Dagur - 23.03.1984, Blaðsíða 11

Dagur - 23.03.1984, Blaðsíða 11
23. mars 1984 - DAGUR - 11 Missið ekki af henni - „Á hjara veraldar“ frumsýnd í Borgarbíói Loksins er hún komin hingað, í Borgarbíó um helgina, kvik- myndin góða „Á hjara veraldar“, sem Norðlendingar og þá sér- staklega Eyfirðingar eiga nánast heimtingu á að fá að sjá á heima- velli. Pó það væri nú ekki nema vegna þess, að stórleikararnir frá Akureyri, systkinin Arnar Jóns- son og Helga Jónsdóttir, leika aðalhlutverkin í myndinni og að hún er að hluta til tekin hér í ná- grenninu. Svo er nú leikstjórinn Kristín Jóhannesdóttir (Elíasson- ar heitins bankastjóra) ættuð úr Ólafsfirðinum og aðstoðarleik- stjórinn, Sigurður Pálsson (Por- leifssonar prófasts) alinn upp á Skinnastað í Öxarfirði. Sem sé: Norðlensk blanda. Höfundarnir eru því ágætlega jarðtengdir í rammíslenskri hefð, eins og sjá má á myndinni, ef að er gáð og þaulmenntaðir í viður- kenndustu menntastofnun Frakka á kvikmyndasviðinu. Það hefur alltaf verið sérstæð blanda, þegar íslenskir listamenn sam- eina hina suðrænu hefð okkar norðlægu viðfangsefnum. Ljúf- ustu ljóð Jónasar Hallgrímssonar eru einmitt afrakstur slíkrar sam- einingar, þar sem rómantísk við- horf móta tök hans á íslenskum „raunveruleika“, svo notað sé miður gott tískuorð um það líf og umhverfi sem við þekkjum og kemur okkur við. Sá metnaður og sú aðferð sem ríkir hjá höfundum myndarinnar „Á hjara veraldar“ við að færa áleitin íslensk viðfangsefni nú- Kristín Jóhannesdóttir, leikstjóri. tímans í listrænan og óbrotgjarn- an búning, er nánast einsdæmi í íslenskri kvikmyndagerð. Auð- vitað gátu þau sett söguna um virkjunarlónið, sem á að kaffæra dalinn, um persónurnar sem tak- ast á, - og um samband mæðgna, - í raunsæjan sjónvarpsþáttabún- ing. En nei, þau völdu ekki þann kostinn, að láta efnið birtast hrátt og hörkulegt. Kristín Jóhannes- dóttir orti sitt ægifagra myndljóð með Karli Óskarssyni, sama myndatökumanninum og kvik- myndaði „Atómstöðina" og sjón- varpsmyndina í Skonrokki um „Bone Symphony" svo annað dæmi sé tekið. Hún segir þessa örlagasögu með öllum þeim krafti, reisn og listfengi, sem samviskusömum listamanni er sæmandi. Árangurinn er ein fegursta „hljómkviða“ sem getur að líta á bíótjöldum um þessar mundir. Ég líki „Á hjara veraldar" við tónverk af ásettu ráði því orð megna lítt að lýsa þeim skyn- hrifum sem áhorfandinn verður fyrir, frekar en unnt er að lýsa tónlist með orðum. Ég vil hvetja alla alveg sérstak- lega til þess að láta þessa mynd ekki fram hjá sér fara, því hún er sannarlega dýrgripur, sem á eftir að verða ein helsta viðmiðun í kvikmyndasögu okkar. Margt er handverk en þetta er list. Og það er sérstök ástæða til að benda væntanlegum áhorfendum á það, að þótt atburðarásin sé vissulega mögnuð og alvarleg tíð- indi á ferðinni, þá dugir lítt að koma með staðlað hugarfar glæpamyndarinnar eða kapp- akstursins til leiks. „Á hjara ver- aldar“ er t.d. ekki ólík „Gunn- arshólma" Jónasar eða „Aski“ Davíðs, en í ljóðunum nær hin myndræna hlið yfirhöndinni í lýs- ingum á örlögum Gunnars á Hlíðarenda og Bólu-Hjálmars. Það er trúlega ekki út í hött að framleiðendur myndar- innar hafa valið fyrirtæki sínu nafnið „Völuspá“. Pað er hin rammíslenska sýn og djúpi undir- tónn sem gerir „Á hjara verald- ar“ að meiri háttar listaverki. Ólafur H. Torfason. Systkinin Helga og Arnar Jónsbörn í einu atriði myndarinnar. Til sölu Leiktækjastofa á Brekkunni í rekstri ertil sölu. Afhending strax eöa eftir samkomulagi. Hag- stæöir greiösluskilmálar. Upplýsingar gefnar af undirrituöum og í síma 26435. Ásmundur S. Jóhannsson hdl., Brekkugötu 1, sími 21721. Trésmiðafélag Akureyrar Fundarboð Félagsfundur verður haldinn í Trésmiðafélagi Akureyrar þriðjudaginn 27. mars 1984 að Ráð- hústorgi 3 kl. 20.30. Dagskrá: 1. Umræður um sölu á eignarhluta félagsins aö Skipagötu 14 vegna óska 23ja félaga í Tré- smiðafélagi Akureyrar. 2. Önnur mál. Félagar mætið vel og stundvíslega. Þátttaka þín er félaginu styrkur. Æskulýðsfylking Alþýðubandalagsins á Akureyri heldur aðalfund laugardag 24. mars kl. 15.00 í Lárusarhúsi, Eiðsvallagötu 18. Fundarefni: Lög félagsins, stjórnarkosningar, almennar umræöur. Allir ungir sósíalistar velkomnir. ÆFA. $ SAMBAND ÍSIENZKRA SAMVINNUFÍLAGA lónaðardeild • Akureyri Prjónamaður óskast til framtíðastarfa hjá Iðnaðardeild Sambandsins ullariðnaði. Þyrfti aö geta tekið að sér verkstjórn á kvöldvakt. Umsóknarfrestur til 30. mars. Uppl. hjá starfsmannastjóra sími 21900 (220) (274). Glerárgata 28 Pósthólf 606 ■ Sími (96)21900 Fraimóknarmenn Akureyri_______________ Framsóknarfélag Akureyrar Bæjarmálafundur veröur haldinn í Strandgötu 31 mánudaginn 26. mars kl. 20.30. Fulltrúar í nefnd- um eru sérstaklega hvattir til aö mæta. FRAMSÓKNARFÉLAG AKUREYRAR

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.