Dagur - 28.10.1983, Blaðsíða 10

Dagur - 28.10.1983, Blaðsíða 10
.......-...... 1 ................... ........................................................... - Síðan ég byrjaði á þessum æfingum hefur átt sér stað stórkostleg breyting á líkama minum. Ég er alveg nýr maður og það er eins og ég sé með nýjan líkama. Ég hef aldrei verið stæltari, íivorki sem unglingur né fullorðinn maður og ég á nú mikið auðveldara með að hvíl- ast en áður. Ég er svo afslappaður að ég þarf aðeins lágmarks svefn og niðurstaða læknis- skoðunar sem ég fór « fyrir viku var sú að ég vaeri með líkama eins og þrautþjálfaður íþróttamaður um tvítugt. Þetta hefur fært mér heim sanninn um að allt sé fertugum fært og það er fyrst nú að ég er að átta mig á því hvað raunverulega hefur gerst. Sá scm þetta segir heitir Konráð Jóhannsson. Ókunnugir myndu lýsa honum sem þrekn- um og stæltum ntanni og fáum kæmi til hugar að hann hefði misst tæpan þriðjung af líkams- þyngd sinni á nokkrum mánuðum. Svo er þó raunin því Konráð hefúr lést um rúm 40 kg á um níu mánuðum. Hann er nú 102.5 kg en þegar best lét eða verst lét, eftir því hvernig litið er á máiin, vó hann 145.2 kg. Mittismálið hefur verið á hröðu undanhatdi undanfarna mánuði með þeim afleiðingum að gömlu alklæðnaðirnir eru honum nú nýtir og glataðir, vonandi að eilífu. Það er hress og lífsglaður maður sem er mættur í þetta viðtal og hann er tilbúinn til þess að lýsa „uppgjöri feita mannsins“. Lýsa því sem hann hefur gengið í gegnum og hvernig það er að vera feitur í heimi hins staðlaða fólks, þar sem allir eiga að vera grannir - og glaðir. Hvernig „fítuboIlurnar“ eru miskunnarlaust minntar á hlutskipti sitt og hvernig feitt fólk á að bregðast við áreitni umheimsins. Ekki verður annað séð en að Konráð hafi komist frá þessu á farsæian hátt og hann er ekki hræddur við framtíðina. Um helgina, nánar tiltekið kl. 14 á sunnudaginn ætlar hann að taka þátt í sínu fyrsta kraftiyftingamóti og það er ekki að efa að hann á framtíð fyrir sér þar. Kjörorð hans eru „AHt er fertugum fært“ og sá sem hann mun etja kappi við á sunnudaginn í Lundarskóla er lyftingakappinn kunni Jóhannes Hjálnt- arsson sera nú stendur á fimmtugu. En gefum nú Konráð orðið . . . Upphaf þessa máls var það að góður vinur minn, Arthúr Bogason vissi að ég var vel að manni en ég væri ekki ánægður með útlit mitt. Það er ekkert leyndarmál að ég var búinn að reyna að grenna mig margsinnis en alltaf án árangurs. Þessir megrunarkúrar fóru alltaf í sama farið. Ég var óhamingju- samur, mér leið illa og ég var svangur. Ég var vondur út í allt og alla, skapvondur og það var því ekki við því að búast að árangur næðist. - Hvaða megrunarkúrar voru þetta? - Það voru hinir og þessir kúrar sem allir byggðust upp á svelti, sem er ekki nógu gott og eftir margar ítrekaðar tilraunir gafst ég upp og var eiginlega búinn að gefa það upp á bátinn að ég gæti grennst. Ég var náttúrlega ekki búinn að sætta mig við þetta ástand en ég taldi mig bara ekki geta gert neitt í þessu. 112 kg um tvítugt - Hvað olli þessari fitu? Ofát? - Fyrst og fremst var það gífur- leg græðgi og matarlyst. Þetta var ekki svo mikið vandamál á meðan ég var í skóla og fékk þá hreyfingu sem því fylgir s.s. í leikfimi en síð- an eftir að ég lauk gagnfræðaskóla- prófi og fór á sjóinn þá fór að síga á ógæfuhliðina. Það var að vísu mjög erfið vinna að vera á sjó en á milli komu langar hvíldir sem fóru mest í að éta og drekka og það var á þessum árum sem ég byrjaði að hlaða á mig holdum. Ég var orðinn 112 kg þegar ég var tvítugur og þegar ég ákvað þarna um síð- ustu áramót að taka mig á, þá var ég orðinn 145.2 kg. Með allt of háan blóðþrýsting. Eg gerði mér því fyllilega grein fyrir því að ég yrði að gera eitthvað róttækt í málunum. Það var mér ómetanleg hjálp að ég naut aðstoðar Arthúrs þarna til að byrja með. Hann hafði kynnst þess- um málum náið úti í Bandaríkjun- um í einni stærstu líkamsræktarstöð heims, í Dayton í Ohio og hann vissi því hvernig ætti að taka á vandanum. „Byrjaðu á að taka andlegu hlið- ina fyrir fyrst,“ sagði hann og ég bar gæfu til að fara að hans ráðum. Ég veit það líka nú að ef ég hefði ekki verið andlega rétt stemmdur áður en ég byrjaði þá hefði ekki þurft nema eitt lítið atvik, óhapp eða klaufaskap til þess að allt hefði hrunið til grunna og þá hefði leikur- inn verið tapaður. - Hvenær fórst þú á fyrstu æfing- una? - Það var eiginlega nokkurs kon- ar kynning. Ég fór með Arthúri upp í Lundarskóla í lyftingaaðstöðuna í desember í fyrra og ætlaði að kynna mér þetta lítillega áður en ég byrjaði. Ég hafði að vísu komið þarna áður, þrem árum áður og hafði þá gert ýmsa hluti sem vöktu athygli þeirra sem þarna æfðu. Tók 240 kg í réttstöðulyftu, 190 kg í hnébeygju og 105 kg í bekkpressu, allt í sparigallanum. Þeir voru ákaf- lega hrifnir af þessu drengirnir þarna efra og vildu endilega að ég kæmi á æfingar. En það varð ekk- ert úr því þá. Það voru þessi þungu skref sem ég var ekki tilbúinn til að stíga. Ég þekkti heldur ekki þá þann félagsanda sem ríkir þarna og þá einurð sem menn sýna og það má því segja sem svo að það hafi verið þess vegna sem ég dreif mig ekki strax. Líkaminn gerði uppreisn En ég fer sem sagt upp í Lundar- skóla í desember í fyrra og var svo að liðka mig á milli jóla og nýárs og eftir áramót ákvað ég svo að drífa mig í þetta. Arthúr útbjó fyrir mig mjög erfitt æfingaprógram að am- erískri fyrirmynd og það var satt að segja oft nærri því búið að gera út af við mig. Æfingarnar gengu á tíma- bili svo nærri mér að ég var kominn á fremsta hlunn með að hætta. Lík- aminn gerði uppreisn. Hver vöðvi og hver taug var með mótmæli og líkaminn fór bara ekki í gang á tímabili. En ég fann að þetta gerði mér ómetanlegt gagn. Ég hreinlega bráðnaði niður og fyrsta mánuðinn hrundu af mér að mig minnir 12.7 kg. Ég þaut einnig upp í orku og var mjög sterkur eftir þennan fyrsta mánuð og því harkaði ég af mér og hélt áfram. - Ekkert mótlæti annað? - Jú það komu upp viss vanda- mál í sambandi við andlegu hliðina eftir eins og tvo mánuði. Hún virtist ætla að bregðast mér. Ég missti áhugann á æfingunum og fannst að ég mætti þarna meira af skyldu- rækni en vegna þess að ég hefði gaman af því. Það má því segja að ég hafi tekið á lóðunum með hang- andi hendi en svo sá ég að við svo búið mátti ekki standa. Ég var að renna á rassinn með þetta og þá settumst við Arthúr á rökstóla til þess að reyna að finna leið út úr vandanum og það var þá sem kon- an mín, Lilja Helgadóttir kom inn í spilið. Hún hvatti mig til dáða og studdi mig á allan hátt og reynd- ist mér ómetanlegur styrkur. Það er líklega rétt að láta það koma fram hér að ég átti þess ekki kost að fara í þessa tískumegrunarkúra eins og t.d. Scarsdale-kúrinn. Vegna þess að þessir kúrar eru útilokaðir fyrir fjölskyldumann eins og mig sem á fimm börn. Margt í þessum kúrum er lúxusmatur sem engin venjuleg fjölskylda hefur efni á nema endrum og eins. Þarna eru kjúklingar, nautalundir, svína- kambur og allur fjárinn sem ég hefði orðið að láta sérkokka fyrir mig. Það náttúrlega gefur auga leið að ég get ekki látið börnin mín sjá það að ég sé á einhverju sérfóðri og mat sem þau langar í en fá ekki nema einstaka sinnum. Það var því gjörsamlega útilokað fyrir mig að reyna þessa tískukúra, auk þess sem ég er á móti þeim af þeirri ástæðu að þeir byggja ekki upp orku. Þeir miða að því að eyða orku og það er ég engan veginn ánægður með. Ég kærði mig ekkert um að ná einhverjum óskakílóa- fjölda en vera svo grútmáttlaus. Ég vildi heldur vera 11U kg af vöðvum og vera sterkur heldur en vera t.d. 80 kg af máttleysi og spiki. Sterkur félagsandi Við ræddum sem sagt málið ég og konan mín og ég komst yfir þessa erfiðleika með hennar hjálp og strákanna í lyftingunum. Þeir sáu það líka allir, Flosi, Kári, Jóhannes og Freysi og reyndar fleiri, að það var eitthvað að og ég var eitthvað niðurdreginn og ég get aldrei full- þakkað þeim það hvað þeir studdu mig geysilega á þessum tíma. Það má alveg segja það að þegar ég kom þarna á æfingar á kvöldin og vigtaði mig bæði fyrir og eftir æfingu, að þeir höfðu meiri áhuga á því sem var fært inn í bókina en ég. Þeir studdu mig mjög drengi- lega og félagsandinn þarna í Lund- arskólanum er mjög sterkur. Það slettist að vísu stundum upp á vin- skapinn en það varir aldrei meira en eina æfingu. Menn standa vel saman og ég æfði eins og þeir segja „eins og brjálaður maður“. Fimm daga vikunnar var ég á kerfis- bundnum æfingum og fyrstu fimm mánuðina var ég aldrei skemur en þrjá tíma í einu. Eftir að versti hjallinn var að baki, fór ég að taka þetta meira vís- indalega. Ég fór að lesa næringar- fræði og á tímabili tók ég þetta svo alvarlega að ég var orðinn eins og gangandi „leksikon“ um hvað margar hitaeiningar voru í hinum ýmsu fæðutegundum. - Breyttir þú þá um mataræði? - Já það má segja að frá því að ég byrjaði á þessu hef ég lítið sem ekkert borðað úr dýraríkinu. Ég gerði mér fljótlega ljóst að það var ekki vænlegt til árangurs. Þessi matur er þungur í maga og erfiður í meltingu, skilar miklum úrgangi og er ekki nógu fljótur að skila sér út í blóðið. Grænmetisfæðan er aftur á móti auðmeltari og gengur fyrr í mann. „Bölvaður óþverri“ - Það er nóg orka í grænmetinu. Ég verð þó að viðurkenna að ég fór aftan að grænmetinu. Það dugði mér ekki vegna þess hve ég æfði stíft. Ég fékk stundum aðkenningu að því sem kalla mætti, ekki nær- ingarskorti, heldur virtist mig vanta - Konráð Jóhannsson í viðtali um uppgjör feita mannsins, lyftingar o.fl. 10 - DAGUR - 28. október 1983 einhver ákveðin efni. Þetta kom m.a. fram ef ég hafði æft mikið. Þá var ég orðinn ansi dapur daginn fyrir hvíldardag, þannig að ég dreif mig í próteinát og gerði það eftir vísindalegum aðferðum því ég fékk upplýsingar frá sænskum læknum um það hvernig ég ætti að bera mig að. Þaðan fékk ég orkuna og þá hvarf þessi máttleysistilfinning sem ég hafði haft á tímabili. - Prótein, það eru eggjahvítu- efni? - Já og ég borða prótein ennþá. Sérstaklega ef ég þarf að vera sterkur á æfingum þá fæ ég mér smáskammt. Leysi duftið upp í vatni og úða því í mig. Það hefur gengið vel að samræma þetta tvennt, grænmetið og próteinið og það kemur varla fyrir að ég verð- launi mig með öðru. - Steik? - Nei, frekar soðið kjöt eða þá kjöt steikt upp úr sjálfu sér. Engin fita eða feiti. Annars hefur maður látið sig hafa það að sleppa þessu. Sérstaklega eftir að ég byrjaði að lesa mér til um þessi mál. Mikið af því sem almenningur lætur ofan í sig er bölvaður óþverri sem líkam- inn hefur ekkert með að gera. Það borgar sig kannski ekkert að tíunda þetta hér. Það getur komið við kaunin á einhverjum. - Hvað er verst? - Ég veit það ekki, en það eru náttúrlega þessar stórsteikur sem fólk lætur ofan í sig. Þær eru í einu orði sagt rosalegar því fólk er kannski tvo, þrjá daga að vinna úr þessu. Það er t.d. staðreynd að helmingurinn af slæmum draumför- um manna stafar af því að fólk fer að sofa útkýlt af mat. Þá slappar það ekkert af í svefninum því lík- aminn er í hörkuvinnu við að melta matinn. - En er þetta þá ekki hálfgert meinlætalíf hjá þér? - Það er það, ég get ekki neitað því. Það er harka í þessu en síðan færist harkan smám saman úr þessu því þú færð svo mikla andlega og líkamlega uppreisn. Þú tekur hverjum degi með fögnuði þegar þú sérð þann árangur sem næst. Þetta breytist síðan í „rútínu“ sem þér þykir sjálfsögð. Ofát og hreyfingarleysi - Þú nefndir andlegu hliðina áðan. Hvernig var líf þitt áður en þú byrjaðir að leggja af, áður en þú byrjaðir að æfa? - Eins og ég sagði þá var ég ekk- ert ánægður með mig. Ég var kom- inn að því að gefast upp og hug- leiddi það að svona yrði það að vera sem eftir væri ævinnar. - Þú hefur ekki getað kennt vit- lausum efnaskiptum um fituna? - Nei, nei. Ég var búinn að fara með mitt vandamál til lækna og þeir gerðu mér fulla grein fyrir því að þetta stafaði af ofáti og hreyfing- arleysi. Þetta var eitthvað andlegt líka. Mér leiddist oft t.d. á sjónum. Var búinn að lesa allt sem ég náði í og þá var ekki um annað að ræða en stytta stundirnar með því að éta. Lífið snérist um vinnu og mat. Annars var það versta að þetta var farið að há mér. Ég var orðinn fertugur og var orðinn ansi hreyfi- heftur. Ég var kominn með of háan blóðþrýsting, of háan púls og þetta var orðið allt of erfitt. Ég varð að gera eitthvað í þessu og sá sem studdi mig mest fræðilega séð var vinur minn Bragi Stefánsson, lækn- ir á Dalvík. Hann upplýsti mig um alla þessa hluti. - Þér hefur þá liðið illa líkam- lega? - Já og andlega líka. Ég var þó að reyna að finna ljósu punktana við að vera svona feitur en þeir voru því miður ekki sérstaklega margir, nánast engir. - Hverjir voru helstu kostirnir? - Helstu kostirnir voru þeir að ég þurfti engin hlífðarföt. Það skipti mig engu hvort það var tíu stiga hiti eða tíu stiga frost. Ég gekk aldrei í peysu, nærskyrtu eða neinu og ég gat svolkað úti við ótrúlegustu aðstæður bæði til sjós og lands og mér var aldrei kalt. Til þess að fá einhverja andlega upp- reisn vegna fitunnar, þá hélt ég þessum hæfileika óspart á lofti. Montaði mig af fitunni. Ég reyndi líka að hengja hatt minn á það að feitt fólk hefur alltaf verið talið svo geðgott. Væri svo ánægt með lífið og glaðsinna. Ég hef heldur verið skapharður ef eitthvað er, þannig að þessi fullyrðing átti ekki við mig. Blekkingar- brynja Annars tel ég mig vel vita af hverju feitt fók er svona glaðsinna eða glaðbeitt. Þetta er brynja sem fólk notar til að blekkja umhverfið. Innst inni þá lifir þetta fólk í sálar- angist og á í miklum andlegum erf- iðleikum. Ég get alveg sagt frá því fyrir hverju þetta fólk er að brynja sig. Það er að reyna að sleppa við þá daglegu áþján sem plagar feitt fólk. Staðreyndin er sú að feitt fólk verður fyrir miklu aðkasti frá sam- félaginu. Feitt fólk þarf að búa við alls kyns aðfinnslur og athugasemd- ir, kannski daglega. Ég veit varla hvað ég á að segja, þetta er það viðkvæmt mál. Hvernig á feitur maður að vera í góðu skapi þegar það er verið að finna að hans lík- ama daglega? Það er ótrúlegt hvað fólk getur verið miskunnarlaust og ósvífið. Það eru spurningar eins og: „Er ekki erfitt fyrir þig að fá föt?“, „Þú eyðileggur öll bílsæti maður, þú ert svo þungur. Kemstu undir stýri á meðalbíl?“, „Svitnarðu ekki rosalega?“, „Ertu svona gráðugur, éturðu svona mikið?“ og „Eru þetta röng efnaskipti?" og lengra hefur þetta gengið en þær spurning- ar er ekki hægt að hafa eftir hér. Það segir sig sjálft að menn geta ekki farið ánægðir út í lífið með svona nokkuð á bakinu og þá eru menn að reyna að vera sniðugir og skemmtilegir til þess að kaupa sér frið. Þetta allt fer rosalega illa með fólk og það er staðreynd að þetta feita fólk það bítur aldrei frá sér og svarar aldrei í sömu mynt. Ég get t.d. bent á það að einn ónefndur maður sem ég var á tímabili sam- ferða í lífinu, hafði ákaflega gaman af því að núa mér því um nasir hvað ég var feitur. Sá mig mjög sjaldan í friði. Nú ég hefði getað náð mér niðri á þessum manni ef ég hefði haft löngun til en ég gerði það ekki. Hann var t.d. með ýmsa lík- amsgalla sem ég sá sjálfur. Þessi maður var illa vaxinn. Hann náði varla meðalhæð, var hjólbeinóttur, hann var sköllóttur, hann var með falskar tennur í efri og neðri góm og á margan hátt alls ekkert augna- yndi. Þessu hefði ég getað dúndrað á manninn og kannski talið mig mann að meiri, en ég gerði það ekki. Hvers vegna veit ég ekki. Það er að vísu talsvert um liðið en ég held að þessi maður sé loksins núna farinn að sjá hvað hann gerði mikla vitleysu. Ég bíð eftir því að hann komi og tali við mig. Það gerist vonandi einn góðan veðurdag því mér er ekki illa við hann, síður en svo. Ég vorkenni honum bara fyrir kjánaskapinn. - Svo við víkjum nánar að lífi þínu nú. Ertu ekki alsæll með að hafa losað þig við þetta hlass? - Ég er ánægður en ánægjan er að vissu leyti dálítið beiskjubland- in. Eins og við ræddum um þá er þetta hálfgert meinlætalíf og ég verð að sætta mig við það til ævi- loka að neita mér um ýmsa hluti. Ég verð að borða annan mat en ég er vanur. Ég get ekki sest til borðs með mönnum almennt. Ég er bú- inn að lenda í stúdentaveislum, fermingarveislum, giftingarveislu, afmælum, skírnarveislum, páskum og mínu eigin fertugsafmæli og ég hef orðið að bíta þetta af mér og neita mér um það sem aðrir gerðu sér gott af. Hálfféll einu sinni - Það þýðir ekki að falla einu sinni? - Nei, það hefur komið einu sinni fyrir að ég hálfféll. En ég átt- aði mig á því áður en ég var kolfall- inn. Þetta var í giftingarveislu hjá Kristjáni bróður mínum og þetta smá feilspor sem ég sté kostaði slíka sálarangist að ég legg ekki í það aftur. Við vorum á Bautanum og þegar ég sá allan matinn þá fór ýmislegt að togast á inni í mér. Þetta voru girnilegustu steikur sem ég borða ekki í dag en ég harkaði af mér og líklega á ég aldrei eftir að borða svona mat á lífsleiðinni. Þetta var ýmiss konar krydddót sem ég veit nú að gerir innyflunum í mér ekkert gott. - Ert þú ekki bara að segja þetta vegna þess að þú getur ekici neytt þessa matar. Eru berin einfaldlega ekki súr? - Það getur vel verið. Ég get al- veg fallist á að svo sé kannski innst inni. En svo er annað sem situr alltaf í manni og það er þessi stöðugi ótti um að falla. Ég hef nefnilega enga tryggingu fyrir því að ég muni ekki falla og það jafnvel heiftarlega. Þess vegna vil ég að það komi fram hér, fyrst ég er kominn hingað í op- inskátt viðtal, að það er ógaman fyrir mig ef ég á eftir að falla eftir t.d. eitt ár. Orðinn hundrað og Guð veit hvað mörg kíló. - Það veitir þér kannski aðhald að þetta verður komið á prent? - Já, ég vona það svo sannarlega og ég er náttúrlega ekki kominn að þeim lokaáfanga sem ég stefni að ég á mikið eftir ennþá. Lás á ísskápinn? - Á hvaða tölu stefnir þú? - Einu sinni sagði ég 90 kg en þetta hefur gengið mjög rólega upp á síðkastið vegna þess að innan við 10% af minni líkamsþyngd nú er fita. Það er þessi sterka brúna fita sem ég hef haft frá fæðingu og ég er búinn að ala vel og vandlega í gegn um árin. Þetta gengur hægt og bít- andi en ég hef massast mjög mikið sem sést kannski best á líkamsmál- unum. Mittismálið var 129 cm en er nú 96.5 cm. Ummál læra var 58 cm en er nú 65 cm og upphandleggs- málið hefur breyst úr 38 cm í 44.5 cm. - Hvað myndi gerast ef þú féllir einu sinni. Éta eins og þú gætir í þig látið? - Það yrði hroðalegt. Það yrði eins og ef áfengissjúklingur kæmist í brennivín eftir langt bindindi. - Er þetta svipað og alkóhól- ismi? - Það myndi ég segja. Ég hef að vísu ekki reynslu af áfengissýki en ég þekki marga alkóhólista og þeir segja að eitt glas sé nóg. Það sama gæti gerst með matinn. Ein steik væri nóg og ég vil ekki hugsa til þess hvað gæti gerst ef ég léti 3000- 4000 hitaeininga steik í mig. Ég borða venjulega ekki meira en sem svarar 1500 hitaeiningum á dag og það af grænmeti. Ef ég félli þá þyrfti ég líklega að svelta mig alveg í tvo til þrjá daga og æfa alveg rosa- lega á eftir. En talandi um áfengi, það er al- veg bráðhættulegt, algjör bannvara fyrir þá sem eru í megrun. 100 ml af viskí eru t.d. 275 hitaeiningar. En maður verður líka að kunna sér hóf. Það þýðir ekki að röfla sífellt um hitaeiningar og mæla hitaein- ingafjöldann í öllu sem fólk lætur ofan í sig. Það er frumskilyrði að virða rétt annarra. Það má ekki sí- fellt vera að plaga umhverfið þó maður sé í megrunarkúr. Og fjöl- skyldan það á ekki að setja hana í kúr bara vegna þess að einn fjöl- skyldumeðlima þurfi að passa sig Menn verða líka að læra að vera ekki gramir út í umhverfið þó þeir sjái einhvern fyrir framan sig með lostæti í hrúgum. Menn verða að hugsa sem svo að þetta sé eitur sem þeir megi alls ekki láta ofan í sig. - Þú hefur ekki farið fram á að fá að setja lás á ísskápinn? - Nei, það er um að gera að hafa nógu mikið af mat í kringum sig. Freistingarnar eru ekki til að falla fyrir, heldur til að standast þær. Það er um að gera að breyta sem minnstu. Eiga sína kunningja, fara sem mest á böll og skemmtanir - ekki missa tengslin. Það væri það versta sem fyrir gæti komið. Djöfullegar kenndir Nú hefur þú æft í rúma níu mánuði. Áttir þú von á þessum árangri. - Nei, árangurinn er stórkost- legri en mig gat órað fyrir. Það er allt sem hefur breyst í lífi mínu. Það er meltingin, það er svefninn, allar líkamlegar hreyfingar og and- lega hliðin hefur gjörbreyst líka. Ég ræð núna við ýmsa hluti sem ég hefði aldrei getað tekist á við áður. Ég er skapbetri og nú geta menn sagt við mig allan fjandann án þess að ég stökkvi upp á nef mér. Ég er yfirvegaðri. Hér áður fyrr áður en ég komst til vits og ára þá leysti ég málin á einfaldan hátt ef einhver var að abbast upp á mig. Ég ein- Sjá næstu síöu Viðtal og myndir: ESE. 28. október 1983 - DAGUR - 11

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.