Dagur - 08.06.1984, Blaðsíða 13

Dagur - 08.06.1984, Blaðsíða 13
8. júní 1984- DAGUR - 13 Sjónvarp laugardag kl. 21.05: Smáskrýtnir Kanar Evrópuferðin er ferðasaga nokkurra Ameríkana sem fara um Evrópu á 18 dögum. Á meðal þeirra er Samantha Perk- ins sem er að koma sér í burtu frá kærasta sem ekki skilur hana. Fleiri koma við sögu t.d. Jenny Grant 72ja ára öldungur en varðveitir ákafa æskunnar, Jack Harmon fyrrverandi her- maður sem lítur á Evrópu sem eitt allsherjar stríðsminjasafn, Blakely hjónin sem engum gera mein en eiga í stöðugum erfið- leikum með að vera saman, Bert Greenfield sem er með ljósmyndadellu, Freda Gooding dæmigerður kennari og svo allir hinir. Leiðsögumaðurinn, Charlie, er alþýðlegur, hefur áhuga fyrir faliegum konum og Samantha vekur áhuga hans. Ástarævin- týrið þó stutt sé hefur í för með sér hjartasár. Samkvæmt heiti myndarinnar á ensku: „Ef það er þriðjudag- ur, þá hlýtur þetta að vera Belg- ía“ er hægt að búast við skemmtilegri mynd. Evrópuferðin er á dagskrá á Iaugardaginn og hefst kl. 21.05. ÁM. Utvarp sunnudag kl. 14.15: Skiddaskil „Það er skógræktarfélag Eyfirð- inga sem hefur umsjón með þessari þáttargerð, en þeir fengu okkur Ólaf H. Torfason til að annast þetta fyrir sig,“ sagði Hermann Sveinbjörnsson, þegar hann var inntur eftir þætti héðan að norðan sem verður á dagskrá kl. 14.15 á sunnudag. „Nokkur viðtöl eru við skóg- ræktarfólk og almenning um skógrækt, þ.á.m. skrúðgarða- rækt, skjólbeltagerð í tengslum við landbúnað og svo bænda- skógrækt, sem nú er mikill áhugi á. Ólafur tók þessi viðtöl en mitt hlutverk var sfðan að tengja þetta saman og vinna úr - Þáttur um skógræktarmál þessu og stjórna umræðum inn á milli viðtala, en í þeim taka þátt Árni Steinar Jóhannsson, garðyrkjustjóri Akureyrarbæj- ar, Hallgrímur Indriðason, framkvæmdastjóri Skógræktar- félagsins og Kjarna og Tómas Ingi Olrich, formaður Skóg- ræktarfélags Eyfirðinga." Vélavinna Höfum vörubíla, gröfur og jarðýtur til ýmiss konar verka t.d. jarðvegsskipta, lóðavinnu o.fl. Jarðvinnsla fyrir bændur á hagstæðu verði. Upplýsingar á kvöldin í síma 31149 og 31231. Frá Þelamerkurskóla Sundlaugin verður opnuð mánudaginn 11. júní kl. 10 f.h. Opið verður til kl. 19. Opið eftirleiðis sem hér segir: Alla virka daga nema mánudaga frá kl. 13-19. Laugardaga og sunnudaga frá kl. 10-19. Lokað á mánudögum vegna hreinsunar. / sumar verður selt kaffi og kökur í borðsal skólans, miðdegis alla daga. Húsvörður. Ritstjórn Auglýsingar Afgreiðsla w$m 96-24222 Sumarblóm f I tilefni fjörutíu ára afmælis gömlu stöðvarinnar í Laugarbrekku veitum við stórafslátt á öllum sumarblómum til 17. júní. Notið þetta einstæða tækifæri og fyllið beðin. Útsölustaðir Hellusteypan sf. Frostagötu 6b, Akureyri og gamla stöðin Laugarbrekku. Garðyrkjustöð sími 31333. Blómaskáli v/Eyjafjarðarbraut Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri Húsnæði óskast Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri óskar eftir að taka á leigu íbúðir af öllum stærðum. Upplýsingar veitir skrifstofustjóri í síma 96-22100. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. Tjald- og hjólhýsastæði í Vaglaskógi verða opnuð 8. júní. Hjólhýsaeigendur eiga rétt á sínum fyrri stæðum til 18. júní. Skógrækt ríkisins. Aðalfundur Norðurverks hf. Akureyri verður haldinn föstudaginn 15. júní kl. 17.00 að Hótel KEA. Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin. Útvegsmenn Norðurlandi Útvegsmannafélag Norðurlands boðar til áríð- andi fundar miðvikudaginn 13. júní kl. 14 í Sjall- anum (Mánasal). Áríðandi að félagar fjölmenni. Stjórnin. Óskilahross í óskilum á Baldursheimi í Arnarneshreppi er hryssa ca. 2-3 vetra, bleikálótt, með hvítt í faxi. Réttur eigandi vitji hennar og greiði áfallinn kostnað. Uppl. í síma 32116. Fjallskilastjóri. Glerárdal laugardaginn 9. júní kl. 14.00. Bílaklúbbur Akureyrar.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.