Dagur - 18.05.1984, Blaðsíða 7

Dagur - 18.05.1984, Blaðsíða 7
Mt8.írffáf’i §é4--^M^\5fr^7 - Krístján Jóhannsson? - Það er hann. - Sæll gamli minn - og vertu velkominn heim, hvern- ig hefur þú það ertu ekki hress og kátur? - Já, sæll sjálfur, gaman að heyra í þér. Jú, ég er hress að vanda, það dugir ekki annað. Það er að vísu svolítil ferða- þreyta í mér enn, það hefur verið talsverður þvælingur á mér að undanförnu og um margt að hugsa. En ég er í toppformi. - Þið ætlið að halda kons- erta um helgina, til minningar um konu þína, Dorriét Kavanna. Ágóðinn á síðan að renna í minningarsjóð. Hver er tilgangur hans? - Hlutverk þessa sjóðs verður að styrkja efnilega söngvara til náms erlendis og við stefnum að því að úthluta úr honum árlega. - Verða það myndarlegir styrkir? - Já, það vona ég. Ég trúi ekki öðru en okkur takist að gera þennan sjóð það sterkan, að viðkomandi söngvari fái umtalsverðan styrk, þannig að hann geti stundað sitt nám áhyggjulaust. Söngnám er dýrt og erfitt, þannig að fjárhags- áhyggjum er ekki á bætandi. Það er því von okkar að styrk- ur úr sjóðnum verði til þess að viðkomandi þurfi ekki að hafa áhyggjur af því að eiga ekki fyrir salti í grautinn, jafnvel ekki fyrir grjónunum heldur. Annars er ég hættur að hugsa í grautum í þessu samhengi; spaghettiið stendur orðið mag- anum nær. - Hvernig ætlið þið að finna þá útvöldu? - Það verður væntanlega gert með söngkeppni, þar sem umsækjendur reyna með sér og 6-8 manna dómnefnd sker úr um hver er styrksins verður. Og í dómnefndinni verða ekki eingöngu söngfugl- ar, því það verður enginn mik- ill söngvari af röddinni einni saman. Það eru svo margir aðrir eiginleikar sem þurfa að koma til. Það þarf nefnilega sterk bein í þennan bransa skal ég segja þér. Það verður enginn óbarinn söngvari. Við ætlum því að komast hjá öllum klíkuskap, en þess í stað munu fagleg sjónarmið ráða ferðinni við val á styrkþegum. - Hvenær verður fyrst út- hlutað úr sjóðnum ? - Það er nú ekki fullmótað ennþá, en ég vona að það verði hægt á næsta ári. Að sjálfsögðu fer það eftir því hvernig okkur gengur að efla sjóðinn nú í upphafi. Fram til ,£g verð líldega að setíast upp a • T • íí Kristján Jóhannsson á línunni þessa hefur okkur gengið vel og mörg fyrirtæki og einstakl- ingar hafa lagt sitt af mörkum. ; Síðan reiknum við með góð- um tekjum af tónleikunum, þar sem þegar er uppselt á tónleikana í Háskólabíói og ég trúi ekki öðru en Akureyring- ar og nærsveitamenn leggi mér lið sem fyrr með því að fjöl- menna í Skemmuna. Ég get líka lofað þeim því, að þeir fá mikið fyrir sinn snúð. - Hvað verður boðið upp á í Skemmunni? - Þetta verða óperutónleik- ar. Við verðum með músík úr Carmen, Tosca, Madame Butterfly og fleiri óperum; mjög fallegar aríur sem fólk þekkir. Auk mín koma fram á tónleikunum Antonella Pi- anezzola, sópransöngkona, sem er eiginkona hljómsveit- arstjórans og píanóleikarans Maurizio Barbacini og hann leikur undir söng okkar. Þau hjónin eru sannir listamenn og miklir vinir mínir. Sömu sögu er að segja um Kristin Sig • mundsson, sem syngur á tón- leikunum við undirleik Jónas- ar Ingimundarsonar. - Megum við búast við að þið Kristinn takið dúetta saman? - Það er aldrei að vita, ef til vill gerum við það. Það er verst hvað hann er rosalega stór, nærri tveir metrar á hæð. Ég verð líklega að sitja uppi á flyglinum, ha.ha . . . ! - Hvað tekur við hjá þér á eftir þessu? - Ég fer niður til Ítalíu og held áfram að vinna, því ég er með fjórar nýjar óperur í æf- ingu. Þar á meðal er ein falleg- asta ópera sem skrifuð hefur verið og ég er óskaplega ham- ingjusamur með; Don Carlo eftir Verdi. Ég syng hana á óperuhátíð í Dorset í Eng- landi f ágúst. í næsta mánuði syng ég í tveim Puccini óper- um á Ítalíu, en eftir hátíðina í Dorset fer ég til Bandaríkj- anna, þar sem ég er meira og minna samningsbundinn næstu 3 árin. Það er óskaplega spennandi að komast inn á þann markað og vonandi tekst mér að vinna þar sess. - Hvað með hljómplötu? - Hún er ákveðin, kemur út - ja, líklega í október-nóvem- ber ef allt gengur að óskum. Þetta verður óperuplata og hún verður tekin upp í London eins og sú fyrri og Maurizio Barbacini verður stjórnandi Lundúnasinfón- íunnar sem fyrr. Auk þess vinnum við að hljómplötu með söng Dorriét. Ég veit ekki fyrir víst hvenær hún kemur út. Ég hef unnið að þvf að safna þeim upptökum sem til eru með söng hennar. Þær eru misjafnar að gæðum, en ég trúi ekki öðru en okkur takist að raða saman heillegri mynd á plötu, þannig að söngur hennar lifi. - Það er langt síðan þú hef- ur sungið fyrir okkur Akureyr- inga, þitt heimafólk. - Já, það er satt, það er allt- af gott að koma heim og ég hlakka til að syngja fyrir mitt heimafólk og ég vona að allir fái að heyra eitthvað við sitt hæfi. Þetta er minningarkons- ert um Dorriét og fyrirkomu- lag hans verður svipað og var á minningarkonsertum sem vinir hennar héldu í New York og heima í Verona á Ítalíu. - Þakka þér fyrir spjallið Kiddi og gangi ykkur vel um helgina. - Þakka þér sömuleiðis, við sjáumst. -GS. Föstudagur 18. mai: Diskótek á tveimur hæöum, Golli og Balli sjá um að allir fríki út. Top 10 listinn valinn. Laugardagur 19. maí: Wembleystemmning Knattspyrnuunnendur taka daginn snemma og mæta á Baukinn og horfa á beinu útsendinguna frá úrslitaleik ensku bikarkeppninnar, Everton: Watford Aftur frábært diskóktek um kvöldið. Tommi og Arnar koma öllum í gott skap. Splunkunýjar myndir í videóinu frá Fálkanunr Baukurinn opinn kl. 12.00-14.30 um helgar og frá kl. 18.00 öll kvöld. O 0 Q Q Q Q Q Q Q Q Q |H| H-100 - staðurinn þar^B sem þú skemmtir þér. S mlij H-100 er opið öll kvöld frákl. 18.00-01.00. QQQQQQ QQQQQ Q, Skemmtun fyrir aldraða verður haldin í Sjallanum sunnudaginn 27. maí nk. kl. 15.00 á vegum Félags aldraðra, Lions- klúbbsins Hængs og Félagsmálastofnunar Akur- eyrar. Gestur samkomunnar verður Halldór Laxness, leikarar frá Leikfélagi Akureyrar munu flytja stutta dagskrá úr verkum skáldsins. Allir aldraðir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Að- gangur ókeypis. Þeir sem óska eftir að verða flutt- ir heiman og heim eru beðnir að hringja í síma 22770 kl. 13-14 sunnud. 27. maí. Kardemommu- bærinn eftir Thorbjörn Egner Föstudagur 18. maí kl. 20.00. Laugardagur 19. maí. Uppselt. Sunnudagur 20. maí. Uppselt. Miðasala opin alla virka daga frá kl. 15-18. Laugardaga og sunnudaga frá kl. 13 og fram að sýningu. Leikfélag Akureyrar. Sími 24073.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.