Dagur - 23.03.1984, Blaðsíða 7
‘23. mars'l 984 - DAGUR - 7
Óvíða
meiri
mennmg
— Vngvi Kjartansson
Listadaganefndar NIA
- Hver er á línunni?
„Yngvi Kjartansson.“
- Er það rétt sem ég hef heyrt
um þig að þú sért formaður
Listadaganefndar í Menntaskól-
anum á Akureyri?
„Já, það er alveg rétt. Ég hef
staðið í því upp fyrir haus
undanfarna daga að skipuleggja
dagskrá Listadaganna og síðan
að framfylgja henni.“
- Áður en lengra er haldið:
Hvað eru Listadagar?
„Menningarhátíð í MA. Þá er
raðað saman ýmsum menning-
arviðburðum, oftast nær hefur
þetta verið í eina viku og þá
nefnt Listavika, en nú ákváðum
við að prófa að teygja þetta í
tvær vikur og kalla það Lista-
daga.“
- Og sinna menn eingöngu
listum þessa dagana?
„Nei, þeir halda áfram að
mæta í skólann, enda fer öll
dagskráin fram utan skólatíma.
Það hafa verið uppi hugmyndir
um að fella niður kennslu í ein-
hverja daga þannig að nemend-
ur gætu komið saman og notað
tímann til ýmiss konar starf-
semi, líkt og gert er í nokkrum
öðrum framhaldsskólum.“
- Hvernig hefur gengið hjá
ykkur það sem af er?
„Ég kvarta ekki, það hefur
verið gott að fá fólk til
samstarfs. Nú stendur yfir ágæt-
is myndlistarsýning og á mánu-
dagskvöldið var fengum við
ákaflega góða leiksýningu frá
Alþýðuleikhúsinu, Tilbrigði við
önd. í dag klukkan fimm verða
svo allir að fara í Borgarbíó að
sjá „The Wall“, sem þar verður
sýnd á okkar vegum. Og okkur
tókst að fá Ólaf Hauk Símonar-
son rithöfund til að koma hing-
að norður, hann verður með
kynningu á sér og verkum sínum
á þriðjudagskvöldið. Þannig að
það er nóg um að vera. í>ú ættir
að drífa þig í heimsókn, það er
til kaffi og gotterí í sjopp-
unni . . .“
- Já, þakka þér fyrir, ég væri
vís til þess. En hvernig hefur að-
sóknin verið á þessa listvið-
burði?
„Hún hefur nú ekki verið
mikil það sem af er, en það er
fátt búið af dagskránni og ég
vona að úr þessu rætist og að
sem flestir komi á tónleikana
með hljómsveitinni Grafík í
kvöld og á þá dagskrárliði sem
eru í næstu viku.“
- Má af þessu álykta sem svo
að listaáhugi í MA sé lítill?
„Það er ég ekki viss um. Og
ég held raunar að hann sé meiri
hér en víðast hvar annars
staðar. En það er margt sem
keppir hér um tíma fólks og það
velur líklega eitthvað á milli
þeirra dagskrárliða sem ekki eru
ókeypis, því að fjárráðin eru
ekki sérlega rnikil."
- Eru þessir Listadagar ein-
formaður
, á línunni
ungis fyrir Menntskælinga?
„Nei, öðru nær. Mig langar ti!
að það komi skýrt fram að þeit
eru opnir öllum þeim sem vilja
koma og sjá það sem við höfum
upp á að bjóða. Það er of lítið
um að fólk utan úr bæ komi á
skemmtanir og listviðburði sem
haldnir eru hér í skólanum.“
- Þið eruð þá ekki bara á kafi
í námsbókunum þarna í
Menntaskólanum?
„Nei, enda myndi það nægja
til að gera hvern mann vitlausan
að líta aldrei upp úr námsbók-
unum. Nemendur verja miklu af
tíma sínum í ýmis félagsstörf og
er það vel. Það er ekki síður
þroskandi en námið. Enda hef
ég hagað mér samkvæmt því.“
- En gengur þér ekki sæmi-
lega við námið?
„Jú, þegar ég gef mér tíma til
að sinna því.“
- Það var og. Ertu ekki á
góðri leið með að verða
stúdent?
„Ég verð kannski stúdent í
vor.“
- Ein spurning að lokum til
formanns Listadaganefndar: Er
gaman að vera Menntskælingur
þessa daga?
„Já. Nú get ég að vísu ekki
svarað fyrir aðra nemendur, en
ég vona að þeim finnist líka
gaman.“
- Það vona ég líka, þakka þér
fyrir spjallið og lifðu heill.
„Heill sjálfur.“
Yngvi Kjartansson: „Myndi nægja til að gera hvern mann vitiausan að líta aldrei upp úr
skólabókunum.“ Mynd. K(JA
12. sýning: Föstudag 23. mars kl. 20.30
13. sýning: Sunnudag 25. mars kl. 20.30
Ingimar Eydal leikur létta tónlist til kl. 23.30
Miðapantanir í Leikhúsi alla daga frá kl. 16-19
Sýningardaga í Sjallanum frá kl. 19.15-20.30.
Mánasalur opnaður kl. 18.30.
Leikhússmatseðlll.
Föstudagur 23. mars
Sólarsalur opnaður kl. 23.00
fyrir aðra en leikhúsgesti.
Hljómsveit Ingimars Eydal skemmtir
„A jazz break“
Laugardagur 24. mars
©Útsýnarkvöld! Opnað kl. 19.30
Frábær skemmtiatriði.
Miðasala og borðapantanir fimmtudaginn
23. mars milli kl. 19 og 20 í anddyri
Sjalians og í síma 22770.
SjMwt
W Geislagötu 14
Góðir eiginmenn
sofa heima
Sýntng í Laugaborg
sunnudaginn 25. mars kl. 21.00
þriðjudaginn 27. mars kl. 21.00.
Ungmennafélagið
Námskeið um
vöruþróun
verður haldið á Hótel KEA á Akureyri dag-
ana 5.-7. apríl nk.
Á fimmtudag og föstudag stendur námskeiðið frá
kl. 13.30-19.00 og á laugardag frá kl. 9.00-15.00.
Námskeiðið er einkum ætlað framkvæmda-
stjórum fyrirtækja á Norðurlandi og þeim stjórn-
endum er bera ábyrgð á vöruþróun, framleiðslu-
stjórnun og markaðsmálum. Fjöldi þátttakenda er
takmarkaður við 20 og þátttökugjald er kr. 3.000.
Markmið:
• Að gera þátttakendur færa um að finna nýjar fram-
leiðsluhugmyndir.
• Skilgreina þarfir og kröfur markaðarins.
• Meta raunhæfar framleiðsluhugmyndir með hlið-
sjón af getu fyrirtækisins.
• Hafa umsjón með og stjórna framkvæmd vöru-
þróunarverkefna.
Efni m.a.:
Hvers vegna vöruþróun, skipulagning vöruþróunar-
verkefna, aðferðir til mats á sterkum og veikum hlið-
um fyrirtækisins, samburður og val hugmynda og að-
ferðir til að laða fram nýjar.
Leiðbeinendur verða Elías Gunnarsson ráðgefandi
verkfræðingur og Páll Kr. Pálsson deildarstjóri tækni-
deildar Félags íslenskra iðnrekenda.
Þátttaka tilkynnist til Fll í síma 91-25777 eða Iðnþró-
unarfélags Eyjafjarðar í síma 96-26200 fyrir 30. apríl
nk.
Félag íslenskra iðnrekenda.
Iðnþróunarfélag Eyjafjarðar.