Dagur - 19.10.1983, Blaðsíða 4

Dagur - 19.10.1983, Blaðsíða 4
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SlMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 130 Á MÁNUÐI - LAUSASÖLUVERÐ 18 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARM.: HERMANN SVEINBJÓRNSSON FRÉTTASTJÓRI: GlSLI SIGURGEIRSSON BLAÐAMENN: EIRlKUR ST. EIRlKSSON, GYLFI KRISTJÁNSSON, AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Til mikils að vinna í lok stefnuræðu forsætisráðherra í gærkvöld sagði Steingrímur Hermannsson m.a.: „Við íslendingar verðum að vinna okkur út úr þeim erfiðleikum sem íslenskt efnahagslíf á nú við að stríða, með aukinni framleiðslu og hagvexti, en án þess að til verðbólgu komi að nýju. í því skyni mun ríkisstjórnin leggja áherslu á hagkvæma fjárfestingu og hagræð- ingu á öllum sviðum, bæði hins opinbera og atvinnuveganna. Ríkisstjórnin mun kapp- kosta að styðja nýjar og álitlegar framleiðslu- greinar, bæði stórar og smáar. í þessu sambandi verður að sjálfsögðu fyrst og fremst byggt á framtaki einstaklinganna, sem við eðlilegar aðstæður í efnahagslífi eiga að geta gert öruggari áætlanir en verið hefur. Lögð verður áhersla á að virkja rannsókna- og þjónustustofnanir hins opinbera til þess að veita þá þjónustu, sem þær mega í þessu sambandi. Þegar ríkisstjórnin tók við völdum blasti við stöðvun atvinnuvega og atvinnuleysi og reyndar var sjálft efnahagslegt sjálfstæði þjóðarinnar í mikilli hættu vegna hraðvaxandi verðbólgu og erlendrar skuldasöfnunar. Með róttækum og samstilltum aðgerðum hefur tekist að bjarga þjóðinni frá þeim voða. Vegna mjög erfiðrar stöðu atvinnuveganna eftir verðbólgu undanfarinna ára hafa laun- þegar orðið að bera miklar byrðar af þessu átaki. Enda má segja að þeir hafi ekki síst átt til mikils að vinna — atvinnuöryggis. Mikill árangur hefur náðst. Verðbólgan mun í lok ársins verða komin niður fyrir 30 af hundraði, fjármagnskostnaður fer ört lækk- andi, atvinnuvegirnir eru alltraustir og atvinna næg. Þannig hefur verið brotið blað í íslensku efnahagslífi. Með staðfestu og aðgæslu á næsta ári má tryggja þann mikla árangur sem hefur náðst og koma verðbólgunni niður undir það sem er í helstu viðskiptalöndum okkar. Til þess að það megi takast hefur ríkisstjórnin mótað nýja stefnu í efnahagsmálum með því að ákveða umgjörð, sem aðilum vinnumarkaðar- ins og atvinnuvegunum og einstaklingunum er ætlað að starfa innan án íhlutunar ríkis- valdsins. Því verður aldrei neitað að fyrir þjóð sem svo mjög er háð óviðráðanlegum duttlungum náttúrunnar og þróun efnahagsmála í um- heiminum sem við íslendingar, geta ætíð ver- ið hættur á næsta leiti. Til þess að geta brugð- ist við slíku og tryggt lífskjörin er nauðsyn- legt að efnahagslífið sé heilbrigt og markvisst að því unnið að auka framleiðsluna og hag- vöxtinn. Þannig verða lífskjörin og mannlífið sjálft bætt, því að auður þessa lands og hugvit ein- staklinganna er næsta óþrjótandi og ber ríku- legan ávöxt, ef rétt skilyrði eru sköpuð." Aðalfundur Sambands íslenskra loðdýraræktenda: Mikill uppgangur í loðdýrarækt - þrátt fyrir erfiðleika í rekstrinum Aðalfundur Sambands ís- lenskra loðdýraræktenda var haldinn á Akureyri á laugar- dag. Á fundinum voru stofnuð ný sölusamtök loðdýrarækt- enda, sem hlotið hafa nafnið Hagfeldur, en tilgangur þeirra er að annast útflutning og sölu á afurðum loðdýra og útvega hvers kyns rekstrarvörur til loðdýraræktar. Á fundinum kom fram að rekstur loðdýra- búa gengur erfiðlega, en engu að síður er mjög mikill upp- gangur í greininni. Nú eru 89 loðdýrabú á landinu og reikn- að er með að um 30 ný bú hefji starfsemi í vetur. Jón Ragnar Björnsson, fram- kvæmdastjóri Sambands ís- lenskra loðdýraræktenda sagði í viðtali við Dag að rekstur loð- dýrabúanna hefði verið erfiður á síðasta ári og samkeppnin við er- lenda aðila spilaði þar inn í. Rætt hefur verið um nauðsyn þess að létta álögum af þessari grein til að gera hana samkeppnisfærari, þ.e. aðflutningsgjöldum og söluskatti. Flest refabúin eru lítil og tiltölu- lega nýtekin til starfa og hefur það sitt að segja. Fyrsta refabúið var stofnað í desember 1979 en nú eru þau orðin 81 talsins. Blönduð refa- og minkabú eru 5 og hrein minkabú eru 3 talsins. Talið er að um 29 ársverk séu í refaræktinni og 11-12 í minka- rækt, auk þess sem tvöfalda má þessa tölu þegar mið er tekið af ýmiss konar þjónustu í sambandi við loðdýraræktina og skinna- verkuninni. Nú eru um 4300 refalæður í landinu og 6500 minkalæður. Milli 22 og 23 þúsund refaskinn verða seld í ár og svipaður fjöldi Jón Ragnar Bjömsson. minkaskinna. Ekki er þetta stórt hlutfall af heimsmarkaði fyrir skinn, sem er talinn um 3 milljón- ir refaskinna og 29 milljón minkaskinn. Sjúkdómur hefur herjað á minkastofninn og hefur stofninn verið endurnýjaður í minkabúinu á Sauðárkróki og talið er nauðsynlegt að endurnýja hann einnig á öðrum búum. Talið er að það kosti um 7 milljónir króna að útrýma veikinni í búun- um á Dalvík og Grenivík. Sjúk- dómur þessi heitir plasmacytose og í einni af samþykktum fundar- ins var lögð áhersla á nauðsyn þess að útrýma þessum sjúkdómi með því að fá nýjan heilbrigðan stofn. Talsvert var rætt um fóðurmál- in. Þau eru talin mjög mikilvægur þáttur loðdýraræktinni og sam- þykkt var ályktun um að við veit- ingu leyfa til loðdýraræktunar verði tekið tillit til möguleika á fóðuröflun. Jón Ragnar Björns- son sagði að nú væri fóður bland- að í 18 stöðvum, sumum mjög litlum, allt niður í það að annast fóðurblöndun fyrir eitt bú. Sagði Jón Ragnar að engin framtíð væri í því og nauðsynlegt væri að hafa stærri og hagkvæmari fóður- stöðvar. Með því að efla loðdýra- rækt á ákveðnum svæðum mætti sameinast um fóðureldhús og þannig spara verulega í fjárfest- ingu. Hefði jafnvel verið talað um að 6 fóðurstöðvar nægðu miðað við þá dreifingu sem nú er á loðdýraræktinni um landið. Loðdýrarækt er aðallega stunduð á sex svæðum, en þau eru á Suðurlandi, þ.e. í Gull- bringu-, Kjósar-, Árnes- og Rangárvallasýslu, Skagafirði og A-Húnavatnssýslu, við Eyja- fjörð, í S-Þingeyjarsýslu, Vopna- firði og á Héraðí. Talað hefur verið um að ein stöð nægði fyrir hvert þessara svæða. Að vísu eru fleiri svæði að bætast við, því Borgfirðingar hefja refarækt í haust og Önfirðingar á næsta ári. í samþykkt fundarins var lögð áhersla á að við uppbyggingu loð- dýraræktar yrði auknu fé veitt til lána vegna fóðurstöðva. Þá var einnig samþykkt ályktun varð- andi ráðunautaþjónustu. í stórn sambandsins voru kosn- ir Einar Gíslason, Emil Sigur- jónsson, Haukur Halldórsson, Jónas Jónsson og Þorsteinn Aðalsteinsson. Varamenn þeirra hvers um sig eru Gísli Pálsson, Guðjón Jónsson, Arvid Kro, Ágúst Gíslason og Jósep Rosen- kransson. Formaður sambands- ins er Haukur Halldórsson í Sveinbj arnargerði. Þess má geta að framleiðslu- verðmæti loðdýraræktar á þessu ári nemur hátt í 40 milljónum króna. Frá aðalfundi S.Í.L. Myndir: H.Sv. 4 - DÁGUR - Vð. október T983

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.