Dagur - 11.04.1984, Síða 4

Dagur - 11.04.1984, Síða 4
4 - DAGUR — 11. apríl 1984 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SÍMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 130 Á MÁNUÐI - LAUSASÖLUVERÐ 18 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: HERMANN SVEINBJÖRNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: GÍSLI SIGURGEIRSSON BLAÐAMENN: EIRÍKUR ST. EIRlKSSON OG GYLFI KRISTJÁNSSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI: 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Aukin samvinna er til góðs Á síðasta ári tóku fyrirtækin Brúnás hf. á Eg- ilsstöðum, Húsa- og strengjasteypan hf. Kópavogi, Húsiðn hf. Húsavík, Loftorka sf. Borgarnesi og Strengjasteypan hf. á Akureyri sig til og stofnuðu „móðurfyrirtæki“ sem ber nafnið Nýhús hf. Þetta nýja fyrirtæki var stofnað með það fyrir augum að hrinda af stað hugmyndasamkeppni um íbúðarhús úr steinsteyptum einingum, hafa sameiginleg innkaup til að ná fram aukinni hagkvæmni, kaupa inn í stærri einingum og ná verðinu þannig niður. Einnig á hið nýja fyrirtæki að sjá um auglýsinga- og sölustarfsemi. Nú þegar er búið að halda hugmyndsam- keppnina og þar komu fram 18 tillögur, en úr sex þeirra verður unnið og sú útkoma verður síðan notuð til að framleiða eftir. Með því að framleiða eftir sömu teikningunum og nota staðlaðar einingar og glugga í stórum stíl er hægt að ná fram mikilli hagkvæmni í verði eins og sést best á því að framkvæmdastjóri Strengjasteypunnar hf. á Akureyri telur að það að byggja með þessari aðferð sé um 15% ódýrara en að byggja á hefðbundinn hátt. Annað er í þessu sambandi sem skiptir húsbyggjendur verulegu máli en það er að af- greiðsla húsnæðismálastjórnarlána gengur mun fljótar fyrir sig þegar keypt eru eininga- hús en þegar byggt er á gamla mátann. Þessi samvinna fyrirtækjanna 5 er án efa til góðs og sýnir það og sannar að lítil fyrirtæki geta með samstarfi og aukinni hagræðingu orðið samkeppnisfær í baráttunni við stærri fyrirtæki bæði innlend og erlend. Einnig er mikils um vert að þessi aukna hagræðing kemur til með að skila sér í lægra vöruverði og kemur því neytendum til góða. Fyrirtæki á fleiri sviðum hafa tekið höndum saman og stofnað samtök sem fær eru um að starfa að fjölbreyttum verkefnum og nægir þar að benda á stofnun Eyfirskra verktaka hf. sem eru stofnaðir af fyrirtækjum úr mismun- andi atvinnugreinum á Akureyri. Það er ljóst að fyrirtæki á íslandi verða að halda vöku sinni og auka þátt sinn og sam- keppnisaðstöðu á íslenskum og erlendum mörkuðum. Þegar er farinn að sjást árangur en betur má ef duga skal. Á.M. „Það vantar fleiri klukku- stundir í sólarhringinn“ - Þegar við lögöum leið okkar að Hamarsstíg 25 á Akureyri einn morguninn í síðustu viku barst á móti okkur vélarhijóð úr kjallara hússins. Það kom okkur ekkert á óvart, enda var tilgangurinn með ferð okkar að heimsækja fyrirtækið HS- vörumiðar s.f. sem einmitt er rekið í kjallara hússins. „Hér er allt á fullri ferð frá morgni til kvölds, enda verkefnin yfirfljótandisagði HS sjálfur, eða Hörður Svanbergsson, en hann rekur þetta fyrirtæki ásamt eiginkonu sinni Hildu Árnadótt- ur og syni þeirra hjóna Árna Harðarsyni. Segja má að upphaf fyrirtækis- ins hafi verið árið 1959 er Hörður byrjaði með eina prentvél í kjall- aranum hjá sér á Hamarsstígnum sem „aukabúgrein“ eins og hann orðar það. Síðan kom önnur vél fimm árum síðar og á síðasta ári kom sú fullkomnasta og sú sem fyrirtækið snýst að mestu um í dag. Það er vél sem getur prentað fimm iiti í einu og er prentað í henni á límmiða sem notaðir eru á alls kyns framleiðsluvörur fyrir- tækja. Og eftir að sú vél var tekin í gagnið má segja að ljós hafi log- að í kjallaranum á Hamarsstígn- um 14-16 klukkutíma á sólar- hring. „Já, ef eitthvað er þá vantar okkur fleiri klukkustundir í sólar- hringinn," segir Hörður er við höfum komið okkur fyrir í eld- húsinu á efri hæð hússins, en það þjónar jafnhliða sem kaffistofa fyrir fyrirtækið og þá er eiga þangað erindi. Vinnudagurinn er langur þannig verður það að vera ef dæmið á að ganga upp.“ Við spurðum Hörð að því hvar þá þjónustu hefði verið að fá áður sem hann veitir núna. „Það var ekki um neitt annað að ræða fyrir þá sem þurftu að fá svona þjónustu en að sækja hana til Reykjavíkur, og það sýnir að þörfin fyrir að fá svona fyrirtæki hingað var mikil. Viðskiptavinir okkar í dag eru í öllum lands- hornum og stór iðnaðarfyrirtæki í Reykjavík og á svæðinu þar í kring versla mikið við okkur og vilja helst fá fyrirtækið suður. Þeir telja að svona fullkomin tæki eigi að vera stasett í Reykjavík." Þegar Hörður sýndi blaða- manni vélarnar í kjallaranum var stóra vélin sem prentar á límmið- ana í fullum gangi og þannig „mallar“ hún alla daga. Sem fyrr sagði er hér um mjög fullkomna vél að ræða og er hún eina vélin sinnar tegundar hér á landi. „Hún er fullkomin enda var hún mjög dýr fjárfesting," sagði Hörður. „Því fylgir að afborganir af henni eru miklar og það bitnar á því að rekstrarfé vantar. Hörður sýndi okkur auglýs- ingabækling sem hann prentaði og hugðist senda fyrirtækjum víða um land til þess að auglýsa þjónustu sína.' „Það var meining- in að auglýsa fyrirtækið upp á þennan hátt eftir að við vorum búin að fá nýju vélina en bækl- ingarnir eru hér ennþá. Það hefur hreinlega verið það mikið að gera að ég hef ekki þorað að fara út í það að auglýsa. Þau Hörður, Hilda og Árni eru að störfum í kjallaranum frá því snemma á morgnana og oft er kominn nýr dagur þegar gengið er til náða. „Við höfum ekki haft mikinn tíma til þess að sinna öðru eða taka okkur löng frí og ekki fyrirsjáanlegt að það verði á næstunni. Það bendir allt til þess að við bætum við vél eða vélum þegar kemur fram á sumarið og það er ljóst að hér verður einnig fjölgun á starfs- fólki.“ Og lengur var ekki hægt að tefja fjölskylduna frá störfum sínum. Við röltum út í blíðuna en inni héldu prentvélarnar áfram að framleiða límmiða í öll- um regnbogans litum.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.