Dagur


Dagur - 18.05.1984, Qupperneq 15

Dagur - 18.05.1984, Qupperneq 15
18. maí 1984 - DAGUR - 15 Nemendasýning í Myndlistaskólanum Minmngaríónleikar um Dorriét Kavanna Minningartónleikar um söng- konuna Dorriét Kavanna verða haldnir í íþróttaskemm- unni á Akureyri á sunnudag- inn kl. 16.00. Þar koma fram Antonella Pianezzola, Krist- inn Sigmundsson, Jónas Ingi- mundarson, Maurixio Barba- cini og Kristján Jóhannsson. Dorriét Kavanna var af spönsku og bandarísku bergi brotin og ólst upp á Spáni og í Bandaríkjunum. Hún haslaði sér völl á leiklistarsviðinu í Bandaríkjunum, lék m.a. í mörgum kvikmyndum, en sneri sér síðan að söngnámi í Bandaríkjunum og síðar á ít- alíu. Hún þótti mikill lista- maður og söngur hennar hreif Góðir gestirí Sjalkmum Það er óhætt að segja að góðii gestir koma í heimsókn í Sjall- ann um helgina, en það eru engir aðrir en Graham Smith og Hallbjörn okkar Hjartar- son. Graham Smith verður í Sjallanum í kvöld og annað kvöld og leikur lög af nýju plötunni sinni og hann fær án efa góðar móttökur í Sjallan- um eins og venjulega. Þá skemmtir dansflokkurinn Violence sem slegið hefur í gegn í Reykjavík að undan- förnu bæði kvöldin. Þeir Ingi- mar Eydal og Grímur Sigurðs- son leika dinnertónlist bæði kvöldin, hljómsveit Ingimars sér svo um fjörið á eftir, og öll afmælisbörn helgarinnar fá blóm að gjöf frá Sjallanum. Og svo er það kántrýkon- ungurinn ókrýndi á sunnu- dagskvöldið. Hallbjörn er nú að smíða 3. plötu sína sem án efa hefur að geyma ýmis gull- korn og hann mun m.a. kynna lög af þeirri plötu. - Hljómsveitin Mið- aldamenn frá Siglufirði leikur fyrir dansi á sunnudagskvöld- ið. alla sem heyrðu. Hún kom fyrst til íslands árið 1980 og landið varð henni kært. Hún giftist Kristjáni Jóhannssyni í Grenjaðarstaðarkirkju síðast- liðið sumar og hún hafði sótt um íslenskan ríkisborgararétt. Hún lést á sjúkrahúsi í Bonn í Þýskalandi 31. desember sl. Að tónleikunum standa nánustu vinir og velunnarar söngkonunnar og allur ágóði rennur í minningarsjóð um Dorriét. Áður hafa bandarísk- ir velunnarar Dorriét haldið henni heiðurstónleika í Carne- gie Hall í New York og tónlist- arráð Verona á Ítalíu hélt hlið- stæða tónleika. -GS. íþróÉr Iþróttaviðburður helgarinnar á Norðurlandi er tvímælalaust viðureign Akureyrarliðanna KA og Þórs í 1. deild íslands- mótsins í knattspymu á Þórs- velli kl. 13.30 á sunnudag. Þetta er fyrsti leikur liðanna í 1. deild á nýbyrjuðu keppn- istímabili og er geysilegur áhugi fyrir þessari viðureign. Leikurinn verður á grasvelli Þórs. Á Siglufirði taka heima- menn á móti Einherja frá Vopnafirði í 2. deildinni og hefst leikur liðanna kl. 14 á sunnudag. Hin Norðurlands- liðin tvö í 2. deild halda suður til keppni, Völsungur leikur gegn UMFN í Njarðvík og Tindastóll hefur keppni sína í 2. deild gegn FH í Kaplakrika í Hafnarfirði. í 3. deild eru þrír leikir í Norður-Austurlandsriðli. Val- ur og Magni leika á Reyðar- firði, HSÞ fær Leiftur í heim- sókn og Huginn mætir Austra á heimavelli sínum. Allir þess- ir leikir hefjast kl. 14 á sunnu- dag. Eitt golfmót er vitað um. en það er hjá Golfklúbbi Akur- eyrar. Það er „snærisleikur", 18 holu forgjafarkeppni og er keppt um bikar sem Amaró á Akureyri hefur gefið. Sú keppni hefst kl. 10 á laugar- dagsmorgun. En þeir sem vilja mega byrja kl. 9. ,$tádár og postulín“ / Iþróttaskemman á Akureyri í kvöld: Sex einsöngvmr, kórar og Sinfóníuhljómsveitin - Helgi Björgvinsson, leirlistarmaður, opnar sýningu í Gallerí Sunnuhlíð á morgun Sinfóníuhljómsveit íslands verður á ferðinni um Norður- land um helgina. í kvöld held- ur hljómsveitin tónleika í íþróttaskemmunni og þar verður mikið um dýrðir. Stjórnandi verður Jean Pi- erre Jacquillat, en einleikari á píanó verður Jörg Demus, sem er einn af frægustu pían- istum sem nú eru uppi. Þá syngur Passíukórinn, Kirkju- kór Akureyrar og félagar úr Geysi með hljómsveitinni og einsöngvarar verða sex talsins og þeir ekki af verri endanum; Ólöf K. Harðardóttir, Sigurð- ur Björnsson, Guðrún Krist- insdóttir, Þuríður Baldurs- dóttir, Michael Clarke og Knútur Otterstedt. Á efnis- skránni eru Klassiska sinfónían eftir Prokofieff, píanókonsert eftir Mozart, Krýningarkons- ertinn og Kórfantasían eftir Beethoven. Kórarnir, ein- söngvararnir og Jörg Demus taka þátt í flutningi hennar og Demus leikur einleik í Krýn- ingarkonsertinum. I þessari sömu ferð leikur Sinfóníuhljómsveitin í Ólafs- firði 19. maí, daginn eftir á Laugum og að kvöldi sama dags leikur hljómsveitin fyrir Húsvíkinga. 21. maí verður síðan konsert á Sauðárkróki og 22. maí á Siglufirði. Á þess- um stöðum verður önnur efn- isskrá en á Akureyri, þar sem ekki eru til nógu góðir flyglar og kóramir komast ekki fyrir. -GS. „Ég ætla að sýna lágmyndir úr leir og sjálfstæða leirhluti,“ sagði Helgi Björgvinsson leir- listarmaður, en hann opnar á morgun sýningu í Gallery Sunnuhlíð á Akureyri. Það gallery er til húsa í kjallara verslunarmiðstöðvarinnar Sunnuhlíðar og er gengið inn hjá blómabúðinni. „Leirmyndirnar eru mótað- ar í stórum flötum og eru síð- an brenndar í ofni. Sýningin er byggð upp á blandaðri tækni má segja, þarna verða bæði hlutir sem eru renndir í renni- bekk og einnig handmótaðir þannig að sýningin er fjöl- breytt hvað varðar aðferðir við mótun hlutanna.“ þetta frá barnæsku, en 1975 þriðja einkasýning Helga á stofnaði ég mitt eigið fyrirtæki listmunum sínum. Sýning hans sem ég hef starfrækt síðan.“ þar hefst sem fyrr sagði á - Sýningin í Sunnuhlíð er morgun og stendur yfir til 27. maí. Sýningin er opin á venju- legum verslunartíma virka dga en um helgar frá kl. 14.00 til 22.00. Fyrirsögnin á þessari sýn- ingu minni er „Steinleir og postulín" vegna þess að megn- ið af þessum 40 verkum sem ég sýni eru unnin úr steinleir og postulíni.“ - Hvað ert þú menntaður í listinni? „Ég lærði hjá föður mínum sem er einn elsti starfandi leirkerasmiður landsins og það má segja að ég hafi unnið við Helgi Björnsson að störfum á vinnustofu sinni. Vorsýning Myndlistaskólans á Akureyri verður opnuð í sal- arkynnum skólans að Glerár- götu 34, þriðju og fjórðu hæð klukkan tvö eftir hádegi laug- ardaginn 19. maí. Þetta er stærsta og veglegasta sýning skólans til þessa og verða sýnd u.þ.b. 700 verk nemenda hinna ýmsu deilda hans. Starfsemi Myndlistaskólans er einkum tvíþætt. Annars vegar eru það síðdegis- og kvöldnámskeið í hinum ýmsu greinum sjónmennta og hins vegar fullgildur dagskóli, það er að segja fornámsdeild sem er fyrsta ár reglulegs listnáms og málunardeild, annað og þriðja ár. Umsóknarfrestur um skólavist næsta vetur í for- námsdeild er til 22. maí. Gefst því þeim sem hug hafa á að sækja um skólavist gott tæki- færi til að kynnast starfsemi skólans laugardag og sunnu- dag. Sýningin verður opin frá klukkan tvö til tíu eftir hádegi báða dagana. Nemendur Myndlistaskól- ans á Akureyri voru tvö hundruð og tuttugu síðasta vetur og kennarar þrettán. Skólastjóri er Helgi Vilbere. Nemendur og kennarar Myndlistaskólans á Akureyri ásamt skólastjóra.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.