Dagur - 09.07.1984, Blaðsíða 11

Dagur - 09.07.1984, Blaðsíða 11
9.JÚIÍ1984-DAGUR-11 Bjarni E. Guðleifsson: Frumkvæði heima- manna og Fjórðungs sambandið Mér þótti gæta nokkurrar tauga- veiklunar í orðum og við- brögðum Áskels Einarssonar, framkvæmdastjóra Fjórðungs- sambands Norðurlands í Degi 2. júlí. Það skynsamlegasta var fyrirsögnin (sem Iíklega var kom- in frá blaðamanni): „Heimamenn taki frumkvæðið." Það er rétt að við þurfum að taka frumkvæðið í atvinnuuppbyggingunni, en Svíar heiðra Gunnlaug Gunnar Axel Dahlström, sendi- herra Svíþjóðar á íslandi, var í kynnisferð um landið í lok júní og kom þá m.a. til Akureyrar. Við það tækifæri afhenti hann ræðismanni Svía á Akureyri, Gunnlaugi P. Kristinssyni, ridd- aramerki hinnar konunglegu Norðurstjörnu orðu fyrir hönd konungs Svíþjóðar. Gunnlaugur hefur gegnt ræðismannsstörfum síðan 1972. Áskell lítur svo á að heimamenn séu „sveitarstjórnarmenn og aðr- ir hagsmunaaðilar við Eyja- fjörð". Eru þetta hinir raunveru- legu og einu heimamenn? Við, fólkið, almenningur erum heima- menn og við eigum svo sannar- lega að sýna frumkvæði. Líklega óttast þú Áskell einmitt þetta, vegna þess að „útlendingar eru viðkvæmir fyrir hvers konar upp- þotum og mótmælum, græningja- hætti." Svo vil ég benda Áskeli á það að hann er framkvæmdastjóri Fjórðungssambands Norðlend- inga, ekki Fjórðungssambands Eyjafjarðar eða Fjórðungssam- bands Akureyrar. Hann á að bera fyrir brjósti hag allra Norð- lendinga og það gerir hann ekki með því að berjast meir af kappi en forsjá fyrir byggingu álvers við Eyjafjörð. Álver við Eyjafjörð mun draga fólk úr sýslunum á austanverðu og vestanverðu Norðurlandi, og því skaða.byggð á þeim svæðum. Askell á að berj- ast fyrir eflingu atvinnulífs á þessum svæðum, sem standa mun ver að vígi en Akureyrarsvæðið, en til þess þarf að hugsa smærra og hugsa Iengra og framkvæma meira en ýmsum er lagið að gera. kannski er það þetta sem er svo erfitt? Hatíöisdagar hestafólks á Melgerðismelum Fyrirhugað er að halda heil- mikið og nýstárlegt hestamót á Melgerðismelum helgina 28.- 29. júlí n.k. og gengur það undir nafninu hátíðisdagar hestafólks á Melgerðismelum. Þetta er sameiginlegt mót fé- lagana Léttis, Funa og Þráins en þessi félög eiga Melgerðis- mela. Þetta hestamót verður með dálítið öðru sniði en önnur mót, það verður brydd- að upp á ýmsum nýjungum til að auka fjölbreytnina og meira verður gert fyrir áhorfendur. Að sjálfsögðu verður boðið upp á venjulegar keppnisgreinar eins og góðhestakeppni, ungl- ingakeppni og kappreiðar, en að auki verður t.d. opiri íþrótta- keppni þar sem knapar af öllu landinu leiða saman hesta sína. Sami hestur getur ekki keppt bæði í góðhestakeppni og fþrótta- keppni, en það er til að skapa meiri breidd í mótið. Það verða þá ekki alltaf sömu hestarnir í öllu. Þá verður parakeppni, sem heita má að sé algjör nýjung á hestamótum hérlendis. Þar gildir sú regla að einungis viðurkennt par eða par úr sömu fjölskyldu má keppa saman. Parið er dæmt sem heild. Einnig verður heiðurshesta- sýning þar sem viðurkenndir góð- hestar frá fjórðungs- og lands- mótum á Norðurlandi verða sýndir. Að lokum verður einvígi á milli Fáks í Reykjavík og Léttis á Akureyri þar sem bestu hestar frá hvoru félagi keppa. Þetta eru þeir hestar sem efstir urðu í hvítasunnumótum félaganna f vor. í A-flokki keppa Sókron frá Fáki og Sámur frá Létti og í B- flokki eru það Sölvi frá Fáki og Kristall frá Létti sem heyja ein- vígi. Það er því óhætt að segja að aldrei hefur eins mikil fjölbreytni verið á einu móti. Að kvöldi laugardags verður kvöldvaka með fjölbreyttu efni, varðeldur og grillaðar verða pylsur. Komið hefur til tals að gefa 100 fyrstu pylsurnar til að hleypa stuði í mannskapinn svo það er um að gera að mæta snemma^ mþþ. Sími 24222 PASSAMYNDIR Veiðimenn athugið Að gefnu tilefni ítrekast að öll veiði erbönnuð af Gæsasandi. Veiöifélag Hörgár. TILBÚNAR^ uunuuiifil PÁLS Notum ljós í auknum mæli -í^kiregni.ÞokuJI Framtíðarstarf Við óskum aö ráöa fyrir einn af viðskiptavinum okkar starfsmann við vinnu og frágang á: • Bókhaldi • Launum • Innheimtu Tölvuvinnsla er á öllum fyrrgreindum þáttum. Við leitum að manni með menntun og/eða reynslu í bókhaldsstörfum, hæfileika til að vinna sjálfstætt og hefur áhuga á að tileinka sér nútíma tölvunotkun. Umsóknareyðublöð á skrifstofunni. FELL hf. Kaupvangsstraeti 4 -Akureyri - slmi 25455 Við eyðum móðu á milli glerja. Móða á milli glerja er algengt vandamál og afar hvimleitt. Til skamms tíma hefur eina lausnin verið sú að skipta um gler. En nú hefur verið fundin upp aðferð til að eyða móðu á milli glerja. Með þeim hætti má nýta bilaðar einangrunarrúður nokkur ár í viðbót. Aðferð þessi var þróuð hjá dönsku iðntæknistofnunni og er í því fólgin að bora göt á ytra glerið, háþrýstiþvo rúðuna og ganga síðan þannig frá bor- götunum að nægileg lofthreyfing sé á milli glerjanna til að móða myndist ekki á ný. Við komum, metum ástand glers og gerum bindandi verðtilboð yður að kostnaðarlausu og án allra skuldbindinga af yðar hálfu. Við verðum starfandi á Akureyri, Dalvík, Ólafsfirði og nágrannasveitarfé- lögum í júlí og ágúst. Hafið samband við okkur og leitið nánari upplýsinga. Síminn er 25603, Akureyri. Gluggahreinsarinn Sími 25603, Akureyri.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.