Dagur - 28.10.1983, Blaðsíða 8

Dagur - 28.10.1983, Blaðsíða 8
Frarpleiðsla nýrrar gerðar af AUDI 100 hófst hjá AUDI verk- smiðjunni í Ingolstadt og Neck- arsulm fyrir rúmu ári. AUDI-verksmiðjurnar, sem nú eru dótturfyrirtæki Volkswag- en, hafa á síðustu árum risið á ný til vegs og virðingar í bifreiða- heiminum. Hinn tæknilega full- komni AUDI QUATTRO (sport-coupé með drifi á öllum hjólum og 200 ha turbo-mótor) vakti verðskuldaða athygli er framleiðsla hans hófst fyrir rúm- um 2 árum. Þátttaka AUDI QUATTRO í rallakstri um víða veröld hefur aukið hróður verk- smiðjanna þrátt fyrir það að þessi yfirburðabíll hafi oft ekki lokið' keppni vegna ýmissa smábilana. Hönnuðir AUDI 100 hafa ekki ætlað að láta neinn vera í vafa um það að hjá AUDI eru ekki alltaf farnar troðnar slóðir við bíla- smíði. Útlit hins nýja AUDI 100 er allnýstárlegt, en i anda þýskrar notagiídisstefnu er það í sérstök- um tilgangi gert. Tekist hefur að laga yfirbyggingu bílsins þannig að loftviðnámsstuðull er sá lægsti sem þekkist á fjöldaframleiddum bíl. (Cd~0,3-0,32 eftir ytri bún- aði). Næstum öll skörp horn og kantar hafa verið sniðin af og sér- staka athygli vekur fyrirkomulag hliðarrúðanna sem festar eru utan á karmana (sjá mynd). Nýja gerðin af AUDI 100 er lítið eitt stærri en sú eldri ca. 11 cm lengri/ sem var þó ekki bein- línis lítill bíll. Það er líka nóg pláss í AUDI100, bæði fyrir öku- mann og farþega og óvenjulega rúmt er um farþega í aftursæti, a.m.k. á langveginn (hægt að sitja með krosslagða fætur). Innrétting í CD útfærslu, sem reynsluekið var, er hin vandað- asta og frágangur nánast óaðfinn- anlegur. Framsætin eru vel löguð og veita góðan stuðning. Þau eru stillanleg á allan venjulegan máta, en auk þess er hægt að stilla á auðveldan hátt hæð og halla bílstjórasætis. Vandað tau- áklæði er á sætum og hurðum og teppi á gólfi. Aftursætið er mjög þægilegt fyrir tvo, en vegna lög- unar þess fer e.t.v. ekki alveg jafnvel um þann þriðja. Farang- ursrýmið, sem er teppalagt, er mjög rúmgott, tekur 570 lítra. Loftræsting virðist vera mjög góð, þó ekki reyndi nú beinlínis á getu hennar í kyrru og fögru haustveðrinu, þegar reynslu- akstur fór fram. Stjórntækjum er haganlega fyrir komið eins og við er að bú- ast og mælar skýrir og vel stað- settir. 10 rn 5 V * . t V V2 * JLl inanna, 4 dyra. Vél: 5 slrokka, fj órgengis. 2144 cm’ (borv. 86,4), sex hc 79,5 slagl. ifuðlegur, reimdrifinn yfi knastás, mekanis rliggjandi ik bensín- innspýting (Bosc onic) 136 hesl h K-Jetr- tÖíl (100 KW) viö 5700 Snúningsvægi 18 sn./mín. 0 Nm við HfoUU aili/iiliil. Undirvagn: Sjálfskipting, framhjóladrif. fjöörun á frt Sjálfstæð tmhjólum nteð sambyggðu og dempara o m gormi g undir- vægisstöng. Létt ur, stífui UIIUli>\Ull9 IvSI tir mtu langsiiggjanai orinum og Panhard-stöng, sam- byggðir gormar og demp- arar. Diskabrem sur á öll- um hjóluin, kt eldar að framan, handb remsa á afturhjólum. T annstang- arstýri ineð vö Hinlhurðnr 185/7 kvaátaki. 0 HR 1d Mðl: Lengd 4' U 111\ 1t« 79,3 cm, breidd 181,4 cm, hæð 142,2 cm. Eigin þyngd 1262 kg þar al framhjólum. ‘ 61% á Hraði/hröðun: 1 lámarks- ni 301 I~U Klll/ KIil 0-100 km/klst. (verksm.). * iirooun 13,3 sek Verð reynslu Ca. 720.000 kr. bifreiðar: i* r lKiiiliytjafckai. tici Umboð: Þórsha Akurcyri. vlu li.I. mar h.f. í CD útfærslunni eru ýmsir fylgihlutir með í kaupunum, svo sem 4 höfuðpúðar, 4 hátalarar, rafmagnslæsingar o.fl. Þá voru í bílnum rafdrifnar rúður og raf- drifnir útispeglar. Ýmsan búnað má fá þessu til viðbótar. En snúum okkur þá að aksturs- eiginleikum bílsins, því bílar eru í flestum tilfellum til þess að aka þeim en ekki bara til að sitja bergnuminn í þeim á planinu heima hjá sér. Það er fljótlegt fyrir ökumann af meðalstærð að koma sér fyrir undir stýri í AUDI 100. Stýris- hjólið er lítið, klætt plastkvoðu og fer vel í höndum. Vélin er 5 strokka með 2144 rúmsentimetra slagrými og búin beinni innspýt- ingu. Með því að snúa kveikju- lyklinum vekur maður 136 hest- öfl (100 KW) og vegna innspýt- ingarinnar eru þau nokkuð viljug strax eftir startið, en þurfa nokk- uð marga snúniga til að fara í gang (e.t.v. einhver vanstilling, bílnum hafði aðeins verið ekið 2000 km). Sjálfskiptingin hefur stillingarnar P-R-N-D-2-1 og er stöngin á milli framsætanna. Bíll- inn hefur allgott viðbragð en virðist þó ekki jafn snöggur og búast má við af svo aflmikilli vél. Ástæðan er sú að vélin skilar mestu afli við nokkuð mikinn snúningshraða og er því ekki jafnsannfærandi með sjálfskipt- ingu og beinskiptingu. Engu að síður er AUDI 100 CD líflegur bíll og auðveldur í akstri. Fjöðr- un er með því besta sem undirrit- aður hefur kynnst og gildir það jafnt í hægum akstri sem hröðum! Bíllinn er stinnur, hall- ast lítið þó hratt sé farið f beygj- um, og er í fullkomnu jafnvægi við allar venjulegar aðstæður. Eins og flestir fram- hjóladrifsbílar er AUDI 100 undirstýrður, þó ökumaður verði þess lítið var (því hraðar sem far- ið er í beygjur því meira þarf að leggja á bílinn til þess að fá hann til að beygja). Bíllinn gerir öku- manni heldur engar óvæntar skráveifur þó bensíngjöfinni sé sleppt í miðri beygju heldur vík- ur þá undirstýringareiginleikinn fyrir örlítilli yfirstýringu (þ.e. afturendinn leitar út úr beygj- unni). Reyndar er stöðugleiki bílsins næstum varasamur, því það er freistandi að aka honum nokkuð hratt miðað við íslenskar aðstæður, svo lítið finnst fyrir hraða hans. Kemur þar bæði til lítið Ioftviðnám og þar með lítið sem ekkert vindgnauð þó hratt sé farið, svo og lítill hávaði frá vegi hvort sem er á möl eða mal- biki. Hins vegar er vélin fremur hávær enda vélarhljóðið e.t.v. meira áberandi í allri þögninni! Bremsurnar eru mjög góðar og léttar og auðvelt að stýra virkni þeirra (diskabremsur á öllum hjólum). Miðað við stærð og getu er AUDI 100 óvenjulega sparneyt- inn bfll. Að vísu var reynsluakst- ur undirritaðs of stuttur til þess að hægt væri að mæla eyðslu, en nokkuð áreiðanlegar mælingar segja að meðaleyðsla í bæjarum- ferð sé 12-14 lítrar á hundraðið en hægt er að komast af með innan við 9 lítra á hundraðið á lengri leiðum, ef hófsemi er gætt við aksturinn. Þegar þess er gætt að tankurinn tekur 80 lítra má augsýnilega aka alllangt án þess að þurfa að heimsækja olíufélög- in. Ef einhverjum lesanda hefur við lesturinn dottið í hug að AUDI 100 CD muni vera mjög góður bíll þá upplýsist, svona í lokin að það er alveg rétt. Frágangur á rúðum er allnýstárlegur. AUDI100 á ferð. Vél: 5 strokka, fjórgengis, 2144 cm3 (borv. 79,5 slagl. 86,4), sex höfuðleg- ur . . . 8 - DAGUR - 28. október 1983

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.