Dagur - 28.10.1983, Blaðsíða 12

Dagur - 28.10.1983, Blaðsíða 12
faldlega spólaði í viðkomandi og þeir voru margir sem fengu þá að snýta rauðu, það má alveg koma fram. - Er þetta ekki þversögn. Að feiti maðurinn berji ekki frá sér? - Jú, en þetta var sem sagt á mínum yngri árum en eftir að ég komst á fullorðinsár, var orðinn fjölskyldufaðir þá gekk það ekki lengur. Þá fór ég bara inn í brynj- una. - Pú skeytir kannski skapinu á lóðunum nú? - Kannski. Ég fæ vafalaust vissa útrás í lyftingunum og eitt sem ég varð var við þegar ég var kominn yfir versta kaflann og var jafnvel farinn að segja öðrum til, þá komu yfir mig vissar kenndir. Djöfullegar kenndir. Það komu til mín menn á æfingunum uppi í Lundarskóla og báðu mig um að segja sér til og þá vildi ég allt í einu fara að þjarma að þeim. Láta þá gera einhvern and- skotann sem þeir réðu ekki við. Sem betur fer varð aldrei af þessu en það hvarflaði að mér að sýna mína yfirburði. Svo var það eftir páska að það kom talsvert af mönnum á æfingar, stuttir, mjóir, langir og feitir sem allir áttu það sameiginlegt að vera í slæmu lík- amlegu ástandi. Þegar ég sá þessa menn þá bráði af mér og ég fylltist vorkunnsemi og viðhorf mitt breyttist gjörsamlega. Nú er ég boðinn og búinn til að hjálpa til eins og ég get og við erum það allir sem æfum þarna. Ég vil því ein- dregið hvetja fólk til þess að koma á æfingar, konur jafnt sem karla. Ég get skýrt þeim frá minni reynslu ef það mætti verða einhverjum að gagni. Allar íþróttir eru góðar ef fólk vill þjálfa sig og ná af sér auka- kílóunum, að vísu misjafnlega góð- ar en með réttri þjálfun og matar- æði þá næst árangur. Öll föt ónýt - Hvað með hlaup og sund? - Bæði hlaup og sund virka vel. Ég hljóp sjálfur mjög mikið í sumar þegar ég starfaði í Hvanna- lindum við landvörslu á vegum Náttúruverndarráðs. Ætli ég sé ekki búinn að hlaupa 1500-1600 km síðan ég byrjaði að hlaupa sl. vor. Á tímabili hljóp ég 150 km á mánuði og þetta gaf alveg hörku- brennslu. En ég tapaði orku varð- andi lyftingarnar. - Hvað með önnur áhugamál. Hafa þau orðið að þoka fyrir lyft- ingaáhuganum? Ertu orðinn „lóða- frík“? - Ég verð líklega að viðurkenna það að ég hef tekið ástfóstri við lóð- in og það er ansi margt sem ég hef orðið að leggja til hliðar. Ég hef t.d. ekki áhuga á bílum lengur, þó einhverjum kunni að virðast það ótrúlegt. Ég sé það nú að mér hefði verið nær að fægja á mér vömbina í stað þess að bóna bílhúddið. En það er eitt sem ekki má vanrækja Flosi Jónsson aðstoðar Konráð við að komast í „stálbrókina“ sem notuð er I ■ kraftlyftingum. og það er fjölskyldan. Þetta var mjög erfitt í mínu tilviki vegna þess að ég þurfti að leggja svo hart að mér. Ég stundaði þessar æfingar þó í samráði við fjölskylduna og með hennar samþykki en það var jafn erfitt þrátt fyrir það. Ékki gat ég tekið fjölskylduna með mér á þessar hörkuæfingar en á meðan bílaáhuginn var fyrir hendi þá gat fjölskyldan alltaf tekið meiri þátt í því. Komið með í fjallaferðir og fleira í þeim dúr. Það er því bráð- nauðsynlegt að eiga góða konu, sem sættir sig við að sjá minna (og minna) af manni en ella. - Hefur þessi megrun ekki kost- að þig stórfé, bara vegna fata? - Jú það var mikið tjón. Það var ekki eitt. Það var allt sem fór nema sokkarnir. Ég get ekki einu sinni notað úrið mitt lengur og giftingar- hringinn þarf ég að láta þrengja. Ég hef samt sloppið nokkuð vel úr þessum fatamálum því kunningi minn er umboðsmaður fyrir ýmis bandarísk fyrirtæki og ég hef fengið föt hjá honum á mjög skikkanlegu verði og sumt, s.s. auglýsingaföt hef ég fengið ókeypis. En það breytir því ekki að ég á nú þrenn ónýt jakkaföt, fimm, sex spari- skyrtur, annað eins af vinnuskyrt- um og vinnubuxum, staka jakka eina fjóra eða fimm, þrjá frakka og svona mætti lengi telja. En ég syrgi ekki fötin, ætli ég geymi þau ekki bara til minningar um þetta ævin- týri. 12 - DAGUR - 28. október 1983 Gamlar myndir Hér í Helgar-Degi munu á næstunni birtast myndir úr ljósmynda- plötusafni Hallgríms Einarssonar og sona hans sem nú er unnið að „copyeringu“ á. Allar þessar myndir eru ónafngreindar í safninu og viljum við heita á Akureyringa og aðra þá sem telja sig þekkja myndirnar að klippa þær úr blaðinu og senda, ásamt nöfnum, til Pedromyndir, Hafnar- stræti 98, eða láta frá sér heyra með öðrum hætti. Þá viljum við benda á að „album“ með myndum úr safninu liggur frammi í Amtsbókasafninu hér í bæ. Væri vel þegið ef bæjarbúar, einkum þeir eldri, vildu líta þar inn og sjá hvort þeir þekkja þessar myndir og ef svo væri að skrifa nöfnin í „blokkir“ sem þar munu einn- ig verða. Minjasafnið á Akureyri. Myndin er af: Askrift, afgreiðsla, auglýsingar. rA Sími 24222 Sm

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.