Dagur - 11.01.1984, Blaðsíða 2

Dagur - 11.01.1984, Blaðsíða 2
2 - DAGUR -11. janúar 1984 Ertu bjartsýn(n)? Gunnar Jónsson: Ég vona þaö. ívar Ólafsson: Ég hef alltaf verið bjartsýnn, það er engin ástæða til annars Helga Magnúsdóttir: Ég er mjög bjartsýn, sé enga ástæðu til að vera svartsýn. Auðvitað er eitt og annað sem getur gert mig svartsýna, en ég reyni að hugsa ekki um það. Ingibjörg Ólafsdóttir: Já, já ég held ég þurfi alls ekki að vera svartsýn. I Sveinbjörn Kristjánsson: Já, ég er það. Flugbrautirnar hér eru hátíð miðað við þær sem við notum á Grænlandi - segir Bjarni Viðar Hjaltason, flugstjóri hjá FN Nýlega tókust samningar á niilli Flugfélags Norðurlands og Grönlands Geologiske Undersögelser (GGU) - Jarð- fræðirannsókna Grænlands - um að FN fljúgi fyrir stofnun- ina í árlegum rannséknarferð- um á Grænlandi 1984 og 1985. Samningarnir eru gerðir með þeim fyrirvara að fjárveiting fáist frá dönskum stjórnvöld- um, en á því hefur ekki staðið hingað til samkvæmt upplýs- ingum FN. Það flug sem hér hefur verið samið um nær til 70 daga sumarið 1984 og 70 daga sumarið 1985 og er reiknað með því að flugliðar FN haldi til Grænlands í júníbyijun bæði árin. Sá maður sem Grænlandsflug FN mun mæða hvað mest á er Bjarki Viðar Hjaltason, flug- stjóri hjá FN. Bjarki er þaul- reyndur Grænlandsflugmaður, en honum til aðstoðar verða Steinar Steinarsson, aðstoðar- flugmaður og Helgi Magnús Stef- ánsson, flugvirki. Dagur hafði samband við Bjarka er ljóst var að FN hefði tekið þetta verkefni að sér og fyrst var Bjarki spurður hve oft hann hefði unnið sam- bærileg verkefni í Grænlandi. - Þetta verður í fimmta skiptið sem ég lendi í verkefni sem þessu. Ég fór fyrst til vinnu í Grænlandi árið 1976 er ég vann hjá Vængjum en þá var verkefnið fólgið í segulmælingum í ná- grenni Syðri-Straumfjarðar sem er. sunnarlega á vesturströnd Grænlands. Ég hóf síðan störf Bjarki Viðar Hjaltason við eina af vélum FN. Mynd: ESE hjá FN í apríl 1977 og sumrin 1978, 1979 og 1980 var ég í flugi fyrir GGU. Eini munurinn á þessu verkefni nú og þessi þrjú fyrrgreindu sumur, er sá að nú munum við fljúga frá Kanada, nánar tiltekið frá varnarstöðinni Alert (hætta) en áður flugum við eingöngu innan Grænlands. - Þetta er ansi norðarlega, er það ekki? - Jú, svæðið sem mest er flog- ið á nær norður til 82. gráðu norðlægrar breiddar og eins á ég von á því að við. munum fljúga til nyrsta byggða bóls í heimi, Kap Morris Jessup, eins og við höfum reyndar áður gert. Annað flug verður t.d. til herstöðvarinnar í Thule sem er tiltölulega sunnar- lega í Grænlandi. - Með hvað fljúgið þið þá? - Það verður flogið með jarð- fræðingana og þeirra hafurtask og það má segja að flugið nú verði líka frábrugðið að því leyti að ég held að það sé ekki ætlast til þess að við fljúgum með raf- hlöður fyrir hina og þessa vita og veðurathugunarstöðvar, eins og við gerðum áður. - Hvaða vél verðið þið með? - Við verðum á Twin Ottern- um sem getur tekið allt að 19 far- þega en auk þess held ég að jarð- fræðingarnir sem aðallega eru danskir, hafi yfir einum tveim þyrlum að ráða. - Hvernig eru flugvellirnir? - Það eru góðar flugbrautir í Alert og Thule en á flestum öðr- um stöðum lendum við bara á hörðum melum og á fæstum stöð- um er um að ræða ruddar flug- brautir. Þó að flugvellirnir séu kannski ekki góðir hér á íslandi þá eru þeir hátíð miðað við þessa grænlensku „flugvelli". - Engin vandamál? - Ekki segi ég það og svo er það auðvitað kostur að það er bjart þarna norður frá allan sól- arhringinn á þessum árstíma og birtuskilyrðin valda því engum erfiðleikum neiöa ef veður spillist. - Hvernig er veðurlagið? - Meðalhitinn þarna yfir sumarmánuðina mun yera: í kringum þrjár gráður eri að öðru Ieyti er þetta svæði staðviðrasamt og lítil úrkoma á þessum áfstíma. Þess má geta að flugliðarnir frá FN fara út í byrjun júní eri Grænlandsfluginu á að ljúka 25. ágÚSt. csc að því loknu er hægt að tala um „Höll" Iþróttamaður hringdi og vildi koma eftirfarandi á framfæri. Ég vil mjög gjarnan taka undir bréf sem birtist í lesendadálki Dags fyrir skömmu þar sem kvartað var undan klukkuleysi í íþróttahöllinni á Akureyri, það er skömm að því að keppnis- klukka og skorborð séu ekki in þar upp ennþá. En annað er verra, og það er loftleysið sem er þarna inni. Ég fer þarna á æfingar og maður er bókstaflega að drepast úr loft- leysi þegar maður hefur verið þarna inni í skamman tíma og tekið á. Ég held að heilbrigðisfulltrúi ætti að láta þetta mál til sín taka. Reyndar minnir mig að hann hafi sagt í blaðaviðtali að loftleysið þarna inni væri ekki fyrir neðan hættumörk, en alveg við þau. En það breytir ekki því að það er mjög erfitt að stunda íþróttir í Höllinni sem ekki ber nafn með réttu enn sem komið er. Akur- eyrarbær á að sjá sóma sinn í því að ljúka við það nauðsynlegasta í húsinu og að því loknu er hægt að fara að tala um „Höll", ekki fyrr. UNNUHB o i Hver áað moka tröppurnar? Kóna úr Smárahlíð hringdi: Mig langar til að spyrja að því, í hvers verkahring það er að moka tröppurnar frá verslanamiðastöð- inni í Sunnuhlíð, sem liggja niður í Smárahlíð. í þessum tröppum hefur verið snjór og hálka í allan vetur og í raun er stórhættulegt að ganga þarna um. Ég fór t.d. þarna um daginn með barn í fanginu og varð að leggja vörur frá mér og fara tvær ferðir. Það er auðvitað um aðra leið að ræða en hún er helmingi lengri. Fyrst tröppurnar eru þarna þá hlýtur að eiga að nota þær og því vil ég beina þeim tilmælum til þeirra sem eiga að sjá um þær að gera það í framtíð- inni.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.