Dagur - 17.02.1984, Blaðsíða 14

Dagur - 17.02.1984, Blaðsíða 14
14 - BAGUR - 17. febrúar 1984 Ráðsteftia umlmnamá kvenna Markmið nefndarinnar er að ná fram úrbótum í launa- málum kvenna. Sérstök áhersla verði lögð á launajafn- rétti kynjanna á vinnumarkað- inum, og með konum almennt myndist samstaða um þcssi mál. í framhaldi af því starfi, sem unnið ltefur verið að undan- förnu, er ákveðið að efna til funda víðs vegar um landið, laugardaginn, 18. febrúar 1984. Á Akureyri, verður fundur- inn haldinn á Hótel KEA kl. 14.00. Þar munu Gerður Steinþórsdóttir og Sigríður Skarphéðinsdóttir, kynna starf nefndarinnar og niðurstöður úr því. Karolína Stefánsdóttir og Valgerður Magnúsdóttir, skýra frá könnun, sem nýíega var gerð á Akureyri, á vegum jafnréttisnefndar Akureyrar. Elín Antonsdóttir sér um skemmtiatriði. Fundarstjóri verður Þóra Hjaltadóttir. (Fréttatilkynning). Edda Erlendsdótdr leikur á Akureyri Edda Erlendsdóttir, píanó- leikari, heidur tónleika í Borgarbíói á morgun, laug- ardaginn 18. febrúar, og hefjast þeir kl. 17:00. Tón- leikarnir eru á vegum Tón- listarfélags Akureyrar. Edda Erlendsdóttir er Reykvíkingur og stundaði nám hjá Árna Kristjánssyni í Tónlistarskólánum í Reykjavík. Síðan lá leiðin til Parísar, þar sem hún nam við tónlistarháskóla borgar- innar hjá Pierra Sancan. Edda hefur haldið marga tónleika í Frakklandi, á Norðurlöndunum og hér heima á íslandi, bæði sjálf- stæða tónleika og með hljómsveitum. Auk þess hefur Edda leikið fyrir út- varp og sjónvarp heima sem erlendis og nýlega sendi hún frá sér hljómplötu með píanóverkum eftir Schubert, Alban Berg og Arnold Schönberg. Edda býr nú í París og samhliða tónleikahaldi kennir hún við tónlistarskóla í Lyon. KA gegnKR í höld Síðasti heimaleikur KA í 1. deildinni í handbolta á þessu keppnistímabili verður í íþróttahöllinni í kvöld, og er vakin athygli á breyttum leik- tíma. Leikurinn hefst kl. 18.30 en ekki kl. 20 eins og venjan hefur verið. Segja má að þessi leikur skipti litlu máli fýrir KA en KR-ingar mæta hins vegar sennilega eins og grenjandi ljón til leiksins þar sem þeir eiga enn smá möguleika á að hljóta sæti í úrslitakeppni 4 efstu liðanna um íslandsmeist- aratitilinn. Þeir Gunnar Gísla- son og Jakob Jónsson (KA- menn) leika báðir með KR og' hefur það flogið fyrir að KA- menn ætli að leggja allt í söl- urnar til að vinna KR-ingana og hljóta þar með sinn fyrsta sigur í deildinni í vetur. Konudagurinn Nú verða allir góðir eiginmenn að haska sér tímanlega fram úr bælinu á sunnudagsmorgun- inn, því þá er konudagurinn. En akureyrskir karlmenn þurfa ekki að hafa fyrir því að skokka út f búð eftir blómum, því félagar í Lionsklúbbi Ak- ureyrar ætla að trítla léttstígir milli húsa með blómvendi sem verða falir gegn vægu gjaldi. Ágóðanum verður varið til framfaramála í byggðarlaginu, en á undanförnum árum hefur stærsti hlutinn af ráðstöfunar- fé klúbbsins runnið til Sól- borgar eða til tækjakaupa fyrir sjúkrahúsið. Lionsmennirnir verða á ferðinni frá því um 10 leytið fram undir kl. eitt. Á meðan góðir eiginmenn bíða heima geta þeir dundað við að útbúa girnilegan morgunverð handa frúnni - og auðvitað fær hún hann í rúmið, - allt svo morgunverðurinn. Bautamótið í mnanhússknattspymu: Hvorki fleiri eða færri en 18 lið taka þátt í Bautamótinu í knatt- spyrnu innanhúss sem haldið verður í íþrótta- höllinni á Akureyri um helgina, og verða leikir mótsins alls 46 talsins! Mótssetning verður kl. 9 á laugardagsmorgun og strax að henni lokinni hefst keppnin. Verður leikið stanslaust á laugar- daginn til kl. 20 um kvöldið og á sunnudag hefst úrslitakeppnin kl. 13. Kl. 17.20 á sunnudag verður leikið um 3.-4. sætið og úrslitaviðureign um 1. sætið fer í gang kl. 17.40. Fullorðin kona óskar að taka á leigu litla íbúð í lengri tíma. Uppl. í síma 26095. Til leigu 2ja herb. íbúð á Akureyri frá og með næstu mánaðamótum. Uppl. i síma 61724. Óska eftir að taka á leigu rúm- góðan bílskúr. Uppl. i síma 25173. 3ja herb. íbúð við Skarðshlíð til leigu frá 1. mars. Uppl. í síma 31168 milli kl. 16.00 og 19.00. Lítil 3ja herb. íbúð til leigu frá 1. mars til 31. ágúst. Mánaðar- greiðslur. Uppl. í síma 21704 eða 26000 Unnur Huld. Fundarboð. Foreldra- og kenn- arafélag Gagnfræðaskólans á Ak- ureyri. Fræðslufundur um fíknief- namál verður haldinn í Sal GA mánudaginn 20. feb. 1984 kl. 20.30. Sigtryggur Jónsson deild- arsálfræðingur hjá Unglingaráð- gjöf flytur erindi og sýnir myndir á fundinum. Full ástæða er til að hvetja foreldra og kennara til að fjölmenna og kynnast þessum málaflokki. Stjórnin. Til sölu rafmagnsmótor 10 kw, eins fasa. Nýupptekinn. Einnig er til sölu Cortina 1600 árg. 74. Uppl. gefur Garðar Jónsson, Stóru- völlum sími um Fosshól. Eldhúsborð og litill ísskápur til sölu. Uppl. í síma 25897. Vélsleði til sölu. Yamaha EC 540 árg. ’82. Ekinn 3.100 km. Uppl. í síma 96-44172 eða 44258 milli kl. 18.30 og 19.30. Honda MT 50 árg. ’81 til sölu, ný- uppgerð. Uppl. í síma 24551 eftir kl. 19.00. Til sölu rafmagnshitakútur 150 lítra með 10 kw túbu og dælu. Einnig tvö stykki vatnshitaelement stærð 75x100 cm. Uppl. í síma 25859 á vinnutíma. Isskápur. Til sölu notaður vel með farinn Candy ísskápur með stóru frystihólfi, stærð 160x63 cm. Verð 10.000 krónur. Uppl. í síma 24686. Fataskápur með hillum til sölu. Uppl. í síma 26570. Lido hornsófi úr leðri til sölu. Uppl. í síma 26996 milli kl. 19.00 og 20.00. Sjálfvirk Ignis þvottavél til sölu á kr. 4.000 einnig um 20 fm teppi á kr. 2.000. Uppl. í síma 21839 eftir kl. 19.00. BORÐFÁNAR VffiSEJOPRENTUM Á NÆSTUM HVAÐ SEMER TE. DÆMIS: FABLON PAPPÍR LEÐUR PLAST JÁRN GLER TAU Til sölu sófasett 3-2-1 brúnt að lit. Vel með farið og lítur út sem nýtt. Uppl. í síma 22015 eftir kl. 17.00. Lítið notuð Miller Falls hjólsög 1300 w til sölu. Uppl. í síma 24860. Sófasett til sölu (3-2-1). Vel með farið. Uppl. í síma 21647. Kawasaki Drifter 340 með Polar- is TX vél til sölu. Góð kjör. Uppl. í síma 26279 eftir kl. 16.00. Tveir páfagaukar í búri til sölu. Uppl. í síma 96-33162. Megrunarfræflarnir BEE-THIN eru komnir. Blómafræflar - Blómafræflar. Honeybee Pollen S, hin fullkomna fæða, nýkomin og ávallt til. Hús- munamiðlunin Strandgötu 23 sími 23912 og eftir kl. 18 í Skólastíg 1 sími 21630. Daihatsu Carade árg. '81 ekinn 36 þús. km er til sölu. Uppl. í síma 43264. Mazda 616 árg. 75 og Volvo 142 árg. 70 til sölu. Góðir greiðsluskil- málar. Skipti koma til greina á bíl sem þarfnast viðgerðar. Uppl. í síma 21162. Cortina árg. 70 til sölu. Gangfær, skoðuð 1983. Engin útborgun, greiðist þegar vorar. Uppl. í síma 23675 eftir kl. 19.00. Til sölu er laglegur Dodge Aspen árg. 76 2ra dyra, 6 cylendra, í skiptum fyrir minni og ódýrari bíl, helst station og 60-80 þúsund á milli. Uppl. í síma 23438. Góð sambyggð trésmíðavél óskast til kaups. Uppl. I síma 96- 26625 á kvöldin. Tek að mér að smíða rokka eftir pöntun. Þeir eru úr messing (kopar), eru ca. 20 cm á hæð, henta vel til gjafa. Uppl. í síma 96- 23157. Nýlagnir, breytingar og endur- bætur á raflögnum einnig viðgerð- ir á heimilistækjum. Fljót og góð þjónusta. Raftækni Óseyri 6 sími 24223. Tölvunám. Fjárfesting í framtíð- inni. Lærið að búa til hugbúnað fyrir tölvur ykkur til hagsbóta í framtíðinni. Ný námskeið að hefjast. Innritun stendur yfir. Nán- ari uppl. í síma 26784 alla daga vikunnar fyrir hádegi og eftir kl. 20.00. Sími 25566 Á söluskrá: Stapasíöa: Raðhús á tveimur hæðum, ásamt bilskúr ca. 160-170 fm. Ibúðarhæft en ófúllgert. Hrísalundur: 3ja herb. íbúð í fjölbýlishús! ca. 85 fm. Ástand mjög gott. Einholt: 4ra herb. raðhús 118 fm. Ástand mjög gott. Keilusíöa: 3ja herb. endaíbúð ca. 87 fm. Rúm- góð íbúð, tæplega fullgerð. Útborg- un 50%. Laus strax. Vanabyggð: 4ra herb. neðri hæð í tvibýlishúsi með bílskúr ca. 140 tm. Sér inn- gangur. Hrísalundur: 2ja herb. íbúð, ca. 57 fm. Ástand gott. Laus strax. Munkaþverárstræti: Húseign með tveimur íbúðum. Hús- ið er tvær hæðir og kjallari, 2ja herb. íbuð á hvorri hæð. Tvö herb. í kjall- ara ásamt geymslurými. Skipti á 4ra herb. raðhúsi koma til greina. Skaröshlíð: 3ja herb. íbúð ca. 80 fm. Útborgun 500-600 þúsund. Núpasíöa: 3ja herb. raðhús ca. 90 fm. Mjög fall- eg eign. Okkur vatnar fleiri eignír á skra. FASTEIGNA& M skipasalaSSI NORÐURLANDS O Amaro-húsinu II. hæð. Síminn er 25566. Benedikt Ólafsson hdl. Sölustjóri: Pétur Jósefsson, er við á skrifstofunni alla virka daga kl. 16.30-18.30. Sími utan skrifstofutíma 24485. □ HULD 59842207 IV/V 2. Aðalfundur KFUM á Akureyri verður haldinn miðvikudaginn 29. febrúar nk. kl. 20 í Kristni- boðshúsinu Zion. Venjuleg aðal- fundarstörf. Önnur mál. Stjórnin. Hjálpræðisherinn Hvannavöllum 10. I kvöld kl. 20.00 æskulýður- inn. Sunnudagurinn 19. feb. kl. 13.30 sunnudagaskóli og kl. 20.30 almenn samkoma. Rúnar Guðnason talar. Allir velkomnir. Mánud. 20. feb. kl. 16.00 heim- ilasambandið. Ath. Herferðin byrjar á fimmtud. 23. feb. Laugalandsprestakall: Messað verður í Hólum sunnu- daginn 19. febrúar kl. 14.00. Sóknarprestur. Akureyrarprestakall: Sunnudagaskóli Akureyrar- kirkju verður nk. sunnudag 19. feb. kl. 11 f.h. Æft verður fyrir æskulýðsdaginn. Öll börn vel- komin. Sóknarprestur. Guðsþjónusta verður í Akureyr- arkirkju nk. sunnudag kl. 2 e.h. Níuviknafasta hefst. Sálmar 6, 223,120,121, 527. Bræðrafélags- fundur verður í kapellunni eftir guðsþjónustu. Þ.H. Guðsþjónusta verður á Dvalar- heimilinu Hlíð sama dag kl. 3.45 e.h. B.S. Guðsþjónusta verður á Fjórð- ungssjúkrahúsinu kl. 5.00 e.h. sama dag. B.S.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.