Dagur - 28.10.1983, Blaðsíða 17

Dagur - 28.10.1983, Blaðsíða 17
Það er klassisk skylminga- mynd sem sýnd verður í sjón- varpinu annað kvöld. „Maður- inn með járngrímuna“ byggð á sögu Alexandre Dumas á fáa sína líka, nema ef ske kynni „Skytturnar“ og „Greifinn frá Monte Cristo“. Aðalhlutverk í myndinni leika Richard Camberlain sem eitt sinn lék Dr. Kildare, Patrick Mc- Goohan, harðjaxlinn kunni og Sir Rapl Richardson, einn virtasti leikari Breta sem nú er nýlátinn. Myndin lýsir tilraun til valda- ráns í Frakklandi til forna. Ein stórbrotnasta kvikmynd síðari ára, Litli Risinn „Little big man“ verður sýnd í sjón- varpinu í kvöld klukkan 22.20. Aðalhlutverk eru í höndum Dustin Hoffman og Faye Dunaway. Kvikmyndin hefst á alveg óborganlegan hátt. Jack Crabb, 121 árs einn af hermönnum í Custers hershöfðingja í índíána- stríðunum, lýsir ævi sinni og fyrstu orð hans eru hin fleygu: „Það var fyrir 111 árum, þegar ég var tíu ára gamall“. Það er óþarfi að rekja sögu- þráðinn hér, en eitt er víst að þetta er mynd sem enginn ætti að láta fara fram hjá sér. Jafnvel þó hann sé búinn að sjá myndina tíu sinnum áður. Þessi mynd sýnir Dysnes í Arnameshreppi. Stóríðjumál við Eyja^örð í kastljósi í kvöld verður meðal annars fjallað um stóriðjumál við Eyjafjörðinn, en þátturinn er að mestu tekinn upp fyrir norðan. Rætt er við fjölmarga aðila um viðhorfin til þeirrar hugmyndar að stóriðja rísi við Eyjafjörð, en helst hefur verið rætt um að það geti orðið álver. Staðurinn sem um hefur verið rætt er Dysnes í Arnarneshreppi. Meðal þeirra sem rætt er við er oddvitinn í Arnarneshreppi, Ingimar Brynj- ólfsson, og ábúandi jarðarinnar sem Dysnes er í, Daníel Behrend. Fjölmargir fleiri koma við sögu og eins og að líkum læt- ur eru skoðanir skiptar á málinu. U msj ónarmaður þessa hluta Kastljóss er Hermann Svein- björnsson. Rjúpnaveiðimenn Haglaskotin frá okkur hitta í mark. 10 gerðir af rjúpnaskotum. Haglabyssur 10 gerðir. Einhleypur ★ Tvíhleypur ★ Pumpur ★ Sjálfskiptar. Varmapokar og neyðarpennasett. Bílastæðin eru við búðardyrnar. Athugið að sími verslunarinnar verður framvegis 22275 (beinn simi). SÖLUFÓLK Fólk sem hefur áhuga á að selja heilsuvörur hringi í síma 91-44721. Feróaskrifstofan UTSÝN Hafnarstræti 98, Akureyri, sími 22911. Oskilahross í Glæsibæjarhreppi: Rauðjörp hryssa, tamin, ómörkuð, ca. 7-8 vetra. Dökkjarpskjótt hryssa, glaseygð á hægra auga, 2ja vetra, ómörkuð. Upplýsingar gefur Árni Hermannsson, Ytri-Bægisá, sími 23100. SSB.j októher{1983 -,DAQUR - 17

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.