Dagur - 11.01.1984, Blaðsíða 12

Dagur - 11.01.1984, Blaðsíða 12
RAFGEYMAR Heildsala i BÍLINN, BÁTINN. VINNUVÉLINA Smásala Að undanförnu hefur verið starfrækt „leyniútvarpsstöð" í Glerárhverfi á Akureyri. Hef- ur stöð þessi gengið undir nafninu „helgarrásin" manna á meðal en sendingar stöðvar- iiinar hafa eingöngu átt sér stað um helgar. Þessi nýjung í útvarpsmálum á Akureyri verður hins vegar varla lang- vinn því Póstur og sími á Ak- ureyri hefur aðvarað aðstand- endur stöðvarinnar. Að sögn Ársæls Magnússonar, umdæmisstjóra Pósts og síma þá hefur stofnunin yfirleitt sýnt mikið umburðarlyndi þegar menn hafa verið að fikta við slík- ar sendingar. - Við höfðum samband við þessa tilteknu aðila í því síma- númeri sem þeir gáfu upp sjálfir og við báðum þá að hætta þessum sendingum. Slíka aðyörun gefum við bara einu sinni og ef það dug- ar ekki þá lokum við stöðinni með þeim ráðum sem við höfum tiltæk. Það er verið að brjóta a.m.k. tvenn lög með starfrækslu þessara svonefndu leyniútvarps- stöðva. Annars vegar eru fjar- skiptalög brotin þar sem óheimilt er að vera með sendi án leyfis Pósts og síma og hins vegar er farið inn á einkaréttarsvið Ríkis- útvarpsins, sagði Ársæll Magnús- son. Ársæll sagði ennfremur að það væri lítið mál að hafa upp á leyni- útvarpsstöðvum með þeim tækj- um sem Póstur og sími hefur yfir að ráða í dag. - Pað tekur dálítinn tíma áð miða stöðvarnar út en þegar því er lokið getum við gengið að þeim vísum, sagði Ársæll Magn- ússon. Pað má því búast við því að „útvarpsstjórarnir" úti í Porpi hugsi sig tvisvar um áður en þeir senda út næst. Peir hafa ann- ars þann möguleika að sækja um leyfi til útvarpsreksturs til út- varpsstjóra, en hvort slíkt leyfi liggur á lausu er svo annað mál. Málmiðnaðarmenn í Slippstöðinni; Kref jast 80% álags á alla eftirvinnu - á meðan eftirvinna „liggur niðri" hjá fyrirtækinu Sú ákvörðun forráðamanna Slippstöðvarinnar á Akureyri að segja upp eftirvinnu frá og með síðustu áramótum en láta el'tir sem áður einstaka starfs- menn vinna eftirvinnu við ákveðin verkefni, hefur mælst ákaflega misjafnlega fyrir meðal starfsmanna. Á fundi sem málmiðnaðar- menn í Slippstöðinni héldu 2. janúar sl. var samþykkt að vinna enga eftirvinnu nema gegn ákveðnum skilyrðum. - Ástæðan fyrir þessari sam- þykkt okkar er sú að við teljum að með eftirvinnunni séum við að minnka aðra atvinnu hjá fyrir- tækinu og því töldum við rétt að vinna ekki eftirvinnu nema í sér- stökum tilfellum til þess að koma í veg fyrir frekari uppsagnir, sagði Örn Einarsson, trúnaðar- maður málmiðnaðarmanna hjá Slippstöðinni. Örn sagði að starfsmönnunum væri það ljóst að til þess gæti komið að vinna þyrfti eftirvinnu til þess að fyrirtækið fengi ákveð- in verkefni og þeir hefðu tjáð forráðamönnum fyrirtækisins að þeir væri tilbúnir til þess að vinna slíka eftirvinnu ef brýna nauðsyn bæri til gegn 80% álagi. Þetta hefði ekki verið tekið til greina af stjórnendum fyrirtækisins og því ynnu málmiðnaðarmenn enga yfirvinnu sem stæði. Samkvæmt heimildum Dags eru það aðeins málmiðnaðar- menn sem sett hafa fram sérkröf- ur varðandi þá eftirvinnu sem býðst en aðrir iðnaðarmenn vinni eins og þeir eru beðnir um hverju sinni. ese Starfsmenn í Slipp. Mynil: KGA. Alþýðubankinn: Loforð fyrir opnun Opnar útibú Alþýðubankans á Akureyri innan fárra daga? Þetta er spurning sem margir velta fyrri sér, en samkvæmt upplýsingum Stefáns Gunn- arssonar, bankastjóra Al- þýðubankans, þá liggur fyrir loforð viðskiptaráðherra um að Alþýðubankinn fái að opna útibú innan skamms. - Við höfum átt von á svari við umsókn okkar undanfarna daga, sagði Stefán Gunnarsson er Dag- ur ræddi við hann en sem kunn- ugt er þá hefur útibú bankans á Akureyri staðið fullbúið frá því í haust. Aðeins hefur staðið á leyfi ráðherra. Stefán Gunnarsson sagði að þetta mál hlyti að skýrast næstu daga og hann ætti von á því að Akureyringar gætu innan skamms farið að skipta við Al- þýðubankann á Akureyri. Ekki náðist í viðskiptaráðherra í gær. Veður Horfur eru á suðvestan and- vara, bjartviðri og um 8 gráðu frosti í dag á Norður- landi, samkvæmt upplýsing- um Veðurstofunnar í morgun. A morgun er hins vegar rciknað með norðvest- anátt og éljagangi á miðum og útnesjum, en bjartviðri til landsins. Á fóstudaginn er búist við lægð austan við landið, sem leiftir til snjó- komu og norðanáttar á Norðurlandi, Að sögn Braga Jónssonar, veðurfræðings, er allt úllit fyrir að snjókom- an og norðanáttin haldist yfir # Gera svo vel að hringja kl.. Það er heldur óskemmtilegt að þurfa að standa mikiö i því þessa dagana að ferðast milli landshuta. Veðurfarið hefur verið með eindæmum rysjótt og má reyndar búast við þvi að svo verði um nokk- urt skeið, eins og komið hef- ur fram hér eftir glöggum veðurspámanni og draum- spökur.i. Einn starfsmanna blaðsins lenti í því á dögun- um að verða veðurtepptur í Reykjavík. Flugi á sunnu- dagskvöld var frestað til morguns - gera svo vel að hringja klukkan 7.30 í fyrra- málið. Því miður - ófært, var svarið þegar hringt var áð morgni mánudagsins, Gái l§Éd la hringja aftur klukkan 8.30. Ófært, en það á að athuga kl. 9.30. Því miður er ófært og þú mátt hringja kl. 11 og at- huga með flug þá. Þannig gekk það allan daginn - gjöra svo vel að hringja aftur kl. 13, 15,17 og loks kl. 19 var sagt að búið væri að aflýsa fluginu. Átta hringingar sama daginn og árangurslaus bið við símann. Þegar hringt var samviskusamlega kl. 7.30 á þriðjudagsmorgni var svarið: Því miður er ófært en hringdu aftur kl. 8.30. Sama sagan virtist ætla að endurtaka sig, nema hvað: Þegar loksins náðist samband kl. 8.45 (en sífellt gekk erfiðlegar og erf- iðlegar að ná sambandi vegna þess að sífellt jókst hópur þeirra sem hringdi) var sagt að mæta ætti kl. 9. Síðan var farið í loftið kl. um hálf ell- efu og allt gekk eins og í sögu. # Auglýst eftir lausn Þannig getur þetta gengið fyrir sig dögum saman. í fréttum útvarpsins var sagt að um 2 þúsund manns biðu flugs á mánudagskvöldið og gera má ráð fyrir að hátt í þúsund manns hafi verið að reyna að ná sambandi við 26011 með jöfnu millibili þennan dag. Vesalings starfsfólkið sem svarar í þennan síma, að ekki sé talað um farþegana sem lenda í slikum hringingum. Það skal tekið fram að starfsfólk Flug- leiða á Reykjavíkurflugvelli, sem annars staðar, er ein- staklega kurteist og haldið miklu jafnaðargeði, þrátt fyrir álagið. En er ekki ráð fyrir einhvern hugvítssaman mann að reyna að leysa þetta vandamál, öllum til hægðar- auka? Má ekki koma upp sjálfsvara sem getur jafnvei svarað mörgum hringingum í einu og hefur að geyma allar nýjustu upplýsingar um flugið?

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.