Dagur - 19.12.1983, Page 6

Dagur - 19.12.1983, Page 6
6 - DAGUR - 19. desember 1983 „Mikil gleðitíðindi fyrir fjmskylduna“ — segir Ólafur Bjömsson í samtali frá Boston Ragnhelður Stelndórsdóttlr I My fatr Lady. Leikfélag Akureyrar My fair Lady Sýningar 32. sýning á annan í jólum kl. 20.30. 33. sýning þriðjudag 27. des. kl. 15.00. 34. sýning fimmtudag 29. des. kl. 20.30. 35. sýning föstudag 30. des. kl. 20.30. Ath! Miði á My fair Lady er tilvalin jóiagjöf Miðasala opin alla daga kl. 16-19, kvöldsýningardaga kl. 16-20.30 og dagsýn- ingardaga kl. 13-15. Lokað 24. og 25. desember. Sími 24073. Ósóttar miðapantanir seldar tveimur tímum fyrir sýningu. Handhafar áskriftarkorta á Galdra-Loft hafið sam- band við miðasölu. Leikfélag Akureyrar. Askrift&augiýsingar 9624222 [" STRANDGATA 31 S yC'] l AKUREYRI J „Þetta eru mikil gleðitíð- indi fyrir okkur; mig skortir satt að segja orð til að lýsa tilfinningum mínum og þakklæti til barnanna og raunar allra þeirra sem stutt hafa við bakið á okkur,“ sagði Ólafur Bjömsson, þegar Dagur hringdi til hans í Boston færandi tíðindi af fjársöfnun barnanna í Lundarskóla og Barna- skóla Akureyrar, til styrktar Ingva Steini, syni Ólafs og Lilju Gunnars- dóttur. Ingvi Steinn er til læknismeðferð- ar í Boston vegna meðfædds nýrnagalla. Eftir 2-3 mánuði verður annað nýrað úr Ólafi flutt í Ingva, en í heild má reikna með að læknismeðferðin taki rúmt hálft ár, jafnvel hátt í ár. Það er því ljóst að róðurinn verður erf- iður fjárhagslega fyrir fjölskyld- una, því læknismeðferðin er dýr og á sama tíma eru Ólafur og Lilja frá vinnu. Frá þessu var sagt i Degi á miðvikudaginn þar sem sagt var frá lofsverðu framtaki barna í Lundarskóla, sem slepptu jóla- gjöfunum, en gáfu þess í stað 50 kr. í sjóð til styrktar Ingva Steini. Slíkt hið sama gerðu börn í nokkrum bekkjardeildum í Barnaskóla Akureyrar og Dagur hefur haft spurnir af söfnunum á vinnustöðum eftir að fréttin birt- ist í blaðinu. Framlögum er veitt móttaka á afgreiðslu Dags en einnig geta gefendur snúið séi beint til Árna Björnssonar hjá Bílasölunni. Hann er bróðii Ólafs. 0 Meðfæddur nýrnagalli Ólafur var spurður um veikindi Ingva Steins. „Þetta er meðfæddur nýrna- gaili,“ sagði Ólafur, „og vegna hans hefur Ingvi Steinn þurft að dvelja á sjúkrahúsum af og til, stundum oft á ári, en hann er nú fimm ára. Hann var fjögurra mánaða þegar þetta uppgötvað- ist. Þetta hefur hamlað líkamleg- um þroska hans, því hann hefur alltaf verið lystarlaus og það hef- ur verið erfiðleikum bundið að fá hann til að borða. Þar að auki hefur hann ekki alltaf haldið matnum niðri. Hann er samt ekki mikið minni heldur en jafnaldrar hans, en hann er léttur, ekki nema 13 kg. Hann hefur einnig átt erfitt með gang, þarf að hafa spelkur, og hann hefur verið þróttlaus.“ - En hvenær fenguð þið að vita hvers kyns var og hvað þyrfti að gera? „Það eru nokkur ár síðan það lá ljóst fyrir, að þessi aðgerð væri óumflýjanleg. En það var okkar keppikefli, að hann gæti sem lengst komist af með sín nýru, þó gölluð séu, þannig að hann væri orðinn eldri og þroskaðri þegar að aðgerðinni kæmi. En á þessu ári fór honum að versna og ferðirnar á sjúkrahús í Reykjavík urðu tíðari og tíðari. Það varð til þess að ákveðið var að fara í að- gerðina og áætlunin var að við færum utan eftir áramótin. En þá versnaði drengnum mjög snöggt, hánn fór að fá krampa og hafði slæma líðan, þannig að ekki var um annað að ræða en flytja hann út í skyndi.“ - Hvernig komust þið í sam- band við þetta sjúkrahús í Boston? „Læknarnir Árni Þórsson og Sævar Halldórsson hafa aðallega stundað Ingva og þeir þekktu til á þessu sjúkrahúsi, höfðu starfað þar. Þetta er mjög góður staður og aðbúnaður allur hinn besti.“ - Hvers vegna var ákveðið að bíða með aðgerðina í 2-3 mán- uði, eða jafnvel lengur? „Það er tengd slanga í kviðinn á honum, til að hjálpa nýrunum og það hljóp ígerð í gatið. Það er ekki óalgengt að slíkt gerist í til- vikum sem þessum, en læknarnir taka enga áhættu og vilja því að þetta sé gróið um heilt áður en farið er í aðgerðina. Einnig vilja þeir nota tímann til að styrkja drenginn líkamlega. Auk þess hefur honum verið gefið blóð úr mér, til að undirbúa líkama hans undir að fá mitt nýra, þannig að minni líkur verði til þess að lík- ami Ingva hafni því.“ - Hvað reiknið þið með að þurfa að vera lengi úti? „Björtustu vonir okkar segja hálft ár, þannig að við getum komist heim í sumar. En það get- ur líka dregist fram á haustið.“ # Kostnaðurinn mikill Það má því búast við því að Ingvi Steinn og foreldrar hans verði Ingvi Steinn. ytra allt að því ár og ljóst er að kostnaðurinn við þessa læknisað- gerð hleypur á hundruðum þús- unda. Stóran hluta af þeim kostn- aði greiðir Tryggingarstofnunin, en þrátt fyrir það verður róður- inn erfiður. Sem dæmi má nefna, að húsaleigan ein er hátt í 30 þ. kr. íslenskar á mánuði. Á sama tíma er fjölskyldan tekjulaus, þar sem Ólafur er frá störfum sem oft fyrr vegna veikinda Ingva Steins. Framlag frá samborgurunum kemur því í góðar þarfir. Margt smátt gerir eitt stórt. Það sýndi sig best í framtaki barnanna. Þau lögðu fram 50 kr. hvert og þannig söfnuðu þau nokkur þúsund krónum. Næst var Ólafur spurður um líðan Ingva Steins. „Hann hefur verið heldur slappur og krampinn er enn að plaga hann. Hann mókir mikið, enda á sterkum lyfjum, en lyfja- gjafimar hafa verið minnkaðar smátt og smátt. Hann hefur ekki talað við okkur, en hann hefur aldrei verið meðvitundarlaus. í dag komu jólasveinar í heimsókn á sjúkrahúsið og hann brosti til þeirra og tók við pakkanum.“ - Era þetta sjaldgæfar aðgerð- ir? „Já, þetta eru mjög sjaldgæfar aðgerðir, að því ég best veit, en mér er þó kunnugt um unga stúlku frá Akranesi, sem fékk nýtt nýra hér á sama sjúkrahúsi á síðasta ári. Hún heimsótti okk- ur á Landakot áður en við fórum út og hún var alveg eins og engill, eins og þar stendur, og mjög hress. Það var okkur mikils virði að sjá það með eigin augum, áður en við héldum út í það sama. Það gaf okkur ástæðu til bjartsýni,“ sagði Ólafur Björns- son í lok samtalsins, og hann bað fyrir kveðju sína og sinna til vina og vandamanna hér heima. SETBERG KYNNI ,ALLSKONAR GOÐGÆTF I þes»s»ari ayju boh er alKkonar goðyætl: rtauta.steik med smjor- steíktuin k.utoMum, Gnsakotel- etturmed ijomavmssosu, Kjukl iucjapottur, steiktur la v i livitvms- sósu, Fin fiskisupa, Ekta vmar- snitsel, llainborgarhryggur i portvmshlaupi, rireindýrspottur, Maispounukokur med kjuklingi, Veislms írá Sikiley og fleira og „Allskonar godgæti" ei ný matreidslubok med fjolmorguin i gómsætum rettum. Þctta er þridja bokin scm Set- berg gefur ut eltir sænska mat- icidsluincistaraun Agnetc Lampe og Gudrunu llroun llilmarsdottur ; húsmædrakcnnara. Ilinartvær voru: „INú bokumvid" og „Attu von örg hundruð litmyndir sýna :ttina og handtökin við gerð þeirra. SETBERG Fieyjugötutl Tómas Ingi Olrich: Um jólatrjáasölu í íslendingi, dags 14. desember síðastliðinn, er vikið að jóla- trjáasölu Skógræktarfélags Ey- firðinga. Blaðamaður íslendings ræðir við Matthías Þorbergsson, verslunarmann og eiganda blómabúðarinnar Akurs á Akur- eyri, og komast þeir að þeirri niðurstöðu að Matthías hafi hnekkt „einokun Skógræktarfé- lagsins á sölu jólatrjáa á Akur- eyri“. Tré þau, sem Matthías selur, eru fengin hjá Skógrækt ríkisins að Vöglum í Fnjóskadal. Skógræktarfélag Eyfirðinga er félag áhugamanna, sem hefur tvíþætt takmark; að rækta skóg í Eyjafirði og efla skógrækt sem búgrein; að rækta skóg í landi Akureyrar og í nágrenni bæjarins þéttbýlisbúum til gagns og yndis- auka og til að búa ýmiss konar tómstundastarfi og íþróttum það umhverfi sem hæfir. Skógrækt- arfélagið ræktaði Kjarnaskóg. Þar er nú útivistarsvæði bæjarins, öllum til sóma jafnt Akureyri sem Skógræktarfélagi Eyfirð- inga. Félagið ræktaði Vaðlaskóg, sem blasir við bæjarbúum hand- an við Pollinn, einn fegursti staður í Eyjafirði. Vegna þess hvers eðl- is starfsemi félagsins er, hefur Akureyrarbær, og nú á síðari árum önnur sveitarfélög í héraðinu, veitt félaginu ríflegan styrk og átt við það giftudrjúgt samstarf. Ríkissjóður, sem styrkti félag- ið talsvert áður fyrr, hefur hins vegar dregið svo úr framlögum sínum að þau skipta ekki lengur máli og eru raunar tekin aftur í sköttum. Skógræktarfélag Ey- firðinga hefur haft verulegar tekjur af sölu jólatrjáa á undan- förnum árum. Hver eyrir af ágóðanum hefur runnið til starf- semi í héraðinu, mest þó í ná- grenni Akureyrar og í landi bæjarins. Markaður fyrir jólatré á Akureyri er þekkt stærð. Félag- ið hefur séð fyrir þörfum þessa markaðar og boðið sama verð og annars staðar tíðkast hér á landi. Nýir söluaðilar auka ekki mark- aðinn, í hæsta lagi tekst þeim að minnka sölu Skógræktarfélags Eyfirðinga. Kaupmenn á Akur- eyri hafa hingað til ekki séð ástæðu til að veikja þennan tekjustofn félagsins með því að keppa við það. Skógræktarfélagið hefur ekki haft einokun á sölu jólatrjáa á Akureyri. Til þess hefur það ekki vald. Ef til dæmis innflytjendum í Reykjavík dettur í hug að bjóða Akureyringum jólatré, þá getur Skógræktarfélag Eyfirðinga ekki spornað við því. Hins vegar hefur stjórn félagsins bent skógræktar- stjóra ríkisins á það að það skjóti skökku við að Skógrækt ríkisins keppi við Skógræktarfélag Ey- firðinga um Akureyrarmarkað- inn. Skógræktarstjóri hefur hing- að til sýnt þessu viðhorfi skilning og er vonandi að svo verði áfram. Þeim, sem vilja efla starfsemi Skógræktarfélags Eyfirðinga, mun áfram gefast kostur á að kaupa jólatré af félaginu. Er ósk- andi að sú tekjulind, sem þessi viðskipti hafa verið félaginu, verði áfram til að efla starf þess. Akureyri 16.12. 1983 Tómas I. Olrich form. Skógræktarf. Eyf. Athugasemd vegna sölu á jóla- tijám til blómaverslunarinnar Akurs. Þegar eigandi Akurs leitaði til mín um kaup á jólatrjám sagði ég ekkert því til fyrirstöðu, enda ekki um umtalsvert magn að ræða. Framkvæmdastjóra Skóg- ræktarfélags Eyfirðinga bauð ég að eiga hlut að sölunni til Akurs, sem hann hafnaði. Með þökk fyrir birtinguna. Isleifur Sumarliðason, skógarvörður Vöglum.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.