Dagur - 08.06.1984, Blaðsíða 8

Dagur - 08.06.1984, Blaðsíða 8
8-DAGUR-8. júní 1984 Sigurður Bjarklind í helgarviðtali: í 4.000 feta hœð komst hreyfing á einn manninn íflug- vélinni. Hann opn- aði dyrnar og það varð rok á okkur öllum í vélinni. Maðurinn steig út á hjólastellið, greip í vœngstýfuna, veif- aði til okkar og hvarf. Sigurður Bjarklind sveif til jarðar í fallhlíf í 400. sinn. Sem er heimsmet á íslandi, eins og einhver orð- aði það. Útvaldir Á góðviðriskvöldi nokkrum dögum síðar er hann í Mennta- skólanum að kenna nemendum þar efnafræði. En frammi á gangi eru nemendur sem hann er ekki að kenna efnafræði, heldur fall- hlífarstökk. Nú eru þeir að pakka fallhlífum og það er nákvæmnis- verk. Þegar efnafræðinni er lokið gefst færi á að rekja garnirnar úr Sigurði, við fáum okkur sæti við kennaraborð og ég byrja á að spyrja hvort fallhlífarstökk, sem einu sinni var svo blómlegt á Ak- ureyri, hafi verið í lægð að undanfömu. „Já , það er víst óhætt að segja það. Ég kom hingað fyrst haustið ’76 og hélt eitt námskeið og þetta gekk vel næstu tvö árin. Þá fórum við út í að kaupa flugvél sem kom til landsins '19. Samkvæmt þeim upplýsingum sem við höfðum fengið átti vélin að vera í mjög góðu lagi, en þegar hún kom var hún eins og ruslahaugur - það var meira að segja í henni hreiður! Við eyddum miklum tíma í að hreinsa hana upp, en við flugum henni aldrei meira en 18 tíma, þá kom í ljós að hún eyddi meiri olíu en bensíni og mótorinn reynd- ist meira og minna ónýtur. Þá datt botninn úr starfinu og hefur eiginlega ekki komist í samt lag aftur, fyrr en ef til vill núna.“ - Hvað kom til að þú byrjaðir í fallhlífarstökki? „Það var algjör tilviljun eins og allt annað. Ég var 18 ára í flug- björgunarsveitinni fyrir sunnan, og það var einhvern tíma að Agnar Kofoed Hansen mætti á aðalfund og lagði til að fallhlífar- stökk yrði tekið upp sem Iiður í björgunarstarfinu. Hann lagði þetta niður eins og það væri ekk- ert mál, sagði að í Frakklandi væri þetta vinnukonusport. Og hann sagðist vera tilbúinn til að útvega fjármagn, kennara og skyldi sjálfur stökkva fyrsta stökkið, ef sveitin legði til mannskap. Og þetta gekk allt eftir. En maður þurfti að vera til- búinn til að fórna töluverðum tíma og peningum til að geta tek- ið þátt í þessu. Ég var þá í Menntaskólanum í Reykjavík og við þurftum að fá frí tvisvar í viku út af fallhlífarstökkinu. Við gengum fyrir Einar Magnússon sem þá var rektor til að fá leyfið. Við vorum í stærðfræðideild, en það eina sem hann þurfti að at- huga, var hvernig við hefðum staðið okkur í latínu, sem þá var kennd í stærðfræðideild. Og þar eð við vorum báðir yfir 6, gaf hann grænt ljós.“ - Þú hefur verið tilbúinn til að fórna því sem til þurfti? „Já, já, á þessum árum var maður alltaf að leita uppi ævin- týri - að minnsta kosti gekk mað- ur ekki úr vegi fyrir þeim. Og þú getur ímyndað þér, þetta var eitthvað alveg æðisgengið fyrir 18 ára stráka, eitthvað sem aðeins fáir útvaldir áttu kost á.“ Skelfingin „Þjálfunin tók um tvo mánuði, var í raun og veru allt of lang- dregin þannig að við höfðum allt of mikinn tíma til að hugleiða allt sem komið gat fyrir. Við vorum eiginlega miklu hræddari en byrj- endur þurfa að vera, þótt auðvit- að sé þetta mikið mál. Þannig að menn voru gulir og grænir á Sandskeiði þessa daga.“ - Hvenær var svo fyrst stökkið? „17. júní 1966. Ég man það stökk í smáatriðum. Maður klæddist þessum skrúða sem búið var að slá foreldra og frænkur og flesta fjölskyldumeðlimi fyrir, rauðum galla og flottum stökk- stígvélum og nýjum Bell-hjálmi. En innihaldið í þessu var býsna lítilfjörlegt .... . . .Svo var faríd upp, mað- ur sat þarna og horfði á jörðina fjarlægjast, og var hreint ekki rótt. Hafði ekkert við að vera og fór að hugleiða lífið og tilveruna vítt og breitt. Þegar komið var í stökkhæð var maður látinn príla út á hjólastellið og halda í væng- stýfuna - það kom ekki til greina að snúa við, það var búið að fara svo oft í gegnum þetta á æfingum að maður var orðinn eins og vél- menni. Svo var slegið í mann og öskrað „go“ - og maður lét sig hafa það. Skelfingin sem greip mig var alveg yfirgengileg. Þetta er svo fádæma ólíkt öllu öðru sem mað- ur hefur reynt, hrapa stjórnlaust, hafa ekki í neitt að halda, vita varla hvort maður snýr upp eða niður, út eða suður. Ég hef séð yfirlýsingar frá mörgum mönnum sem segja að fyrsta stökkið hafi verið dásamleg upplifun. En þetta held ég að sé tilbúningur, staðreyndin er sú að maður verð- ur alveg óskaplega hræddur. Nú, fallhlífin opnaðist, sprakk út eins og rós fyrir ofan hausinn á manni og þá varð allt voða gaman og gott. Þá létti mér og ég vissi að allt myndi fara vel. Og ég held að það sé þetta sem gerir fallhlífarstökkið svo heillandi og eftirsóknarvert. Þótt maður sé búinn að stökkva svo og svo mörg stökk, þá er alltaf þessi spenna, ákveðinn hræðsluþrösk- uldur sem verður að yfirstíga - og síðan þessi léttir.“ Varafallhlífin - Nú ertu búinn að stökkva rúm- lega 400 stökk, er alltaf jafn gaman, eða er þetta orðinn vani? „Þetta verður aldrei vani. Mér finnst sérhvert stökk vera eitt- hvað sérstakt, það er ekki eins og það sem ég stökk síðast og ekki eins og það sem ég stekk næst “ - Hefurðu aldrei fundið ná- lægð við dauðann? „Ég lét víst einhvem tíma hafa eftir mér í viðtali að það að finna nálægðina við dauðann gæfi líf- inu gildi. En í raun og veru meinti ég þetta ekki. Ég geri mér grein fyrir því að oft hefur staðið tæpt - maðúr hefur verið farinn að kreppa tærnar í skónum - en ég hef aldrei fundið kalda loppu dauðans lykja um mig. Ég hef fengið marbletti og smáskrámur, en alltaf gengið heill frá lending- arstað. Þannig að það hefur ýmislegt komið upp á, þrisvar hef ég þurft að nota varafallhlífina, en í öll skiptin hefur mátt skrifa það á minn eigin reikning vegna kæm- leysis í pökkun og meðferð á út- búnaði. í fyrsta skiptið var ég í gamalli hermannafallhlíf, hand- fangið til að opna hana losnaði og dinglaði fyrir aftan bakið á mér og ég gat ekki náð því. Þetta var hlutur sem ég hafði vitað að gæti gerst og ætlaði að laga, en var ekki búinn að því þegar ég stökk og því fór sem fór. í hin tvö skipt- in var ég með nýja fallhlíf sem ég vissi varla hvað snéri fram og aftur á. Hún opnaðist ekki full- komlega og ég kunni ekki að bæta þar úr, eins og gera á. Og í staðinn fyrir að taka áhættu sleppti ég henni og fór niður í varafallhlífinni." - Klikkar varafallhlífin aldrei? „Það væri heimska að segja að hún bili aldrei. Én ef henni er rétt pakkað eiga líkurnar á að hún bili að vera næstum engar. Hún er í alla staði einfaldari en aðal- fallhlífin, til dæmis er enginn pakki utan um hana. En auðvitað er ekkert í heiminum óbrigðult. Þetta væri heimskulegt sport ef ekki væru yfirgnæfandi líkur á að allt gengi vel. Ég treysti vara- fallhlífinni fram í rauðan dauð- ann, en vel að merkja, ég hef sér- staka þjálfun í að pakka vara- fallhlífum og þekki þær því vel.“ Henging „Ástæðan fyrir því að ég er að dunda við að kenna fallhlífar- stökk er einfaldlega sú að marga langar til að komast í þetta sport. Og það er ekki svo mörgum kennurum til að dreifa hér á landi - núna er ég sá eini. Það er erfitt að sitja uppi með réttindin og neita að kenna. Annars var ég frekar tregur til að taka þetta að mér, það er alveg sama hversu góða nemendur maður er með, maður er alltaf lafhræddur um að þeir geri einhver mistök. Það er aldrei hægt að sjá allt fyrir og menn geta brugðist öðruvísi við en þeir eru þjálfaðir til - þannig verða slysin, menn bregðast rangt við. í kennslunni er reynt að leggja aðaláhersluna á það sem farið getur úrskeiðis og neyðaraðgerð- ir í mögulegum og ómögulegum tilfellum. Þetta hefur í nokkrum tilvikum borið ákaflega ánægju- legan árangur, þegar nemendur hafa brugðist rétt við. Það er uppörvandi að sjá það. Til dæmis útskýrir maður hvað gera á ef stökkvarinn hangir fastur í flug- vélinni af einhverjum ástæðum - og ég verð að viðurkenna að þangað til þetta gerðist, leit ég á þetta sem hvern annan brandara - þetta er kallað henging. Maður segir frá þessu í hálfkæringi og allir hlæja, voða sniðugt. Svo gerðist þetta einn góðan veður- dag. Steindór Steindórsson var að stökkva og lína sem á að opna fallhlífina flæktist um hann og gat ekki slitnað frá og stökkvarinn eins og illa gerður hlutur dróst á eftir flugvélinni. En þá var það hann sem brást rétt við, lagði vinstri hönd á hjálminn en hina á handfang varafallhlífarinnar, til merkis um að hann væri með meðvitund og tilbúinn til að vera

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.