Dagur - 17.02.1984, Blaðsíða 4
4 - DAGUR -17. febrúar 1984
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS
SKRIFSTOFUR:
STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI
SlMI: 24222
ÁSKRIFT KR. 130 Á MÁNUÐI -
LAUSASÖLUVERÐ 18 KR.
RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR:
HERMANN SVEINBJÖRNSSON
RITSTJÓRNARFULLTRÚI: GÍSLI SIGURGEIRSSON
BLAÐAMENN:
EIRlKUR ST. EIRÍKSSON OG GYLFI KRISTJÁNSSON
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON
ÚTBREIÐSLUSTJÓRI:
HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI: 25165
FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON
PRENTUN: DAGSPRENT HF.
Atvinnuleysi er nú meira
hér á landi en verið hefur
í hálfan annan áratug, eða
meira en þekkst hefur frá
árinu 1969, þegar við-
reisnarstjórnin var að
syngja sitt síðasta. í ný-
liðnum janúarmánuði
voru skráðir rúmlega 84
þúsund atvinnuleysisdag-
ar, sem jafngildir því að
3.900 manns hafi verið á
atvinnuleysisskrá allan
mánuðinn, sem er 3,4% af
mannafla á vinnumarkaði.
Langverst er ástandið á
Norðurlandi eystra en þar
voru atvinnuleysisdagar í
janúarmánuði 18.580, sem
þýðir að um 5,8% vinnu-
færra manna voru at-
vinnulausir. Að sumu leyti
er hér um tímabundið
vandamál að ræða, en
ljóst er af spá Þjóðhags-
stofnunar, að búast má
við mun meira atvinnu-
leysi á þessu ári en því
síðasta. Spáð er 2% at-
vinnuleysi yfir árið, en það
var aðeins 1% á síðasta
ári.
Veruleg umskipti hafa
orðið í þessum efnum. Þó
er ekki að sjá eða heyra að
ríkisvaldið hafi af þessu
máli verulegar áhyggjur.
Rétt er að minna á enn og
aftur það ákvæði í stjórn-
arsáttmála núverandi
ríkisstjórnar að eitt meg-
inmarkmið hennar sé að
halda uppi fullri atvinnu í
landinu. Við þetta mark-
mið verður ríkisstjórnin að
standa. Islendingar hafa
hreykt sér af því á undan-
gengnum árum að ísland
hefði sérstöðu meðal vest-
rænna ríkja í þessum
málum. Ef ekki verður
brugðist hart við er hætta
á því að atvinnuleysi verði
landlægt. Á sama tíma og
mikil þörf er á uppbygg-
ingu nýrra atvinnugreina
og forsendur til ný-
sköpunar í atvinnumálum
eru með betra móti, er
óviðunandi að fólk gangi
um atvinnulaust. Það al-
varlegasta í þessu er þó
e.t.v. það, að til eru svo
lág laun í þjóðfélaginu að
menn sjái sér jafnvel hag
í því að þiggja atvinnu-
leysisbætur og vinna ekki.
Atvinnuleysi afsiðar þá
sem fyrir því verða og hef-
ur margs konar félagsleg
vandamál í för með sér.
Sumir íhaldsmenn telja að
til sé eitthvað sem nefnt
er „heppilegt atvinnu-
leysi" og verða framsókn-
armenn og annað félags-
hyggjufólk að berjast
gegn slíkum hugsunar-
hætti. Það hefur alltaf ver-
ið eitt af meginmarkmið-
um Framsóknarflokksins
að öllum vinnufúsum
höndum skuli sköpuð
verkefni að vinna við. í
orði er þetta eitt af megin-
markmiðum núverandi
ríkisstjórnar, en hvað er
þar á borði? Frjálshyggju-
postular íhaldsins mega
ekki ráða ferðinni í þess-
um efnum.
Jón Bjarnason frá Garðsvík skrifar
en dýrka þœr
• •
gráhœrðu mest“
Ólafur Sigfússon í Forsæludal
kvað er sfmi var lagður um
Vatnsdal:
Peir bora oggrafu hér um Húnaþing
og hespa símaþráð í jarðaríður.
Peir ætla víst að koma því í kríng
að kunningjarnir fái samband niður.
Þegar Skjónumálið fræga var á
döfinni, kvað Ólafur:
Btendur landsins hnutu um marga hrjónu
þó het'ur veríð yfirsjónin mest
að leiða ekki Löngumýrar-Skjónu
til lags við Kiljans glæsta silfurhest.
Og svo gekk Ólafur út að sá.
Forðum út ég fór að sá
fræi göfgra kynna.
síðan sprettur arfi á
ökrum vina minna.
Ólafur kvað næstu vísú um yng-
ismey.
Pessi litla Ijósa skógarhind
er létt og kvik og hispurslaus við alla
og verður stundum alveg eins og mynd
afengli, sem er tilbúinn að falla.
Júlíus Gunnlaugsson í Hvassa-
felli var góður bóndi og ákafa-
maður. Einhverju sinni óskaði
hann mjög eftir þurrki og við-
hafði sterk orð. Kaupakonan,
Helga Asgrímsdóttir, skagfirsk
að ætt, var bónda hliðholl og
ákallaði guð sinn með þessum
orðum:
Júlíus biður þig um þurrk
því hann elskar seiminn.
Annars tekur hann cikarlurk
og eyðileggur heiminn.
Lítið heimsvanir íslendingar
álpuðust inn á bar erlendis. Svo
fór að einn sofnaði fram á
borðið, en annar klæddi sig úr
hverri spjör. Eiríkur Brynjólfs-
son orti er honum var sögð
sagan:
Ýtar snarast inn á bar
eins og fara gerír.
Ýmsir farast alveg þgr.
Aðrir hjara berir.
Ekki veit ég hvað hún hét, mær-
in sem orti eftirfarandi vísu, en
ein mun hún hafa gengið til
sængur.
Ég hélt það værí að vora og hlýna
og vonunum fært yfir allt.
En þegar ég háttaði í holuna mína
var helvítið ís-jökulkalt.
Kveðia
til
frá
Grœna-
vatni
Kæri Sigurður!
í trausti þess að þú takir viljann fyrir verkið, bið ég Dag fyrir eftir-
farandi línur til þín:
Ei skeður það oft, ert ég finn hjá mér þörf til að þakka,
að þingeyska orðlistin kvaddi sér dyra hjá mér.
Af snilli þér tókst það að atyrða álbræðslusnakka,
svo eftir þann lestur um sál mína þeyvindur fer.
Er ungir menn lenda í þoku, þeir villast - að vonum.
Og varla þeir áttunum nái, ef gluggarnir hríma.
Ég vona það aðeins að eyfirskum bændum og konum
auðnist að rata, og þekkja sinn vitjunartíma.
Lifðu heill.
Arnarfelli 9. feb. 1984.
Eiríkur Björnsson.
Þá koma vísur eftir Benedikt
Valdemarsson frá Þröm:
Áðurfyrrsem brekótt barn
buslaði ég í flekknum
meðan lék sér gáskagjam
gimbillinn hjá stekknum.
Blíðust alin bernskuást
býr í smalans minni.
Inni í daladrögum sjást
dýrðleg salakynni.
Veginn góða viljinn fann
vetrar hljóðu kveldin.
Hjartans glóðin bjarta brann
blítt við hlóðareldinn.
Heitt íæðum blóðið brann,
breyttinæði í vöku.
Ótal þræði andinn spann,
ástarkvæði og stöku.
Lífið bjarta lék og hló,
lýsti svartar nætur.
Eitthvað nartar í mann þó
inn við hjartarætur.
Brynhildur Friðbjarnardóttir á
Grenivík kvað:
Nú er liðið lífs míns bjarta vor
og leiðin styttist ört til sólarlagsins.
Pað þýðir ekki að gráta gengin spor
négráan hversdagsleika morgundagsins.
Sigurbjörn Stefánsson, dóttur-
sonur Sigurbjarnar í Fótaskinni
kvað:
Leiddi prúður dáðadrengur
dýra mey um túnið allt,
svona aðeins eins oggengur
eftir að grennslast hvað sé falt.
Líklega bendir næsta vísa til
þess að höfundurinn sé af æsku-
skeiði.
Ég brosi við bjarthærðum konum.
Hjá brúnhærðum gjaman ég sest.
Pær dökku ég dái að vonum
en dýrka þærgráhærðu mest.
U
Ég tel
Albert monn
að meiri
Mig langar að koma á framfæri
skoðun minni viðvíkjandi hinu
furðulega hundamáli sem gosið
hefur upp í höfuðborginni.
Búrtík sína Albert ætti
að eiga frjáls á sinni lóð,
jafnt þótt skríll að heiðnum hætti
heimti fórnardýra blóð.
Ég tel Albert mann að meiri
meðan ver hann sína tík.
Tilreitt hafa honum fleiri
hundaskít f Reykjavík.
Hann má aldrei undan vfkja,
eggja bæði karl og víf.
Fagurt á með reisn að ríkja
Reykjavíkur hundalíf.
Þar sem löggur morðtól munda
mikið þarf að styrkja lið
og borgin þriggja - þúsund hunda
þyrfti að stækka tugthúsið.
Ef þú hund af óska - kyni
átt og kannt að meta hann,
fylgd hans mun í skúri og skini
skapa úr þér betri mann.
Jón Bjarnason.