á frest og dregið úr byggingarhraða annars staðar. Verður ekki undan þessu vikist, eigi ríkisstjórnin að geta staðið við loforð í húsnæðismálum, sem njóta forgangs. Samneysluútgjöld á vegum rfkisins eru talin dragast saman 1984 um 3 af hundraði miðað við áætlun 1983. Fannig er reynt að gæta ráðdeildar og aðhalds í ríkisrekstrinum. Ekki hvikat viðnámi c innlendri verðb - sagði Steingrímur Hermannsson í stefnuræðu sinni ræddi Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra, um þær að- gerðir sem ríkisstjórnin hefur gripið til, sem fyrst og fremst áttu að miða að atvinnuöryggi, hjöðnun verðbólgu, viðunandi jafnvægi í viðskiptum við önn- ur lönd og verndun kaupmátt- ar lægstu launa og lífskjara þeirra sem þyngst framfæri hafa. Um áhrif þessara fyrstu aðgerða ríkisstjórnarinnar sagði hann síðan: „Áhrif þessara aðgerða hafa þegar orðið mikil. Verðbólga var enn afar mikil í júní og júlí, enda óhjákvæmilegt að áhrifa gengis- fellingarinnar og óðaverðbólgu mánaðanna á undan gætti enn um hríð. Pó var opinberum hækkunum haldið í skefjum eins og frekast var kostur. Var við það miðað, að ekki yrði um er- lendar lántökur að ræða vegna reksturs ríkisfyrirtækja. Eftir lok júlímánaðar hefur verðbólga hins vegar farið ört hjaðnandi. Framfærsluvísitala, sem nú er reiknuð mánaðarlega, gaf verðbólgu í ágústmánuði innan við 10 af hundraði á árs- grundvelli, og jafnvel þegar tekið er tillit til áhrifa af niðurgreiðslu á kindakjöti o.fl., má ætla, að verðbólguhraði í þeim mánuði hafi verið innan við 25 af hundr- aði miðað við heilt ár. Þótt tölur eins mánaðar séu ekki alls kostar fullnægjandi mæling, sýnir þetta glöggt, að mjög hefur dregið úr verðbólgu. Vísitala byggingar- kostnaðar hefur nú þrjá mánuði í röð hækkað um 2-2,5 af hundr- aði á mánuði, þ.e. frá júní til september, eða um 30 af hundr- aði miðað við heiit ár. Vextir munu enn lækka í þessum mán- uði og enn frekar til áramóta. Lánskjaravísitalan hækkaði að- eins um 1,4 af hundraði 1. októ- ber, sem sýnir mikinn árangur. Mjög hefur dregið úr við- skiptahalla. Er áætlað, að hann verði 2,5 af hundraði í ár, en var 10 af hundraði sl. ár. HlutfaSl erlendra skulda ís- lendinga af þjóðartekjum hefur aukist mikið á liðnu ári og á þessu ári. Þetta stafar m.a. af miklum viðskiptahalla 1982, meiri erlendri lántöku en gert var ráð fyrir á því ári, og minnkandi þjóðarframleiðslu. Gengislækk- un krónunnar og sérstök hækkun á gengi dollars, en stærstur hluti erlendra skulda þjóðarinnar er skráður í dollurum, valda hér einnig miklu. Áætlað er, að er- lendar skuldir verði orðnar tæp- lega 59 af hundraði vergrar þjóð- arframleiðslu í lok þessa árs, en voru um 48 af hundraði í lok sl. árs. Eru erlendar skuldir rúmlega 30 milljarðar króna. Greiðslu- byrðin, þ.e. hlutfall vaxta og af- borgana af útflutningstekjum, er þó enn vel innan við fjórðung af gjaldeyristekjum þjóðarinnar, og lánstraust er enn viðunandi á er- lendum lánamörkuðum. Afar mikilvægt er, að erlendar skuldir í hlutfalli við þjóðartekjur aukist ekki frá því sem nú er. Jafnskjótt og árangur af efna- hagsaðgerðum fór að koma fram í mikilli hjöðnun verðbólgu, voru vextir lækkaðir frá 21. september sl. að telja. Að meðaltali lækk- uðu vextir útlána og innlána um því sem næst 7 af hundraði í þess- um fyrsta áfanga vaxtalækkunar í samræmi við hjöðnun verð- bólgu. Ríkisstjórnin hefur ennfremur ákveðið, að höfðu samráði við forsvarsmenn útflutnings, að afurðalán vegna útflutnings verði að nýju bundin við gengi erlends gjaldeyris með miklu lægri vöxt- um en nú eru. Með þessum vaxtalækkunum léttist mjög greiðslubyrði atvinnuvega og einstaklinga. Við þessar nauðsynlegu að- gerðir gegn verðbólgu og erlendri skuldasöfnun hefur kaupmáttur tekna almennings óhjákvæmilega dregist saman. Pjóðhagsstofnun áætlar, að kaupmáttur kauptaxta verði að meðaltali 18 af hundraði lægri 1983 en 1982, og 22 af hundraði lægri á síðasta fjórð- ungi þessa árs en á sama tíma í fyrra. Hins vegar er talið, að kaupmáttur ráðstöfunartekna hafi skerst minna, eða að meðal- tali tæplega 13 af hundraði á mann frá meðaltali síðastliðins árs. í sambandi við skerðingu kaupmáttar er rétt að hafa eftir- greind atriði í huga: 1. Pjóðarframleiðsla á hvern mann verður 9-10 af hundraði minni 1983 en 1981. 2. Viðskiptahalli hefur verið mjög mikill undanfarin ár, eða 10 af hundraði 1981. Lífs- kjörin verða að miðast við það, að jafnvægi náist á þessu sviði. 3. í hjöðnun verðbólgu felst veruleg kjarabót, ekki síst þar sem hún felur í sér öruggari atvinnu. Ljóst er, að greiðsluerfiðleikar þeirra einstaklinga, sem fjárfest hafa mikið, t.d. í íbúðabygging- um, eru miklir. Pess vegna hefur jafnframt með ýmsum hætti verið leitast við að leysa úr slíkum greiðsluvandræðum. Hinn 1. október sl. varð 4 af hundraði hækkun launa og fiskverðs. Með samstilltum að- gerðum tókst jafnframt að halda hækkun búvöruverðs innan þeirra marka, nema hækkun á nýju kjöti, sem varð 14-15 af hundraði vegna árshækkunar á kostnaði við slátrun. Staða atvinnuvega er almennt talin viðunandi, ef frá eru taldar nokkrar greinar innan sjávar- útvegs, en þar er við sérstök vandamál að etja. Ríkisstjórnin hefur ákveðið, að gengi íslensku krónunnar verði fyrst um sinn haldið stöð- ugu. Gjaldskrár opinberra fyrir- tækja verða óbreyttar, a.m.k. fram til 31. janúar næstkomandi. Með vísan til þess árangurs, sem þegar hefur náðst, má telja öruggt, að verðbólga á síðasta fjórðungi þessa árs verði komin niður í 25-30 af hundraði, þegar verðbreytingar síðustu þriggja mánaða eru umreiknaðar til tólf mánaða breytingar. Fjármál ríkisins Við afgreiðslu fjárlaga fyrir árið 1983 var stefnt að jafnvægi í ríkisfjármálum. Óhjákvæmilegur samdráttur í innflutningi og veltu hefur hins vegar skert tekjur ríkissjóðs á sama tíma og útgjöld hafa aukist með verðbólgu. Út- gjöld vegna þeirra mildandi að- gerða, sem ég hef lýst, námu um 450 milljónum króna. Horfur eru á því, að rekstrar- halli ríkissjóðs í árslok geti num- ið 800-900 milljónum króna og greiðsluhalli verði um 1000-1200 milljónir króna. Þessi vandi verð- ur ekki leystur á annan hátt en með lántöku. Því miður virðist stefna í tölu- verða lánsfjárþörf ríkissjöðs á næsta ári. Þetta stafar m.a. af því sem þegar hefur verið rakið, en jafnframt hafa útgjöld ríkisins á undanförnum árum aukist verulega vegna nýrra verkefna m.a. félagslegrar þjónustu. Stefnt verður að því að leysa þennan vanda með innlendri fjáröflun og verða reyndar ýmsar nýjar leiðir í því sambandi, m.a. er í undir- búningi ný útgáfa á gengistengd- um skuldabréfum, sem verða boðín til sölu innanlands ásamt venjubundnum spariskírteinum. Erlend lántaka Fjárfestingar- og lánsfjáráætlun fyrir 1984 mun fljótlega verða lögð fyrir Alþingi. I henni verður lögð rík áhersla á aukna innlenda fjáröflun og bætt jafnvægi á lána- markaði innanlands, þannig að stöðva megi söfnun skulda er- lendis. Áætlað er að erlend lántaka í ár verði liðlega 5.000 milljónir króna. Til þess að skuldirnar aukist ekki sem hluti af þjóðar- framleiðslu á næsta ári, má er- lend lántaka þá ekki verða yfir 4.000 milljónir króna. Þar sem auknu framboði fjármagns á inn- lendum lánamarkaði eru tak- mörk sett, má af þessu ljóst vera, að svigrúm ríkissjóðs, opinberra fyrirtækja og atvinnuveganna til lántöku verður mjög takmarkað. Atvinnuvegirnir Verðbólga undanfarinna ára hef- ur leikið atvinnuvegina grátt. Áætlanir hafa farið úr skorðum, rekstrarfé hefur skerst og greiðslubyrði vegna fjármagns- kostnaðar verið gífurleg. Afla- brestur hefur haft mikil áhrif á þjóðarhag, en útgerðinni hefur hann að sjálfsögðu orðið þyngst- stefnuræðu ur í skauti. Áætlaður samdráttur afla árin 1982 og 1983 nemur um 16 af hundraði frá árinu 1981. Afkoma atvinnuveganna var orðin mjög ótrygg á sl. vori og horfur ' í atvinnumálum því ískyggilegar. Ríkisstjórnin hefur atvinnuör- yggi efst á stefnuskrá sinni. Því segir svo m.a. í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um atvinnu- vegina: „Til þess að auka hagvöxt og atvinnuöryggi verður lögð áhersla á að efla atvinnustarf- semi og atvinnuuppbyggingu. í því skyni verða m.a. starfsskil- yrði atvinnuveganna jöfnuð og samkeppnisaðstaða íslenskra atvinnugreina styrkt. Skattalög- um verði breytt þannig, að þau örvi fjárfestingu og eiginfjár- myndun í atvinnulífinu.“ Steingrímur ræddi síðan um einstakar atvinnugreinar og varð- andi sjávarútveg sagði hann m.a. að áhersla yrði lögð á að ná há- marksafrakstri fiskistofna með hagkvæmum hætti og fjárfesting takmörkuð en aðgerðir til orku- sparnaðar á fiskiskipum auknar. Sérstök áhersla verði lögð á gæði sjávarafurða á öllum sviðum veiða og vinnslu og verðlagning sinni á Alþin fari eftir gæðum. Aðlögun landbúnaðarfram- leiðslunnar að markaðsaðstæðum verður haldið áfram og leitast verður við að efla greinar þar sem útflutningsmöguleikar eru fyrir hendi, m.a. iðnaðarfram- leiðslu úr landbúnaðarafurðum, loðdýrarækt og fiskeldi. Slíkur rekstur gæti orðið til að styrkja byggð og auka atvinnutækifæri í dreifbýli, en draga jafnframt úr framleiðslu, þar sem markaðs- erfiðleikar eru. Steingrímur sagði að fjárhags- afkoma iðnfyrirtækja hefði farið batnandi eftir aðgerðirnar í efna- hagsmálum og gert væri ráð fyrir að iðnaðarframleiðslan stæði sem næst í stað á þessu ári. Endurmat fer fram á öllum áætlunum um orkuöflun, til að tryggja sem best samræmi milli markaðar fyrir orku og virkjunarframkvæmda. Forsætisráðherra sagði að gert væri ráð fyrir að draga úr opin- berum afskiptum af viðskiptum og verslun, þannig að neytendur og atvinnulífið njóti hagkvæmni frjálsrar verðmyndunar þar sem samkeppni er næg. Áfram verður fylgst með verðlagningu opin- berra fyrirtækja og verðkönnun- um beitt í ríkara mæli. 6 - DAGUR - 19. október 1983

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.