Dagur - 17.02.1984, Blaðsíða 7
17. febrúar 1984 - DAGUR- 7
Xíí
- Hver er á línunni?
- Gunnar Egilson heitir hann.
- Flugumferðarstjóri?
- Já, sá er maðurinn.
- Hvernig líður þér?
- Aldeilis hreint ofboðslega
vel.
- Það er gott að heyra það, þá
verðurþú tæplega orðlaus í stuttu
spjalli „á línunni“.
- Þú meinar það, æ, talaðu nú
heldur við einhvern annan.
- Nei, ekki núna, það er ágætt
að tala við þig í dag, þú ert svo
fljótur að hugsa.
- Já, segðu konunni minni það!
- Er gaman að vera til?
- Já, þegar maður býr í svona
fallegu og dásamlegu landi, þar
sem helmingur þjóðarinnar stefn-
ir í að verða atvinnulaus, þá er
ekki hægt annað en láta sér líða
vel. Og þeir sem hafa eitthvað að
gera, þeir hafa það rólegt.
- Er þá ekki mikið að gera við
að stjórna fluginu?
- Nei, ekki á þessum tíma.
Menn fljúga ekki svo mikið í
svartasta skammdeginu. En þetta
er að koma núna, það er heldur
að lifna yfir mannskapnum.
- Þú ert mikill hestamaður, þú
ættir þá að hafa tfma til að ríða
út?
- Það er nú það. Ég er nú einn
af þessum „óprógrammiseruðu“
mönnum og ég hef alveg einstakt
lag á því að láta tímann líða í
burtu frá mér. Þess vegna hef ég
gert miklu minna af því að ríða út
en maður ætti að gera og efni
standa til. Það væri sennilega
heppilegra að skipuleggja tímann
betur. Þar að auki hefur tíðin nú
ekki verið upp á það besta heldur,
þannig að það er margt sem hjálp-
ar til.
- Áttu marga hesta?
- Ja, það verður nú að segja
hverja sögu eins og er, ég á
engan.
- Hvernig ætlar þú þá að ríða
út?
- Ja, þeir eru á annarra
nöfnum, fjölskyldan er með fimm
hausa á húsi. En þú mátt ekki
halda að þetta sé gert gagnvart
skattinum, því þar vinnur frúin!!!
(Hláturinn tístir í Gunnari)
- Hvers vegna er þetta þá
svona?
- Það er nú saga að segja frá
því, skal ég segja þér. Þegar ég
bjó fyrir austan var ég náttúrlega
á kafi í hrossum og var þá líka
með fé, sem gárungarnir kölluðu
mútufé. Ég nefnilega mútaði
krökkunum mínum; ef þau gerðu
eitthvað sem ég vildi að þau gerðu
eða stóðu sig á annan hátt vel, þá
gaf ég þeim gjarnan eina rollu eða
folald. Útkoman er sú, að þetta er
allt mútufénaður sem ég bý með.
- Hvað gefur hestamennskan
þér?
,fiað er
gottað
upp á andann
Gunnar Egilson flugumferðarstjóri
og hestamaður á línunni
((
- Ánægju.
- Hvernig?
- Innri og ytri ánægju, manni
líður vel í návist hrossanna og
þegar þau dilla manni mjúklega á
góðum vegi. Á góðu hrossi fer
sælukennd um mann við slíkar að-
stæður. Þar að auki hafa hrossin
afskaplega mikið uppeldisgildi;
þau eru lifandi gripir sem eru ekki
annað en hluti af fjölskyldunni.
Það þarf að sinna þeim ein's og
hverjum öðrum fjölskyldumeð-
lim. Þar að auki er afskaplega
góður félagsskapur í hesta-
mennskunni.
- Er þetta dýrt sport?
- Ja, hvað er ekki dýrt. Einn
kunningi minn sagði; það besta
sem ég geri er að sofa. Aðrir
vinna til að vinna sér inn peninga
til að geta veitt sér eitthvað. Það
kostar ekkert að sofa. Til hvers
skyldi ég þá vera að vinna.
Nei, í alvöru talað, dýrt og ekki
dýrt, það fer eftir því hvað menn
vilja hafa í kringum sig. Sumir
byggja flott harðviðarklædd
hesthús, en eiga lélega gripi.
Metnaður þeirra er sem sé í hús-
unum en ekki í hrossunum. Þetta
fer þó ekki alltaf saman og megin-
atriðið er að hafa ánægju út úr
hestamennskunni. Sumir fara til
dæmis sjaldan eða aldrei á bak, en
hafa unun af að stússa við hrossin.
Aðrir stunda útreiðar af krafti og
enn aðrir eru í ræktuninni. Þetta
er svo víðfemt sport.
- Hvernig er að eiga hest á Ak-
ureyri?
- Það er gott, það verður að
segjast eins og er. Ég bjó í 21 ár á
Egilsstöðum og þar vorum við í
stanslausu stríði við sveitarstjórn-
ina, sem stafaði af því landleysi
sem Egilsstaðahreppur býr við.
Hér kemur bæjarfélagið margfalt
meira til móts við hestamenn og
ég veit ekki annað en samstarfið
sé gott og ég sé ekki betur en það
sé vaxandi skilningur meðal
bæjaryfirvalda fyrir þörfum hesta-
manna.
- Eru hestamenn alltaf jafn <
blautir?
- Það fer eftir því hversu mikið
rignir.
- En innvortis?
- Það er alltaf gott að lífga upp
á andann, alltaf gott, en aiit er
best í hófi.
- Ergott að lífga upp á andann >
á hestbaki?
- Já, því er ekki að neita, sum-
ir hestar batna, þeir batna.
- Þú ert fæddur í Reykjavík,
en staldraðir við í 21 ár á Egils-
stöðum áður en þú komst til Ak-
ureyrar. Hvernig standast Eyfirð-
ingar samanburð við Héraðs-
menn?
- Ja, nú komstu með helvíti
vonda spurningu. Ég stend enn
djúpum rótum í austfirsku sam-
félagi og það er vart hægt að
hugsa sér skemmtilegra og lífs-
glaðara fólk en félaga mína þar.
Hins vegar kann ég mjög vel við
það fólk sem ég hef kynnst hér, en
ef ég ætla að lyfta mér verulega
upp, þá sæki ég austur.
- Eru Héraðsmenn lífsglaðari?
- Þeir eru í það minnsta lífs-
glaðir og þar þarf hvert orð sem i
maður segir ekki endilega að hafa
merkingu.
- Þá ætla ég að fara og skrifa
þetta viðtal og sem Austfirðingur
í aðra ættina hlýt ég þá að mega
hnika til orði hér og þar. Blessað-
ur.
- Ókei, blessaður.
- GS.
V
m
íslandsmótið 1. deild
K.A. - K.R.
Hörkuleikur í íþróttahöllinni
nk. föstudagskvöld kl. 18.30
ath. 18.30
Jörð til sölu
Tilboð óskast í jörðina Göngustaði í Svarfaðar-
dalshreppi í Eyjafjarðarsýslu sem er laus til ábúð-
ar á fardögum í vor.
Upplýsingar um jörðina eru veittar í síma 96-
61550. Tilboðum skal skila til eiganda jarðarinnar
Þórarins Valdimarssonar, Jarðbrú 620 Dalvík fyrir
1. mars nk.
Réttur áskilinn til að taka hvaða tilboði sem er eða
hafna öllum.
fJQTEL K.C.R.
F^mní'o&uTTirmi: ^
€;e t\p u æ>ie in þót\>Donx t\
»SIGHIDU IT&KfiR pHtBXTl í-0.
JfRI(01.IT1ft í&lEFRTlí’DÓIÍll^.
Vr ugei\ð u rjt] rgti úí>Döfa t\
^R'mmrmni:
£j.rn ^Tifo-nt>DÓ1tii\.
fUTlDRtýýfjÓfýl:
Íj>Ól\H djTRLfhoÖTÍTR^
^ÖL/itT tr.jL \jciuma/móJLxmtx ^ '
KONHe.SýMHMSAIMSTÖeH !
Sóló-húsgögn
Sterk og stílhrein
Eldhúsgögn, borð, stólar, kollar
Einnig tilvalið í kaffistofur, veitinga- og samkomuhús
Borð og stólar í öllum stærðum og gerðum
Alls kyns litir og áferð
Allt eftir eigin vali
Hrísalundi 5