Dagur - 17.02.1984, Blaðsíða 12

Dagur - 17.02.1984, Blaðsíða 12
12 - DAGUR -17. febrúar 1984 Föstudagur 17. íebrúar. 19.45 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veöur. 20.30 Auglýsingar og dag- skrá. 20.40 Á döfinni. 20.50 Glæður. Um dægurtónlist síðustu áratuga. Lokaþáttur - Brautryðjend- ur. 21.35 Kastljós. 22.35 Mýs og menn. (Of Mice and Men) Bandarisk sjónvaipsmynd frá 1981 gerð eftir sam- nefndri skáldsögu eftir John Steinbeck. Leikstjóri:Reza Badyi. Aðalhlutverk: Robert Blake, Randy Quaid, Cassie Yates, Ted Neeley og Lew Ayres. „Mýs og menn" er um far- andverkamennina Lenna, sem er risi með bamssál, og George, verndara hans. Þessir ólíku menn eiga sam- an draum um betra líf, en á búgarði Jacksons bónda verður Lenni leiksoppur afla sem George fær ekki við ráðið. 00.25 Fréttir í dagskrárlok. La ugardagur 18. febrúar. 15.30 Vetrarólympiuleikarnir i Sarajevo. Feðginin eru á dagskrá kl. 20.35 á laugardag. 16.15 Fólk á förnum vegi. 14. Gleymska. 16.30 íþróttir. 18.30 Háspennugengið. Annar þáttur. 18.55 Enska knattspyrnan. 19.45 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Auglýsingar og dag- skrá. 20.35 Feðginin. Nýr flokkur - Fyrsti þáttur. Breskur gamanmyndaflokk- ur í þrettán þáttum um ekkjumann og einkadóttur hans á táningsaldri. 21.05 Nýtt úr heimi tískunn- ar. Þýsk mynd um sýningar tískuhúsa í París á vetrar- tískunni 1984.____________ 22.00 Butch Cassidy og Sun- dance Kid. Bandarískur vestri frá 1969. Leikstjóri: George Roy Hill. Aðalhlutverk: Paul Newman, Robert Redford og Katharine Ross. Tveir fífldjarfir galgopar ger- ast lestarræningjar og verð- ur gott til fanga svo að þeir gerast æ bíræfnari. Loks ger- ir forstjóri járnbrautarfélags- ins út flokk harðsnúinna manna til höfuðs þeim fóst- bræðmm. 23.50 Dagskrárlok. 19. febrúar. 16.00 Sunnudagshugvekja. 16.10 Húsið á sléttunni. Rithöfundurinn. 17.00 Vetrarólympiuleikarn- ir. 18.00 Stundin okkar. 18.50 Reykjavíkurskákmótið. Skákskýringar. 19.15 Hlé 19.45 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Auglýsingar og dag- skrá. 20.35 Sjónvarp næstu viku. 20.50 Glugginn. Þáttur um listir, menning- armál o.fl. 21.30 Úr árbókum Barchester- bæjar. Fimmti þáttur. 22.25 Vetrarólympiuleikarnir i Sarajevo. Listdans á skautum. 23.30 Dagskrárlok. Mánudagur 20. febrúar 19.35 Tommi og Jenni. 19.45 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Auglýsingar og dag- skrá. 20.35 íþróttir. 21.20 Dave Allen. 22.00 Vetrareinvígið. Sænsk sjónvarpsmynd. Myndin er um deilur bónda nokkurs við vegagerðina um brúsapall hans. 22.55 Fréttir í dagskrárlok. Priðjudagur 21. febrúar 19.35 Bogi og Logi. 19.45 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Auglýsingar og dag- skrá. 20.35 Bíldór. Kvikmynd sem ísfilm gerði fyrir umferðarráð um það hvemig ekki á að haga sér í umferðinni. 20.55 Skarpsýn skötuhjú. 3. þáttur. Feigðarhúsið. 21.50 Umræðuþáttur um rétt- indi og réttindaleysi skip- stjórnarmanna á fiski- skipum. 22.40 Fréttir í dagskrárlok. 22. febrúar 18.00 Söguhomið 18.10 Fæðingardagurinn. Stutt mynd um bamsfæð- ingu. 18.15 Sovésk teiknimynd. 18.35 Umloftinblá. Fræðslumynd. 18.55 Fólk á förnum vegi. 14. þáttur. Endursýndur. 19.10 Reykjavikurskákmótið 1984. 19.30 Hlé. 19.45 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Auglýsingar og dag- skrá. 20.35 Leiftur frá liðinni öld. Spjallað við Jennýju Guð- mundsdóttur sem nýlega varð 105 ára. 21.20 Dallas. 22.10 Vetrarólympiuleikarnir í Sarajevo. 23.10 Fréttir í dagskrárlok. Butch Cassidy og Sundancc Kid með Paul Newman og Robert Redford verður á dagskrá kl. 22.00 á laugardag. Föstudagur 17. febrúar 17.10 Síðdegisvakan. 18.00 Tónleikar - Tilkynning- ar. 18.45 Veðurfregnir - Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir - Tilkynn- ingar. 19.50 Við stokkinn. Stjómandi: Heiðdís Norðfjörð. 20.00 Lög unga fólksins. Þóra Björg Thoroddsen kynnir. 20.40 Kvöldvaka. a) Minningar og svipmyndir úr Reykjavik. b) Dauði Finns Vigfússonar. c) Úr íslenskum stórlyga- sögum: „Guðmundur gang- naforingi og brúin." Umsjón: Helga Ágústsdótt- ir. 21.10 Póll ísólfsson leikur eigin orgelverk. 21.40 Fósturlandsins Freyja. 22.15 Veðurfregnir • Fréttir ■ Dagskrá morgundagsins • Orð kvöldsins. 22.35 Djassþáttur. 23.15 Kvöldgestir - þáttur Jónasar Jónassonar. Gestur Jónasar er Jóhann Pétursson Svarfdælingur. 00.50 Fréttir • Dagskrárlok. Næturútvarp fró RÁS 2 hefst með veðurfregnum kl. 01.00 og lýkur kl. 03.00. La ugardagur 18. febrúar 7.00 Veðurfregnir • Fróttir • Bæn • Tónleikar - Þulur vel- ur og kynnir • 7.25 Leikfimi • Tónleikar. 8.00 Fréttir • Dagskrá • 8.15 Veðurfregnir • Morgunorð. 8.30 Forustugr. dagbl. • Tón- leikar. 9.00 Fréttir • Tilkynningar • Tónleikar. 9.30 Óskalög sjúklinga. Helga Þ. Stephensen kynnir. (10.10 Veðurfregnir) Óskalög sjúklinga frh. 11.20 Hrímgrund. Stjómandi: Sólveig Halldórs- dóttir. 12.00 Dagskrá • Tónleikar • Tilkynningar. 12.20 Fróttir 12.45 Veður- fregnir • Tilkynningar • Tónleikar. 13.40 íþróttaþáttur. 14.00 Listalif. Umsjón: Sigmar B. Hauks- son. 15.10 Listapopp. - Gunnar Salvarsson. (Þátt- urinn endurtekinh kl. 24.00). 16.00 Fréttir • Dagskrá • 16.15 Veðurfregnir. 16.20 íslenskt mál. Jón Aðalsteinn Jónsson sér um þáttinn. 16.30 Nýjustu fréttir af Njálu. Umsjón: Einar Karl Haralds- son. 17.00 Frá tónleikum Sinfón- íuhljómsveitar íslands í Háskólabíói 16. þ.m.; fyrri hluti. 18.00 Ungir pennar. Stjómandi: Dómhildur Sig- urðardóttir. 18.10 Tónleikar • Tilkynning- ar. 18.45 Veðurfregnir • Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir • Tilkynn- ingar. 19.35 „Sóleyin grær í snjó“ Jón úr Vör les þriðja og síð- asta lestur úr ljóðaflokki sín- um „Þorpinu". 20.00 „Ameríkumaður í París'* 1 Hljómsveitarverk eftir George Gershwin. 20.20 Útvarpssaga barnanna: „Niculás Nickleby" eftir Charles Dickens (14). 20.40 Norrænir nútímahöf- undar 3. þáttur: Kjartan Flogstad. 21.15 A sveitalínunni í Fnjóskadal. Þáttur Hildu Torfadóttur, Laugum í Reykjadal. 22.00 Krækiber á stangli. sjöundi rabbþáttur Guð- mundar L. Friðfinnssonar. 22.15 Veðurfregnir • Fróttir • Dagskrá morgundagsins • Orð kvöldsins. 22.35 Harmonikuþáttur. Umsjón: Sigurður Alfons- son. 23.05 Létt sígild tónlist. 23.50 Fréttir • Dagskrárlok. 24.00 Næturútvarp frá RÁS 2 til kl. 03.00. 19. febrúar 8.00 Morgunandakt. 8.10 Fréttir. 8.15 Veðurfregnir • Forustu- gr. dagbl. 8.35 Létt morgunlög. Hljómsveit Wal-Bergs leikur. 9.00 Fróttir. 9.05 Morguntónleikar. 10.00 Fréttir ■ 10.10 Veður- fregnir. 10.25 Út og suður. Þáttur Friðriks Páls Jónsson- ar. 11.00 Guðsþjónusta á konu- degi í Langholtskirkju. Helga Soffía Konráðsdóttir prédikar og Agnes M. Sig- urðardóttir þjónar fyrir alt- ari. Organleikari: Oddný Þor- steinsdóttir. Hádegistónleikar 12.10 Dagskrá ■ Tónleikar. 12.20 Fréttir ■ 12.45 Veður- fregnir • Tilkynningar • Tónleikar. 13.30 Vikan sem var. Umsjón: Ævar Kjartansson. 14.05 Leikrit: „Mörður Val- garðsson" eftir Jóhann Sig- urjónsson. (Áður útvarpað 25. des. sl.) 16.00 Fréttir • Dagskrá • 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Um vísindi og fræði • Erfðarannsóknir og örver- ur. Guðmundur Eggertsson prófessor flytur sunnudags- erindi. 17.00 Frá tónleikum Sinfón- íuhljómsveitar íslands í Háskólabíói 16. þ.m.; seinni hluti. 18.00 Um fiska og fugla, hunda og ketti og fleiri ís- lendinga. Stefán Jónsson talar. 18.15 Tónleikar • Tilkynning- ar. 18.45 Veðurfregnir • Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir • Tilkynn- ingar. 19.35 Bókvit. Umsjón: Bernharður Guð- mundsson. 19.50 „Helfró" Klemenz Jónsson les smá- sögu eftir Jakob Thorar- ensen. 20.00 Útvarp unga fólksins. Stjórnandi: Guðrún Birgis- dóttir. 21.00 íslensk þjóðlög á 20. öld; seinni hluti. Sigurður Einarsson kynnir. 21.40 Útvarpssagan: „Könn- uður í fimm heimsálfum" eftir Marie Hammer. (7) 22.15 Veðurfregnir • Fréttir • Dagskrá morgundagsins • Orð kvöldsins. 22.35 Kotra. Stjómandi: Signý Pálsdóttir. 23.05 „Gakk í bæinn, gestur minn" Seinni þáttur Sigrúnar Björnsdóttur um þýska tón- skáldið Hanns Eisler og söngva hans. 23.50 Fréttir • Dagskrárlok. Nú fer senn að ljúka sýning- um á My fair Lady hjá Leik- félagi Akureyrar, ekki þó vegna þess að dregið hafi að ráði úr aðsókn, heldur vegna þess að aðalleikararn- ir höfðu ráðið sig til annarra starfa. Allt bendir til þess að sýningar verði a.m.k. 53 og þar með hafa öll fyrri sýn- ingarmet verið slegin. Þessi sýning Leikfélags Akureyrar er lofsverð og hún hefur fært mönnum sannanir þess, sem áður voru taldar hugargælur. Margir urðu til að láta í ljós efasémdir í upphafi, en hvers vegna?, þegar litið er til þess að Leikfélagið var með margar rósir í hnappa- gatinu frá fyrri árum; Meyj- arskemmuna, Bláu kápuna, Nituche og fleiri stórverk mætti nefna. Og áðurnefnd verk voru sett á svið á með- an félagið rak áhugaleikhús. Með sýningunni á Lady- inni hafa akureyrskir leikar- ar, hljóðfæraleikarar og söngvarar, já og dansarar, sameinast. Það er ástæða til að fagna því samstarfi og vonandi er þetta aðeins byrjunin. Hljómsveit Tón- listarskólans er í stöðugum vexti og tekur sér sífellt stærri verkefni fyrir hendur. Reynslan eftir veturinn í Samkomuhúsinu var henni kærkominn skóli og eflir Roar Kvam og hans harð- snúna lið til frekari dáða. Sömu sögu er að segja um félagana í Passíukórnum og nóg er af söngmönnum á Akureyri til enn frekari af- reka. Bærinn hefur ekki fengið viðurnefnið „Gaul- verjabær" að ástæðulausu. En síðast en ekki síst vil ég nefna þær tekjur sem þessi sýning hefur aflað bæjarfélaginu. Fólk utan af landi, ekki síst Reykvíking- ar, hefur komið í hópum til Akureyrar í helgarferðir með það að meginmark- miði, að sjá söngleikinn. En fleira hangir á spýtunni og fjölmargir þjónustuaðilar í bænum njóta góðs af. Með hliðsjón af þessari reynslu finnst mér rétt að kanna möguleika á að koma upp „kassa“-söngleik á Ak- ureyri árlega, eða jafnvel óperettum. Af hverju ekki? Og fyrst ég minnist á þetta; hvernig væri nú að kórar bæjarins selji sínar húseign- ir, en sameinist þess í stað um að koma upp góðu tón- leikahúsi. Hvernig væri til dæmis að kaupa Nýja bíó? Mér er sagt að hljómburður þar sé góður. Þaö mætti setja upp skemmtanir til fjáröflunar. Þetta gerðu áhugamenn í Reykjavík með góðum árangri; keyptu hús yfir söngskóla fyrir af- raksturinn, en þessi skóli er grunnurinn að íslensku óp- erunni. Ég get vel hugsað mér Nýja bíó sem virðulegt tónleikahús og þar gæti jafn- framt verið aðstaða fyrir söngleiki, óperettur, óperur og hver veit hvað. Þetta er hugmynd. Gísli Sigurgeirsson.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.