Dagur - 03.02.1984, Blaðsíða 3

Dagur - 03.02.1984, Blaðsíða 3
3. febrúar 1984 - DAGUR -3 Hann erharður af sér hann „Axla-Stefán" Það getur ýmislegt óvænt komið upp á í leiksýningum, sérstaklega á frumsýningum þegar allir eru örlítið meira stressaðir heldur en á venju- legum sýningum. Petta fékk Stefán Guðlaugsson, sem leikur Lou Bensey í sýningu Öngulsstaðahreppsbúa á „Tóbaksbrautinni", að reyna heldur hressilega á döguftum. í fyrsta þætti leikrítsins lendir hann í „lostafullum krækjum" við Ellie May, sem leikin er af Sigríði Kristjánsdóttur. Þessar bakkrækjur urðu svo kröftugar á frumsýningunni, að Stefán fór úr axlarliðn- um. Skjögraði hann náfölur og stífur út af sviðinu, en gat þó leynt áhorfendur þessum hrakförum. En meðleikur- um Stefáns leist ekki á blik- una, því þeir áttu allt eins von á að sýningin væri búin að vera. En bændur deyja ekki ráðalausir og Birgir bóndi Jónsson í Grýtu kunni tökin á tækninni, því hann er alvanur því að fara úr axlar- lið og ekki er hann síður leikinn í að koma sjálfum sér í hann aftur. Hann hafði því snör handtök og setti öxl Stefáns í liðinn Litli og Stóri sungu saman Skömmu fyrir jól héldu „stóru-K-in" í söngnum, Kristján Jóhannsson og Kristinn Sigmundsson, kons- ert í Austurbæjarbíói, þó ekki hafi það farið hátt í sunnanblöðunum. Hvaðsem því líður þá voru þetta eftir- minnilegir tónleikar og söngvararnir léku á álls oddi í söng sem tali. Eins og sam- borgarar Kristjáns vita er hann ekki hæsti maður norð- an fjalla, þó hann sé „stór- söngvari" og komist söngv- ara hæst í tónstiganum. Kristinn er hins vegar nær 2 metrar á hæð og mikill á velli og „stór-söngvari" í ofaná- lag. Kristján bað hann því blessaðan að krjúpa á hnján- um þegar þeir ætluðu að fara að syngja fyrsta dúettinn. Ekki leist Kristni á það, en hann sagði Kristjáni guð- velkomið að setjast upp á flygilinn!! 11 Cover a fyrír Pavarotti? - Frumsýning hjá Fyrst við erum að minnast á Kristján, þá má geta þess, að hann syngur í frumsýningu Ensku óperunni á Toscu í Manchester 9. febrúar. Þar í borg verða sýningar fram til mánaðamóta, en þá verð- ur farið til Leeds og þar verða sýningar 9., 14., 17. og 22. mars. Síðan taka við sýn- ingar í Notthingham og fleiri borgum fram til vors. Krist- ján sagði í stuttu spjalli við blaðið, að hann væri óðum að ná sér á strik andlega sem líkamlega og röddin væri í góðu lagi. Hann sagðist mjög ánægður með þá samn- inga sem hann er nýbúinn að Kristjáni 9. febrúar gera við óperuhús í Banda- ríkjunum og þar er mögu- Ieiki á fleiri hliðstæðum samningum. Nýjasta tilboð- ið sem Kristján hefur fengið kom frá Parísaróperunni, þar sem honum er boðið að taka þátt í sýningum á Tosca næsta haust. Þar á Kristján að vera „cover" fyrir Pava- rotti. Sýningarnar verða 6, Pavarotti á að syngja 4 þær fyrstu, en síðan á Kristján að taka við ef úr verður. „Það væri mjög gaman að taka þátt í þessu, en þetta er svo nýtilkomið, að ég veit ekki hvort úr getur orðið," sagði Kristján um þetta tilboð. Kvóti og aftur kvóti Kvótamálið svonefnda hefur mikið verið rætt til sjávar og sveita og sýnist sitt hverjum. Nú hefur það heyrst, að Út- gerðarfélag Akureyringa komi ekki til með að fá kvóta nema fyrir fjóra tog- ara, þó fimmti togarinn, Sól- bakur, sé til staðar, að vísu bundinn við bryggju, en vonir standa til að nýtt skip komi í hans stað fyrr en seinna. Þetta gæti haft áhrif á atvinnu í frystihúsi Útgerð- arfélagsins, já og jafnvel víðar, þannig að ýmsir af framámönnum bæjarins fóru brúnaþungir til Reykjavíkur til viðræðna við æðstu stjórnvöld. í>ar var rætt við forsætisráðherra, sjávarút- vegsráðherra og þingmenn kjördæmisins að sjálfsögðu. Allir voru þeir hjartanlega sammála um það, að þetta væri „mjög alvarlegt mál"!! Lengra náði það nú ekki. Ekki ál, segja konurnar Hugsanlegt álver við Eyja- fjörð hefur verið mikið til umræðu undanfarna daga og vikur. Eitt er þó á hreinu; Kvennaframboðið er á móti stóriðju við Eyjafjörð hvað sem hún svo heitir. Þetta er einarðleg og heiðarleg af- staða, en fyrir vikið hafa samtök kvennanna fengið nýtt nafn, sem sé „Álverj- ur". - GS. Jóhanna Bogadóttir sýnir í Iðnskólanum Jóhanna Bogadóttir heldur sýningu á 25 grafíkmyndum og málverkum í Iðnskólanum á laugardag og sunnudag. Sýn- ingin verður opin þessa tvo daga, frá kl. 14-22 báða dag- ana. Jóhanna hefur haldið margar sýningar og tekið þátt í samsýningum hér heima og erlendis. Hún hefur tvisvar áður haldið sýningu á Akur- eyri og fengið mjög góðar móttökur í bæði skiptin. Reykj aví kur kvöld í Sjallanum Sunnudaginn 5. febrúar kl. 19.30 Kl. 19.30 Húsiðopnað. Lystauki Lystauki í Mánasal. Veislustjóri Hermann Ragnar Stefáns- son býóur gesti velkomna. Matur Ógleymanleg rjómaspergilsúpa meðofnbrauði. Sinnepsristað lambalæri með bökuðum kartöflum, gratineruðu blómkáli og púrtvínssósu. Borgarís. Gestur kvöldsins Ávarp Davíð Oddsson borgarstjóri. Dinnertónlist Ingimar Eydal leikur við borðhald. Skemmtiatriði Tískusýning. Atriði úr (slensku óperunni. Atriði frá Leikfélagi Reykjavíkur. Danssýning frá Dansstúdíói Sóleyjar____________________ Ferðabingó Ein utanlandsferð og tvær helgarferðir til Reykjavíkur frá Flugleiðum. Hljómsveit Stiginndanstilkl.01.00. Hljómsveit Ingimars Eydal. VERÐAÐGÖNGUMIÐA KR. 550.00 HÚSIÐOPNARKL. 19.30 Forsala á aðgöngumiðum er í Sjallanum hjá yfirþjóni - fimmtud. - föstud. og laugardag frá kl. 17 - 19. *** SAMSTARFSNEFND UM FERÐAMÁL í REYKJAVÍK

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.