Dagur - 18.05.1984, Blaðsíða 16

Dagur - 18.05.1984, Blaðsíða 16
-BAUTINN - SMIÐJAN- Smiðjan opin alla daga bæði í hádeginu og á kvöldin Munið að panta borð tímanlega fyrír helgar Laxafóðurverksmiðja á Akureyri: Samningar innan þriggia mánaða Allt bendir nú til þess að laxa- fóðurverksmiðja verði reist á Akureyri. Búist er við því að samningar þar að lútandi liggi fyrir innan þriggja mánaða en það eru Krossanesverksmiðj- an, KEA og norska fyrirtækið T. Skretting a/s sem standa munu að fyrirtækinu. Það er Iðnþróunarfélag Eyja- fjarðar h.f. sem unnið hefur frá því á sl. hausti að athugun á möguleikum og hagkvæmni þess að koma á fót iaxafóðurverk- smiðju á Akureyri. Athugun þessi fór af stað að beiðni At- vinnumálanefndar Akureyrar og hefur verið unnin í samráði við Fiskimjölsverksmiðjuna í Krossanesi. Dagana 7. - 10. maí sl. voru staddir hér á landi fulltrúar frá norska fyrirtækinu T. Skretting a/s til frekari viðræðna um hugs- anlegt samstarf á þessu sviði. T. Skretting a/s er stærsti framleið- andi á laxafóðri í Evrópu. Auk áðurnefndra aðila tók Kaupfélag Eyfirðinga þátt í viðræðunum. Niðurstaða viðræðuaðila varð sú að stefna að því að stofna fyrir- tæki á Akureyri til framleiðslu á laxafóðri en allt þurrfóður til lax- eidisstöðva hér á landi er nú innflutt. Gert er ráð fyrir að væntanlegt félag um reksturinn verði eign T. Skretting a/s, Krossaness og KEA. Verksmiðjan yrði staðsett í Krossanesi og tæknilega sér- hæfð til framleiðslu á laxafóðri af bestu gerð. Um 80% af hráefnum verksmiðjunnar verða af inn- lendum uppruna. Helmingur hráefnis í laxafóður er fiskimjöl og talið er að Krossanes sé best búin fiskimjölsverksmiðja hér á landi til að framleiða fiskimjöl af þeim gæðum sem til þarf. Áætlað er að frekari athuguii- um á hagkvæmni laxafóðurverk- smiðju og samningagerð ljúki á næstu þremur mánuðum. Að þeim tíma liðnum verða endan- legar ákvarðanir teknar um hvort og hvenær ráðist verður í fram- kvæmdir. Harður árekstur á Eyrinni: Annar bíllinn inn í Á þriðjudagskvöldið varð mjög harður árekstur á gatna- mótum Gránufélagsgötu og Hríseyjargötu á Akureyri. Tvær bifreiðar rákust þar saman, og kastaðist önnur þeirra á þá þriðju og hélt síðan rakleiðis á grindverk við Gránufélagsgötu 33 og þar inn í garð. Lítið barn sem var í annarri bifreiðinni var flutt á sjúkrahús með skurð á enni, og ökumaður hinnar bifreiðarinnar kvartaði um verki í handlegg og var einnig fluttur á sjúkrahús. „Það er engin ný bóla að það verði árekstrar á þessu horni,“ sagði Hákon Henriksen í sam- tali við Dag, en foreldrar hans búa í húsinu Gránufélagsgötu 33. „Pað hefur margoft komið fyrir að þeir bílar sem hafa lent í árekstrum á þessu horni hafa komið hér inn í garð og þá að sjálfsögðu brotið niður girðing- una. garð! í>að eru oft krakkar að leika sér þarna í garðinum og þeir eru því í lífshættu þegar svona atvik eiga sér stað. Þannig var t.d. núna að lítill strákur hafði verið þarna að leik, en hann var nýfar- inn úr garðinum þegar bíllinn kom þarna á fleygiferð í gegnum girðinguna. Við höfum árangurslaust reynt að fá það í gegn að það verði sett stöðvunarskylda á þessi gatna- mót á þá umferð sem kemur niður Gránufélagsgötuna. Þar og reyndar einnig í Hríseyjargötu er einstefnuakstur og hraðinn er oft mikill þegar menn koma akandi þarna niður,“ sagði Hákon. - Hjá lögreglunni fengum við upplýst að á þessu horni hafa oft orðið árekstrar. Benti lögreglan á að þetta horn væri slæmt að því leyti að það væri svo gott sem „blindhorn" og reyndar væru fjöldamörg slík gatnamót víðs vegar á Eyrinni. gk.- ■ 4 Gránufélagsgata 33. - Eins og sjá má liggur girðingin niðri, brotin eina ferð- ina enn. Mynd: gk-. Ólafsfjörður: Enginn vill í iðn- garðana „Það veldur okkur að sjálf- sögðu áhyggjum að ekki skuli berast umsóknir um afnot af iðngörðunum,“ sagði Valtýr Sigurbjarnarson bæjarstjóri í Ólafsfirði í stuttu spjalli við Dag. Eins og Dagur hefur skýrt frá hefur Ólafsfjarðarbær staðið að byggingu iðngarða og var þeim ætlað að stuðla að uppbyggingu iðnaðar í bænum. Iðngarðarnir eru nú tilbúnir til notkunar en þá bregður svo við að enginn aðili sýnir því áhuga að hefja starfsemi í þeim. Er þetta mjög bagalegt því kostnaður við byggingu iðn- garðanna er um 6 milljónir króna. „Dýrari umbúðir“ „Ástæðan fyrir þessu er ein- faldlega sú að við erum með umbúðir sem eru dýrari en þær sem notaðar eru í Reykjavík,“ sagði Þórarinn Sveinsson mjólkurbússtjóri Kaupfélags Eyfírðinga, en nokkuð mun hafa verið um það að fólk hafí kvartað til verðlagsyfirvalda á Akureyri vegna þess að mjólk- urlítrinn á Akureyri er 20 aur- um dýrari en í Reykjavík. „Það var ákveðið af sexmanna- nefnd að við eigum að selja mjólkina dýrari en gert er í Reykjavík vegna þess að við erum með mjólk á fernum, en í Reykjavík er mjólkin seld í pökkum. Við ákváðum að bjóða okkar viðskiptavinum upp á þessar pakkningar vegna þess að þær eru mun handhægari og skemmti- legri á allan hátt. Ég hef reiknað út að fyrir mann með með- alneyslu á mjólk munar þetta 44 krónum á ári sem er ekki einu sinni andvirði eins sígarettu- pakka og okkur finnst það þess virði að bjóða upp á þessar pakkningar," sagði Þórarinn. gk-. Nú fer vonandi að sjá fyrir endann á þessum kuldakafla en ekki gerist það þó alveg strax. Á laugardag er reikn- að með suðaustanátt og rigningu, sem vart verður þó mikil. Á sunnudag verð- ur aftur komin hæg norðan- átt, nokkuð kalt og skýjað, en á mánudag má hins vegar reikna með að útlitið fari að lagast, en þá er spáð hæg- viðri og líklega verður bjart veður.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.