Dagur - 10.08.1984, Blaðsíða 13

Dagur - 10.08.1984, Blaðsíða 13
10. ágúst 1984 - DAGUR -13 h*L Texti: Matt. 7, 22-29: Hyggmdi Þcgar við byggjum hús, þá gætum við vel að því hvernig grunnurinn er. Það skiptir miklu máli að grundvöllur hússins sé traustur. Við leggj- um því oft hart að okkur til þess að komast niður á góðan grunn. Dæmisaga Jesú um húsin á bjargi og sandi er þv( auðskii- in. En hvers vegna byggja þá svo margir líf sitt á þvf sem ekki stenst? Hvers vegna byggja þeir á grunni, sem leið- ir til glötunar en ekki iífs? Er það vegna þess að þeir vilja ekki sætta sig við staðreyndir og hlýða raustu hans, sem ávallt sagði sannleikann? Jesú sagði: „Hver sem heyrír þessi orð mín og breytir eftir þeim, sá er likur hyggnum manni, er byggði hús sitt á bjargi." Jesús er bjargið, sem byggja má á. Það er öruggt að byggja líf sitt á orði Jesú og því sem hann gerði okkur til sáluhjálp- ar. Guðs sonur kaliar það hyggindi að láta líf sitt standa á pessum grunni. Pað getur kostað, en það er öruggt. Til umhugsunar: Ekki er gagn t að 'vita um góð- an grundvöJl, ef ekki er byggt á hpnum. Ef þörf er á góðum grunni fyrir hús okkar hér á jörð, er það þá ekki enn nauð- synlegra að hafa góðan og ör-) uggan grurtn fyrir líf okkarog framtíð? Börn cdkóhólista Dagana 28.-30. september n.k. stendur Áfengisvarnaráð fyrir námstefnu um börn alkóhólista. Fjallað verður um þá hættu sem þessum börnum er búin umfram önnur börn, ástæður hennar og hvað gera megi til að draga úr henni. Kannanir í ýmsum löndum sýna ljóslega að börn alkóhólista eiga við ýmsa erfið- leika að etja umfram börn annarra foreldra. Þau eiga t.d. fremur í ýmsum tilfinninga- vandamálum, svo sem kvíða og depurð. Þau eiga einnig erfiðara uppdráttar í skóla, bæði hvað varðar nám og félagslega aðlögun og börn alkóhólista lenda oftar í útistöðum við löggæslu og réttar- kerfi en önnur börn. Fjölmargar rannsóknir hafa verið gerðar á því hvort börnum alkóhólista sé hættara við að verða drykkjusýki að bráð en börnum annarra foreldra. Niður- stöður þessara rannsókna hafa verið á ýmsa vegu en almennt benda þær til að börnum alkó- hólista sé mun hættara við drykkjusýki en öðrum börnum. Með því sem hér er sagt er vitaskuld ekki átt við öll börn FÓLKÁFERÐ! Þegar fjölskyldan ferðast er mikilvægt. að hver sé á sínum stað — með beltið spennt. ÚUMFERÐAR F' PrAð Jóhann Friðgeirsson á Flugsvinn á Yindheimamelum. Mynd: GS Metamót á Melgerðismelum: Spóla og Tvistur jöfnuðu gamla metið Hestamannafélögin Funi, Léttir og Þráinn héldu Metamót á Melgerðismelum 1. ágúst s.l. en þar er nú talinn besti skeiðvöllur landsins. Keppt var í 250 metra skeiði, en Islandsmót í þeirri vegalengd er 21.7 sek. Bestum tíma í skeiðinu á Melgerðismel- um nú náði Villingur Harðar G. Albertssonar, 22.2 sek. Knapi var Eiríkur Guðmundsson. Einn- ig var keppt í 300 og 350 metra stökki. Núgildandi íslandsmet í 300 m. stökki er 20.6 sek., en eins og kunnugt er hljóp Tvistur Harðar G. Albertssonar á 20.5 sek. á Hátíðisdögum hestafólks 28. og 29. júlí s.l. á Melgerðis- melum. Á Metamótinu jafnaði Spóla Harðar Harðarsonar gamla met- ið 20.6 sek. tvívegis og Tvistur einu sinni, en þau hlupu saman. í 350 metra stökki er íslands- metið 23.9 sek. Þar jafnaði Spóla einnig tvívegis íslandsmetið og Tvistur einu sinni. Með þessu móti hafa Melgerðismelar enn undirstrikað ágæti sitt sem kapp- reiðavöllur. alkóhólista. Hér er átt við líkur á tilteknum vandamálum þar sem börnum alkóhólista er tiltölulega hættara en börnum annarra for- eldra. Það er almennt viðurkennt um nær allan heim að 10-15% þeirra sem neyti áfengis verði drykkju- sjúkir og bendir ýmislegt til að þessar tölur séu mun hærri hvað varðar ýmis önnur vímuefni. Ætla má að 80-90% þeirra sem orðnir eru fjórtán ára hér á landi neyti áfengis í einhverjum mæli. Neyslan nær jafnvel til mjög ungra barna ef marka má kann- anir þar að lútandi. Það er því ljóst að mikill fjöldi alkóhólista og ofneytenda annarra vímuefna er hér á landi. Um leið er kölluð ýmis áhætta yfir stóran hóp barna sem sjálf eru tiltölulega varnar- laus. Sé ekki gripið inn í á ein- hvern hátt, fyrir tilstilli foreldra eða annarra, er hér orðin hring- rás sem erfitt er að stöðva. Helst til ráða er að grípa nægi- lega snemma inn í þegar vandi virðist vera í uppsiglingu. Þekking og skilningur á sérvanda barna alkóhólista og innsýn í þá mögu- leika sem eru á að draga úr hon- um er forsenda þess að slíkt beri árangur. A námstefnunni verður m.a. fjallað um enduruppbyggingu alkóhólistans og fjölskyldu hans, hvað felst í hugtakinu „heilbrigð fjölskylda", fjölskyldumeðferð og skipulag ráðgjafarstarfs. Ennfremur verða helstu áhættuþættir í lífi barna alkóhól- ista greindir og gerð grein fyrir fyrstu einkennum hegðunar- vandamála þeirra og hvernig megi bregðast við þeim þegar í byrjun. Auk þess að fjallað verð- ur almennt um þær aðferðir sem reyndar hafa verið til að draga úr þeirri sérhættu sem börnum alkóhólista er búin verður sér- staklega tekið fyrir hvernig alkó- hólistar geta rætt þessi mál við börn sín og hlutverk skólans í að greina sérvandamál þessara barna. Einnig verður fjallað um sjálfshjálparhópa. Auk ýmissa íslenskra sérfræð- inga sjá þrír þekktir Bandaríkja- menn um efni námstefnunnar. Þeir eru: Dr. Carl A. Whitaker, prófessor við Wisconsinháskóla, Dr. Roy Wilson Pickens, prófess- or við Minnesotaháskóla og Thomas M. Griffin, yfirmaður Forvarna- og fræðsludeildar Hazelden stofnunarinnar í Minne- sota. Dr. Whitaker er geðlæknir að mennt og var einn af þeim fyrstu sem fóru að taka maka og börn með í meðferð á hinum yfirlýsta sjúklingi. Vinnuaðferðir dr. Whit- aker eru á margan hátt for- vitnilegar og sérstæðar. Hann fer t.d. gjarnan þá leið í að hjálpa fjölskyldum að koma fram sem miklu „sjúkari" en fjölskyldu- meðlimirnir. Dr. Roy Wilson Pickens er prófessor við Geðlækninga- og sálarfræðideild Minnesotahá- skóla. Pickens er doktor í sálar- fræði og geðlyfjafræði og er þekkt- ur fyrir störf sín og skrif um áfeng- ismál. Thomas M. Griffin er sálfræð- ingur að mennt og hefur Um árabil starfað að fræðslu um vímu- efnamál. Eftir hann liggja ýmis rit og greinar um þessi mál. Námstefnan er öllum opin og fást nánari upplýsingar hjá Áfeng- isvarnaráði, Eiríksgötu 5, Reykja- vík. tata æskmst 1 1 w»i»au8;c g VEWiEltíAfHiK 1 T.'iíTTAS / «LÖ0U«!«í I FíTAfaiK oswglieiii HLH-flokkurinn tekur lagið við Vörahús KEA föstudag 10. ágúst kl. 17.00 og áritar síðustu plötuna, sem verður á sérstöku tilboðsverði í Hljómdeildinni. Missið ekki af HLH-Ookknwn sem kemur tætandi og tryllandi inn göngugötuna rétt fyrir kl. 17.00. SlMI (96)21400

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.