Dagur - 17.02.1984, Blaðsíða 16

Dagur - 17.02.1984, Blaðsíða 16
Akureyri, föstudagur 17. febrúar 1984 Bautinn - Smiðjan Nú er hver að verða síðastur, að fá sér þorramat Eigum borð í Smiðju á föstudag, en fullbókað í báða tíma á laugard. Fasteignaviðskipti á Akureyri: Minni útborgun og lengri lánstími — 50-60% út og verðtryggðar eftírstöðvar tíl allt að 8 ára „Við verðum ekki varir við að fólk sé að flytja úr bænum svo neinu nemi og ég veit dæmi um þveröfugt. Ég held að fólk álíti það ástand sem nú er hér í at- vinnumálum tímabundið og að það eigi eftir að lagast aftur,“ sagði Hermann R. Jónsson, fasteignasali, í viðtali við Dag, en sú stétt manna verður hvað fyrst vör við hreyfíngu á fólki. „Töluverð hreyfing er nú í sölu íbúða. Yfirleitt er rólegast í des- ember og janúar og sú sala sem nú er hafin virðist ekki minni en undanfarin ár. Léttast gengur að selja minni íbúðir og sala raðhúsa með bílskúr gengur einnig mjög vel. Þá má geta þess að breyting er að verða á hvað varðar útborg- un. Nú er mun meira um það en áður að útborgun sé lægri, 50- 60% og eftirstöðvar verðtryggðar til allt að 8 ára. Fólk virðist frek- ar vilja verðtrygginguna og nú er það af sem áður var, að verð- tryggðar eftirstöðvar lækki heild- arverð íbúðarinnar. Þegar óða- verðbólgan geysaði og fólk seldi með föstum vöxtum var íbúða- verðið gjarnan haft hærra en þeg- ar eftirstöðvar voru verðtryggð- ar, til að vega upp afföllin. Skuldabréfavextir eru nú 21% og stendur til að lækka þá um 3% þann 21. febrúar. Þá er staðan orðin sú að þeir sem keyptu með 20% vöxtum á eftirstöðvum fyrir nokkrum árum eru komnir með það sem sumir myndu nefna ok- urvexti. Ein leið fólks til að kom- ast út úr þessu er að reyna að fá hagstæðari lán og greiða hin eldri upp,“ sagði Hermann að lokum. Þaö er ekki alveg laust við aö Ragnheiður Tryggvadóttir leikari sé komin með frumsýningarskrekk þegar þessi mynd var tekin rétt fyr- ir frumsýningu á „Súkkulaði handa Silju“ í Sjallanum í gærkvöldi. Mynd: KGA. „Flytjum ekkí út vörn sem ekkert fæst fyrir“ - segir Haraldur Gíslason mjólkursamlagsstjóri á Húsavík um ofiframleidslu á mjólk og útflutning á ostum „Ef við verðum með 110-115 milljón lítra mjólkurfram- Ieiðslu á árinu 1984 þá er ekk- ert annað en bullandi útflutn- ingur á verðlausum osti fram- undan og það eiga mjólkur- framleiðendur, mjólkurbús- stjórar, kaupfélagsstjórar og hvað þú vilt kalla þá, að láta sig varða,“ sagði Haraldur Gísalson mjólkurbússtjóri Kaupfélags Þingeyinga á Húsavík er við ræddum við hann í vikunni. í nýútkomnu fréttabréfi land- búnaðarins kemur fram að í janúar sl. tóku mjólkursamlögin á móti tæplega 7,7 milljónum lítra af mjólk en það er 7.37% aukning frá janúar 1983. Að magni til varð þessi aukning mest hjá Mjólkurbúi Flóamanna á Selfossi, á Akureyri og í Borg- arnesi. Þar kemur einnig fram að hjá 6 mjólkurbúum var tekið á móti minni mjólk í janúar nú en í sama mánuði 1983 og mestur varð samdrátturinn á Húsavík 36 þúsund lítrar eða 8-9%. „Það sem er að gerast er að stór bú eins og t.d. á Akureyri og á Sauðárkróki eru með meiri SSfgæSl mjólk en í fyrra. Mér finnst það ljót latína að aukningin í janúar núna frá janúar 1983 skuli vera 91 þúsund lítrar á Akureyri," sagði Haraldur. „Meðalbóndi í Eyjafirði var fyrir nokkru með 80-90 þúsund lítra þegar meðalbóndi hér var með innan við 40 þúsund lítra og landsmeð- altalið var 50-60 þúsund lítrar. Það er bara verið að framleiða mjólk fyrir okurfé til útflutnings fyrir ekkert. Það var fluttur út ostur úr tæplega 5 milljón lítrum á sl. ári. Menn verða að fara að hugsa áður en þetta endar með skelfingu, það er ekki hægt að halda útflutningi áfram á vöru sem ekkert fæst fyrir. Þetta er bara staðreynd og ef stærstu mjólkurframleiðendur í landinu sjá ekki sóma sinn í því að vera með í því að halda mjólk- inni niðri þá er voðinn vís.“ - Eru skipulagðar aðgerðir hjá ykkur sem valda því að sam- drátturinn er mestur hjá ykkur? „Ég aðvaraði bændur í haust með bréfi sem ég skrifaði þeim og benti þeim á afleiðingarnar ef hér yrði áfram umframfram- leiðsla eins og var því miður á síðasta ári,“ sagði Haraldur. Yerdur útsvarið 10,7% I morgun var fundur í bæjar- ráði Akureyrar þar sem m.a. var rætt um útsvarsálagningu. Þegar blaðið fór í prentun hafði ekki fengist niðurstaða í málinu, en samkvæmt þeim heimildum sem Dagur hefur aflað sér hefur verið rætt um að útsvarsálagningin verði 10,7% og jafnvel hefur verið rætt um 10,6% álagningu á þessu ári. Ef af þessu verður lækkar út- svarið um hvorki meira né minna en 1,4 eða 1,5 prósentustig, þ.e. úr 12,1%. Þetta mun þá verða mesta útsvarslækkun hjá sveitar- félagi sem vitað er um. Mörg þeirra fara niður í 11% útsvar, s.s. Dalvík og Húsavík. Útsvars- lækkunin er ákaflega mismun- andi hjá sveitarfélögum, eða allt frá því að vera óbreytt og yfir í 1,1 prósentustiga lækkun. - HS. Útburðaimálið: Fjölskyldan er flutt út í dag rennur út sá frestur sem hjónunum Danielle Somers og Olafí Rafni Jónssyni var gefínn til að rýma íbúð sína að Þing- vallastræti 22. Að sögn Ólafs Rafns Jónsson- ar þá eru þau þegar flutt í góða íbúð úti í Glerárhverfi og Ólafur Rafn sagðist myndi skýra full- trúa fógeta frá því í dag að þau hefðu staðið við sinn hluta af samkomulaginu sem gert var fyr- ir réttum mánuði. - Ég mun skýra fulltrúa frá því að við hyggjumst nota íbúð- ina sem nokkurs konar biðskýli fyrir börn okkar á leiðinni til og frá skóla og eins mun Morgun- blaðið sem einn sona minna ber út í hverfið, berast þangað áfram. Þá íhuga ég einnig að hafa þar skrifstofu, sagði Ólafur Rafn Jónsson. Varðandi framtíðina sagðist Ólafur bara láta þetta mál haú sinn gang og hann myndi oíða niðurstöðu Mannréttindadóm- stólsins. - ESE. Veður Það verður blíðskaparveður áfram á Norðurlandi sam- kvæmt þeim upplýsingum sem við fengum á Veður- stofu íslands í morgun. Hæg suðlæg átt, bjart með köflum og hitastig verður í kringum núllið. Vægt frost á nóttunni en hlýrra á daginn. Þurrt. Nýjar vörur frá POP húsínu Gallar m/bakvösum Buxur m/uppábroti Dior jakkar 3 gerðir Pils 3 gerðir Skokkar 2 gerðir Buxur 2 gerðir Kjólar YÖRUR í SÉRFLOKKI ÆSnTSSl

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.