Dagur - 17.02.1984, Blaðsíða 13
17. febrúar 1984 - DAGUR - 13
Jóhann Svarfdœlingur
kvöldgestur
Jónasar
Myndin fjallar um þá félaga
Lenny og George sem eru far-
andverkamenn. Þeir fara á
milli stórbúanna og vinna við
uppskerustörf og eru yfirleitt
vel séðir, því Lenny er tveggja
manna maki í vinnu þö hann
sé þroskaheftur. Vegna þess
lendir hann oft í klandri og þá
verða þeir George að hrekjast
í burtu og leita fyrir sér annars
staðar. Það sem bindur þá fé-
laga saman er draumurinn um
eigið smábýli og öryggið sem
það mun veita þeim. Lenny,
sem þykir mjög vænt um dýr,
er sífellt að hugsa um allar
kanínurnar sem hann ætlar að
„Ég fór og heimsótti Jóhann
Pétursson, Svarfdæling, en
hann er sestur að á heimili
aldraðra á Dalvík," sagði Jón-
as Jónasson, þegar Dagur sló
á þráðinn til hans til að for-
vitnast um „Kvöldgesti" Jónas-
ar.
„Þessi þáttur er frábrugðinn
öðrum þáttum mínum að því
leyti að gesturinn er bara einn
og það er ég sem heimsæki
hann en hann ekki mig. Næstu
tveir þættir verða einnig héðan
að norðan," sagði Jónas en
hann vildi ekki gefa neinar
nánari upplýsingar, færð og
veður setja svo oft strik í
reikninginn.
Þátturinn er á dagskrá kl.
23.15 í kvöld. ÁM.
Sjónvarp föstudag kl. 22:35
Mýs og menn
Mýs og menn er einnig til f
leikgerð og var verkið sýnt fyr-
ir æðimörgum árum í Iðnó.
Eflaust eru þeir margir sem
hafa lesið verkið í skóla, því
það hefur lengi verið fastur
liður í enskukennslu að lesa
„Of Mice And Men“ eftir
John Steinbeck.
hafa, þær eru svo mjúkar og
gott að strjúka þeim.
Á stórbýli Jacksons sjá þeir
fram á að draumurinn geti
orðið að veruleika, þeim líður
vel og geta sparað saman fé til
útborgunar í draumabýlinu
sínu. En það leynist höggorm-
ur í þessari Paradís og ýmis at-
vik verða þess valdandi að
Lenny lendir í nýjum vand-
ræðum og George getur ekki
einu sinni hjálpað honum.
Myndin er á dagskrá sjón-
varpsins í kvöld kl. 22.35.
ÁM.
Nýr þáttur að norðan
,J-[ratt flýgur stund“
í „alþýöuleikhm“
„Þetta er dálítið makalaust
mál, þessi þáttur sem ég var
með í útvarpinu í gærkvöld
er raunar endurvakning á
þáttum sem Jónas Jónasson
var með fyrir um áratug,“
sagði Örn Ingi þegar Dagur
spurðist fyrir um þáttinn
„Hratt flýgur stund“ sem
var á dagskrá útvarpsins í
gærkvöld kl. 20.30.
„Gildi þess að gera svona
þátt er gífurlega mikið, það er
farið í eitthvert ákveðið
byggðarlag og fólk er fengið
til að koma með eitthvað sem
verið hefur á döfinni í
menningar- og skemmtanalífi
hjáþví. Skagafjarðarþátturinn
var tekinn upp í Árgarði í Lýt-
ingsstaðahreppi í sal sem í
voru um 100 manns. Þarna
voru fluttir leikþættir og m.a.
flutti séra Sigvaldi sitt fræga
eintal. Þegar upp var staðið
var þetta eins og góð stund í
alþýðuleikhúsi.“
- Stendur til að gera fleiri
svona þætti og hvar verður þá
leitað fanga næst?
„Það er meiningin að vera
með einn svona þátt á mánuði
til vors. Næst, og undirbúning-
ur er reyndar þegar hafinn,
verður farið austur á Kópa-
sker. Þingeyingar hafa löngum
verið iðnir við hvers kyns
menningarstarfsemi svo þeirra
þáttur verður eflaust merki-
legur ekki síður en Skagfirð-
inga.
Það fer nú að verða spurn-
ing hvort það á að láta menn
eins og Jónas ganga lausa,
hann hefur fólk út í allt mögu-
legt sem mann hefði aldrei
órað fyrir en sem hefur svo al-
veg gífurlegt gildi fyrir mann
sjálfan þegar upp er staðið,"
sagði Örn Ingi í lokin og hló
við. - A.M.
Útvarp föstudag kl. 23:15
Komið og gerið kjarakaup í nýju
versluninni Raf í Kaupangi.
Eldhúshnífar
hertir með leisergeisla
Stakir og í settum
0Sdr
NVLAGNIR
VIDGERÐIR
VIDHALD
VERSLUN
Kaupangi v/Mýrarveg. Sími 26400.
Verslið hjá fagmanni.
Hestamenn!
Látum ekki aka á okkur
í skammdeginu - notum
ENDURSKINSMERKI
LETTIH
HESTAMANNAFELAGIÐ LÉTTIR
Stofnað 5 nóv 1928
P O Box 348 - 602 Akureyri
Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og
jarðarför,
HÓLMFRÍÐAR GUÐNADÓTTUR Ránargötu 29, Akureyri
Sérstaklega viljum við þakka læknum og hjúkrunarfólki
Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri fyrir ágæta aðhlynningu í veikindum hennar. Svo og Áskeli Jónssyni og Kirkjukór Lög-
mannshiíðar. Guð blessi ykkur öil.
Jón Þórarinsson, Halla Jónsdóttir, Gudmund Knutsen,
Þráinn Jónsson, Halia Gunnlaugsdóttir,
Herdís Jónsdóttir, Eðvarð van der Linden,
Þórey Jónsdóttir, Bjarni Gíslason,
Guðni Jónsson, Rannveig Baldursdóttir,
Ævar Jónsson, Sæbjörn Jónsson. Helga Jóhannsdóttir,
Barnabörn og barnabarnabörn.
Framsóknarfélag Akureyri
Bæjarmálafundur verður haldinn í Strandgötu 31
mánudaginn 20. feb. kl. 20.30. Fulltrúar í nefnd-
um eru sérstaklega hvattir til að mæta.
FRAMSÓKNARFÉLAG
AKUREYRAR