Dagur - 19.11.1984, Blaðsíða 3

Dagur - 19.11.1984, Blaðsíða 3
19. nóvember 1984 - DAGUR - 3 Uggvænlegt atvinnuástand í Ólafsfirði: „Þýðir víst lítið að vera að barma sér“ - segir Valtýr Sigurbjamarson bæjarstjóri Athugun stendur yfir á möguleikum varðandí frekari vinnslu á sjávarafurðum. vegar er eins og var í fyrra, og reyndar ennþá meira núna, tals- verð hreyfing á fólki. Á tímabil- inu 1. desember 1982 til 1. des- ember 1983 fluttu 58 menn burtu úr bænum en 49 komu í staðinn. Brottflutningur á þessu ári er eft- ir því sem ég best veit heldur meiri núna og aðflutningur minni, þannig að það bendir til þess að hér sé einhver fækkun.“ - Nú hafið þið lagt í talsverð- an kostnað við byggingu Iðn- garða, hvað hefur bygging þeirra skilað mörgum atvinnutækifær- um? „Aðeins tveimur, og það er al- veg rosalega dapurt. Kostnaður við Iðngarðana í dag er um 5 milljónir og það er því miður ekki útlit fyrir að um frekari nýt- ingu á þessu húsnæði verði að ræða á næstunni, ekki í vetur a.m.k. Það er helmingurinn af þessu húsnæði sem er nýttur í dag.“ - Það þarf auðvitað ekki að spyrja um áhyggjur bæjaryfir- valda af þessum málum í heild. „Þær eru vissulega miklar og eins og ég sagði fyrr eru nokkur atriði varðandi matvælaiðnað í athugun. Það eru að mínu mati draumórar að ætla sér að fara út í einhvern iðnað sem t.d. vegna flutningskostnaðar hlýtur að verða undir í samkeppni við sam- svarandi iðnað sem er betur stað- settur með tilliti til markaða. Það þýðir ekkert að vera að jarma á fyrirtæki með það að koma hing- að og framleiða þetta og hitt, jafnvel þótt viðkomandi aðilar fái ókeypis húsnæði, ef flutnings- kostnaðurinn gerir miklu meira en að jafna það út. Það er ekki hægt að ætlast til þess að nokkur aðili vilji binda sitt fé í slíku,“ sagði Valtýr. gk-. „Það er svo slæmt ástandið hérna í Ólafsfirði hvað snertir atvinnu að það er ekki hægt að vera glaðhlakkalegur, og horf- urnar til áramóta eru allt ann- að en glæsilegar. En það má segja að þetta sé það sem menn vissu að kæmi, svo það þýðir víst lítið að vera að barma sér,“ sagði Valtýr Sig- urbjarnarson bæjarstjóri í Ólafsfirði er við ræddum við hann. „Ég hef ekki tölu yfir atvinnu- lausa sem stendur, en það hefur komið fram að 260 manns hafa fengið atvinnuleysisbætur fyrstu 10 mánuði ársins. Útborgaðir at- vinnuleysisdagar þessa 10 mán- uði eru 8.406 sem svarar til þess að 28 manns hafi gengið hér at- vinnulausir upp á hvern dag þennan tíma. Og þetta er ekki búið, því tveir verstu mánuðir ársins eru eftir. Þetta eru miklu hærri tölur en við sáum hér í fyrra og var ástandið þó ekki gott þá. Við erum ekki að bera saman við eitt- hvað sem var gott þegar við not- um árið í fyrra sem viðmiðun, en nú tekur steininn úr.“ - Er ekki fólk illa undir þetta ástand búið, ef enn aukið at- vinnuleysi hellist yfir núna? „Ég er afskaplega hræddur um það og þykist raunar vita það með vissu að svo sé. Það er stað- reynd að menn leggja ekki fýrir þegar þeir hafa vinnu, þeir geta það bara ekki. Það skiptir engu máli hvað bankar og sparisjóðir eyða mörgum milljónum í að telja mönnum trú um að þeir geti ávaxtað sparifé sitt. Fé bankanna væri betur komið í eitthvað ann- að en þessar auglýsingar því fólk á ekki sparifé." - Og það er lítið sem ekkert um ný atvinnutækifæri hjá ykkur? „Það verður því miður að viðurkenna það. Áð vísu eru í at- hugun nokkur atriði, bæði hjá Iðnþróunarfélaginu og á vegum Fjórðungssambandsins. Þetta tengist nánari vinnslu á sjávar- afla, er sem sagt matvælaiðnað- ur. Það er auðvitað hægt hér eins Valtýr Sigurbjamarson. og annars staðar að gera betur í þessari fullvinnslu og óhemju miklum verðmætum er hent. Þetta tekur hins vegar allt sinn tíma og því miður er það svo að á meðan menn telja sig hafa nóg og hægt er að ausa fiski upp úr sjónum er ekkert hugsað um þessa hluti. Svo þegar á reynir og að herðist þá skortir fé til þess að hrinda þessu í framkvæmd. - Hefur þetta ástand orðið til þess að um fólksflótta frá Ólafs- firði hafi verið að ræða? „Ég hef ekki handbærar tölur um það en við erum að vinna að gagnasöfnun í þessu sambandi. Ég held að raddir um stórkostleg- an fólksflótta eigi sem betur fer ekki við rök að styðjast. Hins Blomberq Stílhrein hágæða heimilistæki 2ja ára ábyrgð Komið og gerið kjarakaup í nýju versluninni Raf í Kaupangi. NÝLAGNIR VIDGERÐIR VERSLUN Kaupangi v/Mýrprveg. Simi 26400. Verslið hjá fagmanni. SKIPAÞJONUSTAN HF. VERSLUN, UMBOÐS- OG HEILDVERSLUN TRYGGVABRAUT 10 - SÍMAR (96)24725 - 21797 - 602 AKUREYRI Eldvarnarbúnaður - Gúmmí- og plastslöngur Veiðarfæri - Fatnaður - Málning og garðahöld Krókar hífikrókar gilskrókar opnir og lokaðir ★ Baujustangir Karfagoggar Fiskistingir Plastkörfur Flatningshnífar Flökunarhnífar Vasahnífar Stálbrýni ★ Handfærabúnaður ★ Togveiðibúnaður ★ Lásar. Víraklemmur Vírakósar ★ Eldvarnir Slöngukefli Halonslökkvitæki Vatnsslökkvitæki Duftslökkvitæki Reykskynjarar Eldvarnateppi ★ Gúmmíslöngur Plastslöngur með og án innleggs Hitaþolnar slöngur ★ ABA hosukiemmur ★ Dælugúmmí ★ Ódýr kínversk verkfæri Kuldafatnaður Vinnufatnaður Vinnuhanskar Gúmmístígvél Tréklossar ★ Bómullargarn hvítt í rúllum Fléttaðar snúrur Bindigarn o.m.fl. tegundir ★ Keðjur svartar og galv. ★ Steinel rafmagns verkfæri Hitablásari Límbyssa Frauðplastskeri ★ Snjósköfur Snjóskóflur Saltskóflur ísskóflur ★ Galv. stálvír 3,0 mm - 26 mm ★ Marlin tóg Nælontóg o.fl. tegundir Víra- og boltaklippur ★ f&L- C^IPAÞJÓNUSTAN hf. VERSLUN, UMBOÐS- OG HEILDVERSLUN TRYGGVABRAUT 10 - SÍMAR (96)24725 - 21797 - 602 AKUREYRI Eldvarnarbúnaður - Gúmmi- og plastslöngur Veiðarfæri - Fatnaður - Malning og garðahöld

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.