Dagur - 17.02.1984, Blaðsíða 11
17. febrúar 1984 - DAGUR - 11
Súkkulaði
handa öllum
í Sjallanum
— Vel heppnuð frumsýning Leikfélags Akureyrar í
gærkvöld
Leikfélag Akureyrar
frumsýndi „Súkkulaði
handa Silju“ í Sjallanum í
gærkvöld fyrir fullu húsi
við mjög góðar
undirtektir. Voru leikarar,
leikstjóri og höfundur
leikritsins, Nína Björk
Árnadóttir, klöppuð fram
margsinnis í leikslok.
Satt best að segja kom Sjallinn
mun betur út sem leikhús, heldur
en þeir bjartsýnustu þorðu að
vona. Víðfeðmi leiksviðsins nýtt-
ist vel og boðskapur verksins skil-
aði sér til leikhúsgesta. Það var
líka skemmtileg tilbreyting að
fara í leikhús í Sjallanum. Boðið
er upp á léttan kvöldverð í Mána-
sal fyrir sýningu og í hléinu er
kjörið að gæða sér á eftirréttin-
um. Á sérstökum leikhúsmat-
seðli er boðið upp á tvo aðalrétti;
sjávarréttadisk eða gljáða ham-
borgarkótelettu. Það er óhætt að
mæla með fyrrnefnda réttinum
og hann kostar aðeins 300 kr. fyr-
ir manninn. Auk þess er boðið
upp á ýmsa eftirrétti og veigar
sem lífga sálaryl. Það eru því
fleiri en Silja sem geta fengið
„súkkulaði" í Sjallanum.
Að sjálfsögðu var Kristján
Arngrímsson, ljósmyndari Dags,
mættur á staðinn og myndir hans
hér í opnunni tala sínu máli, líkt
og talan forðum. Næsta sýning á
„Súkkulaði handa Silju“ verður í
Sjallanum á sunnudagskvöldið.
-GS
Guðrún og Sunna knúsa höfundinn, Nínu Björk Árnadóttur.
Theódór Júlíusson fær vænan Viðar Garðarsson, ljósameistari, fékk líka blómvönd, enda átti
koss hjá Guðrúnu konu sinni. hann stóran þátt í sýningunni.
Tómas Leifsson færði leikurum blómvendi í leikslok.
Á.
helgum
degi
Texti, Mark 1«, 46-52.
Hvert að leita?
Það er niikið rætt um neyð og erf-
iðleika í fjölmiðlum. Et'nahags-
vandi þjóðarinnar og heimilanna
hefur líka vcrið ofarlega á baugi
undanfarið. Erfitt virðist vera að
finna góöa lausn.
Hefur nokkrum dottið til hugar
að leita til Jesú með vandann?
Guði séu þakkir. að enn finnast
menn og konur á meðal okkar,
sem leita til Jesú og hljóta bæn-
heyrslu. Þeir eru bara allt of fáir.
Sumum dettur ekki til hugar að
lcita til hans. Aðrir vilja ekki leita
til hans, vegna þess að þeir óttast
að hann gæti bent á eitthvað í lífi
þeirra og breytni, sem er orsök
vandans, og sem þeir vilja ekki
láta af.
í textá dagsins lesum við um
niann, sem átti við virkilega erfið-
Ieika að stríða. Engir læknar gátu
bætt úr neyð hans. Það virtist,
sem hann yrði að sætta sig við að
vera blindur og betlari.
Þessi maður kallaði til Jesú í
neyð sinni. „Margir höstuðu á
hann, að liann þegði, en hann
hrópaði þvt meir." Jesús vissi um
neyð hans og beið eftir kalli frá
honum. Þegar svo kalliö barst.
þá nam hann staðar og bauð
manninum að koma. Þeir ræddust
við. Jesús sagðist vilja hjálpa
honum. Blindi maðurinn treysti
að Jesús gæti hjálpað honum. Þessi
trú bjargaði honum. Hann fékk
sjónina og fylgdi Jesú.
t
Til umhugsunar:
TP /• *
Truin a
Jesúm er
dýrmæt
Það er gott að eiga Jesúm að og
geta leitað til hans með allt. Trúin
á hann breytir öllu. hún bjargar.
Jesiis bíður eftir að þú snúir þér til
hans og íelir honum vanda þinn.
Hótel Varðborg
Veitingasala
Árshátíðir
Einkasamkvæmi
Köld borö
Heitur veislumatur
Smurt brauð
Snittur
Coktailsnittur
Getum lánað diska
og hnífapör
Útvegum þjónustufólk
Erum farnir að taka
á móti pöntunum
fyrir fermingar.
Sími22600
Júníus heima 24599
Glerárprestakall: Barnasam-
koma i Glerárskóla sunnudaginn
19. feb. kl. 11.00. Guðsþjónusta
í Lögmannshlíðarkirkju sama
dag kl. 14.00. Pálmi Matthíasson.
Möðruvallaklaustursprestakall:
Æskulýðsfélagsfundur verður á
Möðruvöllum nk. laugardag 18.
feb. kl. 13.30. Guðsþjónusta
verður á Möðruvöllum sunnu-
daginn 19. feb. kl. 14.00. Sókn-
arprestur.
Súkkulaði
handa Silju
2. sýning sunnudag kl. 20.30.
Þriðja sýning fimmtudag 23.
feb. kl. 20.30 í Sjallanum.
Fjórða sýning sunnudag 26.
feb. kl. 20.30.
Munið Leikhúsmatseðil Sjallans.
My Fair
Lady
48. sýning föstud. 17. feb.
kl. 20.30.
49. sýning laugard. 18. feb.
kl. 20.30. *
Næstsíðasta
sýningarhelgi.
Miðasala í leikhúsinu alla daga
kl. 16-19, sýningardaga í
leikhúsinu kl. 16-20.30, sýn-
ingardaga í Sjallanum kl.
19.15-20.30.
Sími: 24073 (leikhús), 22770
(Sjallinn).
Leikfélag Akureyrar.