Dagur - 23.03.1984, Blaðsíða 3

Dagur - 23.03.1984, Blaðsíða 3
23. mars 1984 - DAGUR - 3 Skugga- Sveirn brást Blönduósingum Svo bregðast krosstré sem önnur tré; meira að segja Skugga- Sveinn getur fótbrotnað. Leikfé- lag Blönduóss hafði hugsað sér að setja Skugga-Svein Matthíasar á svið undir leikstjórn Eyþórs Árnasonar. En ekki tókst betur til en svo, að Skuggi sjálfur lenti í bílslysi og fótbrotnaði þegar aðeins vika var liðin af æfinga- tímanum. Pá voru góð ráð dýr. Og þó. Leikarar á Blönduósi voru ekkert að tvínóna við hlut- ina, heldur ventu sínu kvæði í kross og æfa nú Spanskfluguna af miklu kappi. Frumsýning verður væntanlega í lok mánaðarins. Halldór Halldórsson setur sögu Soíla á bók Fararsnið mun vera komið á Halldór nokkurn Halldórsson frá blaðinu íslendingi, samkvæmt heimildum Dags. Margar ástæð- ur munu liggja þar að baki, en opinbera ástæðan mun vera sú, að Halldór ætli að fara að skrifa bók. Og bókin á að fjalla um Jón nokkurn Sólnes, ævi hans og störf. Það er viðamikið verkefni, enda hefur Jón aldrei verið smár í sniðum. Þess vegna mun Hall- dór ekki sjá sér fært að skrifa ís- lending samhliða Sólnes-sögu. Það mun vera bókaútgáfan Örn og Örlygur sem ætlaivað gefa bókina út. Akureyrar- útvarpið dafnarvel Akureyrardeild Ríkisútvarpsins hefur dafnað vel í gamla „Reyk- húsinu“ við Norðurgötu, en brátt kemur að því að starfsemin verð- ur flutt í nýja útvarpshúsið á „Kennedy-höfða“. Velgengni Akureyrardeildarinnar má þakka Jónasi Jónassyni, útvarpsstjóra okkar norðanmanna, enda er hann reyndasti dagskrárgerðar- maður Ríkisútvarpsins og hann hefur verið heppinn með sam- starfsfólk. Ríkisútvarpið við Skúlagötu missti því vænan spón úr aski sínum þegar Jónas flutti norður. Þetta kom glöggt fram á ráðstefnu sem nýlega var haldin um málefni Akureyrardeildar- innar. Þar höfðu þeir Hjörtur Pálsson, dagskrárstjóri, og Ævar Kjartansson, dagskrárfulltrúi, framsögu og komu þeir víða við. Kom m.a. fram í máli þeirra að Ríkisútvarpið í Reykjavík vant- aði reynsluríka dagskrárgerðar- menn. Töldu þeir jafnframt að norðanefnið væri heilt yfir betra en það efni sem framleitt er við Skúlagötu. á Skúlagötu Þeir Hjörtur og Ævar töluðu ekki sérstaklega vel um Ríkisútvarpið sem „stofnun“, þar sem „tré- hestagangur“ stjóranna væri til að hamla starfseminni, eins og Ævar orðaði það. Hann gaf líka umsögn um útvarpsráð, sem hann sagði til lítils annars en að koma „gæðingum“ sínum í vinnu hjá Ríkisútvarpinu - og margir þeirra gæðinga væru „ótalandi fífl“. Aðspurður sagði Hjörtur Pálsson, að það væri lítið lifandi samstarf milli framkvæmda- stjórnarinnar og þeirra sem ættu að sjá um dagskrána. Taldi hann að þetta sambandsleysi og reip- tog sem af því skapaðist skaðaði stofnunina, þannig að hún væri óhæfari um að gegna því hlut- verki sem henni væri ætlað. Verða reykingar barmaðar í innanlandsflugi? Hugsanlegt er að reykingar verði bannaðar í innanlandsflugi með lögum, sem verða til umfjöllunar á því Alþingi sem nú situr. Það er jafnvel hugsanlegt þó slík lög verði ekki sett, að reykingar verði samt sem áður bannaðar. Flugleiðir hafa sem sé hug á að kanna vilja farþega sinna í þess- um efnum og verði yfirgnæfandi meirihluti þeirra með banninu verður það sett á. Raunar hefur Flugfélag Norðurlands haft for- ystu í þessum efnum, því reyk- ingar hafa verið bannaðar í vél- um félagsins síðan 1976. Um rökin fyrir reykingabann- inu segir í nýlegum „fn-pósti“: Flugvélarnar, sem notaðar eru til innanlandsflugsins eru svo litlar að ómögulegt er að bjóða upp á reyklaus svæði eins og tekst í stórum þotum. Fyrir utan óljós óþrif sem af reykingum stafa, þá vex einnig viðhald á loftræsti- tækjum flugvéla og rafeindatækj- um, sem eru mjög viðkvæm fyrir tóbaksreyk. Síðast - en ekki síst - er svo eldhættan, því þar sem reykur er þar er eldur, eins og máltækið segir.“ Hugur í Ijóma Það hefur glatt leikfélagsmeðlimi í skammdeginu mikið hvað sýningum þess er nú vel tekið. Eftirfarandi kvæði barst þeim nýlega í pósti. Þar sem skáldið lét ekki nafns síns getið, langar L.A. að biðja Dag um að koma á framfæri bestu þökkum fyrir þennan uppbyggilega skálskap. Hugur í Ijóma (Raulist: Blessuð sértu sveitin.) Gleðivædda góða stund gamán var í þínum örmum, glaður á þinn gekk ég fund, grámi horfinn mér úr lund. Fagnar þér mín sálin sæl, sigurdísin minna vona. Kom þú aftur helst um hæl, hugljúf stundin vertu jafnan svona. Þú merka leikhús Ijáðir mér Ijúfar stundir, angurblíðar. Því ég fell að fótum þér, fangaður, svo á mér sér. Lengist frægðarferill þinn, farnist þér um langa daga. Hug og hjörtu allra vinn, hamingjan þín verði ætíð saga. Einn gamansamur leikhúsgestur, alvarlegur þó. Vinsamlegast aflið ykkur nánari upplýsinga á skrifstofunni í Hafnarstræti 107 (4. hæð) sími 21604. Ö3 r5P Byggingaverktakar Akureyri Glæsilegt ijölbylishiis Átta íbúðir 2ja, 3ja og 4ra herbergja. Sex íbúðanna með sér sólskála. Geymslur í hverri íbúð og í sameign, þvottahús í hverri íbúð. Sameign ekki nema 15% af heildarrými hússins. íbúðirnar eru mjög bjartar vegna nýstárlegs byggingarlags. Eigum til afhendingar í byrjun maí nk., fjórar íbúðir fullbúnar 84 (2), 94 og 109 m2 að stærð fyrir utan sameign. Einnig er fyrirhugað að reisa svona hús á lóð nr. 6 við Múlasíðu og afhenda íbúðirnar til- búnar undir tréverk á næsta ári.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.