Dagur - 18.05.1984, Blaðsíða 6

Dagur - 18.05.1984, Blaðsíða 6
6 - OAGUR —. 18. maí 1984 Margar nýjar og spennandi trjátegundir í Kjama „Tegundum hjá okkur hef- ur fjölgað mjög mikið, einkum runnategundum ýmiss konar, og nú erum við einnig með mun fleiri tegundir af rósum en við höfum áður verið með. Alls erum við með um 90 tegundir af trjám og runn- um og 20 tegundir af rósum, “ sagði Tryggvi Marinósson, garðplöntu- frœðingur hjá Skógrœktar- félagi Eyfirðinga, þegar Dagur heimsótti gróðrar- stöðina í Kjarna á dögun- um. Par var allt á fullu, starfsmenn á þönum og viðskiptavinir að líta eftir trjágróðri og rósum til að fegra með umhverfi sitt. Tryggvi og Smári Sigurðsson, skrúðgarðyrkjumaður, sýndu blaðamanni stöðina með öllum þeim aragrúa plantna sem þar er að finna, þar á meðal margar spennandi tegundir sem erfitt eða jafnvei ómögulegt hefur verið að fá til þessa. Af runnategundum má nefna gullkergi, 3 tegundir af sýrenum, nokkrar nýjar víðiteg- undir, mispiltegundir og kvisti. Af trjám má geta koparreynis, úlfareynis og selju, auk elris, en sumar þessara tegunda hafa verið nær ófáanlegar. T.d. mun kopar- reynirinn hvergi annars staðar á landinu vera í ræktun og virðist hann ætla að verða bærilega harðgerður. Hann ber koparrauð blöð og snjóhvít ber. Þeir félagar sögðu að fólk væri líka farið að spyrja mikið um tegundir eins og hegg og gullregn, sem eru blómstrandi. „Auðvitað er það viss áhætta að vera með þessar nýju tegundir og breyta út frá hefðbundnum trjátegundum sem hafa áratuga og jafnvel aldagamla reynslu í ræktun hér á landi. Við setjum hins vegar ekkert í sölu sem ekki hefur reynst okkur þokkalega. Starfsfólk gróðrarstöðvarinnar í Kjarna, að undanskildum sjálfum forstjóranum, Hallgrími Indriðasyni, sem var í útréttingum. Myndir: HS. Margar þessara tegunda þurfa gott skjól, þó sumar séu lítið sem ekkert viðkvæmari en hefð- bundnar tegundir. Oftast ráð- leggjum við fólki að byrja á því að gróðursetja skjólrunna eða koma upp góðu skjóli með öðrum hætti, áður en það kaupir dýrar og e.t.v. viðkvæmar plöntur. Margir gera þau mistök að hafa ekki nægilegt skjól og það á ekki eingöngu við um þessar nýrri og viðkvæmari tegundir. Þetta á t.d. oft við um barrtré eins og furuna, sem þolir illa að standa ein sér án skjóls. Þá er vorsólin oft hættuleg. Almennt Smári Sigurðsson og Tryggvi Marinósson huga að furutrjánum, sem eru með stærra móti að þessu sinni. séð má segja að fólk sé ekki nægi- lega vel upplýst um það hvernig umhirðu plönturnar þurfa. Það er nefnilega ekki nægilegt að setja þær niður, það verður að hugsa vel um þær. Því miður má segja að íslenskur almenningur sé heldur iila að sér um garð- yrkju. Því hvetjum við fólk til að kynna sér þær bækur sem til eru, s.s. Skrúðgarðabókina. Mistökin geta verið dýr,“ sögðu þeir félag- ar. Það kom fram í spjallinu að Akurejrarbær hefði raunar al- gjöra sérstöðu hvað varðaði trjá- rækt og garðagróður almennt. Hefðin væri þar mjög gömul, auk þess sem skilyrði væru betri til ræktunar en víða annars staðar. Raunar mætti segja að fólk kæm- ist ekki með góðu móti hjá því að planta trjám og runnum í görðum sínum, ef þeir ættu ekki að skera sig illilega úr. Mikilvægast núna væri að húsbyggjendur í nýju hverfunum yst í Þorpinu gerðu verulegt átak og létu ekki deigan síga. Trjágróður hefði feikileg áhrif á veðurfar í næsta nágrenni og slíkra áhrifa væri ekki síst þörf í nýju byggingahverfunum, þar sem oft vill verða vindasamt. „Okkur virðist sem áhugi á þessum málum fari sífellt vax- andi. Hins vegar er of mikið um [jað að fólk taki ekki ráðlegg- ingum varðandi umhirðu, s.s. klippingar, áburðargjöf og upp- bindingu ungra trjáa. Þó að fólki finnist e.t.v. blóðugt að klippa lágvaxna runna sína þá er ljóst að með því að fara eftir ráðlegg- ingum hvað þetta varðar getur það sparað sér mörg ár í uppeldi plantnanna. Þetta á ekki hvað síst við um limgerðisplöntur. Fólk vill gjarnan fá þær sem stærstar, en það sem skiptir hins vegar öllu máli er að þær séu ekki of ungar og hafi sem flestar grein- ar. Hæðin skiptir nánast engu ef menn eru virkilega að huga að því að fá þéttvaxna og fallega runna.“ „Hvernig líst ykkur á vorið að þessu sinni?“ „Miðað við undangengin ár lofar það góðu. Við höfum kallað árin frá 1979 „litlu ísöld“ vegna þess hve kalt hefur verið í veðri. Ef ekki bregður verulega út af nú ætti þetta vor og sumar að verða sérlega gott. Rétt er þó að geta þess, að þegar verið er að gróðursetja skaðar ekki þó svali sé í lofti og sólarlaust, því verstu skilyrði til gróðursetningar eru hiti, sól og þurr vindur." Ekki gafst tími til að tefja þá félaga lengur, því nógu var að sinna. Þeir sögðu þó í framhjá- hlaupi að flestar blokkarlóðir á Akureyri væru algjört hallæri og þar þyrfti að taka verulega til höndunum. Þess má geta að hjá Skógræktarfélagi Eyfirðinga í Kjarna er að fá upplýsingabækl- inga um ýmislegt sem varðar gróðursetningu og umhirðu trjá- plantna. Plönturnar þar kosta frá 15 krónum en dýrasta plantan á svæðinu er stafafura, um hálfur annar metri á hæð, sem kostar 1.500 kr. Gunnhildur Ólafsdóttir sýnir væntanlegum viðskiptavinum rósarunna, sem til eru í miklu úrvali.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.