Dagur - 23.03.1984, Blaðsíða 5

Dagur - 23.03.1984, Blaðsíða 5
23. mars 1984 - DAGUR - 5 Þrefaldur Audi- sigur í Monte Carlo Monte Carlo rallinu lauk 27. janúar síðastliðinn. Þjóðverjinn Walter Röhrl sigraði þriðja árið í röð, varð rúmlega mínútu á undan Svíanum Stig Blomquist. í þriðja sæti varð Fir.ninn Hannu Mikkola. Allir óku þeir Audi Quattro. Fjórði Audi ökumaður- inn Michele Mouton tók ekki þátt í Monte Carlo að þessu sinni. Veður og færi var með þeim hætti að þessu sinni að fjórhjóla- drifsbílarnir frá Audi höfðu nokkra yfirburði. Það var hálka, snjór og meiri snjór. Slíkar að- stæður eru Stig Blomquist mjög að skapi enda hafði hann forystu um tíma. Blomquist sem hafði rásnúmer 7 lenti m.a. í því á einni sérleiðinni að aka uppi og fara fram úr þrem keppinautum sínum sem lagt höfðu af stað á undan honum. Walter Röhrl varð að fást við annað vandamál þar sem hann hafði rásnúmer 1. Áhorfendur sátu nefnilega hinir rólegustu á vegbrúninni eða jafnvel á miðjum veginum með nestiskörfurnar sínar og uggðu ekki að sér þegar Röhrl nálgaðist á fullri ferð því allur snjórinn dró svo úr hljóðinu í bílunum. Röhrl sagði að lokinni keppni að hann hefði ekki náð að aka sérlega vel, Audiinn væri nokkuð erfiður í akstri þar eð orkusvið vélarinnar væri mjög þröngt og hann væri heldur ekki alveg bú- inn að tileinka sér nýtt aksturslag sem beita þyrfti í Audi Quattro. Kveður nú við annan tón en í Akropolisrallinu í fyrra en þá sagði Röhrl að jafnvel api gæti ekið Audi Quattro til sigurs og stórmóðgaði með því núverandi samherja sinn Michele Mouton. í fjórða og fimmta sæti urðu Renault 5 Turbo og Lancia Rally. býður yður velkomin í heitan mat, hádegi og kvöld Kaffi og smurt brauð allan daginn. Minnum serstaklega á heitt súkkulaði og nýbakaðar vöfflur. xb Dansleikur laugardagskvöld 24. mars. Hljómsveitin Casablanca leikur fyrir dansi. Matur framreiddur frá kl. 19.00. HÓTEL Borðapantanir teknar í síma 22200. KEA d§gT AKUREYRI Einmenningskeppni Bridgefélags Akureyrar verður spiluð þriðjudaginn 27 mars kl. 19.30. Ein umferð. Öllum heimil þátttaka. Þátttakendur eru beðnir að mæta tímanlega í Félagsborg. 25% afsláttur af skíðum, skíðaskóm og bindingum næstu daga Sporthú^idhf HAFNARSTRÆTI 94 SIMI 24350 Mitsubishi Starion hefur nú feng- ið fjórhjóladrif og er ætlað að keppa við Audi Quattro í rall- akstri frá og með næsta hausti. Vélin er fjögurra strokka með forþjöppu og 350 hö. Væntanleg er í lok þessa árs ný gerð af Mercedes-Benz sem leysir af hólmi 200 - 280 E gerðimar. Seat á Spáni, sem framleitt hafa bíla með leyfi frá Fíat á Ítalíu hafa nú sett á markað 4-dyra út- gáfu af Fiat 127. Bíllinn kallast Seat Fura og þykir ódýr í Evrópu. Renault hefur kynnt nýjan bíl í efri milliflokki - Renault 25. Bíll- inn hefur sérlega straumlínulag- aða yfirbyggingu og ein gerðin hefur loftviðnámsstuðul Cw=0,28 sem er jafnvel betra en Audi 100 státar af. Volkswagen-verksmiðjurnar eru að semja við Austur-Þjóðverja um sölu á framleiðslutækjum til að framleiða 1,0 og 1,1 lítra vélar. Austur-Þjóðverjar ætla að nota þessar VW-vélar í nýjar gerðir af Trabant og Wartburg sem hafin verður framleiðsla á eftir 2-3 ár. (Trabant gengur víst annars undir nafninu „brjálaða ryksugan" í heimalandi sínu.) Á árinu 1983 seldi Renaultssam- steypan flesta bíla í Evrópu eða 1.317.00 bíla. í öðru sæti var Ford með 1.300.000; í þriðja sæti Fiat með 1.264.000 og í fjórða sæti Volkswagen/Audi með 1.228.700 bíla selda. Frá Subaru kemur nú nýr fjór- hjóladrifsbíll, Subaru Justy 4WD, svipaður litlu tveggja dyra Subaru - 700 bílunum. í Justy er 997 cm3 vél sem er 63 hö. Bíllinn er vænt- anlegur á markað í Evrópu í haust. Sóló-húsgögn Sterk og stílhrein Eldhúsgögn, borð, stólar, kollar Einnig tilvalið í kaffistofur, veitinga- og samkomuhús Borð og stólar í öllum stærðum og gerðum Alls kyns litir og áferð Allt eftir eigin vali Hrísalundi 5

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.