Dagur - 13.01.1984, Síða 11

Dagur - 13.01.1984, Síða 11
13. janúar 1984 - DAGUR - 11 Haukur Gunnarsson. „Lýsir grimmum raunveruleik“ - Rætt við Hauk Gunnarsson, leikstjóra „Þessi uppfærsla verð- ur nokkuð frábrugðin þeirri sýningu sem var í Þjóðleikhúsinu, bæði vegna rýmri aðstæðna við uppsetninguna og einnig gerum við breytingar á sjálfu verkinu,“ sagði Hauk- ur Gunnarsson, leik- stjóri, sem leikstýrir „Súkkulaði handa Silju“ hjá Leikfélagi Akureyrar. Frumsýn- ing verður um miðjan febrúar í Sjallanum. Haukur er akureyrskum leik- húsgestum að góðu kunnur. Hann setti upp „Við skiljum" eftir Kamban á sínum tíma og í fyrra leikstýrði hann „Bréfber- anum“ hjá félaginu, en sú sýn- ing er mörgum eftirminnileg. Síðan kom Haukur til Akureyr- ar í haust til að setja upp „Galdra-Loft“ og æfingar voru vel á veg komnar þegar sýningin var sett í frysti þar til næsta vetur. Á eftir „Silju“ fer Hauk- ur til starfa hjá Leikfélagi Reykjavíkur, þar sem hann set- ur upp nýtt verk eftir Svein Ein- arsson. Haukur var spurður um aðstæður í Sjallanum. „Mér finnst mjög spennandi að setja þetta verk upp við þær aðstæður sem eru í Sjallanum, þó það geri að vísu nokkrar kröfur,“ svaraði Haukur. „Það er spennandi að brjóta sig út úr þessu hefðbundna rammasviði og leika á fleiri stöðum en einu sviði. Við nýtum umhverfið í Sjallanum. Þannig fara nokkur atriði verksins fram á skemmti- stað og þau eru leikin á upp- hækkuninni við barinn til hliðar við hljómsveitarpallinn. Þar að auki byggjum við palla sitt hvorum megin við hljómsveitar- sviðið sem einnig er leikið á.“ - Þekktir þú þetta verk fyrir? „Ég sá þetta verk Nínu í Þjóðleikhúsinu, en við stokkuð- um verkið svolítið upp. Það var upphaflega skrifað fyrir Al- þýðuleikhúsið, en síðan var það sett á svið í Þjóðleikhúsinu. Þá voru ýmis atriði strikuð út, en nú tökum við nokkur þeirra upp aftur. Megintilgangurinn með þeim breytingum sem við ger- um er að ná raunsærri blæ á sýn- inguna heldur en var í Þjóðleik- húsinu." - Hvernig virkar þetta verk á þig? „Þetta leikrit er að uppbygg- ingu frábrugðið öðrum leikrit- um, þar sem Nína er ljóðskáld. Það kemur fram í verkinu í stuttum og frekar knöppum senum, sem minna svolítið á ljóð. Það er því ljóðrænn rammi utan um þennan bitra raunveru- leika sem hún er að lýsa. Tónninn í verkinu er tragisk- ur, lýsir baráttu verkakonu og einstæðrar móður, sem gerir til- raun til að ná tökum á sínu lífi. En samhliða þessum harmræna þætti verksins er frásögnin gædd léttleika og fyndni, þannig að sýningin á vel heima í Sjallan- um. Hér er þó ekki um neinn kabarett að ræða, enda finnst mér sjálfsagt að setja upp raun- verulegt leikrit á skemmtistað, án þess að þess sé krafist að verkið byggist upp á hlátri og gríni,“ sagði Haukur Gunnars- son. Egill Ólafsson hefur samið tó'nlist við „Silju“ sem Inga og Ingimar Eydal flytja milli atriða við texta eftir Nínu. gs Hótel Varðborg Veitingasala Árshátíðir Þorrablót Einkasamkvæmi Köld borð Heitur veislumatur Þorramatur Smurt brauð Snittur Coktailsnittur Getum lánað diska og hnífapör Útvegum þjónustufólk Sími 22600 Júníus heima 24599 Slgfrfður. Jórunn. Viðtalstímar bæjarfulltrúa Miðvikudaginn 18. janúar nk. kl. 20- 22 verða bæjarfulltrúamir Sigfríður Þorsteinsdóttir og Jórunn Sæ- mundsdóttir til viðtals í fundarstofu bæjarráðs, Geislagötu 9, 2. hæð. Bæjarstjori. Ragnheiður Steindórsdóttir f My fair Lady. Leikfélag Akureyrar My fair Lady Sýningar 37. sýning föstudag 13. jan. kl. 20.30. 38. sýning laugardag 14. jan. kl. 20.30. Miðasala opin alla daga kl. 16-19, kvöldsýningardaga kl. 16-20.30 og dagsýn- ingardaga kl. 13-15. Sími24073. Ósóttar miðapantanir seldar tveimur tímum fyrir sýningu. Handhafar áskriftarkorta á Galdra-Loft hafið sam- band við miðasölu. Leikfélag Akureyrar. ímyndunarveikinni eftir Moliére verða: Miðnætursýning föstudaginn 12. janúar kl. 23.30 og laugardaginn 14. janúar kl. 21.00. r Flug og gisting á Hótel Loftleiðum eða Esju Tvær nætur í tveggja manna herbergi kr. 2.665- FERÐASKRIFSTOFA AKUREYRAR RAÐHUSTORGI 3 SIMI 96-25000 Helgarferðir til Reykjavíkur Janúar- tilboð \ Námskeið um undirbúning og framkvæmd skipaviðgerða verður haldið á Akureyri 24.-26. janúar 1984. Nám- skeiðið er ætlað þeim aðilum í smiðjum sem taka á móti og skipuleggja skipaviðgerðarverk, vélstjórum og/eða þeim sem hafa umsjón með viðhaldi skipa hjá útgerðum. Á námskeiðinu verður fjallað í fyrirlestrum og með verklegum æfingum um: Verklýsingar, áætlana- gerðir, mat á verkum, mat á tilboðum og val viðgerð- arverkstæða, undirbúning fyrir framkvæmd við- gerða, uppgjör o.s.frv. Þátttöku ber að tilkynna fyrir 19. þ.m. í síma 91- 25561 og þar mun Ingólfur Sverrisson veita allar nánari upplýsingar. Meistarafélag járniðnaðarmanna. - Samtök málmiðnaðarfyrirtækja. Þökkum af alhug auðsýnda samúð og vináttu við andlát og jarðarför SNORRA KJARTANSSONAR, Víðikeri, Bárðardal. Sérstakar þakkir til sveitunga, björgunarsveitamanna og allra annarra sem réttu okkur hjálparhönd. Kristbjörg Jónsdóttir, Kjartan Tryggvason, Vera Kjartansdóttir, Hjörtur Sigurðsson, Þorgerður Kjartansdóttir, Gunnar Þórólfsson, Páll Kjartansson, Sigríður Baldursdóttir.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.