Dagur - 17.02.1984, Blaðsíða 8

Dagur - 17.02.1984, Blaðsíða 8
8 - ÐAGUR -17. febrúar 1984 „Ég er mjög ánœgð með leikhús okkar Akureyringa í dag, en vissulega hafa ekki alltafverið jólin. Sýn- ingar hafa fallið - og það er slœmt - en það má ekki ásaka fólkið fyrir að koma ekki í leikhúsið þegar þannig fer. Ástœðuna er miklu fremur að finna hjá leikhúsinu sjálfu og öll leikhús verða að vera gagnrýnin á eigin verk. Við þurfum ekki að kvarta, því Akureyringar eru mjög duglegir að sækja leikhús, en þeir eiga það sammerkt með mér og eflaust mörg- um öðrum; þeir fara ekki nema verkið veki áhuga þeirra. En œtli Akureyr- ingar eigi ekki heimsmet í leikhússókn, ef miðað er við fólksfjölda!! Ég gæti best trúað því. “ Ég er kominn í heimsókn til Sunnu Borg, leikara, sem gert hefur garðinn frægan með Leikfélagi Akureyrar um árabil. Við hreiðruðum um okk- ur á heimili hennar og Þengils Valdi- marssonar og hófum spjallið. Sunna Borg; það er eitthvað leiklistarlegt við þetta nafn. Ég spurði hana því fyrst um ætt og uppruna; hvaðan kemur Sunna Borg? Hálfur Akureyringur „Ég kem frá Reykjavík, þar sem ég er fædd og uppalin; fædd á Víðimel í Vesturbænum, en uppalin á Hraun- teig í Austurbæ. Faðir minn er Geir Borg, bróðir Önnu Borg, þeirrar miklu leikkonu. Systkini þeirra; Óskar, Áslaug, Emilía og Póra höfðu öll einhver afskipti af leiklist. Þau áttu raunar ekki langt að sækja það, því amma mín, Stefanía Guð- mundsdóttir, þótti mjög góð leik- kona, að því er mér er sagt. Hún stóð einnig fyrir fyrsta dansskólanum sem starfræktur var á íslandi og Óskar kenndi með henni. Þau léku einnig saman í Iðnó, en eftir að amma dó hætti Óskar öllum afskiptum af leik- list og vildi helst ekki í leikhús fara. Ég er því af leikaraættum, Gísli minn, eins og þú sérð, og ekki hefur það nú alltaf verið til að hjálpa mér við mitt starf, þvert á móti. Ég fékk stundum að heyra það frá kollegum mínum, að ég fengi hlutverkin út á Borg nafnið, en ekki vegna eigin hæfileika. Þetta þótti mér sárt, en sem betur fer eru þessar raddir þagn- aðar. En ég er Akureyringur í aðra ætt- ina, þannig að það er ekki alger til- viljun að ég er hér nú. Móðir mín er Guðrún Ragnars, dóttir Ragnars Ólafssonar og Guðrúnar Jónsdóttur. Ég er af þeirri margfrægu Reykja- hlíðarætt í móðurættina, en þú mátt ekki spyrja mig nánar um ættfræði, þvi þar kemur þú algerlega að tóm- um kofanum hjá mér. Foreldrar mín- ir skildu þegar ég var enn barn, en ég hef alltaf haldið góðu sambandi við þau bæði. Ég kom fyrst hingað til Akureyrar 18 ára gömul, í heimsókn til mömmu minnar, sem þá var hér til að annast aldraða móður sína. Ég ætlaði að vera hér í 2 daga, en þeir dagar urðu að tveim árum og ég fór að vinna í Landsbankanum. Mamma var hér í 4 ár og notaði tímann til að fara í sjúkraliðanám. Akureyri á því sterk ítök í mér.“ Ekki fædd leikari - Þú sagðist vera af leikaraættum, ertu þá fædd leikari; var það draum- ur þinn frá barnæsku að feta í fótspor föðursystkina þinna? „Nei, síður en svo. Ég fór að vísu nokkuð oft í leikhús, því föðursystur mínar voru duglegar að bjóða okkur krökkunum á sýningar og þá fengum við gjarnan að koma á bak við, eins og kallað er. En það hafði ekki áhrif á mig að koma svona nærri þessu. Ég var feimin og þekkti ekki aðra en frænkur mínar. Það þurfti eitthvað meira til að vekja áhuga minn á leik- list.“ - Hvað þurfti til? „Það er nú raunar saga að segja frá því, það var algert slys. Raunar gerðist það hér á Akureyri. Einn daginn kom Jón Kristinsson, þáver- andi formaður Leikfélags Akureyr- ar, í Landsbankann og spurði um mig. Ég vissi ekki hver maðurinn var, en hann spurði hvort ég hefði ekki áhuga á að leika með leikfélag- inu. Ég hélt nú ekki, ég hefði aldrei á svið stigið og hefði engan áhuga á að reyna það. Auk þess benti ég Jóni á þá staðreynd, að ég þekkti engan. En þar sló Jón mig út af laginu, því hann sagði að hjá ieikfélaginu kynnt- ist ég mörgu fólki og það dræpi mig nú ekki að koma og sjá hvernig þetta liti út. Þá fór ég að hugsa málið og komst að þeirri niðurstöðu, að senni- lega væri þetta nú ekki svo vitlaust hjá Jóni. Ég dreif mig því á æfingu. Nú, ég var kynnt fyrir fólkinu, en síðan var hent f mig einhverju hefti og ég beðin að fara upp á svið og lesa. Mér fannst ég varla læs og þar að auki var ég átakanlega feimin. En niðurstaðan varð nú samt sú, að ég lék í þessu leikriti, sem hét Sweden- hjelm-fjölskyldan. Ég lék kærustu og hlutverkið þótti mér óttalega leiðin- legt. Þessi reynsla varð því ekki til að kveikja í mér leiklistaráhugann. Ég fann ekki fyrir þessum fiðringi sem allir tala um. En í kjölfarið var „Bærinn okkar“ settur á svið hjá Leikfélagi Akureyr- ar undir stjórn Jónasar Jónassonar. Þar var ég beðin að leika unga stúlku og ég sló til. En fljótlega eftir að æfingar byrjuðu fann ég að ég gat þetta ekki, mér fannst hlutverkið allt of umfangsmikið til að ég gæti ráðið við það. En ég hélt samt áfram og þegar líða tók á æfingatímabilið kom þetta smátt og smátt. Þá fór ég að hafa gaman af þessu, enda var hlut- verkið skemmtilegt. Þar með var neistinn kveiktur. Jónas var harður og strangur, en hann var góður leik- stjóri. Hann skammaði mig oft alveg óskaplega, sérstaklega framan af. Og ég átti það alveg skilið, því ég náði engum tökum á hlutverkinu og kunni ekki neitt. Ádrepur Jónasar urðu til þess að ég fór alvarlega að hugsa um hvernig ég ætti að komast í gegnum þetta og með einhverjum hætti tókst það.“ Fullt hús í Iðnó - Hvernig var þessari sýningu tekið? „Hún fékk mjög góða dóma, ef ég man rétt, enda er þetta mjög sérstakt verk. Það var til dæmis lítið um leikmuni, en þeirra í stað urðum við að bregða fyrir okkur látbragðsleik ' til að sýna tilveru ýmissa hluta í sýn- ingunni. Þarna var náttúrlega jafn- framt verið að höfða til ímyndunar- afls áhorfenda, sem eflaust hefur ver- ið misjafnlega frjótt. Að minnsta kosti var sýningin illa sótt á Akur- eyri, en síðan sýndum við í tvígang í Iðnó fyrir troðfullu húsi. Þá fékk ég hvatningu frá ýmsum mætum leikur- um til að fara í leiklistarskóla og það var mjög uppörvandi fyrir mig.“ - Léstu það eftir þeim? „Hvatning þeirra hefur eflaust haft einhver áhrif, en fyrst og fremst var það fyrir eigin áhuga að ég fór í Leiklistarskóla Þjóðleikhússins og námið þar tók þrjú ár.“ - Fenguð þið að leika á meðan á náminu stóð? „Já, það kom fyrir að við vorum notuð í smáhlutverk. Mér er ein sýn- ing sérstaklega minnisstæð. Það var í Kaupmaðurinn frá Köbemik, sem núverandi þjóðleikhússtjóri, Gísli Alfreðsson, stjórnaði. Þar var ég með lítið en skemmtilegt hlutverk. Svo veiktist ein leikkonan og Gísli bað mig að hlaupa í skarðið. Það var hefðarkona sem ég átti að leika og fyrirvarinn var skammur, en ég lét mig hafa það - og hafði raunar svolít- ið gaman af. Þar með hélt ég að minni vinnu við þessa sýningu væri lokið, en þá forfallaðist önnur leik- kona og aftur leitaði Gísli til mín. Nú átti ég að leika gleðikonu og fékk svona álíka langan tíma til að undir- búa mig, en aftur sló ég til. Ég hugs- aði eingöngu um gleðikonuna, því ég vissi ekki annað en sú sem lék hefð- arkonuna væri orðin frísk. En þegar senunni með gleðikonunni var lokið kom Gísli til mín og sagði: - Jæja, Sunna, nú er að skipta um búning og bregða sér í gervi hefðar- konunnar. - Ertu eitthváð verri, sagði ég, ég er búin að gleyma rullunni, ég get það ekki. - En leikkonan er lasin enn, á ég að stoppa leiksýningu fyrir fullu húsi. Drífðu þig bara í fötin og inn á svið,“ sagði Gísli og var ákveðinn. Hann var klókur þar, því auðvitað vissi hann hvernig í öllu lá áður en sýningin byrjaði. En hann vissi sem var, að ef hann hefði orðað þetta við mig þá hefði allt farið í baklás. Þess vegna beið hann þar til ég sat föst í netinu og gat hvergi komist. En eftir þetta var það lengi haft á orði, ef ein- hver veiktist eða forfallaðist af öðrum ástæðum: Það verður bara að tala við Sunnu. Þetta var mikil lífsreynsla, ekki síst vegna þess að þessar persónur voru algerar andstæður, og þar að auki kunni ég hvoruga rulluna. Ekki bætti það heldur úr skák, að hefðar- konan átti að syngja og það hefur nú aldrei verið mín sterka hlið. En ég huggaði mig við það, að „ladyin“ átti að vera vel slompuð, þannig að það gerði ekki svo mikið til þótt hún færi aðeins út af laginu. Svo rann stundin upp. Carl Billich var hljómsveitar- stjóri og hann gaf mér merki um að byrja. Ég stóð þarna eins og illa gerður hlutur uppi á einhverju grind- verki sem slompuð hefðarkona. En lagið var nokkuð strembið og ég klúðraði því strax í upphafi, það fór allt til fjandans, en ég reyndi að tala textann eftir bestu getu. Þetta var mikið „upplevelsi“ fyrir meðleikara mína, sem héldu varla vatni fyrir hlátri, en ég hefði helst viljað stökkva niður af grindverkinu og skilja eftir mig gat á sviðinu. Ég var með blöð í höndunum með nótunum og textanum, en ég er nærsýn og var þar að auki nervös, þannig að lín- urnar runnu allar saman. Þá henti ég blöðunum bara út í miðjan sal og trallaði svo það sem eftir var af lag- inu. Og það sem merkilegt var, þetta gerði bara lukku. Áhorfendur höfðu nefnilega ekki hugmynd um hvernig þetta atriði átti að vera.“ Allt of mikið af leikurum - Hvernig var að koma út úr leiklist- arskóla atvinnulega séð? „Það var slæmt þá eins og nú. Það var allt of mikið af leikurum miðað við eftirspurn. Ég mátti teljast heppin, því ég fékk hlutverk í Skál- holti Kambans, sem tekið var upp fyrir sjónvarp. Þar fór ég með hlut- verk Ragnheiðar biskupsdóttur. Ég var feimin og inni í mér, eins og ég er raunar enn, og ég var hrædd við þessa „stóru“ leikara, en sem betur fer hefur það elst af mér. En það voru allir góðir við mig, sérstaklega þó leikstjórinn, Baldvin Halldórs- son, sem er mikill vinur minn. Það var ekki erfitt að skilja Ragn- heiði Brynjólfsdóttur, en síðar átti ég eftir að leika Helgu í Bræðratungu í sama verki hjá Leikfélagi Akureyrar. Það var ekki síður skemmtilegt að takast á við þá merkiskonu, sem Bríet Héðinsdóttir lék í sjónvarps- uppfærslunni. Hún var aftur á móti leikstjóri í uppfærslu Leikfélags Ak- ureyrar og ég sagði við hana að lok- inni frumsýningu, að nú ætti ég bara eftir að leika Valgerði gömlu. Þá teldi ég mig vera búna að gera vel við Skálholt Kambans!“ Til Ameríku - Síðan lá leiðin til fjarlægra landa. „Jú, það er rétt. Fyrir tilviljun rakst ég á auglýsingu um styrk frá Rotary-hreyfingunni til leiklistar- náms í Bandaríkjunum. Ég sótti um í einhverju bríaríi, en sennilega hefði ég aldrei lagt út í það ef ég hefði vit- að hvers konar bréfaskriftir og vott- orðaflóð það hafði í för með sér. Ég átti meira að segja að sýna fram á innistæðu í banka, hvað þá annað. Raunar átti ég ekki krónu, en ég sló lán hjá pabba og lagði upphæðina inn á bankareikning. Síðan tók ég ljósrit af bankabókinni og sendi út. Mér til mikillar undrunar fékk ég styrkinn. En ég gerði mér enga grein fyrir því fyrr en ég kom heim, hvað þetta var fínn styrkur.“ - Og hvert fórstu? „Ég fór til suðurríkja Bandaríkj- anna, nánar tiltekið til skólabæjarins Athens í Georgíu. Þar var óskap- legur hiti þegar ég kom út og fyrsta daginn þurfti ég að standa í biðröð til innritunar, sem mér fannst vera margra kílómetra löng. Ég hélt ég fengi sólsting. í upphafi skólastarfsins átti að setja upp leikrit og allir nemendurnir voru prófaðir, kallaðir upp á svið og látnir lesa. Ég var útlendingur í fram- andi umhverfi og var í svitakófi við minn fyrsta upplestur. Fyrst voru valdir úr 50 nemendur og þeir prófaðir aftur og þannig var hringur- inn þrengdur smátt og smátt. Ég var alltaf inni og mér fannst ískyggilegt hvað ég var oft kölluð upp. Endirinn varð sá, að ég var valin í aðalhlut- verkið. Mér varð svo mikið um, að ég fékk grátkast. Ég fór til leikstjór- ans og sagði honum að ég gæti þetta ekki, en benti á aðra sem væri miklu betri í þetta hlutverk. Þetta var ítalskt byltingarleikrit og ég átti að leika konu sem var á sviðinu allan tímann, og ekki nóg með það, ég átti að vera sítalandi. Eg benti því leik- stjóranum á skólasystur mína sem heppilegri manneskju í þetta hlutverk. En leikstjórinn hristi bara hausinn og sagði: Þetta er ákveðið, þú mætir bara hér á æfingu á morgun. Næstu vikumar var ég í því að læra þetta hlutverk, og með orðabókina á lofti, því það var skrifað á erfiða ensku. Og það var ekki nóg með að ég þyrfti að fletta upp þeim orðum sem ég sagði sjálf, ég varð líka að skilja hvað mótleikarar mínir voru að segja. Ég svaf því lítið æfingatím- ann og með einhverjum hætti komst ég í gegnum þetta. En eftir það hugs- aði ég með mér: Fyrst ég komst í gegnum þetta leikrit og það á fram- andi tungu, þá er ég nú bara aumingi ef ég get ekki leikið almennilega á mínu móðurmáli. Þetta held ég að hafi verið minn besti skóli. Leikritið var svo sýnt nokkrum sinnum og allt- af fyrir troðfullu húsi. Ég fékk meira að segja blómvendi frá einhverjum sem ég vissi aldrei hverjir voru!!“ Til Akureyrar á ný Nú verðum við að gera langa sögu stutta. Sunna var í tæpt ár í leiklistar- skólanum í Bandaríkjunum. Eftir heimkomuna tók hún þátt í sýningu Þjóðleikhússins á Jóni Arasyni, þar sem hún lék biskupsdótturina. Einn- ig lék hún bóndadótturina í kvik- myndinni Lénharði fógeta, sem sjón- varpið lét gera og var sú mynd mjög umdeild á sínum tíma. „Ég var alltaf sett í þessi dóttur- hlutverk; ef það var ekki biskups- dóttir þá var það stórbóndadóttir. Þetta var að festast við mig, en því miður vill slíkt henda marga nýút- skrifaða leikara. Þeir eru settir í ákveðna skúffu og þar eru þeir geymdir þar til þörf er fyrir þeirra karakter,“ segir Sunna. Sunna reyndi líka leikstjórn, setti upp einar 7 sýningar með áhugaleik- félögum vítt og breitt um landið, jafnframt því sem hún hélt leiklist- arnámskeið. „Ég vissi ekkert hvað ég var að fara út í, en ég passaði mig með það, að láta fólkið ekki finna það. Ég lét sem ég hefði þetta allt á hreinu, enda þýddi ekki annað, því ella hefði fólk- ið misst alla tiltrú á mér!! Og þetta gekk bara ágætlega og ég hafði gam- an af. Þarna fékk maður að kynnast öllum þáttum leiklistarinnar. Ég var leikstjóri, en jafnframt vann ég við búninga og leikmynd, var að mála fram á nætur. Og svo var það leik- skráin, ekki má gleyma henni. Þetta var því dýrmæt reynsla út af fyrir sig.“ - Aftur til Akureyrar, hvernig kom það til? „Ég hitti Odd Björnsson, þáver- andi leikhússtjóra hjá Leikfélagi Ak- ureyrar, í Þjóðleikhúskjallaranum. Hann spurði mig si svona: Af hverju kemur þú ekki bara norður? Það er ekki svo vitlaus hugmynd, sagði ég, og þar með var það ákveðið. Eg setti 17. febrúar 1984 - DAGUR - 9 þótti mörgum lítið til vinn unnar ennþá spurð hvort þú vinnir ekkert með leiknum? „Já, jafnvel, en það heyrir til undantekninga. Fólk er almennt far- ið að átta sig á því að þetta er ekki eintómur leikur sem fram fer í Sam- komuhúsinu okkar. Þetta er eins og hver önnur vinna og stundum getur hún verið ansi strembin. Það er stundum sagt að leikarar lifi hátt, en það stenst ekki. Það verður enginn lengi leikari með því að stunda hið ljúfa líf samhliða leiklistinni, frekar en annarri vinnu. En auðvitað skemmtum við okkur, við erum ekki dauð úr öllum æðum og það má vel vera að við vekjum meiri athygli en aðrir. En ég hef ekki orðið fyrir slæmu umtali, alla vega ekki til finna það sjálf. er oft heilsað ti á götu, jafnvel af manneskjum sem ég kem ekki fyrir mig enda er ég óskaplega ómann glögg sjálfri mér og öðrum til leið inda. Én ég tek alltaf undir, því mér finnst þetta ósköp notalegt.“ Óskahlutverk á færibandi - Einhver uppáhaldshlutverk? „Þegar ég var yngri og nýútskrifuð úr leiklistarskóla var ég með óska- hlutverk á færibandi. En þau komu ekki á silfurfati og nú er ég farin að hugsa öðruvísi. Nú er það hlutverk sem ég er að fást við hverju sinni mitt óskahlutverk og flest hræra þau upp í tilfinningalífi manns að einhverju leyti, þó þau séu misjafnlega sterk.“ - Nú ertu að glíma við Önnu í „Súkkulaði handa Silju“ eftir Nínu Björk Árnadóttur. Hvers konar súkkulaði er það? „Það er mjög blandað súkkulaði, en ég held að það sé ágætis blanda. Leikritið fjallar um einstæða móður, sem er fyrirvinna og uppalandi, eins og margar konur búa við. Þetta er saga Önnu, sem stendur í kexverk- smiðju allan daginn og það er mjög lýjandi starf, enda er hún alltaf búin að vera þegar hún kemur heim úr vinnunni. A meðan Silja var lítil gekk þetta átakalaust, en þegar hún kemst á táningaaldurinn fer samband þeirra að verða erfiðara og það endar með því að hún fer að heiman." - Hvernig vinnur þú svona hlutverk? „Ég þreifa mig áfram smátt og smátt. Fyrst skeður ekki neitt, alla vega ekki hjá mér. En eftir því sem maður kynnist textanum betur kem- ur persónan nær manni og ég reyni að setja mig í hennar spor. Ég héf haft spurnir af því að vinna við færi- bönd í kexverksmiðju sé slítandi, þó ég hafi ekki reynt slíka vinnu sjálf. Ég hef líka lesið um reynslu kvenna í slíkum störfum, t.d. er mér minnis- stætt viðtal við konu í bónusvinnu í frystihúsi. Hún segir þar, að konur sem búnar séu að vera í slíku starfi í 15 ár, þær geti ekki meir. Þær séu útslitnar. Út frá þessu og ýmsum öðrum punktum reynir maður að hugsa.“ - Nú er þetta leikið í Sjallanum. Hvernig leggst það í þig? „Satt best að segja leist mér ekkert á það til að byrja með, en ég er farin að sætta mig við það núna. Það er talsvert öðruvísi að leika á sviði í leikhúsi eða í danshúsi. Auk þess fer leikurinn fram á tveim pöllum og ein- um barnum auk aðalsviðsins. Og at- riðin eru líka mörg óg á milli þeirra þurfum við að fara út í myrkri. Ég er hræddust um að ég rati ekki réttu leiðina, eða þá að mér verði fóta- skortur á leiðinni, því ég hef aldrei verið góð í slíkum myrkraverkum!!! En vonandi kann fólk að meta þessa nýbreytni og maður má ekki verða íhaldssamur í þessu starfi, þannig að maður geti ekki leikið nema á ákveðnu leiksviði." Fyrir fólkið - Verkefnaval Leikfélags Akureyrar kom mér skemmtilega á óvart í haust, þar sem að minnsta kosti tvö ef ekki þrjú „kassastykki“ voru með- al þess sem sýna átti. Nú hefur löngum verið talað í niðrandi tón um slík verk af ýmsum „menningarvit- um“ og þá ekki síst leikhúsfólki. Hvað kom til? „Já, þetta er alveg rétt hjá þér, en ég held að þetta sé að breytast, guði sé lof. Leikarar mega ekki verða það eigingjarnir, að þeir hugsi ekki um annað en ný og spennandi leikrit, þar sem þeir fái góð hlutverk. Það eru áhorfendur sem skipta mestu máli og gott leikhús verður að höfða til sem flestra. Þar að auki held ég að verk- efnaval hjá leikhúsi með 4-5 sýning- ar á ári geti orðið hæfileg blanda, þannig að flestir geti fengið eitthvað við sitt hæfi. Ég held að Leikfélag Akureyrar hafi komist nærri því markmiði með verkefnavali sínu í ár.“ - My fair Lady hefur slegið öll eldri sýningarmet og gengur enn fyrir fullu húsi. Ertu ánægð með þann ár- angur? „Já, svo sannarlega og ég er stolt af stuðningi mínum við þennan söng- leik þegar unnið var að verkefnaval- inu í leikhúsráði, ekki síst vegna þess að með þessari sýningu hefur komist á mjög gott samstarf með LA, hljóm- sveit Tónlistarskólans og Passt'ukórn- um. Vonandi verður framhald á því samstarfi.“ - Megum við þá eiga von á öðrum söngleik næsta vetur? „Því ekki það, en engin ákvörðun hefur þó verið tekin um slíkt enn. En svo mikið er víst, að við verðum að sýna leikhúsverk sem höfða til fólksins, sem fólkið vill sjá. Sé ein- göngu miðað við menningarlegan metnað leikaranna er eins gott að oka.“ - Hvað tekur við á eftir súkkulað- nu? „Soffía frænka í Kardemoinmu- bænum. Það verður ábygglega gam- an að glíma við þá kerlingu," sagði Sunna Borg. - GS. - Sunna Borg, leikkona, í helgarviðtali allt í gang og kom norður. Þannig var nú það. Eg ætlaði upphaflega ekki að vera hér nema í eitt ár, en hér er ég enn.“ Ánægð með lífið - Hvernig kannt þú við þig? „Vel, og ég er ánægð með lífið og tilveruna, annars væri ég ekki hér. Það er gott að vera hjá Leikfélagi Akureyrar og leikhúsið stendur vel í fæturna. Það hefur sýnt sig í vetur. Stærsti kosturinn við að vera hér er sá, að hér fær maður að spreyta sig á mörgum ólíkum hlutverkum. Hér festist maður ekki í einni og sömu skúffunni. Þar að auki fylgist leikar- inn mun betur með öllum þáttum leikhússins hér en gengur og gerist hjá leikhúsum fyrir sunnan. Vinna við lýsingu, leikmynd og búninga fer ekki framhjá okkur og þeir sem eru í minnstu hlutverkunum hverju sinni eru þátttakendur í smíði leikmyndar- innar og búningasaumi. Það er ein- hæft að gera ekkert annað en leika og hugsa ekki um annað en sjálfan sig og sitt eigið hlutverk. Slíkt getur ekki gerst hjá Leikfélagi Akureyr- ar.“ - Hver er hápunktur leikarans? „Það gefur mér mest ef ég er sjálf ánægð með það sem ég er að gera í það og það skiptið, ef ég finn mig í hlutverkinu. Sé ég hins vegar ekki al- veg sátt við sjálfa mig getur þetta orðið erfitt. Þetta er aðalatriðið, en vissulega skipta viðbrögð fólksins í salnum líka miklu máli. En mín eigin tilfinning gerir oftast vart við sig áður en til frumsýningar kemur. Og oftast undirstrika viðtökurnar mína eigin tilfinningu.“ - Hvað með krítíkera? „Vissulega les ég það sem skrifað er um leiklist og krítík skiptir máli, þótt margir leikarar segi að þeir lesi hana ekki og þeir sem skrifa hana hafi ekkert vit á leiklist. Ég held að það sé ekki hollt fyrir leikara að lifa í slíkum fílabeinsturni. En það er langt í frá að ég sé alltaf sammála því sem skrifað er um leiklist, en oft finn ég sannleikskorn, bæði í því sem lofað er og lastað. Auðvitað finnst manni það sárt, ef krítíker rífur niður það sem maður hefur verið að gera í marga mánuði, sumir jafnvel að frumsýningunni einni séðri. Aðrir koma og kynnast verkinu á æfingum. En krítíkerar hafa sinn rétt. Þeir dæma út frá því sem þeim finnst. Og eitthvað er það nú alltaf spennandi þegar gagnrýnin kemur á prent. Ég er hrædd um að leikurum þætti eitthvað vanta ef ekkert væri skrifað um þeirra sýningar. En ég get ekki látið hjá líða að bæta því við, að það gerði nú ekkert til þótt á meðal leik- listargagnrýnenda væru fleiri leiklist- armenntaðir menn.“ - Leikarar eru áberandi í fá- mennu samfélagi, flestir þekkja and- litin og jafnvel persónurnar og þess vegna eru þeir umtalaðir. Lengi vel

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.