Dagur - 23.03.1984, Blaðsíða 16

Dagur - 23.03.1984, Blaðsíða 16
ÍMíHPÍsi Akureyri, föstudagur 23. mars 1984 BAUTINN - SMIÐJAN auglýsa- Getum enn bætt við fermingarveislum 15. og 19. apríl, en fullbókað er aðra daga. Eigum Iaust í SMIÐJU fyrír fermingarveislur 1. og 8. aprfl. Framkvæmdir hafnar við Hótel KEA: Gistirými rúm- lega tvöfaldast! Skólastjórastaða við Síðuskóla: Ingólfur hlaut öll atkvæðin Ingólfur Ármannsson hlaut öli atkvæði í skólanefnd Akureyr- ar þegar nefndin greiddi at- kvæði um umsóknir vegna skólastjórastöðu við Síðu- skóla. Umsækjendur voru þrír, auk Ingólfs þau Þórunn Bergsdóttir kennari og Ingvar Ingvarsson kennari. Allir umsækjendurnir þrír eiga sæti í skólanefndinni og viku því úr nefndinni á umrædd- um fundi hennar. Niðurstaða skólanefndarinnar mun nú verða send til mennta- málaráðherra sem afgreiðir málið endanlega en ekki er talið að um breytingu verði að ræða frá niðurstöðu skólanefndarinnar. gk-- Eldur r i tveimur bifreiðum - og nóg að gera hjá Slökkviliðinu vegna sinubruna Slökkviliðið á Akureyri hefur haft talsvert að gera að undan- förnu vegna sinubruna í bæjar- landinu og fyrír utan bæinn. Þá hefur tvívegis komið upp eldur í bifreiðum í bænum, í fyrra skiptið í Bronco jeppa á Hlíðarbraut og nú í vikunni kviknaði eldur í Lada bifreið í Skarðshlíð. í báðum tilfellunum skemmdust bifreiðarnar talsvert. Framkvæmdir eru hafnar við stækkun Hótels KEA og er stefnt að því að verkinu verði lokið fyrir mitt ár 1986. Þegar hótelið verður fullbyggt verða þar 58 herbergi og nemur því stækkunin 30 herbergjum, eða rúmlega tvöföldun á gistirými. Það er hlutafélagið Hafnar- stræti 87-89 sem stendur að þess- um framkvæmdum en hlutafélag- ið var stofnað á Akureyri 1. mars sl. Helstu hluthafar eru KEA og fyrirtæki innan Samvinnuhreyf- ingarinnar og að sögn Þórgnýs Þórhallssonar, framkvæmda- stjóra hlutafélagsins þá er mark- miðið að stækka og endurbyggja Hótel KEA. „Það eru tæpar þrjár vikur síð an tilboð í þetta verk voru opn- uð og dularfullt að ekki skuli hafa veríð tekin um það ákvörðun hvaða aðili fái verkið,“ sagði Franz Árnason hjá Norðurverki hf. er Dagur ræddi við hann, en Norður- verk gerði tilboð í vegagerð undir Eyjafjöllum ásamt fyrir- tækinu Gunnar og Guðmund- ur í Hafnarfirði. Alls voru það 8 aðilar sem sendu inn tilboð í þetta verk og var tilboð Norðurverks hf. og Gunnars og Guðmundar lægst. Það var upp á rúmlega 10.4 millj- ónir króna en Hagvirki sem kom næst í röðinni var með tilboð upp á rúmar 10.6 milljónir. Næsta til- boð var 11.5 milljónir en kostn- aðaráætlun nam 10.6 milljónum króna. „Þetta er vinna við styrkingu og lagningu bundins slitlags á 15 km kafla,“ sagði Franz er við lokið, væntanlega um mitt ár 1986 ætti því að vera ráðin að verulegu leyti bót á hótelvand- ræðum á Akureyri en mikið hef- ur þótt skorta á að framboð gisti- rýmis væri hér nóg. - ESE. ræddum við hann. „Maður skyldi ætla að við fengjum þetta verk en það mun vera pólitískur þrýsting- ur á að Hagvirki fái verkið þótt á tilboðum okkar og þeirra muni um 160 þúsund krónum. Þetta er dularfullt því hér fyrir norðan eru fyrirskipanir um að taka lægstu tilboðum en virðist ekki vera eins fyrir sunnan.“ „Það er verið að skoða hverjir eru lægstir,“ sagði Þórhallur Ólafsson tæknifræðingur hjá Vegagerðinni á Selfossi er við ræddum við hann. „Þar sem svo lítill munur var á tilboðstölum í tveimur lægstu tilboðunum skipta þær ekki öllu máli, það eru ýmis atriði sem geta breytt þeim,“ bætti hann við. Næst höfðum við samband við Jón Birgi Jónsson hjá Vegagerð ríkisins í Reykjavík en þar höfðu þá staðið yfir fundarhöld vegna málsins. „Við erum að ræða þetta og stefnan er að afgreiða málið fyrir helgina," sagði hann. gk-. Þeir voru að grafa, brjóta, negla, saga, framkvæmdir sem sé á fullu við Hótel KEA. Mynd: KGA. Þegar framkvæmdum verður Vegagerð undir Eyjafjöllum: Nægir ekki að hafa lægsta tilboðið? Þá er að drífa sig í ullar- brækurnar aftur, því Veðurstofan spáir norð- austanátt og éljagangi um helgina. Veður- fræðingur sagði í morg- un að á morgun yrði hvass vindur og éija- gangur en á sunnudag og mánudag lægir vindinn en éljagangurinn heldur áfram. Nýkomin glæsileg sending af franska glerinu Bjóðum yfir 200 tegundir svo sem glös, glasasett, könnur, ávaxtaskálar, skálasett, púnssett, desertskálar, diskar, djúpir og grunnir bollapör o.fl. o.fl. Yerðið; það er það lægsta sem þekkist. Heildsala - Smásala.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.